11.8.2013 | 13:18
Klassískt dæmi um ofskattlagningu - tap "Regnbogabarna"
Þó þetta virðist ekki risamál, þá finnst mér samt athyglisvert að borgin skuli hafa rukkað sölubás Regnbogabarna um 100þ.kr. svokallað "Aðstöðugjald" fyrir að reka sölubás í einn dag.
Regnbogabörn komu út í tapi: Gjald borgarinnar fyrir neðan allar hellur"
Stefán Karl Stefánsson - "Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því,"
Stefán segir:
- Sölutekjur 130þ.kr.
- Nammi kostaði rúml. 30þ.kr.
- Leiga á söluvagni 20þ.kr.
- Aðstöðugjald til borgarinnar 100þ.kr.
- Tap 26þ.kr.
Sjálfsagt kemur einhver með þann punkt að hann hafi selt nammið í básnum gegnt of litlu verði.
Sem sjálfsagt unnt er að rökstyðja.
Á hinn bóginn virðist mér gjaldtaka borgarinnar - - langt umfram þ.s. eðlilegt getur talist.
Sérstaklega ef þ.e. rétt að mánaðargjald borgarinnar sé 20þ.kr. öllu jöfnu fyrir að reka sölubása.
Þá virðist þetta líkjast hegðan hóteleigandans, sem hækkar gjald fyrir gistingu yfir tiltekna helgi, þegar ástæða er að ætla að óvenjumargir séu staddir í borginni út af stóratburði.
Sé með öðrum orðum - > peningaplokk!
Eigendur gistihúsa eða bara eða veitingastaða hafa rétt til að gera þ.s. þeim sýnist, en það vekur athygli ef borgin er farin að haga gjaldtöku sinni með þeim hætti.
Að notfæra sér stóratburði sbr. 17. júní - Gleðigönguna - Menningarnótt.
Til að rukka mikið þá daga, því borgin veit að eftirspurn eftir aðstöðu er mun meiri þá daga en aðra daga.
Spurning hvort þeir sem stjórna borginni nú hafa velt fyrir sér áhrifum gjaldtöku á hegðan þeirra sem gjaldtakan er beind gagnvart?
Ég skal ekki neita því að borgin hefur verið í rekstrarvanda - - og þarf á fjármagni að halda.
En ef þeir sem eru að reka sölubása fá ekkert upp úr því, hætta þeir að mæta.
Eða að allt sem selt verður úr þeim básum, verðir óheyrilega dýrt!
En ef þetta er orðin stefnan um gjaldtöku á stóratburðum, þá er ekkert um annað að ræða fyrir rekstraraðila sem mæta á þá daga með sína bása, en að rukka gjaldið til almennings í gegnum söluverð.
Það hlýtur eiginlega að hafa nokkur áhrif á neytendur - - básafólk fær þá líklega yfir sig gusur ásakanir um okur.
En líklega dregur úr sölu!
- Þetta er gjarnan þ.s. er vanmetið - - áhrif gjaldtöku á hegðan.
- Þ.e. virkilega unnt að ofskattleggja, þannig að skattahækkun minnki tekjur.
Niðurstaða
Þetta er beint að Framsóknarmönnum; en undirbúningur fyrir framboð í Reykjavík mun hefjast á næstunni. Þá á málefnavinnu, og rannsókn á því - hvaða stefnumál getur verið eftirspurn eftir.
Hér getur verið komið eitt kosningamál, ef þ.e. virkilega stefna borgarinnar að rukka margfalt meir á tiltekna atburði.
En þarna virðist vegið að áhugahópum sem hefð er fyrir að mæti á fjöldasamkomur, til að safna fyrir málefni af mjög margvíslegum tagi.
Þeir selja eitt og annað á hækkuðu verði, miðað við dæmigerða sjoppudaga - hefur alltaf verið umborið. En ef þeir eiga að auki að rukka fyrir ofgjaldtöku borgarinnar. Er óvíst að umburðarlyndi borgarbúa verði það sama áfram gagnvart slíkri starfsemi. Fólki muni virðast söluverð vera okur.
Sala minnki - tekjur skreppi saman, og básafólk hætti að mæta.
Skemmtanir verði smám saman ekki svipur hjá sjón.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætti ekki borgin frekar að aðstoða svona samtök og bjóða þeim bás endurgjaldslaust, til að efla svona samtök.
Ómar Gíslason, 11.8.2013 kl. 21:27
Lágmarkið er a.m.k. að sleppa okrinu, en sannarlega mætti borgin vel veita þeim aðstöðu af slíku tagi án endurgjalds.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.8.2013 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning