AGS telur vera 11 milljarða evra gat í gríska björgunarprógramminu!

Erlendir fjölmiðlar vöktu athygli á þessu, en þetta kemur einnig fram í endurskoðunarskýrslu AGS á prógrammi Grikklands, sjá: Greece: Fourth Review.

Það hafa náttúrulega komið margar yfirlitsskýrslur áður, en þá er þetta 4. yfirlit 3. Björgunar Grikklands.

  • Grikkland hefur sem sagt dregist saman um 25%.
  • Gríska ríkið hefur skorið niður útgjöld um 15% af þjóðarframleiðslu - - sem er ekkert smáræði. Þegar menn segja stjv. Grikkl. slöpp við niðurskurð.
  • Vonast til að stjv. nái jafnvægi í ríkisútgjöld fyrir árslok ekki síðar en á nk. ári. Þá átt við það að frumjöfnuður verði ekki lengur neikvæður.
  • Svo á næstu árum er spáð að gríska ríkið muni geta rekið sig á 4% af þjóðarframleiðslu afgangi í það óendanlega.
  • Að hagvöxtur hefjist á nk. ári, kreppan botni undir lok þessa árs.

Það er þó ljóst af orðum starfsmanna AGS að - - trú þeirra á spánni er ekki beint, skotheld.

“If investors are not persuaded that the policy for dealing with the debt problem is credible, investment and growth will be unlikely to recover as programmed,”

“Should debt sustainability concerns prove to be weighing on investor sentiments even with the framework for debt relief now in place, European partners should consider providing relief that would entail a faster reduction in debt than currently programmed.”

"The risk of political instability remains acute, especially in light of high unemployment and ongoing social hardship. Further ambitious fiscal adjustment is needed for public sector debt to decline steadily, which exacerbates the possibility of social stress and political resistance. "

Starfsmenn AGS geta sjálfsagt ekki beint sagt það - - en það getur verið að þeir séu að undirbúa jarðveginn fyrir hugsanlegt hrun prógrammsins.

  • Athygli vöktu viðbrögð fulltrúa Brasilíu!

Brazil refused to back new IMF aid for Greece, says billions at risk

Latin American countries rail against IMF over Greek bailout

Ég held að mér líki við fulltrúa Brasilíu í stjórn AGS!

Paulo Nogueira Batista - - ""Recent developments in Greece confirm some of our worst fears," - "Implementation (of Greece's reform programme) has been unsatisfactory in almost all areas; growth and debt sustainability assumptions continue to be over-optimistic," - "This statement is one step short of openly contemplating the possibility of a default or payment delays by Greece on its liabilities to the IMF," - “Never-ending economic depression and severe unemployment levels have led to political discord,” - “The widespread perception that the hardship brought on by draconian adjustment policies is not paying off in any way has further undermined public support for the adjustment and reform programme.”

Ég held að herra Batista tali fyrir munn margra er hann - hraunar yfir gríska prógrammið.

Hann neitaði að greiða atkvæði til stuðning við prógrammið, þ.e. hjáseta.

Fulltrúi S-Ameríku innan ráðs AGS greinilega hefur enga trú á gríska prógramminu.

---------------------------------------------Sjá gögn úr skjali AGS!

Ef myndin er nægilega greinileg - - sést á henni að svokölluð "kjarna" verðbólga er neikvæð um ca. 2%. Grikkland er því rækilega í verðhjöðnun.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/imf_greece5_0005.jpg

fAGS áætlar að á nk. ári hafi launakostnaður lækkað um 20%, en að samt sé "REER" eða raungengi 10% of hátt, en talið að raungengilækkun skili sér að fullu fyrir rest.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/imf_greece5_0004.jpg

Á þessari mynd má sjá að útlán banka til heimila og atvinnulífs eru enn í samdrætti, að útlán hafi dregist mikið saman - - áhugavert einnig að sjá að lántökukostnaður grískra smáfyrirtækja í dag er meðaltali áætlaður milli 6 og 7%.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/imf_greece5_0003.jpg

Ég get ekki séð betur af þessari mynd, en að skuldir heimila fari vaxandi á sama tíma og heimili eru að ganga á sparifé - - sem væntanlega þíðir að heimili eru að nota sparifé til að mæta afborgunum. Það væntanlega þíðir frekari slæmar fréttir um neyslu í framtíðinni.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/imf_greece5_0002.jpg

Þarna kemur fram að fyrirtæki eru að halda í peninga, m.a. vegna þess að vaxtakostnaður hefur aukist, en örugglega skiptir einnig máli - depurð um framtíðina. Lán til framleiðsluatvinnuvega eru bersýnilega enn í samdrætti, en byggingarstarfsemi virðist hafa náð botni - - kannski að einhverrar aukningar nýfjárfestinga á ferðamannastöðum. En ég efa stórfellt að nokkuð annað geti verið á ferðinni.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/imf_greece5_0001.jpg

Niðurstaða

Ég er gersamlega sammála fulltrúa Brasilíu innan AGS. Því að áætlanir séu meira eða minna byggðar á óskhyggju. Líkur á því að prógrammið skili árangri séu litlar sem engar. 

Að vísu eru vísbendingar þess efnis að samdráttur Grikklands verði minni þetta ár en árin á undan, þ.e. kannski ekki meir en milli 5 og 6%. En einhverntíma botnar meira að segja Grikkland.

En mér virðist ótrúlega ólíklegt að hagvöxtur muni verða á nk. ári, hvað þá að síðan hefjist kröftugur viðsnúningur með stöðugum hagvexti upp á meir en 3% per ár.

En það sé ekkert "rebound" í farvatninu. Gríska hagkerfið sé það laskað, að í allra besta falli geti vöxtur hafist þar í hægðum og kannski yfir eitthver árabil safnað kröftum. Líkleg framvinda sé því verulega mikið lakari en sú sem miðað er við.

Afskriftarþörf sé líklega í reynd margfalt hærri en 11ma.€.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki verið að elta skottið á sjálfu sér að vera búinn að skera niður um 15% og hagkerfið dregist saman um 25%.

Er ekki eitt af vandamálinu að evran er of hátt skráð og þeir eru með mynt sem ráð engu yfir. Með evruna sem mynt munu þeir aldrei ráða við pakkann.

Ódýrast er að styðja þá að fá sína eigin mynt aftur eða að breyta eðli evrunnar og taka hana úr höndum pólitíkusana og setja hana í seðlabankann og þeir myndu síðan deila henni niður á þessi 17 lönd. 

Ómar Gíslason, 1.8.2013 kl. 11:03

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það hafa margir bent á þessa hluti en fá litla áheyrn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.8.2013 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband