Detroit borg leggur formlega fram gjaldþrotsbeiðni!

Þetta gerðist á fimmtudag skv. Wall Street Journal. Skv. Financial Times getur verið að skuldir borgarsjóðs séu svo háar sem 20 milljarðar bandarískir dollarar. Þar af 11 milljarðar dollara skuld sem eru "unsecured" þ.e. án veðbanda.

Record Bankruptcy for Detroit

Detroit files for bankruptcy as it tries to tackle $18bn debt

Richard Snyder, Michigan’s Republican governor - “It is clear that the financial emergency cannot be successfully addressed outside such a filing and it is the only reasonable alternative that is available,” - “Detroit simply cannot raise enough revenue to meet its current obligations and that is a situation that is only projected to get worse absent a bankruptcy filing.”

  • Það vekur athygli að meðal skulda án tryggra veða, eru skuldir borgarinnar við sinn eigin lífeyrissjóð. 

"The city’s unsecured debt includes $2bn of general obligation bonds and other financings, $3.5bn in pension liabilities that are underfunded and about $5.7bn in health and other benefits owed to workers."

  • Að auki má vænta að dómsmál muni rísa upp út af flokki skuldabréfa "general obligations bonds" sem venja er að líta á sem mjög trausta pappíra þ.s. þeir séu bakkaðir upp af skatttekjum borgarsjóðs - eigi með öðrum orðum forgang í þær til að fá greitt, og sumir óttast áhrif á aðrar borgir í Bandaríkjunum, ef það gerist sem útlit er fyrir - - að eigendur þessara bréfa verða fyrir miklu áfalli.

"“To treat holders of general obligation bonds backed by the full faith and credit of a sovereign entity as unsecured and impaired has implications for the municipal market,” said Peter Hayes, head of municipal bonds at BlackRock, which owns $25m of Detroit’s debt."

  • Líkur virðast einnig yfirgnæfandi að dómsmál muni rísa upp í tengslum við lífeyrissjóð starfsmanna borgarinnar, sem annars er útlit fyrir að einnig verði fyrir miklu áfalli.

"Holders of the general obligation bonds argue that they should be paid before other unsecured claimants. Pension funds maintain that their rights are constitutionally protected and should have priority."

 

Detroit borg hefur hnignað hreint ótrúlega

Borgin er í dag álitin hættulegasta borg Bandaríkjanna. En líklega veldur áralangt fjársvelti því að einungis 8,7% mála sem lögreglan hefur á sinni könnu eru leyst sbr. 30,5% að meðaltali innan Bandaríkjanna. Og því að það tekur lögreglu Detroit vanalega 58 mínútur að mæta í útkall, meðan að meðalútkallstími í Bandaríkjunum er 11 mínútur.

Augljóst virðist að alltof fáir lögreglumenn séu við störf.

Mortíðni er enda sú hæsta sem mælst hefur þar í borg í 40 ár.

Atvinnuleysi er 2-falt hærra en meðaltals atvinnuleysi Bandaríkjanna.

Borg sem var með 2 milljón íbúa á 6. áratugnum, er í dag einungis með um 700þ. íbúa.

Heilu hverfin hafa enda verið aflögð - - skrúfað fyrir vatn og rafmagn, og síðustu íbúum gert að flytja í annað hverfi.

Stórir hlutar borgarinnar séu orðnir að "einskismannslandi" þ.s. rottur og heimilislausir búa án nokkurrar þjónustu, auk líklega glæpamanna. Þó leitast hafi verið til við að rífa sem mest. Hafi peningaskortur tafið það starf.

------------------------------------

Þetta er hreint mögnuð sorgarsaga - að borginni hefur algerlega í gegnum árin mistekist að skapa sér nýjan tilverugrundvöll. Meðan að borgir sums staðar annars staðar í Bandaríkjunum, sem hafa gengið í gegnum - - hnignun.

Hafa náð að finna sér annan farveg, hefur hnignun Detroit nánast að séð verður.

Speglað hnignun hinna hefðbundnu bandarísku bílasmiðja þ.e. hinn svokölluðu "Detroit Big 3".

Einu sinni voru þeir 4 þ.e. Crysler, GM, Ford og AMC.

En American Motors sem þekktast var fyrir vörumerkið Jeep, sem síðar var tekið yfir af Chrysler samsteypunni. Þar voru einnig fleiri merki sem eru mikið til gleymd í dag - sjá mynd AMC Gremlin. Töluvert sást hérlendis af bíl sem hét Eagle eða AMC Eagle. En Gremlinarnir voru hér einnig í töluverðum fjölda um tíma. Sjálfsagt þó muna einhverjir enn eftir - Rambler. Sem voru um margra ára skeið seldir einfaldlega sem "Rambler."

Ég man sjálfur ágætlega eftir AMC Pacer sem svipaði til Gremlin og Eagle sem var stærri bíll, sem voru algengir bílar hérlendis á 9. áratugnum. En hurfu síðan smám saman á 10. áratugnum.

Leyfarnar af AMC voru teknar yfir af Chrysler 1987. Og eina sem lifði af - var Jeep vörumerkið.

Markaðurinn fyrir hin módelin hafði einfaldlega horfið, líklega verið tekin yfir af japönskum framleiðendum.

------------------------------------

Hvers vegna borgin gat ekki endurnýjað sig - - farið í aðra hluti. Er ekki gott að segja.

  • En eitt er mjög áhugavert, að nýir framleiðendur bifreiða hafa komið sér fyrir í öðrum borgum, augljóslega með miklum tilkostnaði. T.d. Mercedes Bens - Toyota - Honda.

Enginn þessara framleiðenda kom sér fyrir í Detroit. Þó það hefði fljótt á litið virst blasa við, þ.s. í borginni var eðlilega fyrir - fyrirtækjanet sem þjónaði framleiðslu bifreiða. 

Það er ekki síst svo dýrt að koma sér fyrir í borg þ.s. engin bifreiðaframleiðsla er fyrir, vegna þess að þá þarf einnig að skapa "íhluta" framleiðsluna frá "0" punkti.

Samt völdu nýir framleiðendur þá leið, en ekki það að koma sér fyrir í Detroit.

  1. Mig grunar að um hafi ráðið um - - ítök hefðbundnu stóru amerísku bílaframleiðendanna innan borgarstjórnar.
  2. Þeir hafi sennilega - - haldið keppinautum frá, til að tryggja eigin stöðu.
  3. Komið í veg fyrir - - að þegar þeirra framleiðslu hnignaði. Gæti aðrir framleiðendur komist að í borginni. 
  4. Þó hugsanlega hafi þeir með þessu e-h tafið fyrir keppinautum sínum - - hugsanlega einnig vegna þess hve dýrt hefur verið að koma sér upp í nýrri borg, skapað sér tímabundið samkeppnisstöðu.
  • Þá hefur útkoman verið sú, að hnignun hinna stóru þriggja hefur ekki stöðvast.
  • Og með því að spila með borgarráð, hafi þeir yfirfært hnignun sína yfir á borgina.

------------------------------------

En þ.e. ekki hægt að skella allri skuldinni á Ford - Chrysler og GM. En borgin hefur greinilega látið þá komast upp með sína hegðun. Það reis aldrei upp nægilega öflug mótspyrna innan borgarstjórnar.

En skörugleg borgarstjórn, hefði tekið ákvörðun með hagsmuni borgarbúa í huga, í stað þess að láta hina nýju framleiðslu fara til annarra borga. Þ.s. sú framleiðsla hefur jafnt og þétt, tekið störfin frá Detroit. 

Að auki eftir að ljóst var að Bens - Toyota - Honda og Masda, voru búin að koma sér fyrir í öðrum borgum. Þá reis engin nægilega öflug hreyfing upp innan borgarinnar, um það að skapa borginni - - annan grundvöll.

En þann sem var að gefa svo rækilega eftir.

Stærsta sökin verður því að hvíla á herðum þeirra borgarstjóra sem setið hafa við völd í borginni sl. 20-30 ár.

 

Niðurstaða

Þá er sorgarsaga Detroit borgar að hefja nýjan kafla. Augljóst virðist að borgin getur ekki greitt nema hlutfall af núverandi skuldum. Þeir sem eiga þá 9 milljarða dollara sem tryggð eru með veðum. Munu að sjálfsögðu koma langsamlega best út. En fyrir aðra, þá líklega er útlit fyrir stórt tap.

Ég veit ekki hvernig t.d. lífeyrissjóður borgarstarfsmanna á að fara að því að sækja sér fé, sem ekki er til. Nema sá geti með einhverjum hætti, neytt fylkið til að taka upp þann reikning.

Það getur vart gerst nema að málið fari alla leið upp í Hæstarétt. Sem getur tekið nokkur ár héðan í frá.

En augljóst virðist þó að einn hópur mun græða á þessu ferli öllu - - en það er stétt lögfræðinga. Sem er sú stétt sem ætíð virðist geta fundið sér matarholur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband