Viðskiptadeila ESB og Kína, virðist hafa endað 1:0 fyrir Kína!

Nálgun Kína var snjöll - áhrifamikil og árangursrík. En innan ESB fer Framkvæmdastjórnin með viðskiptamál og gerir viðskiptasamninga við önnur ríki. Hún fer einnig með deilur sem upp koma - - en aðildarlöndin eru samt langt í frá áhrifalaus. Og þau þurfa að samþykkja alltaf endanlega niðurstöðu.

  1. Kína brást við aðgerðum viðskiptastjóra ESB, er hann setti 47% toll á kínversk framleiddar sólarrafhlöður, með því að koma með krók á móti bragði.
  2. Kínv. yfirvöld hófu rannsókn á vínútflutningi Evrópu - þau gerðu sig líklega til að taka til sérstakrar athugunar há verð allt að 2-falt hærri á evrópskum lúxusbifreiðum.

Í Suður Evrópu og Frakklandi, eru megin vínframleiðslusvæðin í Evrópu og þau lönd selja m.a. til Kína. Sem er í vaxandi mæli mikilvægur markaður - - annars myndi slíkur þrístingur ekki virka.

Og hótunin gagnvart bílaiðnaðinum var augljóst beint að Þýskalandi, og til að skilaboðin gæt ekki misskilist, kom æðsti leiðtogi Kína í persónulega heimsókn til Berlínar. Og eftir þá heimsókn, þá var Merkel í háværri andstöðu við aðgerðir viðskiptastjóra ESB, Karel De Gucht.

  • "New Chinese Premier Li Keqiang made Berlin his only stop on his first trip to the EU in May. The trip came at a crucial time in the dispute over solar panels. The day after he arrived in Berlin, national governments were due to tell the commission whether they supported its plan to impose tariffs of up to 68% on Chinese solar panels."
  • "The commission had received indications from Germany that it would abstain from voting on the plan, an EU official said, giving leverage to the commission for what were sure to be contentious talks with the Chinese."
  • "Yet following meetings between Mr. Li, German Chancellor Angela Merkel and other German ministers, the government decided to oppose the commission's tariff plan."

Kína beitti sem sagt klassísku - deila og drottna.

 

Hver var niðurstaðan?

Karel De Gucht: Frustrated and outflanked

Solar-Panel Dispute Burns Hole in EU Strategy

  1. "The settlement centres on a commitment by about 90 participating Chinese solar companies to charge a minimum price in the EU of 56 cents for every watt that their equipment can produce."
  2. "All others will face duties averaging 47 per cent."
  • "Critics stress that the price floor is in line with Chinese prices and is just half the level that the commission had last year deemed necessary to remedy the injury from dumping." - "“It’s absolutely not rational,” says Milan Nitzschke, the president of EU ProSun, the SolarWorld-led coalition of European manufacturers that is now threatening to sue the commission. It had sought a price of 80 cents per watt."
  • "They also note that final duties in EU cases typically last five years while the settlement will expire at the end of 2015."

Takið eftir að samkomulagið er einungis til - - 2015.

Skv. því virðast evr. framleiðendur fá 1,5 árs ca. skjól fyrir því sem fram að þessu höfðu verið reglulegar verðlækkanir kínv. framleiðenda - sem voru að ganga af evr. framleiðendum dauðum. Sem gátu ekki keppt við þau verð. Og í reynd ekki þau núverandi heldur.

Ólíklegt virðist að viðskiptadeilan verði tekin upp aftur - þegar samkomulagið rennur út.

Ekki virðist sérdeilis líklegt að evr. framleiðendunum takist að rétta við, megináhrif samkomulagsins verði þau að - - hörð verðsamkeppni kínv. framleiðenda sem virðast hafa verið að berjast innbyrðis um stækkandi markaðshlutdeild fer í tímabundna pásu.

Á meðan hafa þeir aukinn hagnað af sinni starfsemi, og ættu því að vera vel settir til að hefja að nýju verðsamkeppnina að einu og hálfu ári liðnu, til að klára það að leggja evr. markaðinn fyrir sólarhlöður undir sig.

Það virðist því stefna í það, að evr. framleiðendur verði ef þær ætla að lifa af, framleiða sólarhlöður innan Kina. En líklega munu þeir flestir hætta starfsemi.

 

Niðurstaða

Það var áhugavert að fylgjast með þessu máli. Því það sagði sögu um styrk ESB samanborið við Kína. Innan Kína er vaxandi markaður meðan að í Evrópu er samdráttur í neyslu og því hafa evr. framleiðendur ef þeir ætla að viðhalda framleiðslu á sama dampi og áður. Að auka útflutning.

Kína markaður er orðinn sérdeilis mikilvægur fyrir þýska framleiðendur lúxusbifreiða. Þýskaland sennilega eina landið með viðskipta-hagnað við Kína. Á sama tíma og markaðir Þjóðverja innan Evrópu eru að skrepa saman vegna áhrifa kreppunnar innan Evrópu.

Miðað við það að meirihluti ríkisstjórna aðildarlandanna lýsti yfir andstöðu við aðgerðir viðskiptastjóra Framkvæmdastjórnarinnar, þá er bersýnilegt að Kína er einnig orðið mikilvægur markaður fyrir - spænsk, frönsk og ítölsk vín.

Kína hikar ekki við það að beita þrýstingi á veikleika mótherja sinna - þ.e. ljóst.

Fátt lýsir betur hnignun áhrifa Evrópu en þetta mál.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig færð þu það ut, að hlutdallið se 1:0 fyrir kinverjum? Hverjir eiga að kaupa þessar vorur, islendingar? Þjoðverjar,selja þetta ofurdyra rusl til kinverja, sem eyða ohugnanlegu fe i að kaupa þetta drasl. Bara vegna þess að þeir telja þett drasl vera gæða voru.

Meiri kjanaskapurinn sem þetta er ... Sannleikurinn, er eins og oft aður. Þver ofugt. ESB nytti ser aðstoðuna, til að geta þrengt ser inn a kinverskan markað með.þetta dyra drasl sitt, i nokkur ar i viðbot. Þetta er 1:0 fyrir ESB þvi kinverjar tapa a þessu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 10:32

2 identicon

Gerir þu þer einhverja grein,fyrir aðstæðunum? I kina fær almenningur ca. 3000 sænskar a manuði. Það dugir ekki fyrir husnæði a goðum stað, þess vegna er það almennt að fjolskyldan er saman um bustaðinn. En þu getur lifað mannsæmandi lifi, a þessu og matvæli kosta ekki meir en 500 a manuði. Kinverjar, geta sparað, sem ekki er hægt að segja um aðrar þjoðir. Og það sem verið er að gera her af halfu ESB, er að reina að fa fingurna i spari fe kinverja. Þvi innflutninginn er hægt að fa greiddann af rikinu, fyrirfram ... Millirikja abyrgð. A uppsprengdu,verði ... Þett er svona eins og ikea ... Sem selur kinverskar. Vörur sem kosta kronu i framleiðslu a fimtiukall.

Og þu, heldur að kinverjir seu þeir sem eru að hagnast?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 10:38

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, Karel De Gucht tókst ekki að knýja fram neinar hækkanir á viðskiptaverði kínv. fyrirtækjanna, einungis skjól fyrir frekari lækkunum þeirra í 1,5 ár. þ.e. alveg ljóst að kínv. fyrirtækin græða á því samkomulagi menað að á þeim verðum er taprekstur hjá evr. framleiðendunum en þetta er víðsfjarri þeim verðum sem Karel De Gucht stefndi að, honum tekst með öðrum orðum ekki aö stöðva endnalega hnignun þessa iðnaðar í Evrópu svo enn ein iðnaðurinn fer tik Kína og atvinnuleysi í Evr. minnkar ekki við slíkt.

------------------------------

Thja, þó lífskjör í Evr. séu ennþá betri en í Kína, þá eru þau undir augljósum þrístingi, því ef Evr. getur ekki tryggt samkeppnishæfni iðnaðar í Evr., hann heldur viðstöðuglaust áfram að flæða til Asíu, kemur að því að evr. lífskjörin lækka - tja, þangað til það flæði á störfum hættir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.8.2013 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband