Hagvöxtur í Japan undir væntingum!

Það er áhugavert að veita Japan eftirtekt, vegna ákveðinnar efnahagslegrar tilraunar sem þar er í gangi síðan í febrúar sl. En þá hóf Japansbanki prentunaraðgerð sem ætlað er að 2-falda peningamagn í umferð á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Tilgangur að auka verðbólgu í 2%. En lengst af síðan Japan lenti í kreppu veturinn 1989 og fram á þetta ár, hefur verið mun minni verðbólga en 2% - mörg af þeim árum, verðhjöðnun.

Eins og þekkt er - í verðhjöðnun þá verða peningar verðmeiri á morgun en í dag, jafnvel þó þú eigir þá á bók sem ber 0% vexti, þá færðu töluverða ávöxtun á Það eitt - að halda í peninginn.

Á sama tíma, er líklegt að verð eigna verði minna á morgun, og vöruverð almennt að auki.

Þannig að slíkt ástand hefur bælandi áhrif á fjárfestingu - að auki á neyslu.

Því á hagvöxt - - kenning núverandi stjórnenda Japansbanka og nýrrar ríkisstjórnar er sú, að með því að auka verðbólgu i 2%. Þá umpólist afstaða þeirra sem eiga peninga innan hagkerfisins.

Í stað þess að varðveita þá á bók, verði hagstæðara að verja þeim til einhvers - - þ.e. kaup á eignum, hlutabréfum, eða varningi.

Japansbanki sem hluta af aðgerðaplani sínu, kaupir ekki einungis bréf ríkisins heldur einnig hlutabréf - til að stuðla að hækkun hlutabréfaverðs og húsnæðisbréf þ.e. útgefin af fasteignafélögum til að keyra upp virði eigna.

Tilgangur að snúa við þeirri sýn að verðin verði lægri á morgun - heldur skapa þá að þau verði hærri á morgun.

  • Þetta hefur af árinu hækkað mjög mikið virði hluta á japanska markaðinum. En það virðist að væntingastýring Japansbanka sé að skila sér í auknum fjárfestingum í hlutabréfum.
  • Að auki hefur neysla aukist töluvert þ.s. af er ári, þ.e. meir á þessu ári en nokkur ár t.d. sl. áratugar.
  • Til viðbótar lækkaði töluvert gengi jensins þegar prentun hófst. 

Þróun gengi jensins gagvart dollar í 1. ár: Historical Rates
Click to enlarge
Þróun yfir 5 ára tímabil - sýnir aðeins aðra mynd, að jenið er ekki endilega sögulega lágt.

Click to enlarge

10. ára kort sýnir þetta ennþá betur!

Click to enlarge

Ef maður tekur það alla leið til 1990 - sést þetta enn betur!

Click to enlarge

Jenið er kannski að nálgast - meðalgengi undanfarinna 10 ára. En enn í hærri kantinum.

Sennilega vill Japansbanki og japönsk stjórnvöld, koma því a.m.k. niður í það meðalgengi.

Þegar dæmið er sett í víðara samhengi, verður þróun þessa árs töluvert minna dramatísk.

Þarna er þetta reyndar einungis skoðað dollar vs. yen, í þessu kemur líklega fram - lágvaxtastefna bandaríska seðlabankans eiginlega samfellt megnið af því tímabili. 

Ef kort yfir gengi geng jens vs. evru frá 2000 er skoðað, er jenið skv. því ekki enn komið í neina sögulega lægð, frekar nærri "miðgildi."

Click to enlarge

Hver var þá mældur hagvöxtur í Japan sem er undir væntingum?

Disappointing GDP growth revives Japan sales tax debate

2,6% á 2. ársfjórðungi vs. 3,8% á 1. fjórðungi skv. endurskoðuðum tölum fyrir það tímabil.

Þetta er samt mun betra en var árið á undan, en japanska hagkerfið var statt í algerri stöðnun jafnvel vægum samdrætti, eftir áfallið mikla í Jarðskjálftanum risastóra ásamt flóðbylgju er skók Japan um árið.

Og þetta er einnig betra en þ.s. hagtölur í Bandaríkjunum sýna þ.s. af er ári, þ.e. þeir náðu ekki ársfjórðungsvexti upp í 2% þ.e. 1. fjórðung 2013 1,4% og 2. fjórðung 2013 1,7%.

Það getur verið að Japan nái ársvextinum í 3%. Sem er harla gott miðað við ástandið sem verið hefur.

Sú deila sem er í Japan, snýst um það hvort ríkið á að hækka "söluskatt" - já söluskatt, ekki virðisaukaskatt sbr. 

"The sales tax is scheduled to rise from 5 to 8 per cent next April, the first move in a two-step increase that is to take it to 10 per cent by October 2015."

Rifrildið snýr að áhrifum á hagvöxt, en síðast þegar söluskattur var hækkaður, þá tapaði japanska ríkið á því.

"But the last time Japan raised the tax, known as the consumption tax, in 1997, a recession followed and government revenues ended up falling, making the debt problem worse."

Á hinn bóginn - - getur vel verið óhætt að framkvæma þessa hækkun í ár.

Höfum í huga að þessi söluskattur er miklu mun lægri, en virðisaukaskatturinn sem er hér á landi.

Það sem vekur áhyggjur er - að þó svo að neysla hafi aukist þ.s. af er ári, og þó svo að verðlag hlutabréfa hafi stórhækkað; er ekki að sjá enn -- aukna fjárfestingu.

"But business investment, a crucial element for any sustained recovery that has been largely missing in the Abenomics boom so far, continued to shrink, albeit at a milder pace than in previous periods. It fell by an annualised 0.4 per cent."

Á sama tíma, var töluverð aukning í útflutningi.

"In the latest quarter, private consumption increased 3.1 per cent and the value of exports rose 12.5 per cent,..."

Það er eins og að atvinnulífið sé ekki enn sannfært, að uppsveiflan þ.s. af ári sé - komin til með að haldast.

Sem getur þítt, að aukning fjárfestinga komi síðar, en eins og fram kemur hefur þó samdráttur fjárfestinga minnkað, og var óverulegur.

 

Niðurstaða

Rétt að árétta að í Japan stendur yfir tilraun í hagstjórn. Sem fjöldi aðila er mjög efins um. En ég virkilega sé ekki að mögulegt sé fyrir ríkisstjórn Japans að greiða niður ca. 245% af þjóðarframleiðslu skuldir, nema að hagvöxtur sé aukinn - - stöðnun gangi alls ekki upp.

Munum einnig að japanska ríkið skuldar þetta allt í eigin gjaldmiðli, en það þíðir að ef eins og annars leit út fyrir að þær skuldir væru öldungis ósjálfbærar; þá var í farvatninu - - hrun á trausti á japanska jeninu fyrir bragðið.

Það er því órökrétt í reynd - - að gagnrýna japanska ríkið og Japansbanka fyrir aðgerðaáætlun sem ætlað er að veikja m.a. gengið, þ.s. af er ári - - er gengið einungis að nálgast meðalgengi sl. 10 ára.

Og að auki, í því efnahagshruni er hefði átt sér stað - - mundi gengi jensins hafa fallið miklu mun meir.

Verðbólga orðið mun meiri. Auðvitað hefði það fyrir rest stuðlað að efnahagsl. endurreisn Japans, þ.e. það gengisfall. Ríkið hefði samið um skuldir við aðila, líklega þvingað fram lækkanir.

En þ.e. a.m.k. hugsanlegt að með því að keyra á lækkun gengis nú, og hækkun hagvaxtar. Þá nái japanska ríkið - - vægari lendingu.

A.m.k. tilraunarinnar virði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband