9.8.2013 | 22:34
Ætti Japan að kveikja í skuldunum sínum?
Ég les enn stundum Ambrose Evans-Pritchard, en hann fjallar reglulega um Japan og bersýnilega er hrifinn af hinum nýju stjórnvöldum og frekar "villtum" aðgerðum seðlabanka Japans. En nýjasta fyrirsögnin hans vakti nokkra undrun: Just set fire to Japan's quadrillion debt.
Það sem hann bendir á er hve hratt eign seðlabanka Japans vex á ríkisbréfum Japans, Brósi telur að nú sé "Bank of Japan" eða "BoJ" að kaupa um 70% af útgefnum ríkisbréfum.
Og síðar meir geti verið að hann kaupi alla útgáfu stjórnvalda Japans, taki með öðrum orðum japönsk ríkisbréf alfarið úr tengslum við markaðsverð.
Mynd frá BNP Paribas!
Önnur mynd frá BNP Paribas um reiknuð áhrif af verðbólgu á þróun skuldastöðu japanska ríkisins!
Margir spáðu því að þegar kaupprógramm Japansbanka hófst í upphafi ársins, myndu vaxtagjöld japanska ríkisins vaxa upp úr öllu valdi!
Um tíma virtist eitthvað vera til í þessu, þ.e. vextir á markaði fóru upp sl. vor, en síðan þá hefur markaðsverð lækkað.
Brósi vill meina að kaup Japansbanka séu slík orðin, að hann sé farinn að stýra markaðsvirði ríkisbréfa Japans.
Tilboð "BoJ" séu orðin það ríkjandi, að einkaaðilar geti ekki lengur - - eins og margir héldur fram að mundi gerast - - hækkað markaðsverð ríkisbréfa Japans.
- Eigum við ekki segja að þetta sýni hve öflugt tæki seðlabanki virkilega er - þegar ríki ákveður að beita sínum seðlabanka af krafti.
Brósi vill meina að "BoJ" muni einfaldlega - pent afskrifa þau skuldabréf sem hann kaupir, eða með öðrum orðum, þó það verði líklega ekki beint viðurkenn formlega; þá muni "BoJ" aldrei rukka ríkið um þær skuldir.
Þetta verði því að beinni fjármögnun á ríkinu með prentun.
"BoJ" muni ryksuga upp ríkisskuldir Japans og afskrifa þær eða setja í skúffu þ.s. þær verði aldrei rukkaðar.
Áhuga vekur flotauppbygging Japans, sem er farið að smíða stærri herskip!
Hyūga at sea in 2010
Type: | Helicopter carrier |
Displacement: | 13,950 tons standard; 19,000 tons full load |
Length: | 197 m (646 ft) |
Beam: | 33 m (108 ft) |
Draft: | 7 m (23 ft) |
JDS Izumo (DDH-183)
Displacement: | 19,500 tonnes empty[1] 27,000 tons full load[2] |
Length: | 248.0 m[1] |
Beam: | 38.0 m[1] |
Draft: | 7.5 m[1] |
Depth: | 23.5 m[1] |
Hyuga er skipið sem vakti athygli um daginn, meðan að Izumo er ekki enn komið í notkun, er í lokafrágangi.
Hyuga virðist mér heldur lítið til að vera "flugmóðurskip" en mér virðist Izumo vel geta dugað fyrir herþotur af smærri gerðinni, eða þær sem geta tekið sig á loft lóðrétt t.d. F35 þotur sem vitað er að Japan ætlar að kaupa, eða þá hinar eldri Harrier.
Hyuga skv. Wikipedia hlekknum er útbúið til að geta þjónað sem flaggskip flotadeildar.
Líklegt að sama standi til með hið stærra Izumo.
- En þetta er atriði sem vekur áhuga - ugg a.m.k. sumra.
- Að þetta sama ár og "BoJ" hefur hina stórfelldu prentunaraðgerð, er einnig fyrirhugað að stórefla herafla Japans.
- Japan ætlar að mæta uppbyggingu Kína á flota Kína, með sinni uppbyggingu.
Það bendir allt til þess að það stefni virkilega í kapphlaup milli þjóðanna í hernaðaruppbyggingu.
----------------------------------------
Málið er að ég er þess fullviss að þ.e. engin tilviljun að Japan setur hernaðaruppbyggingu í fluggír í ár.
Og að það sama ár, skuli Japan hefja stórfellda prentunaraðgerð.
Þ.s. hafi virkilega ítt við Japan, hafi ekki síst verið - - sú tilfinning af vaxandi ógn frá Kína.
Að ef Japan ætti að eiga möguleika, þá væri ekkert val lengur um það - að lyfta drunganum af japanska hagkerfinu sem til staðar hefur verið síðan veturinn 1989.
Og þ.e. einnig eitt af klassískum fjárfestingum ríkja fyrir prentað fé, hernaðartól og tæki. Að stækka herinn - flotann og flugherinn.
Ríkið stækkar þá sín umsvif, án þess beint að færa sig inn á svið fyrirtækja á samkeppnismarkaði.
En það kaupir þá fullt af dýrum búnaði frá hátækni-fyrirtækjum, þannig séð er það form af "stimulus" á hagkerfið, að hefja stórfellda hernaðaruppbyggingu.
Þetta var þ.s. nasistar gerðu og útrýmdu atvinnuleysi á skömmum tíma, önnur ríki neyddust síðan til þess að gera líkt - - og árin fyrir stríð, hófu öll ríkin í Evrópu meiriháttar eyðsluprógramm þ.e. hernaðaruppbyggingu.
En þ.e. að sjálfsögðu væri ekki án áhættu, ef þ.e. stefna hinnar nýju ríkisstjórnar Japans - - að ætla að gera Japan aftur að öflugu hernaðarveldi.
Á sama tíma og svo skammt undan, er annað rísandi stórveldi.
Þetta gæti farið að minna óþægilega mikið á "Bretland vs. Þýska keisaradæmið" fyrir Fyrra Stríð.
Niðurstaða
Bandaríkin á sínum tíma bundu enda á kreppuna heima fyrir er þau fóru í stríð gegn Japan. Þ.e. hugsanlegt að ríkisstjórn Japans ætli sér að beita hernaðaruppbyggingu sem "stimulus" á innlendan hátækni-iðnað. Á sama tíma, og Japan aftur rís upp sem meiriháttar herveldi. Samtímis því að Kína er í hratt vaxandi mæli að byggja sig upp sem slíkt.
Bandaríkin fjármögnuðu sín hernaðarútgjöld í Seinna Stríði stórum hluta með eigin seðlabanka sem keypti stöðugt útgefin ríkisbréf bandar. stjv.
Það getur verið að Japan ætli sér hið sama - - en án stríðs.
En hin vaxandi spenna sem hernaðarkapphlaup Kína og Japans getur skapað, gæti þó einmitt endanum skapað þann neista, sem hleypti öllu í bál. 3. Heimsstyrjöldin hæfist í Asíu.
Evrópa væri í þetta sinn - áhorfandi frekar en að vera þátttakandi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 10.8.2013 kl. 16:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvort að það sé þessi stefna þá hefur japanska jenið á Forex markaði verið að styrkjast og styrkjast. Alla þessa viku. Í byrjun var:
USD/JPY = 1$ = 99,96
núna föstud. USD/JPY 1$ = 96,20
Og kortin sýna eins og það sé meiri styrking í farvatninu. Nissan bílaframleiðandinn sagði eitt sinn að ef jenið styrkist um 1 pip frá meðaltalinu, þá tapi þeir 20 milljörðum jena á ári.
Þessar aðgerðir BOJ hlýtur á endanum að jenið veikist.
Ómar Gíslason, 10.8.2013 kl. 10:42
Væri þetta ekki gott að gera þetta hér á landi. Að Seðlabankinn myndi gefa út skuldabréf við gerð vegakerfis bæði nýtt og endurbætur. Seðlabankinn myndi síðan eignast kerfið í einhvern tíma sem síðan myndi gefa það þjóðinni. Við það myndum við uppfæra alla vankanta á núverandi kerfi. Útboðið væri í litlum skömmtum til að tryggja að verktakar væru íslenskir og greiddu skatt til íslenska ríkisins. Verð gerð vegar þá er um 80% hreint íslenskt og auk þess greiða verktakar til baka til ríkisins í formi vsk og skatta. Þannig að þetta er þjóðhagslega hagkvæmt.
Ómar Gíslason, 10.8.2013 kl. 15:44
Já, vegagerð felur sennilega ekki í sér umtalsverðan gjaldeyriskostnað, ef tækin eru til staðar hvort sem er og vannýtt. Helst eldsneyti og bik sem þarf að flytja inn. Mölin er ísl.
Vegagerð er líklega hagkvæm - ef verið er að bæta skilvirkni samgangna. En þarna er lögmálið "dimnishing return" til staðar - hagkvæmt að bæta lélegt samgöngukerfi.
Prentun til að framkvæma þ.s. eykur skilvirkni er af mörgum talin hagkvæm. Fyrir Ísl. sérstaklega þarf þó að velja úr kosti sem eru ekki dýrir í gjaldeyri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.8.2013 kl. 16:17
Það sagði mér verktaki að við að gera malbikaðan veg, þá væri 80% af hráefninu íslenskt og verktakinn myndi greiða til ríkisins um 28% (skattar og gjöld). Þannig þyrfti að tryggja það að verktakarnir væru hér á landi.
Ómar Gíslason, 10.8.2013 kl. 16:48
Þá getur þetta verið tilvalið. Nóg enn af vegum sem væri til bóta að malbika - Vestfirðir koma upp í hugann, Kjalvegur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.8.2013 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning