Pólitísk krísa í Portúgal!

Portúgal er ekki beint búið að vera á forsíðum heims fjölmiðla. En ég rakst samt á frétt í Wall Street Journal og fann aðra á vef Reuters. En það virðist að pólitísk krísa sem skall á fyrir nokkrum vikum sé enn að vinda upp á sig. En sú gaus upp þegar ósamkomulag varð í ríkisstjórn landsins. Og virtist stefna í hrun hennar og síðan kosningar.

Deilt var um björgunarprógrammið - en samstarfsflokkur forsætisráðherra lagði þá áherslu á að breyta um stefnu varðandi svokallaða björgun landsins. Fara yfir í áherslu á hagvöxt.

Þegar hrun stjórnarinnar blasti við var síðan óvænt kynnt um samkomulag stjórnarflokkanna - sem fól í sér að formaður samstarfsflokks forsætisráðherra. Væri gerður að staðgengli forsætisráðherra, en að auki að sá flokkur fengi yfirumsjón með samningum við "Þrenninguna" þ.e. AGS - Seðlabanka Evrópu og Neyðarlánasjóð Evrusvæðis.

Fengi sem sagt að spreyta sig á því að knýja fram þær breyttu áherslur.

En þá fylgdi frétt að eftir væri að funda með forseta til að staðfesta breytingarnar á stjórninni.

Fréttir Reuters og WSJ segja - hvað gerðist svo.

Portugal political crisis rages again as talks break off

Portugal 'Salvation' Talks Collapse

 

Pólitíska krísan vindur upp á sig!

Það sem gerðist að sögn Reuters á fundi með forseta var að hann hafnaði breytingum á stjórninni, en þess í stað heimtaði að hafnar væru viðræður 3-ja stærstu flokka landsins. Það er þ.s. átt er við "national salvation talks" - en hugmynd forseta virtist vera að "breiða samstöðu" þurfi til ef á að vera unnt að halda áfram að vinna með björgunarprógramm Portúgals.

Þessar viðræður fóru út um þúfur sl. föstudag. Og boltinn er aftur hjá forseta.

"LISBON, July 19 (Reuters) - Portugal's main political parties broke off talks on Friday on a "national salvation" pact to ensure an EU/IMF bailout stays on track, leaving it to the president to decide how to proceed."

Stjórnin situr enn - - en án þess að samkomulag um framhald hennar sé frágengið.

Forsetinn getur rofið þing skv. fréttum, en þ.e. talið ólíklegt.

En það virðist vera stíf áhersla um að forðast að halda þingkosningar, vegna þess hve framganga björgunarprógramms er orðin afskaplega óvinsæl innan þjóðlífsins.

Auðvitað veit ég ekki hvað forsetinn, Aníbal Cavaco Silva, ætlar að gera. Hann getur alveg ákveðið eins og Ólafur Ragnar - - að standa ekki með ríkisstjórninni.

En björgunarprógrammið sjálft er í vanda út af pólitísku óreiðunni í landinu, og hefur 8. skoðun björgunar Portúgals verið frestað þangað til a.m.k. ágúst jafnvel september.

"Political turmoil has already forced Lisbon to request a delay in the eighth review of the bailout by its creditors, which was initially due to start last Monday, until the end of August or early September."

Á hinn bóginn hefur Portúgal nokkurn tíma, en þ.s. ekki kemur fram í fréttum fjölmiðlanna tveggja, er að Portúgal á töluvert lausafé - líklega a.m.k. fram á næsta ár.

Þannig að Portúgal getur vel tekið kosningar án þess að taka þá hættu eins og var með Grikkland á sl. ári, að það yrði gjaldþrota meðan á því pólitíska ferli stóð.

Þeir gætu meira að segja tekið eina góða stjórnarkreppu - svo fremi sem henni lýkur á fyrstu mánuðum nk. árs.

Ástæðan að stjv. hafa lausafé, er að þau seldu töluvert af ríkisbréfum fyrr á árinu - þegar bjartsýni um framvindu landsins var í hámarki. Verðin væru mun óhagstæðari í dag.

  • Svo kannski ætti Cavaco Silva að boða til kosninga.
  • Láta þjóðina ákveða hvað hún vill.

 
Niðurstaða

Spennan tengd björgunarprógrammi Portúgals er ekki síst hvort Portúgal getur losnað úr björgun. En þessa stundina virðist það ekki líklegt. Að líklega þurfi landið annað prógramm þegar þessu lýkur á nk. ári. En vandinn landsins er ekki síst - - erfiðleikar með það að framkalla hagvöxt. 

Landið flytur einfaldlega ekki nægilega mikið út. Það vantar nýjar iðngreinar. Það eru áhrifamiklir hagfræðingar í landinu sem segja að einfaldasta væri að fara úr evrunni. En hingað til hefur sú hugmynd ekki haft víðtækan pólitískan hljómgrunn.

En vinnuaflið í Portúgal er tiltölulega lítt menntað, menntunarstig mun lakara en tíðkast í N-Evr.

Að ætla sér að skapa hálaunastörf er líklega verkefni lengri framtíðar.

En landið gæti átt möguleika til skemmri tíma með því að keppa beint við láglaunalönd Asíu, í því sem landið áður keppti - þ.e. fata- og skóiðnaði, ásamt vefnaði. Þær iðngreinar fóru frá landinu á sl. áratug.

En áður starfaði fjöldi fólks í þeim greinum - sem líklega skýrir tiltölulega lágt menntunarstig því slík störf krefjast ekki langskólamenntunar.

En með þessa "de industrialization" í huga, þá blasir við sá vandi - - að ef landið á að verða sjálfbært. Þarf nýja uppbyggingu iðngreina - og þ.e. ekki atriði sem menn geta pantað út úr búð.

Né hrist fram úr ermi í skjótheitum.

  • Kannski verða kosningar!
  • þá gæti niðurstaða þjóðarinnar orðið áhugaverð.
  • En hún gæti þá fengið tækifæri til að taka afdrifaríka ákvörðun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband