14.8.2013 | 19:46
Mældur hagvöxtur á evrusvæði á 2. ársfjórðungi 2013
Þetta er skv. bráðabirgðaniðurstöðu sjá - Euro area and EU27 GDP both up by 0.3% - en þ.s. ekki síst vekur athygli við þessa útkomu, er að hún virðist neyslutengd. En sem dæmi var mældur vöxtur í Frakklandi 0,3% en á sama tíma var mældur samdráttur í iðnframleiðslu 1,5% skv - Industrial production up by 0.7% in euro area - í Þýskalandi var mældur hagvöxtur 0,7% meðan sveiflan í iðnframleiðslu var 2,5% upp á við. En skv. fréttum virðist það vera vegna aukinnar eftirspurnar innan Þýskalands sjálfs, ekki sé aukning í úflutningi þess í stað smávegis samdráttur í honum. Þetta er rakið til aukins kaupmáttar almennings í Þýskalandi vegna launahækkana fyrr á árinu og minnkunar atvinnuleysis.
- Það má jafnvel vera að uppsveiflan í neyslu innan Þýskalands skýri algerlega þessa litlu hagsveiflu sem mælist núna.
- En Þjóðverjar geta hafa farið í auknum mæli í sumarfrí í Frakklandi í ár, fyrir utan að auka einnig neyslu heima fyrir.
- Það mælist minnkun í samdrætti og aukning í útflutningi landa eins og Ítalíu - Spánar og Portúgals; sem má hugsanlega skýra af aukningu á sölu framleiddra vína til Þýskalands.
Þetta er auðvitað tilgáta - - en sveiflan er ekki stór heilt yfir litið.
Hún virðist einkum geisla út frá stærsta hagkerfinu Þýskalandi þ.s. hún er "neysludrifin."
Önnur svæði í heiminum hafa almennt ekki verið að auðsýna aukinn hagvöxt þessa mánuði eða aukna eftirspurn, þannig að þessi sveifla virðist ekki tengjast - aukinni eftirspurn frá löndum utan við ESB.
Það má auðvitað spyrja sig - hversu langvæn slík sveifla getur verið?
En þ.e. áhugavert hve vel tímasett hún er - - mánuð áður en þingkosningar fara fram í Þýskalandi?
Getur verið að það sé - tilviljun?
Der Spiegel - Is Europe Finally Coming Out of Recession?
WSJ - Germany Drives Jump In Output in Euro Zone
Reuters - Germany, France haul euro zone out of recession
Reuters - Germany, France haul euro zone out of recession
FT - Berlin and Brussels credit fiscal discipline and reform for eurozone recovery
Menn fagna í Brussel!
Rétt samt að halda til haga að samanburður á 2. fjórðungi 2013 og 2. fjórðungi 2012 leiðir fram að samdráttur milli áranna er 0,7% á evrusvæði. Og ég stórfellt efa að framhald verði á þessum hagvexti - um langa hríð eftir að þingkosningar fara fram í Þýskalandi. En aukning neyslu þ.s. hún virðist ekki drifin af neinu öðru en aukningu kaupmáttar vegna launahækkana fyrr í ár, ætti að fjara út smám saman - þannig að ef ekkert fleira kemur til ætti evrusvæði að snúa aftur við til samdráttar fyrir árslok.
En ekkert sérstakt bendir til þess - - nema að Angela Merkel heimili frekari launahækkanir innan Þýskalands.
En mig grunar að við séum að sjá kosningavíxil hennar - - og meira verði ekki í boði eftir kosningar.
Ef við höfum Frakkland í huga, í ljósi samdráttar í iðnframleiðslu á sama tímabili - - sem er í reynd ekki svo ýkja lítill samtímis því að nýfjárfesting mælist einnig þar í samdrætti. Er erfitt að sjá að þar verði frekara framhald af aukningu neyslu, sem hlýtur að hafa verið töluverð til að skila nettó hagvexti þrátt fyrir hinar samdráttartölurnar. Það getur hafa verið afskaplega góð ferðamannavertíð í sumar.
Ef það var málið ætti það sjást fljótlega af tölum haustsins að þá fjari neysla aftur út, ef samdráttur í iðnaðargeiranum þá heldur áfram af sama dampi - - ætti Frakkland að leita aftur í samdrátt.
Þannig, að fjarandi smám saman neyslu-aukning í Þýskalandi á sama tíma, ætti þá að þíða að mældi vöxturinn fjari aftur út á evrusvæði - - Þýskaland þarf líklega ekki nema að leita aftur þá í ca. stöðnun til að mældur samdráttur nettó yfir allt evrusvæði snúi þá til baka.
Niðurstaða
Það kemur í ljós hvort grunur minn er réttur. En vel tímasettar launahækkanir í Þýskalandi virðast eftir því sem ég best fær séð, vera að búa til skammtíma viðsnúning á evrusvæði. Skammtíma vegna þess að ef ekkert frekar kemur til að skapa aukningu. Þá fjarar sá vöxtur út að nýju og vel getur verið að samdráttur verði aftur á lokamánuðum ársins.
En þ.e. ekki að sjá að vöxturinn hafi marga aðra drifkrafta, þ.s. eftirspurn að utan virðist ekki vera að baki þessu, þ.e. útflutningur er annaðhvort í stöðnun eða smávegis samdrætti til landa út fyrir sambandið. Á sama tíma er gríðarlegt atvinnuleysi áfram sem lamandi hönd á neyslu almennings í fjölda aðildarlanda.
En þessi vel tímasetti fyrir Merkel hagvöxtur, gæti dugað henni til að ná endurkjöri í september.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.8.2013 kl. 16:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta bara ferðamenn sem eru að keyra upp hagvöxtin, þetta er jú sumaleyfismánuður.
Ómar Gíslason, 15.8.2013 kl. 11:20
Hvað er ferðamannaiðnaðurinn stór miðaða við heildakökuna?
Ómar Gíslason, 15.8.2013 kl. 11:21
Það getur a.m.k. verið ástæða fyrir hluta af aukningunni í Þýskalandi að það hafi verið gott ferðamannasumar þar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2013 kl. 16:12
Hef ekki skoðað það atriði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2013 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning