22.7.2013 | 14:38
Er Grexit að færast nær?
Það er hagfræðingurinn Wolfgang Münchau á eigin bloggi sem benti á, að í ákveðinni kaldhæðni veruleikans. Þá væru þær aðgerðir sem Grikkland hafi verið pínt til að framkvæma. Að gera "Gexit" eða "Greek Exit" úr evrunni - framkvæmanlegri.
En hann bendir á að skv. spám stofnana ESB verði Grikkland komið annaðhvort í "primary balance" þ.e. með svokallaðan frumjöfnuð fjárlaga upp úr mínus og a.m.k. upp í "0" stöðu jafnvel smávægis jákvæða; eða mjög nærri því að ná þeirri stöðu.
En um leið og frumjöfnuður er kominn upp úr mínus, þá getur gríska ríkið fjármagnað sig sjálft innanlands án utanaðkomandi aðstoðar - - hótun að borga ekki, fær aukinn trúverðugleika.
Hitt atriðið eru þær umbætur á vinnumarkaði sem landið hefur verið að framkvæma undir þrístingi, þ.e. niðurbrot á kerfum sem tilteknar "mikilvægar" stéttir voru búnar að koma sér í, sem tryggðu þeim nánast sjálfvirkar hækkanir við tilteknar aðstæður.
Ástand sem hefði dregið mjög hratt úr ávinningi gengisfellingar. Eins og var hérlendis á 8. áratugnum þegar gengið og laun hækkuðu á víxl. Menn voru alltaf fljótt í sömu stöðu, svo gengið var aftur fellt, svo koll af kolli.
En nú er búið að brjóta á bak aftur þessar launatryggingar.
Til þess að unnt sé að lækka laun.
Sem hafi þá áhugaverðu afleiðingu, að samtímis gera það framkvæmanlegra að lækka laun - hrinda í verk svokallaðri innri verðhjöðnun, en einnig að ganga út úr evru og láta gengið falla og standa fast gegn launahækkunum í kjölfarið á gengislækkun.
A Grexit is starting to look more feasible for Athens
Hvað ætli að gerist?
Ég held þetta séu góðar ábendingar hjá Münchau. En mér hefur virst fram að þessu vera mjög mikill vilji til að halda Grikklandi þrátt fyrir allt innan evrunnar. Bæði hjá Grikkjum sjálfum og aðildarþjóðum evru. Auðvitað hefur um ráðið að nokkru leiti sá ótti aðildarþjóðanna að "Grexit" mundi skapa varasama óttabylgju innan fjármálakerfis evrusvæðis - - en rétt er að árétt að umfang fjármálakerfis evrusvæðis er ca. 3,5 þjóðarframleiðsla evrusvæðis.
Í reynd er það sem heild of stórt jafnvel þó við ímyndum okkur allsherjar sameiginlega ábyrgð.
Til sbr. er umfang fjármálakerfis Japans um 2 þjóðarframleiðslur, í Bandar. um 1.
Þetta er skv. upplýsingum sem sjá má í mjög nýrri skýrslu Seðlabanka Evrópu.
Hvet fólk til að skoða hana - - en t.d. má einnig sjá upplýsingar um lánakjör smáfyrirtækja í ESB, að þau eru óhagstæðari í S-Evr. í dag en í N-Evr. - - og um þróun á húsnæðismarkaði, þar kemur fram að húsnæðisverð hafi fallið um 20% síðan gögnum skýrslunnar var safnað 2012 á Spáni. Sem þeir áætla ca. samsvara að íbúar hafi að meðaltali tapað 2-árslaunum í "auði" í lækkun virði eigna. Sem skv. orðalagi sem fram kemur, sé líklegt að hafa neikvæð áhrif á neyslu almennings á Spáni.
Punkturinn er sá að ég held að viljinn til að halda Grikklandi inni, sé ekki líklegur til að þverra, eða að muni verða þorrinn á næstunni. Svo spurningin er hvað gerist eftir kosningar í Þýskalandi þegar líklega Merkel heldur áfram sem kanslari.
Líklega er mesta hættan fyrir hana - - hneykslið tengt njósnum Bandaríkjanna, en það virðist ekki bara að hún hafi logið um það að vita ekki af þeim njósnum, heldur bendir allt til þess að njósnastofnun Þýskalands sjálfs, undir stjórn Merkelar, hafi vísvitandi farið og það rækilega í rúmið með NSA:
'Key Partners': The Secret Link Between Germany and the NSA
Ef e-h kemur til að skaða möguleika hennar á endurkjöri, þá er það þetta mál.
En fram að þessu hefur áframhaldandi seta hennar sem kanslari virst langsamlega líklegast. Kemur í ljós eftir 2 mánuði.
-------------------------------------
En það eru erfiðar ákvarðanir framundan, en gersamlega kýrskýrt er að Grikkland þarf að fá 3-skuldaafskrift. Og þ.s. nú er búið að höggva tvisvar í knérunn einkaaðila láta þá afskrifa 70% jafnvel þar yfir. Þá er ljóst að næsta afskrift þarf að koma á skuldir Grikkland við aðildarríkin sjálf - þ.e. björgunarlánin. Og þ.e. pilla sem verður óvinsæl.
Og líklega ekki framkvæmanlegt að taka þá pillu fyrr en eftir kosningar.
En það er algerlega ljóst að 3-björgun Grikklands er komin með óbrúanlegar gjár, Grikkland þarf annað af tvennu aukið fjármagn og lengingar á lánum í það óendanlega - ásamt gríðarlega hagstæðum kjörum. Eða að skorið sé af þeim sem fyrst.
En það fé sem átti að nást fram með sölu eigna gríska ríkisins er ljóst að næst ekki fram nema að litlum hluta. Þ.e.einfaldlega of mikil andstaða annars vegar í Grikklandi við það að selja eignir landsmanna fyrir "skid og ingenting" og hinsvegar svo lítill áhugi fjárfesta að kaupa - því að þeir trúa ekki enn á sjálfbærni Grikklands.
Þetta myndar mikla gjá í framtíðarfjármögnun miðað við núverandi skuldir skv. fréttum a.m.k. 10ma..
Það þarf örugglega að skera af meir en þá 10ma. því þá á eftir að taka tillit til þess, að framvinda efnahagsmála á ekki eftir að verða sú að hagvöxtur hefjist í Grikklandi á nk. ári. Sem eiginlega þíðir að gjáin er í reynd töluvert stærri en 10ma. því framtíðar tekjur ríkissjóðs Grikklands verða minni er ráðgert er og miðað út frá.
- Eigum við kannski ekki segja - - að ef áætlanir standast nokkurn veginn, varðandi það að gríska ríkið sé við það að ná frumjöfnuði í "0" ásamt vinnumarkaðs breytingum sem auka sveigjanleika.
- Að samningsstaða Grikklands hafi batnað?
Þá geti Gríska ríkisstjórnin nú trúverðugar hótað - Grexit.
Og kannski því, knúið fram þær digru skuldaafskriftir sem Grikkland þarf ef það á að tolla innan evrunnar.
Auðvitað er fyrirfram engin leið að vita hvor útkoman verður ofan á. En það bendir flest til þess að þetta ár verði samdráttur Grikklands - - meiri en spáð var. En þó líklega ívið minni en árin á undan.
En þó augljóst að Grikkland sé ekki við það að ná jafnvægi - - nærri strax. Innan evru.
-------------------------------------
Grexit eða ekki, hugmyndin með því að fara er einföld. Að ná með einum rykk fullri samkeppnishæfni. Getum kallað það að - núlla af hagkerfið. Svo það geti aftur farið að vaxa.
En vandinn við það að selja eignir gríska ríkisins er ekki síst sá, að kaupendur sjá ekki hvenær hagvöxtur hefst. Eignir gætu því orðið einmitt - seljanlegri eftir að búið er að klára launakostnaðar aðlögun í einum rykk. En þá ætti rökrétt að skapast grundvöllur fyrir upphaf hagvaxtar.
Þá gæti ef stjv. Grikklands kjósa svo, ákveðið að taka aftur upp þá sölu eigna sem var fyrirhuguð a.m.k. að einhverju marki, til að losa um fjármagn.
En það gæti verið gagnlegt líka v. þess að líklega hefði Grikkland í "Grexit" tekið gjaldþrots leiðina, en þ.e. best að láta það ástand standa eins stutt og mögulegt er.
Hluti af því að skapa sér aðstöðu til að binda enda á það ástand, gæti verið eignasala - til að losa fjármagn. Til þess að geta notað það fjármagn sem gulrót þegar samið er við kröfuhafa um hlutaafskrift skulda og síðan upphaf greiðsla að nýju.
Auðvitað gæti það allt eins verið notað til lagfæringa heima fyrir - sem örugglega er nóg af útistandandi.
- Helsti galli Grikklands er að það hefur ekki öfluga útfl. atvinnuvegi.
- En kannski í kjölfar "Grexit" gæti það gerst, að mögulegt verði að byggja upp slíka.
- Hið minnsta yrði það mjög samkeppnifært í ferðamennsku, og erlend fjárfesting í þeim geira myndi streyma til landsins.
- En a.m.k. væri það möguleiki að skapa frekari greinar.
- En þ.e. engin ástæða að ætla að Grikkland myndi hætta aðild að ESB. Það væri því áfram fullur meðlimur að öllum öðrum þáttum en evru.
- En þ.e. einfaldlega ekki mögulegt að reka land úr ESB. Aðildarland getur hætt sjálft af eigin frumkvæði ef það óskar svo. En land sem ekki vill fara, það verður ekki hrakið á brott.
- Auðvitað verður nokkur fíla út í Grikkland af hálfur N-Evr. ríkjanna, á móti myndi koma að það myndi njóta mun meiri samúðar annarra aðildarlanda í efnahagsvanda. Það yrði vart "einangrað" nema í þeim skilningi. Að N-Evr. löndin myndu hugsanlega hundsa fulltrúa Grikklands.
- Ég á því ekki von á því að vera Grikklands áfram innan ESB verðir sérstaklega "próblematísk" nema auðvitað að evrusvæði myndi - skilja hin ríkin eftir. En þá væri það ekki meir "próblematískt" fyrir Grikkland frekar en Bretland eða Svíþjóð.
Málið er - - að trúverðugleiki Grikklands gæti batnað.
Þvert ofan í þ.s. haldið er fram, því að framtíðar hagvaxtarhorfur myndu geta orðið mun betri.
-------------------------------------
Málið með evruna er að hún er miklu frekar pólitískt "project" en efnahagslegt, hluti af hugsjóninni um sameiningu Evrópu. Fyrir þá sem trúa á sameiningu Evrópu er það mikil fórn að gefa evruna eftir, fyrir þá er það reyndar nánast óhugsandi.
En frá efnahagslegu sjónarmiði - - er ekki í reynd gott að rökstyðja evru. En ég bendi fólki á að hagvöxtur sl. áratugar er lakari í aðildarríkjum evrusvæðis, en áratuginn þar á undan.
Hagvöxtur sl. áratugar er líklega að auki lakari heldur en í svokölluðu "stagflation" tímabili á 8. áratugnum. Þetta sé með öðrum orðum, lakasta tímabil í hagvaxtarsögu þeirra ríkja í rúml. 70 ár.
Evrusinnar auðvitað neita því að þetta tengist evrunni með nokkrum hætti, benda á alþjóða fjármálakreppu - - en frá mínum bæjardyrum séð er það sambærilegt að trúverðugleika við það að halda því fram að ísl. bankakerfið hafi hrunið einungis vegna þess að það skall á heims fjármálakreppa.
En evrusvæði er hagvaxtarlega að standa sig lakar en t.d. Bandaríkin mjög augljóslega. Sem einnig lentu í sömu kreppu - hún hófst reyndar þar.
Ég árétta að þ.e. mjög áhugavert að fj. aðildarríkja evru er samtímis í alvarlegum efnahagsvanda, sannarlega ekki öll, en nægilega mörg samtímis að einhver sameiginlegur þáttur er líklega að valda þeim vanda.
Líklega er það að reynast rétt gagnrýni þeirra sem sögðu, hagkerfin í Evrópu of ólik til þess að það gengi upp, að steypa þeim öllum saman inn í einn gjaldmiðil.
Bendi á að nærri því 100 ár liðu áður en Bandaríkin tóku upp samræmdan gjaldmiðil, eftir að þau lýstu yfir sjálfstæði.
Ég reikna með því að það sé til staðar "óhagræði" af því að hafa ekki eigin peningastefnu - - sem kemur á móti meintum kostum þess að taka upp evru.
Það óhagræði hafi jafnað þá meintu kosti út og gott betur í Evrópu á umliðnum áratug.
Niðurstaða
Eftir kosningar í Þýskalandi virðist vera "mantra" innan ESB í dag. En þ.e. eins og að allt sé sett í bið fram yfir september nk. Engar alvöru ákvarðanir verði teknar fyrr. En svo margt er nú útistandandi. Að það tímabil sem hefst í október nk. gæti orðið forvitnilegt. Þegar loks má viðurkenna þau vandamál, sem er verið að sópa undir teppið fram að þeim tíma.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning