Hagvöxtur í Bandaríkjunum heldur áfram að vera hægur!

Þrátt fyrir allt er betra að hafa hægan vöxt en engan. En þó margir hafi verið að spá hagvexti svo háum sem 3% jafnvel 3,5% í ár og meðalspáin sé kringum 2,5% meðal hagfræðinga. Þá er bandaríska hagkerfið að tikka á hægara tempói skv. þeim tölum sem eru að koma inn.

Þ.e. 3. fjórðung 2012 1,4% - 4. fjórðung 2012 1,4% - 1. fjórðung 2013 1,4% og nú 2. fjórðung 2013 1,7%.

Þ.e. eins og hagvöxtur vestanála sé sæmilega stöðugur milli 1%-2% en þó ætíð minni en 2%.

Og þrátt fyrir allt er atvinnuleysi í minnkun, en hægt og rólega þó.

Takið eftir myndinni að neðan - hve þetta er tiltölulega stöðugt tempó síðan 2011!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/us_jobs.jpg

Spurningin sem brennur á vörum margra - hvort Bernanke hættir að prenta?

  • Hið minnsta er ekkert í tölunum sem bendir til þess umtalsvert aukna vaxtar.
  • Sem sumir hagfræðingar hafa verið að spá! 

Payrolls Rise Less Than Forecast, U.S. Jobless Rate Falls

Sluggish jobs data take pace out of US recovery

U.S. Adds 162,000 Jobs, Continuing a Tepid Run - U.S. Adds 162,000 Jobs, Continuing a Tepid Run

Við þessar fréttir féll dollarinn nokkuð, evran hækkaði aðeins gagnvart dollar og fj. annarra gjaldmiðla einnig.

Þetta var talið merki þess að markaðurinn telji líkur minnka á því að Bernanke dragi úr prentun dollars eftir allt saman á þessu ári, eins og hann bryddaði upp á sem möguleika fyrr á árinu.

En höfum í huga að þessi hægi vöxtur er þrátt fyrir stöðuga prentun!

Atvinnuleysi 7,4% er þrátt fyrir allt enn nokkuð frá viðmiði því sem Bernanke setti þ.e. 6,5%. 

Svo hefur verðbólga í Bandar. verið óvenju lág upp á síðkastið eða innan v. 2%, þrátt fyrir prentun. Sumir velta fyrir sér hvort Bandaríkin væru í verðhjöðnun annars.

Þetta sýnir kannski - - hve þung undiralda er enn til staðar, vegna þungans af skuldum sem gegnsýra hagkerfið.

Þó þetta sé örlítið betra en staða Japans eftir hrunið 1989, er bandar. hagkerfið miðað við þetta ekki heldur ljósárum frá þeirri stöðu.

Hagkerfið virðist ekki enn með skýrum hætti verið búið að hrista drungann af sér.

  • En það má þó vera að "Fracking" ævintýrið, sem hefur lækkað til mikilla muna orkuverð í Bandaríkjunum, muni á næstu misserum - - skapa nýjan drifkraft í bandar. efnahagslíf.
  • En gasverð er ca. 1/3 af því sem það var fyrir 6 árum, það þíðir að rafmagn framleitt með gasi er mun ódýrara en áður innan Bandar.
  • Þetta er að skapa nýja iðnaðaruppbyggingu á þeim svæðum þ.s. notkun á gasi er útbreidd.
  • Á nokkrum árum, getur það vel hugsast að sú þróun fari að lyfta heildarhagkerfinu í hærri hæðir.

En ennþá eru áhrif þeirrar þróunar að því er best verður séð ekki farin að skapa nein umtalsverð sjáanleg áhrif á heildarhagkerfið.

 

Niðurstaða

Miðað við hraðan á minnkun atvinnuleysis þá er það ekki fyrr en einhvertíma um mitt nk. ár, sem ætla mætti að Bernanke fari að draga úr prentun. En þó er fj. hagfræðinga sem telur að samt ætli Seðlabanki Bandar. minnka prentun þegar nk. september. 

Enn spá flestir hagfræðingar að hagvöxtur í ár verði a.m.k. á bilinu 2-3% en neðan við 3%. Þó að fram að þessu sé bandar. hagkerfið enn ekki að vaxa hraðar en milli 1-2%.

Tölur umfram það, hafa ekki sést enn. Og á sama tíma er að hægja ívið á vexti í Kína.

  • Við virðumst vera stödd í hægvaxtartímabili.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband