25.7.2013 | 01:46
Evrusvæði að hefja sig upp í japanska stöðnun?
Það hefur vakið nokkra athygli alþjóðlegra fjölmiðla að bráðabirgðatölur MARKIT fyrir júlí sína í fyrsta sinn í töluverðan tíma, aukningu í pöntunum til fyrirtækja á evrusvæði. En það hefur verið samfelldur samdráttur pantana í töluverðan tíma. Þetta er 4 mánuðurinn í röð sem - vísbendingar um "mildan" viðsnúning, hafa verið til staðar. Og a.m.k. hugsanlegt að evrusvæði hefji sig upp í - mjög hægan hagvöxt fyrir árslok, ef þetta heldur áfram.
En ég meina, virkilega mjög hægan.
Bendi á að á 10. áratugnum eftir hrunið veturinn 1989 þá kom Japan sér í nokkur skipti sér í hagvöxt, sem fór aldrei yfir að vera últrahægur.
En það áhugaverða er, að slík vaxtartímabil - - entust ekki.
Spurning hvort að evrusvæði ætli að endurtaka þann "rittma?"
Vegna þess að þetta eru bráðabirgðaniðurstöður, eru einungis tölur til samanburðar fyrir Frakkland og Þýskaland - - Frakkland er enn í samdrætti í pöntunum til fyrirtækja í Frakklandi, en sá samdráttur er minni en mánuðinn á undan.
Í viðtölum við fjölmiðla, kemur fram hjá hagfræðingi Markit, að vísbendingar um minnkun samdráttar - væri víðar að sjá, þ.e. minni samdráttur pantana. Þá vísar hann til S-Evrópu.
- Best að halda til haga að Evrópa þarf í reynd kröftugan hagvöxt í nokkur ár, til að minnka atvinnuleysið - skapa störf fyrir allt þetta unga fólk og eldra án atvinnu.
- Mjög hægur vöxtur rétt mælanlegur, á bilinu 0-0,5%; myndi ekki minnka þetta atvinnuleysi.
- Það sem verra er, að líklega einnig dugar hann ekki heldur til þess, að þau lönd sem skulda of mikið, séu fær um að forðast greiðsluþrot.
Þýskaland virðist vera mótorinn núna!
Það er áhugavert að lesa sig í gegnum stutta skírslu MARKIT um Þýskaland.
- Flash Germany Composite Output I ndex (1) at 52.8 ( 50 . 4 in June ) , 5 - month high.
- Flash Germany Services Activity Index (2) at 52.5 ( 50.4 in June ), 5 - month high .
- Flash Germany Manufacturing PMI (3) at 50.3 ( 48.6 in June ) , 5 - month high .
- Flash Germany Manufacturing Output Index (4) at 5 3.4 ( 5 0 .5 in June ), 17 - month high
Tölur yfir 50 eru aukning, þannig að 2,8% aukning var í pöntunum heilt yfir til þýskra fyrirtækja, sem þessum bráðabirgðaniðurstöðum.
Þegar skoðaðar eru undirliggjandi tölurnar, þá sést að þ.e. aukning í neyslu - sem er að drífa þessa aukningu sbr. aukningu í þjónustugeiranum.
Á meðan að aukning í framleiðslugeiranum er mjög lítil eða 0,3%,
En hvað akkúrat er að aukast?
- "In the manufacturing sector, an improvement in order books was driven by rising levels of domestic demand..."
- "...as new export volumes dropped for the fifth consecutive month."
- "Anecdotal evidence from survey respondents suggested that stronger demand from the domestic construction and autos industries had helped offset subdued spending patterns among clients in China and the euro area. "
- "July data signalled that overall employment growth was driven by the service sector , as manufacturing workforce levels were broadly unchanged since the previous month."
Hvað er þá í gangi?
Hafandi í huga að útflutningur Þjóðverja var í samdrætti 5. mánuðinn í röð.
Það er ekki vísbending þess að sú aukna eftirspurn frá útlöndum, sem aðilar innan stofnana ESB hafa verið að vonast eftir - - til að drífa myndun hagvaxtar.
Sér í reynd að eiga sér stað - - þá er vel hugsanlegt að öll sveiflan sem nú er í gangi á evrusvæði, höfum í huga að þetta er lítil sveifla - heilt yfir séð.
Sé í reynd drifin af aukningu í neyslu innan Þýskalands.
Sú sé að auka einnig að einhverju marki eftirspurn eftir framleiddum "gæðum" frá öðrum Evrópuríkjum, sé skýring þess einnig að samdráttur í S-Evr. hafi hægt á sér.
--------------------------------
Líklega sé þessi neyslusprenging drifin af lágum vöxtum, sem aldrei hafa verið lægri í Þýskalandi. En nú þegar peningar vilja vera í Þýskalandi. Því þar er öruggt að vera.
Á sama tíma eru lágir vextir Seðlabanka Evrópu, að magna þessi áhrif. Innan Þýskalands sérstaklega - því það bætist við hin áhrifin.
Bankar fullir af peningum, geta sjálfir útvegað sér meira fé á mjög hagstæðum kjörum, og því greinilega til í að lána þá mjög hagstætt. Þá til innlendra.
"Wealth" áhrif eða auðgunaráhrif - mjög lágs vaxtaumhverfis eru þekkt.
Slík áhrif á sl. áratug, skapaði mikla neyslusprengingu í S-Evr.
Og mikinn viðskiptahalla - - þegar neysla eykst en á sama tíma útflutningur minnkar.
Hlýtur viðskiptajöfnuður Þýskalands færast nær "0" - en hingað til hefur Þýskaland haft jákvæðan jöfnuð upp á nokkur prósent, en það umfram augljóslega er að skreppa saman.
- Þetta eru sjálfu sér ekki slæmar fréttir - - þ.e. einmitt þ.s. evrusvæði þarf á að halda, að Þjóðverjar kaupi meir - inn frá hinum löndunum. Ásamt frá eigin fyrirtækjum.
- En Þýskaland eitt og sér er ekki nægilega stórt, til að vera markaður fyrir öll hin löndin í Evrópu.
Það er því mjög takmarkað sem neyslusprenging þarlensk getur gert.
Auk þess, að ef "Bundesbank" telur vera hættu á yfirhitun - þá verður hann óhræddur að grípa til aðgerða. Það sama á við þýsk stjv.
Þjóðverjar munu líklega ekki hleypa einhverri neyslu-"bólu" langt!
Niðurstaða
Neysla í Þýskalandi drifin af lágum vöxtum Seðlabanka Evrópu ásamt því "trendi" að peningar leita frekar en hitt til Þýskalands. Sem skilar heilt yfir hagstæðustu lánskjörum sem Þjóðverjar líklega hafa nokkru sinni séð.
Þannig séð er neyslusprenging í Þýskalandi einmitt þ.s. margir hagfræðingar hafa sagt Evrusvæði hafa fulla þörf fyrir.
Á hinn bóginn sé ég ekki þýsk stjv. heimila neyslusprengingu að fara það langt, að hækkun launa í þjónustugeiranum fari að ógna samkeppnishæfni framleiðslugreina.
Þannig að stigið yrði á bremsur!
En sennilega ekki fyrir nk. kosningar í september nk.
En mig grunar að þessi bylgja neitenda í Þýskalandi geti verið að skýra þá litlu sveiflu sem mátt hefur sjá í tölum frá evrusvæði - - þ.e. ekki bara í Þýskalandi. Heldur séu Þjóðverjar að kaupa meir frá hinum löndunum, þó þeirra aukning sé mest til innlendra aðila.
Fyrir áhugasama - góð grein Der Spiegel um vandræði Ítalíu:
En þ.e. skuggaleg lýsing sem þar kemur fram á hnignun framleiðsluiðnaðar Ítala.
No End in Sight to Italy's Economic Decline
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er svona ef menn gera ekkert í ofurskuldsetningu fyrirtækja og almennings (því í þeirri lausn felst minnkun bankakerfis) og "halda" virkilega í sinni barnalegu hagfræðitrú að það muni duga að örva eftirspurn til lengri tíma með að dæla ódýrum peningum í banka. Já, eg segi "halda" því þetta fólk veit betur.
Bankar lána ekki út fé þegar fyrirtæki og almenningur hafa ekki efni á nýjum lánum sem leiðir auk þess til meira vantrausts innan einstakra banka sem halda eftir peningunum fremur en að lána þá út og sætta sig mögulega við enn hærra hlutfall tapaðra útlána.
En ég meina, eini tilgangur leiksins er að bankar og eignafólk nái að sópa eins miklum auð til sín og það getur áður en bankakerfið hrynur. Það er eina ástæðan fyrir öllum þessum smáskrefum í átt að einhverri "lausn".
Flowell (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 12:43
Er ekki eitt af grunnvandamálum evrunnar að hún er allt of hátt skráð. í dag er eur/usa 1,3229 aðeins Þýskaland getur gengið með þessu móti. Önnur lönd ráða hreinlega ekki við það í raun þyrfti hún að falla um 30% til þess að löndin verði sjálfbjarga. Og ef ESB og BNA gera með sér fríverslunarsamning (sem ég efast að muni verða) þá er Suður Evrópa gjaldþrota og verður ekki samkeppnishæf á markaðinum.
Er þessi mildi viðsnúningur ekki bara sumartíminn og ferðamenn sem slá um sig? Og í september sjáum við allt aðrar tölur.
Ómar Gíslason, 25.7.2013 kl. 17:18
Tja, eða kosningavíxill Merkelar. Sem vill tryggja að það sé hagvöxtur í eigin landi a.m.k. fram að kosningum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.7.2013 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning