Geta vesturlanda til að hafa áhrif á atburðarásina í Miðausturlöndum virðist hverfandi

Það sem ef til vill er áhugaverðast við atburðarás undanfarinna vikna er að Evrópa og Bandaríkin virðast nær engin áhrif hafa á rás atburða. En skv. Reuters hafa Arabaríkin á Persaflóasvæðinu lofað Abdel Fattah al-Sisi hershöfðingja, manninum sem fer með öll raunveruleg völd í Egyptalandi þessa stundina - - hvorki meira né minna en 12ma.$ efnahagsaðstoð fyrir að hafa velt um koll ríkisstjórn Bræðralags Múslima.

Þannig að þó svo að Obama mundi hætta 1,5ma.$ hernaðaraðstoð, mundi það nær engu máli skipta.

Ég held að þetta segi eitthvað um það, hverjir það eru sem ráða för - - en hin ofsalega auðugu olíuríku furstadæmi við Persaflóa eru að ausa peningum hægri og vinstri.

Fyrir utan að því er virðist - að fjármagna gagnbyltingu hersins í Egyptalandi, fjármagna þau skæruliðastríð gegn ríkisstjórn Asads í Sýrlandi.

Og að auki virðist sem að þau séu farin að fjármagna andstöðu súnní múslíma innan Íraks, en skv. fréttum létu yfir 1000 manns lífið í Írak í júlí sl. eða föstumánuðinum Ramadan.

En meðan að olíuríku furstadæmin - berjast í annan stað gegn lýðræðisvakningunni sem tengd var svokölluðu "arabísku sumri" þá samtímis eiga þau í mjög hörðu leynistríði við Íran.

Sem teygir sig um nær öll Miðausturlönd, með hápunkt þessa stundina í Sýrlandi þ.s. Persaflóaarabarnir og Íran styðja sitt hvora fylkinguna - - að endurræsa borgarastríðið í Írak væri þá aðgerð í því samhengi þ.e. til að veikja stöðu Írans. En núverandi stjórn meirihluta shíta í Írak fylgir Íran að málum og fregnir hafa borist af því að róttækir íraskir shítar séu farnir að streyma til Sýrlands til að berjast við hlið sýrlenskra stjv. gegn sýrlenskum súnnítum. Krókur á móti bragði á aröbunum við flóann er þá að fjármagna nýja uppreisn súnníta í Írak - til að stöðva það flæði shíta til Sýrlands.

Reuters - Powerless West gropes for way to sway Egypt

CNN - Bombings, bloodshed mar end of Ramadan in Iraq

Staðan gæti orðið svo slæm að það verði 4 borgarastríð samtímis!

Það er erfitt að ímynda sér annað en að mannfall annaðhvort yfir 500 eða yfir 1000 - eftir því hvort maður miðar v. tölur herstjórnarinnar í Egyptalandi eða Bræðralags Múslíma; leiði til alvarlegra átaka milli stjórnvalda og hins mikla fjölda landsmanna sem taka íslam alvarlega.

Miðað við talsmenn stjórnvalda, sem tala á þá lund að atburðir undanfarinna daga hafi sannað að Bræðralag Múslíma séu hryðjuverkasamtök - - sem þíðir að stjórnin er að lýsa milljónir Egypta sem eru meðlimir Bræðralagsins hryðjuverkamenn; þá virðist fátt benda til þess að stjórnin hætti á næstunni aðgerðum beint að því að lama sem mest hún má starfsemi þess.

Á sama tíma, eru meðlimir samtakanna í sárum og reiðin skiljanlega mjög mikil, og líkindi þess að átök harðni stig af stigi - virðast yfirgnæfandi.

Með öðrum orðum, virðist flest benda til hraðrar stigmögnunar í átt að fullu borgarastríði.

Og það verður svakalega hræðilegt, því þetta er fjölmennasta landið á ölu svæðinu með 84 milljón íbúa, svo við erum að tala um flóttamannavanda sem getur fljótt orðið margfaldur á við flóttamannavandann út af stríðinu í Sýrlandi.

En þaðan hafa þegar um milljón manns flúið til nágrannalanda - - það gætu hæglega 4 - 5 - 6 milljónir eða jafnvel 10 milljónir flosnað upp og flúið til nágrannalanda Egyptalands.

Og þ.e. ekki neitt - virkilega ekki neitt, sem vesturlönd geta gert annað en að horfa á með skelfingu.

-------------------------------------------

4. borgarastríðið sem stór hætta er á, er Líbanon en aðstoð Hesbollah samtaka líbanskra shíta við Sýrlandsher innan Sýrlands, hefur æst upp hatur milli hópa innan Líbanon en þar eru bæði kristnir og súnníta múslímar einnig fjölmennir. 

Átök geta gosið upp þá og þegar.

Ég gæti vel trúað flóa aröbunum til að fjármagna andstæðinga Hesbollah innan Líbanon.

  • Með öðrum orðum - - ástandið í Miðausturlöndum.
  • Gæti orðið eins slæmt og í Afríku sunnanverðri í kalda stríðinu þegar það voru borgarastríð samtímis í Angóla, Simbabve, Mósambík og Namibíu - - milljónir létust allt í allt í þeim átökum. 

Niðurstaða

Það virðist virkilega vera fjandinn laus í Miðausturlöndum. Það eina sem vantar er stríð milli herja einstakra landa. Ég á ekki von á því endilega. En kalda stríðið milli Írans og Persa-flóa Arabanna virðist háð af í engu minna miskunnarleysi en kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna - sem beittu fyrir sig hópum innan fjölda þjóða þ.s. voru háð borgarastríð. Þau stóðu yfir samfellt þangað til að Kaldastríðið hætti - þ.e. bæði í Afríku og Mið Ameríku. En það merkilega er að öll þau stríð hættu eftir að Kaldastríðinu lauk og það voru ekki lengur utanaðkomandi aðilar til staðar til að fjármagna þau stríð og senda stríðandi fylkingum vopn.

Flóa Arabarnir virðast einnig hafa ákveðið að fjármagna gagnbyltingu egypska hersins. En þeim er í nöp við lýðræðisskipulag en þeim löndum er öllum stjórnað af einvalds furstum eða kóngum, mjög gamaldags þannig séð. En þær valdaættir ætla sér að halda í völdin. 

Á meðan virðast vesturlönd þar á meðal Bandaríkin, komin í hlutverk áhrifalítilla áhorfenda.

En meðan að þorstinn í olíu heldur áfram, hafa flóa Arabarnir næga peninga - - og það hafa Íranir einnig.

Fátt bendir til að sú peningalind þverri í bráð. 

Þessi átök geta því staðið lengi - kannski eins lengi og Kaldastríðið.

Fórnarlömb verða fjölmörg, hundruð þúsundir alveg pottþétt - kannski milljónir. Flóttamannavandi hrikalegur í stíl við mannfallið.

Heilu kynslóðirnar geta alist upp í flóttamannabúðum, og það nánast eina sem vesturlönd líklega geta gert, er að undirbúa sig fyrir þann flóttamannavanda.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Spyrð þú Múslímska Bræðralagið, þá upplýsa þeir þig gjarna um að allt sem nú fer fram í Egyptalandi sé stýrt frá Vesturlöndum.

Nýjasta bylgja óeirða þeirra byrjaði með því að þeir héldu því fram að settur utanríkisráðherra í nýrri stjórn landsins væri gyðingur. Það er hann vitaskuld ekki og heldur ekki kristinn, en að halda því fram var nóg til að efla óeirðirnar og fá þúsundir nýrra fanta út á göturnar. Fyrir utan Vesturlönd, hatar Bræðralagið gyðinga og segja þá einnig á bak við óeirðirnar.

Múslímska bræðralagi er óferjandi hópur. Því miður eflist hann þessa dagana frekar en hitt. En bræðralagið er ekki lausnin á vandamálum Egyptalands.  Það er víst

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.8.2013 kl. 08:14

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Egyptaland eins og það er í dag er á ábyrgð Múslímska bræðralag. Með því að ætla að breyta lögum og reglum sér í vil á kostnað annarra. Þetta Múslímska bræðralag er drullan sem er grunnvandamálið í dag.

Ómar Gíslason, 16.8.2013 kl. 08:39

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Dæmigert í slíku ástandi trúi menn kviksögum, af frásögnum beggja aðila virðast samsæriskenningar ganga ljósum logum, þær virðast snúast um að - deilendur trúa því versta mögulega upp á sinn andstæðing.

Ég bendi þér á að lesa eftirfarandi grein, er sammála hverju orði;

http://www.foreignpolicy.com/articles/2013/08/09/the_liberal_dark_side_egypt_morsy

Þessir svokölluðu "liberals" eiga eftir að sjá mjög mikið eftir því að hafa stutt þessa gagnbyltingu hersins í Egyptalandi.

En hún var með öllu óþörf, Morsi var orðinn einangraður - ljóst að öryggisþjónustur landsins voru hættar að hlíða honum, hann hefði ekki getað sett af stað "crackdown" og sú hugmynd að hann hefði getað skipt út öllum hershöfðingjunum og sett e-h aðra í staðinn er fantasía, en e-h slíkur hefði engan stuðning haft innan hersins hefði verið valdalaus fígúra - - þannig að með fjölmennum mótmælum er full ástæða að ætla að stjórn hans hefði verið tilneydd til að gefa eftir, bakka mikilvæg skref.

Vandinn er að hatur svokallaðra "liberals" í þessu tilviki virðist í reynd meira vandamál, þeir virðast hafa orðið í reynd "extreme" og trúað akkúrat kviksögum um meint vond áform Morsi og Bræðaralagsins. Hvort herinn drefiði þeim - á laun skiptir ekki megin máli.

En í staðinn munu menn fá líklega niðurbrot Egyptalands og mörg ár af mjög mannskæðu borgarastríði, sem var hægt að koma í veg fyrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2013 kl. 08:47

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar, ekki trúa því hvernig hlutir virðast á yfirborðinu, Morsi stjórnaði ákaflega heimskulega en slíkt gerist í löndum án þess að herinn taki völdin, menn mótmæla stundum eru þau mjög fjölmenn, menn stoppa allt í landinu þar til stjórnin gefur eftir - þ.e. þ.s. átti að gerast, að styðja byltingu hersins á eftir að reynast gríðarleg mistök. Þ.s. er í gangi núna er meir í átt við það - - að öfl andstæð lýðræði eru að notfæra sér "hrekkleysi" andstæðinga Morsi, til að snúa landinu aftur til baka til einræðis valdstjórnar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2013 kl. 08:52

5 Smámynd: Ómar Gíslason

Egyptar hafa aldrei haft virkt lýðræði og Múslímska bræðralagið ætlaði að gera það sama og allir aðrir, að stjórna með sínum sérlögum án tillit til hvernig þjóðinni vegnar.

Hefðbundinn íbúi vill yfirleitt getað stofnað fjölskyldu, haft vinnu og geta lifað sæmilegu lífi, án afskipta af: a) trúarlegu ofstæki  b) stjórnmálalegu einræði.

Ef við skoðum 20 verstu lönd heims sjáum við að með því að útiloka þessa tvö þætti a og b þá er hægt að hjálpa 80% af þeirra vanda. ´

Hvernig Múslímska bræðralagið kom fram þá var það einstefna á sín sérlög án tillits til hins hefðbundna Egypta.

Ómar Gíslason, 16.8.2013 kl. 10:27

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar þ.e. ekkert óvenjulegt að lýðræði gangi brösulega framan af, sérstaklega í löndum með enga lýðræðishefð. Mundu eftir Frakklandi, er ekki 5. lýðveldið í dag? Í Afríkulöndum hafa lýðræðisstjórnir komið og farið, gjarnan verið skipt fyrir herforingja. Þetta gerðist einnig mörgum sinnum í S-Ameríku, Brasilía kemur í hugann - Chile - Argentína. Mörg önnur dæmi.

Hvað er hefðbundinn Egypti? Bræðralagið var flokkurinn sem fékk langmest hlutfall atkvæða? Ekki einir sér hreinan meirihluta.

En þeir hafa greinilega mjög breiðan stuðning meðal landsmanna, þetta eru mörg hundruð ára g0mul samtök - þau eru ekkert á leiðinni út þó það komi "crackdown" í nokkur ár.

Þ.e. einmitt málið að ég sé í reynd ekki að Egyptaland geti haft lýðræði án einhvers arms Bræðrlagsins - að sá sé einn stærsti flokkur landsins.

  • Þ.e. virðist í gangi er - klofningur milli íbúa fjölmennustu borganna, og þeirra smærri annarsvegar og sveita, dreifbýlið styðji Bræðralagið mikið til en stóru borgirnar séu kjarni fylgis svokallaðra borgaralegra afla.

Endurtek þann punkt, að þ.e. sjálfsagður hlutur að nota rétt sinn til að mótmlæa, jafnvel milljónum saman - - stöðva jafnvel hagkerfi landsins, til að neyða ríkisstj. til afsagnar eða til að - gefa eftir í mikilvægum málum.

Þ.s. ekki er, er að styðja herforingjabyltingu - sem síðan hefur skipulagða slátrun á andstæðingunum. 

Ég er alveg viss að það voru geigvænleg mistök andstæðinga Bræðralagsis að styðja byltingu hersins.

Nú væntanlega stendur Egyptaland frammi fyrir Pinochet stíl lögregluríki og mjög blóðugum átökum, nema að ég á ekki von á því að hershöfðingjarnir í Eyptalandi geti brotið Bræðralagið aftur eins og Pinochet sannarlega lamaði um langa hríð í Chile - róttæka vinstrimenn.

Svo við séum að tala um borgarastríð - sem getur reynst langvinnt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2013 kl. 10:43

7 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er alveg rétt hjá þér Einar að lýðræðið hefur gengið brösuglega framan af og gengur ennþá brösuglega. Að sjálfsögðu eigum við að nota rétt okkar til að mótmæla.

Þar sem lýðræðið hefur náð að festa rætur, þar líður einstaklinginum best. Þ.e.a.s allir hafa jafnan aðgang. Því er nú ver og miður að mörg lönd hafa komið illa út við að fá á sig einræðisherra eða herforingja(...ráð). Og það skiptir engu máli hvort það sé hægri sinnað eða mjög vinstri sinnað.

Það sem dregur Islam og jafnvel Múslímska bræðralagið niður eru þeir hörðu öfgamenn sem eins og ráði ríkjum. Þegar þessir öfgamenn eru farnir að brenna sína eign trústaði, til áminning þeim sem mótmæla þeim.

Ef engin vill geta eftir þá endar þetta í borgarastríði. Með því að brenna kirkjur andstæðingana eru þeir að gefa hernum „sönnun/ástæðu" til að grípa til aðgerða áfram.

Ómar Gíslason, 16.8.2013 kl. 16:51

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - ég er ekki vist að þar innan raða sé mestu öfgarnar að finna í þetta tiltekna sinn. En ekki rugla Bræðralaginu við hryðjuverkasamtök, eða öfgasamtök. Þeir eru fjöldasamtök múslíma og starfa þvert á Arabaríki í N-Afríku. Upp úr þeim hafa stöku sinnum sprottið róttækari hópar - en því mætti allt eins líkja við það t.d. er Kommar klufu sig frá Alþýðufl. gamla. Það gerði ekki þann flokk að öfgaflokki þó öfgamenn hefði verið þar innan um og síðan klofið sig frá þeim.

Bendi þér á að lesa þessa grein, og taktu eftir viðbrögðum svokallaðra hófsamra einstaklinga - - þeir hljóma verð ég að segja ekki sérdeilis hófsamir þegar umræðunni er beint að Bræðralaginu:

Egyptian Elite Succumb to the Hate Virus

Bendi einnig á þessa úr Foreign Policy; http://www.foreignpolicy.com/articles/2013/08/09/the_liberal_dark_side_egypt_morsy

Ég held nefnilega að í Egyptalandi sé það stærra vandamál í reynd - hatur hinna á Bræðralaginu.

Sökin á útkomunni sé ekki nærri öll Bræðralagsins eins þó forseti þeirra hafi gert mörg mistök þá hefði meira að segja forseti á þeirra vegum átt erfitt uppdráttar þó hann hefði verið snillingur, þetta sé frekar klassískur vandi samfélaga sem óvön eru lýðræði, að hóparnir kunna ekki almennilega með það fara - - þá skortir þá samkennd, gagnkvæma umburðarlyndi og gagnkvæmu lágmarks virðingu fyrir skoðunum og rétti hinna sem einkennir þroskuð lýðræðissamfélög - ég á við að sökin sé skipt.

Taktu eftir því í Grein Der Spiegel, að það hlakkar í andstæðingunum yfir dauða meðlima Bræðralagsins. Það lýsir hatri og ofstæki.

Vandinn er þetta gagnkvæma vantraust og nú gagnkvæma ofstæki - - en meðferðin á meðlimum Bræðralagsins, auðvitað kyndir frekar undir reiði meðlima þess. Þá væntanlega grípa þeir til harðari aðgerða, sem er mætt með enn meiri hörku - - svona kolla af kolli magnast ástandið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2013 kl. 17:19

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað verður um Koptana í Egyptalandi?  Fara þeir í felur rétt einu sinni?

Kolbrún Hilmars, 16.8.2013 kl. 18:17

10 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er reyndar rétt hjá þér að við lestur á greininni í Der Spiegel kemur mikið hatur í garð Bræðralagsins.

Ómar Gíslason, 16.8.2013 kl. 18:20

12 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 20:30

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - - taktu eftir að mótmælin sem voru brotin á bak aftur, voru svokallað "sit in" þ.e. mótmælendur sátu allir í risastórum hóp. Þetta var aðferð Mathatma Ghandi á sínum tíma.

Sjálfsagt kemur rót á hópinn þegar herlögreglan fer að stugga harkalega við honum, en yfir 600 manns látnir á einni viku - segir sögu.

Þessi mótmæli virkilega virðast ekki hafa verið harkaleg, þeir voru einfaldlega fyrir - það pyrraði greinilega ímsa.

En ég held að það sé einmitt hatrið sem beinist að Bræðralaginu í egypsku borgunum, sem framkallaði þessi ofsalegu aðferð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2013 kl. 21:49

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei Þorsteinn, ég er algerlega viss um að CIA og Mossad hafa ekkert með vandræðin í Egyptalandi að gera - - taktu eftir orðum kóngsins af Saudi Arabíu:

“Those who are meddling in the Egyptian affairs should know that they are fuelling sedition and support the terrorism they claim to fight.”

Þarna er kóngurinn af Saudi Arabíu, að segja könum að skipta sér ekki af.

Það ætti að segja þér, hverjir eru að "engineera" þetta dæmi, Saudar - - enda hafa þeir ákveðið að gefa herstjórninni 12 milljarða dollara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2013 kl. 21:53

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Málið er að Obama hefur fordæmt atburðina í Kæró, og hefur aflýst sameiginlegum heræfingum sem voru fyrirhugaðar á næstunni. Frekari viðbragða er að vænta. Og kóngurinn af Saudi Arabíu - - er að segja þeim að skipta sér ekki af.

Eða eins og hann sagði einnig "Saudi Arabia’s King Abdullah declared his support for what he called the authorities’ war against ‘terrorism’"

Þ.e. áhugavert að Abdullah notar segir þetta baráttu stjórnarinnar gegn hryverkum - íhugaðu aftur gjöf hans til Abdel Fattah al-Sisi á 12 milljörðum dollara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2013 kl. 21:57

16 identicon

Sæll Einar Björn

Eins og þú veist þá þarf að hafa svona pretext (með
svona Destabalising aðferðum) eða ástæðu til að fá alþjóðasamfélagið með sér, eða eins og átti sér stað hvað varðar stríðið gegn Líbýu, og svo hægt sé að réttlæta svona NATO aðgerðir. Eitthvað hafa hins vegar aðgerðir þeirra mistekist hvað Sýrland varðar (CIA Mossad Snipers arrested in Syria-Chose the wrong profession and the wrong country og  Syria - The REAL Story -- MUST SEE -- CIA & MOSSAD Death Squads Exposed), þar sem að auk þess Rússar og Kínverjar eru á móti innrás inn í Sýrland, en ég veit ekki betur en kóngurinn af Saudi Arabíu sé með þeim í þessu öllu.

 An Israeli military base in Saudi Arabia? PDF 

Moscow Terror: CIA-Saudi-Mossad Operation? PDF - Boris Berezovsky, Oleg Deripaska, Leonid Nevzlin, Roman Abramovich, Mikhail Khodorkovsky, Arkady Gaydamask, Vladimir Gusinsky, Seymour Kislin & Michael Chernoy amongst others comprise this Russian Jewish Zionist global cabal & each of them have an axe to grind with Vladimir Putin & they are united in his destruction.

Report: Saudis may allow Israel's use of air space PDF 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.8.2013 kl. 23:40

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn - - hættu að hugsa um Nato eða Bandar. í þessu samhengi, þ.e. engin NATO aðgerð, Ísrael er ekki þarna heldur - innviklað með slíkum hætti.

Þetta er kalt stríð milli Írans og Saudi Arabíu sem skekur Mið Austurlönd núna - - hin vaxandi ringulreið er þvert hagsmunum Bandar. og vesturveldanna - - í reynd stórfelld ógn fyrir þeirra hagsmuni og það virðist virkilega að þau hafi misst stjórnina á hlutum þar, og það eru greinilega Saudar sem eru meginstjórnendur atburðarásinnar í Egyptalandi, síðan glíma þeir v. Írana í Írak og Sýrlandi, og Lýbanon og víðar.

Bandaríkin eða Ísrael eru einfaldlega ekki lengur með stjórn atburðarásar í þessum heimshluta í sinni hendi - hafa tapað henni. For good or ill.

Stíðið í Lýbýu var ekki heldur e-h CIA eða Mossad samsæri, uppreisnins sem hófst var raunveruleg - - vesturveldin einfaldlega gripu tækifæri þegar það var í gangi uppreisn að styðja þá uppreisn - - kallað að grípa tækifærið, að vera tækifærissinnar.

Þau hafa ekkert sérstaklega grætt á þessu - - þessar kenningar eru eiginlega fáránlegar, en þ.e. ekkert og ég meina ekkert, sem Bandar. eða Ísrael geta mögulega grætt á því að Egyptaland leysist upp í frumeindir.

Þvert á móti er það mjög varasöm þróun fyrir vesturveldin - - hugsaðu. Kanalinn - - ef hann lokast, hefst heimskreppan aftur.

Gleymdu þessum kenningum, um heimsyfirráðastefnu Bandar. eða um meint bandar./Ísraelskt samsæri um að valda ringulreið og sundrungu - þeir sem halda því slíku fram hafa á röngu að standa.

------------------------

Bandaríkin eru að af-fókusa þetta svæði, vegna þess að þ.e. rísandi stórveldi á Kyrrahafi. 

Fyrir Bandar. er mikivægara að gæta hagsmuna sinna þar.

Tjón þ.s. þau urðu fyrir v. Íraks og Afganistan stríðanna, hefur veikt þau verulega og það hefur kreppan einnig gert.

Þau einfaldlega hafa ekki - - getu til að heygja risastríð á sama tíma og þau verða að tryggja sína hagsmuni á Kyrrahafssvæðinu gegn Kína. Einnig af þeirri ástæðu, eru þessar samsæriskenningar - augljóslega rangar.

Þetta er eiginlega orðið að þráhyggju hjá þessu blessaða fólki, sem sér meint bandar. / ísraelskt samsæri í hverju sem gerist í heiminum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2013 kl. 00:33

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú þarft að átta þig á því að Bandar. hafa mjög óverueg afskipti af Sýrlandsstríðinu, það eru Saudar ásamt Persaflóa furstadæmunum, sem eru að dæla milljörðum dollara í það stríð. Þetta eru meginhluta til átök milli þeirra og Írans.

Bandaríkin eru eiginlega að berast með straumnum, en þ.e. afskaplega ólíklegt að þau skipti sér af meiri dýpt af þeim hildarleik. Vegna þess að, Bandaríkin hafa ekki lengur efni á því að heygja stríð í Miðausturlöndum - - nema mjög mikilvægir hagsmunir þeirra séu í húfi.

En þeir eru einfaldlega ekki fyrir hendi í Sýrlandi. Þ.e. einhver olía þarna en of lítil til að skipta máli. Að auki eru Bandar. að verða sjálfum sér næg um olíu, svo að auki er heimshlutinn allur af minnkandi mikilvægi fyrir þau.

Og þ.e. alls ekki með þeirra vilja, að Saudar séu að fjármagna gagnbyltingu hershöfðingjanna í Egyptalandi - - sbr. nánast hótun Adbullah konungs. Hann eiginlega skipar Bandaríkjunum að skipta sér ekki af.

En þeim stendur ógn af vaxandi upplausn þar, Saudar eru komnir í sinn eigin leik - - burtséð frá því hvort Bandar. hafa áhuga á að spila með eða ekki.

Og Saudar eru á kafi í leynistríði við Íran. Einnig meða eða án aðstoðar Bandar. 

  • Bandaríkin eru langt í frá almáttug. Og þau ásamt vestuveldum, virðast vera að missa með hreint mögnuðum hraða, stjórn á atburðarás innan Miðausturlanda sem þau hafa svo lengi haft.
Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2013 kl. 00:43

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Obama hefur heimilað CIA að dreifa vopnum til hópa í Sýrlandi, þ.e. vitað - - mér skilst að Bandaríkin séu þó ekki endilega að dreifa þeim til sömu hópanna og Saudar ásamt öðrum Aröbum við Persaflóa styðja. Heldur til svokallaðra hófsamra afla meðal uppreisnarmanna - meðan að Saudar virðast vera að styðja hópa sem aðhyllast kenningar Wahaba aðilar sem vesturlöndum finnst of ofstækisfullir. Þ.s. ekki er líklegt er að Bandaríkin gangi lengra, og sendi hermenn á svæðið eða fari að marka svokallað "no fly zone" -- Obama er með þessu að gera það minnsta sem hann kemst upp með að gera en hægri menn á Bandar. þingi og vinir Ísraels þar heimta miklu meira þ.e. beina íhlutun hers Bandar. sbr. að marka svokalla "safe zone" við landamærin og einnig "no fly zone" af hálfu flughers bandar. Mossad er örugglega að fylgjast með fylkingum þarna en ég sé ekki Mossad vera að dreifa vopnum eftir allt saman er engin meðal fylkinga "vinir Ísraels." Þeir sem eru langsamlega stórstækasti í stuðningi við andstöðu öfl innan Sýrlands eru Saudar ásamt Persaflóa Aröbum - - og konungsdæmin og furstadæmin þar virðast vinna saman, og fylgja eigin prógrammi þ.e. hvað þau eru að gera lýtur ekki vilja Vesturlanda eða Bandar. - þau eru að gera þ.s. þeim sýnist. Punkturinn er sá, að þó svo að Bandar. séu með CIA og aðra leynihópa innan Sýrlands, yfirgnæfa vopna- og peningasendingar Persaflóa ríkjanna þær takmörkuðu aðgerðir sem Obama fram að þessu hefur heimilað. Þannig að Bandar. eru ekki að stýra atburðarás þarna eins og þau gerði í Afganistan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2013 kl. 12:05

21 identicon

Sæll aftur Einar Björn

það kann að vera sé rétt, að "Obama hefur heimilað CIA að dreifa vopnum til hópa í Sýrlandi, en:

Snipers Caught in Syria are CIA/Mossad soldiers

"A Turkish television broadcast a tape recording for telephone calls of Mossad agents who were in the Syrian " Mossad CIA Mi6 and French Intelligence Operating in Syria

CIA or Mossad Snipers Caught in Syria? -- Puppet Masters -- Sott.ne

Snipers Caught in Syria are CIA/Mossad soldiers

Webster Tarpley from Damascus: ‘CIA, MI6 and Mossad, together against Syria’

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 12:35

22 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 12:38

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mossad eru þekktir tækifærissinnar - eins og ég benti á er í Sýrlandi enginn hópur sem getur talist til vina Ísraels - - að auki má bæta við að Íran hefur fengið Hesbolla liða til að beita sér innan landamæra Sýrlands. Mossad getur verið að notfæra sér tækifærið sem ringulreiðin í Sýrlandi skapar, að ná færi á einhverjum háttsettum meðlimi Hesbolla og drepa.

CIA er að dreifa vopnum í Sýrlandi, en það þíðir ekki endilega að vopnadreifing sé það eina sem CIA er að ástunda þar í landi, en CIA eins og Mossad "pikkar" upp tækifæri ef þeir sjá slíkt, t.d. eru í landinu al-Qaeda liðar þó þeir séu ekki endilega fjölmennir, en Bandar. eru í yfirlístu stríði gegn al-Qaeda, og þ.e. ekki ólíklegt að ef þeim hefur borist njósn þess efnis að áhrifamiklir flugumenn al-Qaeda séu í Sýrlandi, þá séu flugumenn Bandar. að sæta færis til að murka úr þeim lífið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2013 kl. 14:52

24 identicon

Sæll Einar Björn

Þeir hjá Military.com (3 júlí sl.), segja að Hagel og Dempsey hafi rætt saman, eða:  “were walking a fine line” … “expressing concern while attempting to avoid the impression that the U.S. was manipulating events behind the scenes.”( Was Washington behind Egypt’s coup d’etat?)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 15:55

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hans kenning, en ég tel hann hafa á röngu að standa. Þ.e. augljós þvæla að Bandar. hafi verið í nöp við þá þróun að hugsanlega yrði Egypaland að lýðræðisríki, eða sjái það sem hagstætt fyrir sig að afnema þá þróun. Enda eftir allt saman eru þau í nánu samstarfi við annað lýðræðisríki sem einnig er múslímst - - Tyrkland. Hingað til hefur ekkert virst annað en að þau séu ágætlega sátt við stjórnvöld þar. Reyndar virðist sem að Bandar. séu með áform um að dýpka samstarfið við Tyrkland á nk. árum. En kanar sjá Tyrkland sem mótvægi við Íran - og vaxandi áhrif þess. Þeir örugglega þrýstu á Tyrki og Ísrael að sættast þegar ríkin 2 deildu um árið. En það hafa tiltölulega nýlega orðið sættir þeirra á milli. Að auki skiptir Tyrkland máli v. aðgangsins að Kákasus svæðinu. Og síðan áfram að Mið Asíu.

Egyptaland skiptir máli vegna kanalsins - - það vill ekkert vesturlanda taka áhættu með Eyptaland, vegna gríðarlegs mikilvægis skipaskurðarins.

Mun líklegra að Saudar þ.e. Wahabar líti á Bræðrlagið sem ógn - - vilji ekki að þeir verði of áhrifamiklir í Miðausturlöndum. Þetta snúist um það, að Saudar þ.e. Wahabar vilji verða ráðandi trúarlegt afl meðal súnníta í Miðausturlöndum. Og ef Bræðralagið nær völdum í fjölmennasta Arabaríkinu, þá gæti þeirra kenning orðið skæður keppinautur wahabi skólans frá Saudi Arabíu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.8.2013 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband