13.8.2013 | 22:52
Er hættulegt að selja Íslandsbanka til kínverskra aðila?
Set þessa spurningu fram m.a. vegna aðvörunar erlends sérfræðings sem telur það óráðlegt að selja banka til kínverskra aðila því kínverskir aðilar hafi svo litla þekkingu á bankastarfsemi, ekki síst vegna þess að bankar í Kína séu ríkisreknir - þeirra rekstur sé ekki á eðlilegum viðskiptagrundvelli.
Varar við fjárfestingum Kínverja
Tilboð í Íslandsbanka gæti borist fyrir lok mánaðar
Kínverjar vilja kaupa Íslandsbanka
Slitastjórn Glitnis ræðir við alþjóðlega fjárfesta um kaup á Íslandsbanka
Glitnir in Talks With Offshore Investors on Islandsbanki Sale
Spurning hvaða sjónarmið eiga að ráða?
"Slitastjórn Glitnis greindi frá því í lok síðustu viku að nokkrir aðilar hefðu sýnt áhuga á að kaupa hlut í bankanum. Þar er meðal annars að ræða aðila frá Asíu, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. "
"Ekki er á þessu stigi hægt að fullyrða að þessar viðræður leiði til þess að formlegt tilboð verði lagt fram af hálfu tiltekins hóps fjárfesta, né tiltaka á hvaða verði hugsanleg viðskipti með hluti í Íslandsbanka gætu átt sér stað."
- Það er vel hugsanlegt að einungis komi fram eitt tilboð í Íslandsbanka.
- Þó fleiri aðilar hafi rætt við slitastjórn.
Ef það kemur inn kaupfé - þá vonast slitastjórnin eftir því kemur fram í fréttum, að Seðlabankinn veiti undanþágu til að fram fari nauðasamningar "Glitnis" við kröfuhafa - og síðan greiðslur þess fjármagns sem þeir fá í hendur.
Nýtt fjármagn ætti a.m.k. að auðvelda að unnt verði að koma því máli frá, fækka útistandandi vandamálum um eitt.
Spurning hvort það séu nægilega mikilvægir hagsmunir að koma því máli frá, til þess að það sé þess virði að selja til kínv. aðila.
Þrátt fyrir aðvaranir Robert Blohm.
Robert Blohm - "Blohm telur tilgang Kínverjanna með hugsanlegum kaupum á Íslandsbanka, að geta lánað öðrum Kínverjum til ýmissa verkefna, hvort sem er hér á landi eða annars staðar í Evrópu. "
- Það er líklega rétt hjá honum, að lánastefna Íslandsbanka yrði líklega mjög vinsamleg hagsmunum kínv. fjárfesta, sem áhuga hefðu hugsanlega á að fjárfesta hérlendis.
- Þannig séð er það - innlegg í umræðuna þess efnis, hvort við viljum kínv. fjárfesta yfirhöfuð.
- Ef svarið er já, hvort það sé þá ekki í fínasta lagi, að einn viðskiptabanki hér hefði greinilega - trygg viðskiptasambönd innan Kína?
En það yrði örugglega til þess að hvetja fleiri kínverska aðila til að koma hingað með sitt fé - ef af sölu yrði á Íslandsbanka til kínv. aðila.
Ekki má gleyma því að Ísland á sl. kjörtímabili - - gerði gjaldeyrisskiptasamning við Kína.
Þannig að hér er unnt að nálgast með beinum hætti kínv. gjaldeyri, og fá krónum skipt í hann og öfugt.
Ísland þarf á frekari nýfjárfestingum að halda, og við getum ekki gert ráð fyrir því, að erlendir aðilar séu að keppa um hylli okkar í hrönnum - - auðvitað getur meira legið að baki áhuga Kínverja en einungis fjárfesting.
Þ.e. alltaf möguleiki að kínv. stjv. séu á laun með alla stjórn á málum.
Þó það sé alls ekki endilega víst að svo sé.
Kínv. aðildar eru í dag í mikilli útrás víða um heim, þ.e. ekki endilega undarlegt að einhverjir þeirra líti hingað, miðað við fjöldann.
Niðurstaða
Að sinni tek ég ekki formlega afstöðu. Ætla að hugsa málið. Fylgjast með fréttum. Fá frekari upplýsingar. En ég fagna öllum innleggjum - sérstaklega þeirra sem telja sig hafa þekkingu á málinu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kína er annað stærsta hagkerfi heims og maður veltir fyrir sér hverir eru hræddir? Ekki skildi það verða einhver klíka sem situr að kötlunum og eru hræddir að missa spón úr aski sínum.
Ómar Gíslason, 13.8.2013 kl. 23:05
Er með spurningu. Þegar við tökum lán hjá banka þá býr bankinn til peninga með því móti, en hvað með vextina og verðbólguna hvaðan kemur það? Endar það ekki með því að vextir og verðbólga étur upp þetta kerfi, þarf því ekki bankinn að gefa út líka bréf fyrir áföllnum vöxtum til að tryggja sig?
Ómar Gíslason, 14.8.2013 kl. 12:58
Er hættulegt að selja Íslandsbanka til kínverskra aðila?
Já. Kína er einræðisríki kommúnista og ókjörinnar ábyrgðalausra glæpaklíku sem enginn veit hvar byrjar né endar.
Hefðu menn á sínum tíma viljað selja Sovétríkjunum ísenska banka? Nei.
Vilja menn selja Íslandsbanka til Norður-Kóreumanna? Það væri í sjálfu sér meinlausra en að selja Kínverjum íslenska fjármálastofnun.
Ég trúi ekki að stjórnvöld ætli að henda Íslendingum í klær aðila frá svona löndum.
Hafa menn strax gleymt síðustu eigendum bankanna? Talið milljón sinnum frekar við þá á ný, heldur en aðila úr einræðisríki kommúnista og ókjörinnar ábyrgðalausrar glæpaklíku sem enginn veit hvar byrjar né endar í veröldinni.
Þetta er ofur einfalt; við ætlum ekki að breytast í bananalýðveldi!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2013 kl. 14:08
Þ.e. eiginlega standard að ef peningamagn eykst of hratt, þá virðisfellur gjaldmiðill sá. Bankar geta vel búið til verðbólgu með því einu að búa til of mikið af peningum. En einnig með því að búa til of mikla eftirspurn - í gegnum neyslulán.
Þetta kerfi okkar er alltaf vegasalt, og þá meina ég peningakerfi eins og það hefur tíðkast sl. 200 - 300 ár. Ef ekkert eftirlit er með lánveitingum þá er þetta kerfi alger ótemja.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2013 kl. 19:52
Gunnar, ég held reyndar að kínv. aðilar yrðu ekki ábyrgðalausir með þeim hætti sem þeir stjórnendur voru sem keyrðu bankana í þrot á sl. áratug, þ.e. ég ætti ekki von á því að bankinn væri líklegur til að falla.
Hann yrði auðvitað til þess að hingað streymdi fjármagn frá Kína, og fjárfestar.
Ef menn telja það mjög varasamt - - þá getur þetta verið hið versta mál.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2013 kl. 19:55
Gunnar: Hið ofureinfalda er að Ísland er löngu orðið að bananalýðveldi. Lokaskrefið verður tekið í nauðasamningum þegar við samþykkjum að borga himinháar erlendar skuldir nk. áratugi með arðinn af auðlindum okkar.
Flowell (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 20:55
Einar, er ekki allt í lagi með þig
Fanerdun har skulder på 340 miljoner
Luo Jinxing är försvunnen
KALMAR2009-07-06 | Uppdaterad 2009-07-07För två år sedan utlovades en kinesisk investering på 1,3 miljarder kronor i Kalmar. Ett projekt som skulle ge 800 nya jobb till regionen. På måndagen kom SVT med nya uppgifter i Fanerdun-karusellen.
Enligt tv-reportaget har Luo Jinxing obetalda skulder på över 340 miljoner kronor.
- Så vitt vi vet har Luo inte så stora egna tillgångar. Hans investeringar bygger på lånade pengar, säger advokaten Lang Lixin, som företräder klienter som lånat ut pengar till Fanerdun, till SVT.
Luo Jinxing är försvunnen och Fanerduns kontor i Hangzhou är övergivet. Många personer letar nu efter den kinesiske affärsmannen. Ett 20-tal personer jobbade innan på kontoret, men sedan i mars är det tomt. Fanerduns telefonnummer är avstängda eller har bytt ägare och hemsidorna har stängts ned.
I Kina finns 24 domar om obetalda lån mot Luo Jinxing, totalt finns det ett 30-tal personer som har lånekrav på affärsmannen.
I Kalmar har företaget miljonskulder mot både kommunen och byggföretaget NCC. Fanerdun har en skuld till Kalmar kommun på 5,2 miljoner kronor. En del av dessa pengar fick kommunen in efter den auktion på kvarlämnat gods som nyligen genomfördes. Skatteverkets krav är på 2,8 miljoner kronor.
De kinesiska advokaterna funderar på att begära Fanerdun i konkurs, för att klienterna ska få tillbaka sina pengar.
- Vi överväger det. Men även om vi ansöker om konkurs för Luos företag så saknar han tillgångar. Det är inte troligt att han kan betala sina skulder, säger Lang Lixin.
http://www.barometern.se/nyheter/kalmar/fanerdun-har-skulder-pa-340-miljoner(1411684).gm
Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2013 kl. 21:21
Einar:
"Kínverskir aðilar" sem hugsa sér til gott til glóðarinnar vegna Íslandsbanka, gætu hæglega verið ótýndir glæpamenn sem enginn veit hvorki haus né sporð á. Það sama gæti gilt um Huang Nubo. Þetta gætu hæglega verið "aðilar" sem;
Íslensk yfirvöld ættu að kalla sendiherra Kína inn til viðtals og fara fram á að þetta lið haldi sig frá landinu. Og ef þeir verði ekki við þeirri beiðni þá á að loka kínverska sendiráðinu á Íslandi og henda lyklinum út í hafsauga.
Hér á með engum silkihönskum að fara með þessi skuggalegu mál.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2013 kl. 21:38
Það er eiginlega tvennt sem kemur upp í hugann vegna Kínverja
Ómar Gíslason, 15.8.2013 kl. 11:33
gleymdi þriðja atriðinu sem er:
Ef Kínverjar verða mjög fyrirferðamiklir hér á landi, munum við nokkuð gagnrýna þá fyrir t.d. Tíbet eða mannréttindabrot. Munum við bara ekki banka á glerið með svampi til að styggja ekki stóra bróður?
Ómar Gíslason, 15.8.2013 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning