Evran hefur nú staðið í heilt ár í krafti loforðs Mario Draghi!

Það er magnað hvað "sálfræði" virðist miklu máli skipta. En það er í reynd ekkert annað "trú" eða "sálfræði" sem skilur á milli þeirrar krísu sem var í gangi fyrir ári og þess tiltölulegs friðar sem hefur staðið yfir síðan Mario Draghi hóf upp raust sína.

Hvað var það sem Mario Draghi sagði?

"“Within our mandate, the ECB is ready to do whatever it takes to preserve the euro. And believe me, it will be enough,” said Mr. Draghi on July 26, 2012, in a speech to bankers in London."

Það þurfti ekki meira til - til að lægja öldurnar. En í júlí 2012 óttuðust margir að evran væri við það að falla eða jafnvel hrynja. Stórir vogunarsjóðir höfðu tekið sér stöðu gegn evrunni, og spáðu falli.

Þeir töpuðu stórt á þeim stöðutökum á endanum.

30% gengisfall virtist líklegt - jafnvel yfirvofandi.

Aðgerðir stjórnmálamanna höfðu engum árangri skilað, og á þeim tímapunkti virtust þeir hafa gefist upp - - eftir rúmlega ár af árangurslausum fundahöldum og deilum.

Síðan mánuði síðar - kynnti bankráð Seðlabanka Evrópu svokallað "OMT" eða "Outright Monetary Transaction" - - sem hafið í huga - - > Hefur aldrei verið beitt!

  • Takið eftir hve vaxtagjöld aðildarríkja í vanda hafa lækkað síðan!
  • Þó hefur ekkert breyst annað en það, að markaðir trúa að Mario Draghi hafi valdið!
  • Til að prenta án enda! En hefur hann það í raun og veru?

Það sérkennilega er að Draghi líklega vonast til að þurfa aldrei beita OMT

Meðan aldrei hefur verið reynt á kerfið, þá liggja gallar þess ekki algerlega fyrir. Menn geta þannig séð, lifað í gyllivon um það - hvað OMT sé líklegt að skila. Eins og einn ágætur hagfræðingur útskýrði.

"“If it was activated, then we’d see the downside and the flaws and the shortcomings of the OMT,” Mr. Spiro said."

  • Vegna þess að það hefur aldrei reynt á kerfið, veit í reynd enginn - - hve mikið svigrúm Seðlabanka Evrópu raunverulega er, til að kaupa - þó loforðið sé, án takmarkana.
  • Meðan aldrei hefur reynt á kerfið, geta hlutir með vissum hætti hangið á "trúnni einni."
  1. En það getur vel gerst ef farið væri að beita OMT að það mundi skapast andstaða við það innan bankaráðsins, ef kaupin væru - afskaplega mikil.
  2. En þá myndi eignasafn "ECB" stækka ört. Og það gæti reynt á það, hvort Draghi raunverulega fær að "prenta" mismuninn.
  3. En það gæti reynst erfitt að láta kaup án takmarkana ganga upp, ef vilji t.d. "Bundesbank" yrði ofan á, að "ECB" yrði að taka fjármagnið ávallt úr úr peningakerfinu í gegnum bakdyr.
  4. En þá hlytu smám saman að skapast áhyggjur um stækkun eignasafns bankans - - því aðildarríkin bera ábyrgð á Seðlabankanum sameiginlega. Hingað til hafa þau ekki viljað samþykkja formlega að skuldir aðildarlanda verði færðar yfir á sameiginlega ábyrgð.
  5. Svo er það bannið sem enn er í lögum um "ECB" að hann fjármagni ríki. OMT er því lagalega séð á "Dökk gráu" svæði - á það mun reyna á næstunni fyrir Stjórnlagadómstól Þýskalands.
  • Þarna eru því í reynd stór óvissu atriði. En með prentun getur "ECB" sannarlega keypt án takmarkana - - ógnin væri hugsanleg hækkun verðbólgu einkum í N-Evrópu, en í S-Evr. er það mikil hjöðnun í gangi að þar myndi verðbólga líklega ekki sjást.
  • Svo má ekki gleyma því, að aðstoð er skilyrt því - - að land þurfi fyrst að formlega óska aðstoða til "Björgunarsjóðs Evrusvæðis" - fela honum lyklavöldin að fjármálaráðuneyti landsins, en þetta er v. þess að einungis sá sjóður hefur það vald. Að skipa ríkjum fyrir.
  • Í reynd er "OMT" ný aðferð við svokallað "björgunarprógramm" þ.e. að í stað neyðarláns komi "OMT" kaup ríkisbréfa viðkomandi lands án takmarkana - - það yrði allt sama eftirlitskerfið með endurskoðunum og eftirfylgni. Og í hvert skipti þyrfti "ECB" að sjá jákvæða niðurstöðu, þ.e. að prógramminu væri fylgt fram. Til að "OMT" gæti haldið áfram.

Þessi aðferð var soðin saman vegna þess, að það var svo augljóst - að engin leið var að bjarga Spáni eða Ítalíu með neyðarlánasjóðs aðferðinni.

Meðlimaríkin gátu einfaldlega ekki fjármagnað hann.

En þ.e. einmitt sami vandi sem OMT mun standa frammi fyrir ef einhvertíma það ástand skapast að það þarf að beita því gagnvart Spáni eða Ítalíu.

Að þ.e. vart unnt að sjá að það gangi upp að halda þeim löndum uppi nema með "prentun."

Ef N-evr. blokkin innan "ECB" myndi blokkera prentun eftir að OMT væri beitt, leitast við að - hamla með einhverjum hætti þ.e. setja þak á kaup seðlabankans.

Þá væri "med det samme" töfrarnir rofnir - - og evrukrísan væri orðin sú sama jafnvel enn verri en fyrir ári. 

En í reynd hefur staða ríkjanna ekki batnað síðan - öll skulda þau meira en fyrir ári. Og alls staðar er atvinnuleysið meira nema í Þýskalandi.

 

Niðurstaða

Það stórmerkilega er að sjá hve sálfræði skiptir miklu fyrir markaði. En þetta ætti að kollvarpa trú þeirra sannfærðu, sem trúa á það að markaðir hafi ávallt rétt fyrir sér. Þeir leiði alltaf fram bestu eða skynsamlegustu lausn. Þvert á móti hafa margir hagfræðingar bent á að - oft á tíðum, hefur hópsálfræði mikið að gera með það. Hvaða átt þeir sveiflast.

Eða með hvaða öðrum hætti er unnt að skilja hegðun markaða á umliðnu ári?

Nánast aldrei virðast þeir hreyfast minna í takt við svokallaða "fundamentals" þ.e. raun stöðu.

Ekkert hefur rofið galdurinn umliðið ár, Grikkland hefur lent í krísum sem áður settu allt í háa loft. Ekki gleyma Kýpur, eða ákvörðuninni að ganga á rétt innistæðna. Fyrir rúmu ári síðan, hefði sú ákvörðun örugglega valdið miklum fjármagnsflótta. En einhvern veginn, virðast Draghi áhrifin það mögnuð - að það gerðist ekki, í það skiptið a.m.k.

---------------------------------

PS: Bendi á stuðandi myndir af lestarslysinu á Spáni sem má sjá í þessum tveim fréttaskýringum!

Excess Speed Suspected in Spanish Rail Disaster

Death Toll From Spanish Train Crash Hits 80

Svakalegt vídeóið úr öryggismyndavélinni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband