Formaður herráðs Bandaríkjanna vill ekki í stríð í Sýrlandi!

Formaður herráðs Bandaríkjanna "chairman of the joint chiefs of staff" Martin Dempsay tjáði skýrum orðum hve bandaríski herinn er lítt áhugasamur um það að taka að sér enn eitt stríðið í múslímalandi - US commander Dempsey urges caution over Syria intervention.

-------------------------------------------------

“Once we take action, we should be prepared for what comes next,” - “Deeper involvement is hard to avoid.”

“We have learnt from the past 10 years that it is not enough to simply alter the balance of military power without careful consideration of what is necessary in order to preserve a functioning state,”

“Should the regime’s institutions collapse in the absence of a viable opposition, we could inadvertently empower extremists or unleash the very chemical weapons we seek to control.”

  • "Gen Dempsey said Mr McCain’s preferred option of establishing a “no-fly zone” over Syria would cost $1bn a month and would risk the loss of US aircraft, obliging military operations to recover crew."
  • "He added that its impact on the conflict would be limited by the fact that the regime relied primarily on surface missiles and artillery rather than aerial attack."
  • "At the same time, the more limited option of setting up buffer zones within the country near the Turkish or Jordanian borders would still require thousands of US ground forces and cost more than $1bn a month."
  • "Gen Dempsey cited a risk that the regime would fire missiles into the areas, which could also become “operational bases for extremists”.
  • Military strikes conducted from long distance would also have a cost “in the billions” and would risk retaliatory attacks as well as collateral damage within the country, he said."

-------------------------------------------------

Obama hefur fram að þessu virst fylgja þeirri stefnu að gera eins lítið og hann kemst upp með, í því að mæta þrístingi frá Bandaríkjaþingi um "aðgerðir" í Sýrlandi.

Hann hefur samþykkt að CIA dreifi handvopnum til aðila í landinu sem berjast við stjórnvöld.

Í ljósi reynslunnar af Írak þ.s. Bandaríkjamenn lærðu hve erfitt er að endurreisa stöðugleika í landi eftir að fyrri stjórnvöldum hefur verið steypt.

Er mjög skiljanlegt að bandaríski herinn sé orðinn - smávegis hikandi.

Höfum einnig í huga að þ.e. verið að skera niður hernaðarútgjöld í Bandaríkjunum í ár og líklega næstu ár, í samhengi við nýlega hafna þ.e. á þessu ári sparnaðarstefnu - ekki síst fyrir þrísting Repúblikana.

Að auki bætist við, að Bandaríkin skiljanlega eru farin að fókusa í auknum mæli á Kyrrahafssvæðið þ.s. er rísandi stórveldi, sem farið er að beita löndin í kringum sig þrýstingi - sbr. S-Kínahafs deilurnar.

Þau skiljanlega vilja ekki flækjast inn í enn eitt mannaflafrekt stríð, en það þarf að muna að í því felst "opportunity cost" að hermenn sem eru fastir í stíði X eru ekki til taks fyrir stríð Y.

  • En punkturinn er - - að það sem skiptir megin máli, er að þeir séu til taks fyrir stríð Y.
  • Ekki endilega það, að það raunverulega standi til að hefja stríð Y.
  • Það að Bandaríkin hafi tilbúin fastaher sem geti beitt sér hvar sem er og hvenær sem er, þó honum væri ekki beitt - - er eitt og sér, öflugt form af þrístingi.

Þ.e. lítill vafi á því, að sú staðreynd að hreyfanlegur her Bandaríkjanna hefur verið upptekinn við stríð sl. 10 ár nær samfellt, hefur skapað andstæðingum Bandar. í öðrum heimshlutum, meira svigrúm til athafna.

  • Því þeir hafa vitað að Bandaríkin geta ekki notað sinn besta her - tvisvar.
  • Það eitt að hafa hann upptekinn - - í löngu stríði, sem litlum árangri skilar.
  • Hefur veikt þeirra stöðu!

Fyrir utan að fátt bendir til þess að Afganistan stríðið endi með þeim hætti, að unnt verði að finna í því nokkurn hinn minnsta gróða fyrir Bandaríkin - - og árangurinn af stríðinu í Írak var einungis sá að gera Írak að fylgiríki Írans. Með öðrum orðum, Íran græddi bandamann. Þ.s. áður var óvinur.

Þ.e. alls óvíst að unnt verði að enda stríð í Sýrlandi með þægilegum hætti, en rétt er að árétta að í Líbýu ríkir nú nánast fullkomið stjórnleysi, ástandið er ekki alveg eins slæmt og í Sómalíu.

En er ekki mörg skref heldur frá sómölsku ástandi heldur, Sýrland gæti með svipuðum hætti endað sem sundurtætt land með litla einingu eða stjórn.

------------------------------------------------- 

  • Það virðist eiginlega flest mæla með því, að Bandaríkin láti þetta stríð vera. 
  • Lofi ríkjum súnníta með Saudi Arabíu í forystu og shíta með Íran í forystu, kljást "in proxy" í Sýrlandi.

En málið með það stríð er að þ.e. löngu hætt að vera bara borgarastríð, heldur er það orðið ein af birtingarmyndum valdbaráttu Írans og Saudi Arabíu, í Miðausturlöndum.

Það bætir því þeirri viðbótar hættu við í sarpinn, að ef Bandaríkin fara í Sýrlandsstríðið með beinum hætti, að þá skapast sú ógn - - að stríðið færist út til Íraks - til Líbanons og jafnvel til Írans.

Hætta á allsherjar Miðausturlanda stríði er alls ekki "trivial."

Það getur verið nær ómögulegt að takmarka stríðið við Sýrland, því þ.s. Íran vill ekki gefa Sýrland eftir - þá mun Íran örugglega sækja sér liðsauka til Íraks, og ef það dugar ekki - myndi íranski byltingavörðurinn örugglega mæta á svæðið t.d. í einkennisbúningum sýrlenska hersins.

Og það má þá reikna með því að Saudar láti þann krók koma á móti bragði, að fjármagna minnihluta súnníta í Írak, til að rísa upp - gegn stjv. í Írak sem í dag eru greinilega "bandamenn" Írans.

  • Ég hugsa að þær ástæður, sem lúta þeim hættum er tengjast útbreiðslu stríðsins, séu jafnvel enn stærri rök fyrir því að Bandaríkin láti Sýrlandsstríðið að mestu í friði.
  • Heldur en þau er Martin Dempsey yfirhershöfðingi Bandaríkjanna nefndi.

 
Niðurstaða

Að mínum dómi er ekkert vit í því fyrir Bandaríkin að demba sér í Sýrlandsstríðið. Hættan er alltof mikil á því að það hefði þau áhrif að stríðið myndi dreifast út. Bandaríkin hafa einfaldlega engan veginn efni á því, að lenda jafnvel í enn stærri hildarleik en tja - stríðin í Írak og Afganistan, samanlagt.

Svo slæmt gæti það hæglega orðið. Meðan þetta er enn fyrst og fremst milli ríkja súnníta og shíta, þá er a.m.k. enn möguleiki á því að takmarka stríðið við - Sýrland eitt.

Því fleiri sem taka þátt, því stærri verði hættan á því að það stríð verði að því Miðausturlanda stríði sem menn hafa um árabil óttast að brjótist út.

  • Raunverulega er eini möguleikinn á því að enda Sýrlandsstríðið sá, að það sé saminn friður við Íran.
  • En þ.e. kalda stríðið milli Írans og súnníta ríkjanna, sem Bandaríkin hafa stutt og að verulegu leiti tekið þátt í; sem er að drífa þennan hildarleik.

Meðan að það stríð enn geisar, mun reynast fullkomlega vonlaust - að vinna að friði í Sýrlandi.

Íran mun þurfa að upplifa sig öruggt með einhverjum hætti, til þess að það sætti sig við það að gefa Sýrland eftir. Og það líklega kostar það, að umbera það að Íran verði að kjarnorkuveldi.

Annars ef verið hita þetta kalda stríð, fer hættan vaxandi á að það verði að raunverulegu allsherjar stríði á svæðinu. Með afleiðingum sem yrðu afskaplega hrikalegar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Þetta er góð frétt og samantekt hjá þér Einar, ég er bara hræddur um að AIPAC, ADL, JDL, JTF og allt Zíonista liðið sé ekki ánægt með eitthvað svona frá Martin Dempsay, því þetta lið vill fleiri stríð fyrir Ísrael. 

The Ongoing Plot To Create "Greater Israel" PDF 

The Khazar Jewish Plan - Stunning Letter Of 1928 PDF 

From Gaza to Tehran: Israel Asserting Middle East Supremacy PDF

Is the US Waging Israel's Wars? The Prophecy of Oded Yinon PDF 

Is the US Waging Israel's Wars? The Prophecy of Oded Yinon PDF 

Jewish American (Former IDF) Overhears Secret Meeting In Cemetery - In Hebrew PDF 

Oil and Israel- US foreign policy is geared to make Israel its primary transport route for Middle Eastern and Central Asian oil. PDF

Israel's "new Middle East"* PDF 

The Neo-Conservative Imperial Agenda: A Perverse Project for a New American Century PDF 

Top 21 Pieces of Evidence that Show Iraq is only the First Step to 'Reshaping the Middle East': A Reference for Seekers of Truth PDF 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.7.2013 kl. 14:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, þó svo að það séu háværir stuðningsmenn stríðs til staðar, held ég að þeir vinni ekki málið í þetta sinn. Stríðið sem gæti orðið einfaldlega of stórt, og áhættan fyrir bandar. hagsmuni í Kyrrahafssvæðinu -að hafa svo stóran hl. síns hers bundinn þarna í mörg, mörg ár á sama tíma og ógnarkostnaður myndi toga til sín þeirra peninga sem verða þá ekki til staðar til að kosta aðra uppbyggingu- -> einfaldlega of mikil. En þ.e. ljóst að enn stærra og dýrara stríð myndi gefa tilteknu rísandi stórveldi það mögulegt að höggva stór skörð í veldi Kana þar. Í því að halda sínu á því svæði liggja einfaldlega miklu stærri hagsmunir fyrir Bandaríkin. Þess vegna verði vinir Ísraels undir í þetta sinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.7.2013 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband