Hörkurifrildi um virkjanir í Þýskalandi minnir á Ísland!

Þetta eru örlítið öðruvísi virkjanir en þær sem við erum vön. Það er, risastórar vindmyllur til raforkuframleiðslu. En þ.s. er nýtt í þessu, er að "andstöðuhreyfing" um margt líkt - finnst mér - af því að lesa grein Der Spiegel um málið, andstöðuhreyfingu þeirri sem er til staðar hér á Íslandi. En sjónarmiðin eru lík, það er, koma kunnuglega fyrir sjónir.

  1. Náttúruvernd.
  2. Sjónmengun.
  3. Áhrif á lífríkið.
  4. Hávaði - bætist við sem vandi. 

Undanfarin ár hefur verið byggt gríðarlega mikið af vindmyllum með ströndinni, en einnig víða meðfram hraðbrautum - - Þjóðverjar virðast ekki hafa enn sem komið er farið þá leið að reisa þær úti á sjó, eins og gert er í Bretlandi með mjög ærnum tilkostnaði.

En þ.s. hefur sett umhverfisverndarmenn í uppnám, eru áætlanir um að setja um vindmyllur í:

  1. Fjallaskógum.
  2. Við falleg stöðuvötn.
  3. Alltaf uppi á hæð þaðan sem til þeirra sést víða að.
  • Hugtakið - sjónmengun - er því orðið heitt í umræðunni, nú þegar til stendur að taka undir þetta, helstu náttúruperlur Þýskalands.

"Even valuable tourist regions -- such as the Moselle valley, the Allgäu and the foothills of the Alps -- are to be sacrificed. Sites have even been earmarked by Lake Constance and near Starnberg, where the Bavarian King Ludwig II drowned."

  • Síðan bætist við, að frá þessu þarf að leggja rafmagnslínur í staurum langan veg frá þessum gjarnan tiltölulega afskekktu stöðum, þar kemur aftur "sjónmengun" og síðan eins og hér á landi, vill fullt af fólki ekki hafa raflínur nærri sér sbr. áhyggjur af rafsegulsviðsmengun.

"Plans call for some 60,000 new turbines to be erected in Germany -- and completely alter its appearance."

"More than 700 citizens' initiatives have been founded in Germany to campaign against what they describe as "forests of masts", "visual emissions" and the "widespread devastation of our highland summits.""
  • En ekki síst eru það einnig neikvæð áhrif á "náttúru" - - að sjálfsögðu eru fiskistofnar ekki í hættu, en í staðinn eru það "fuglar himinsins" sem fljúga á þetta og bíða bana, sumir hafa vit á að forðast spaðana meðan aðrir hafa það ekki, að auki virðist þetta drepa gríðarlega mikið af skordýrum.
"Recent studies by bird protectors reveal how the giant blades chop up the air in brutal fashion. "Golden plovers avoid the wind turbines," says Potsdam-based ornithologist Jörg Lippert. Swallows and storks, on the other hand, fly straight into them. The barbastelle bat's lungs collapse as it flies by. A "terrible future" awaits the lesser spotted eagle and red kite, Lippert says."

Eitt enn sem er líkt og á Íslandi - - allt þetta á að gera í hvelli.

Þ.e. verið að gera umhverfismat í miklu flýti eða jafnvel hreint ekki.

Deilurnar eru ekki síst harðar meðal umhverfissinna - - þ.s. annar hópurinn styður vindmyllurnar meðan að hinn er eldheitur á móti.

"Johannes Remmel, a member of the Green Party who serves as environment minister for the state of North Rhine-Westphalia, has announced that he would like to put up around 2,000 wind turbines in the region's forests. The state of Hesse also wants to cut down thousands of hectares of trees."

Þetta snýr að fókus, þ.e. þeir sem fókusa á "hreina orku" þ.e. þá sem ekki framleiðir koltvísýring, styðja þessar "virkjanir" má kalla þá "virkjanasinna" eða "nýtingarsinna" meðan að þeir sem vilja halda umhverfinu óspilltu - óttast áhrif á fugla - skordýr, sem sagt náttúruna; eru andvígir.

"Some pioneering projects are already underway, such as that in Ellern, a small town in the low mountain range of Hunsrück in the state of Rhineland-Palatinate. Ellern has recently become home to a record-breaking wind turbine some 200 meters tall, or far above the treetops."

"Semi-trailers pulled nacelles, the enormous housings for wind turbine engines, and transformer stations up the narrow forest roads. A 1,000-ton crane made its way up the slippery slopes to the peak; trees were felled at the side of the road to make way for it. At the top, the forest was cleared to nothing with chainsaws so that concrete foundations could be laid for the turbines."

"No one knows what the impact of such activities will be on the flora and fauna. The offensive into this mountain range took place "without checks," protests Germany's Nature and Biodiversity Conservation Union (NABU). In any case, the group says, the idea of generating wind power in the forest should be "rejected on principle.""

Þetta er þ.s. ég á við er ég segi umræðuna svipaða um a.m.k. sumt.

Der Spiegel - Mutiny in the Land of Wind Turbines

 

The Rise of the Monster Wind Turbines

Vandinn var búinn til af Angelu Merkel!

Þetta er um að kenna A)ákvörðun hennar að loka kjarnaorkuverum í Þýskalandi í kjölfar slyssins í Japan þegar kjarnorkuver bræddi úr sér eftir að risaflóðbylgja fór yfir það og stórskemmdi, þó að enginn möguleiki sé til þess að sambærileg atburðarás eigi sér stað í Þýskalandi þ.e. 9,3 Richter skala skjálfti síðan margra metra há flóðbylgja frá hafi; varð mikil taugaveiklun í Þýskalandi tengt kjarnorkumálum í kjölfarið - að kjarnorkuver skildi geta brætt úr sér í Japan sem Þjóðverjar líta á sem það land sem þeir einna helst bera sig við, sé fyrirmynd. Óttinn var órökréttur þ.e. japanska kjarnorkuverið stóðst hinn ótrúlega skjálfta upp á 9,3 Ricther það var flóðbylgjan sem skemmdi það, sú staðreynd að Japanir byggðu sín ver við ströndina vegna þess að þá vantar stór vatnsföll svo vatnskæld kjarnorkuver í Japan þurfa að vera við strönd, meðan að í Þýskalandi þ.s. er gnógt vatnsfalla eru þau inn til landsins langt - langt frá öllum hugsanlegum flóðbylgjum, og að auki getur ekki orðið nándar nærri þetta stór skjálfti í Þýskalandi. Óttabylgjan var því órökrétt og Merkel hefði átt að sussa hana niður. En í staðinn tók hún afdrifaríka ákvörðun - - þá að loka öllum þýsku kjarnorkuverunum og það bara innan nokkurra ára.

  1. Vandinn er sá að þau framleiddu um 1/3 af allri raforku fyrir Þýskaland.
  2. Að auki voru þau staðsett þ.s. raforkuþörfin er mest, því þurfti ekki mjög mikið af rafstrengjum.

Seinni megin vandinn er B) ákvörðunin að orkan þyrfti að vera "umhverfisvæn." Þ.e. ekki kom til greina að reisa kolaorkuver, þó af kolum sé nóg enn í Þýskalandi. Né gasorkuver eða dísil. Þannig að það voru vindmyllur og sólarhlöður. Sólarhlöður í landi þ.s. snjóar um vetur - - og þ.s. gjarnan er skýjað.

  1. Vandinn við vindmyllurnar er ekki einungis sá að vindurinn er ekki alltaf til staðar, heldur sá að þær þurfa að vera staðsettar þ.s. vindinn er einna helst að fá.
  2. Sú staðsetning er víðast hvar ekki nærri þeim svæðum þ.s. orkuþörfin er mest.
  3. Það að loka kjarnorkuverum sem vísvitandi voru staðsett á þeim svæðum þ.s. orkuþörfin er mest, og skipta þeim út fyrir vindmyllur sem staðsettar eru einna helst utan þeirra svæða.
  4. Kallar á gríðarlega - - rafstrengi, þvers og kruss um allt landið.

Það sem er verst af öllu!

Er hve lítill tími er til stefnu! - "The German government wants to have renewable sources supply 35 percent of Germany's energy by 2020.

Það er vegna þess, að kjarnorkuverunum á að loka í síðasta lagi 2022.

Þess vegna er þessi gríðarlegi - flýtir í uppbyggingunni.

  1. Við þekkjum þetta, að þegar allt á að gera í hendingskasti er ekki einungis hætta á mistökum, heldur verða þau nánast örugg!
  2. Að auki, er farin að rísa upp "spillingarumræða" tengd verkefnunum.

En það eru mjög háir skattar á raforku framleidda með hefðbundnum aðferðum í dag. Sem hefur hækkað til muna raforkuverð til notenda. Ekki vinsælt eðlilega.

Síðan er beitt - - mjög háum styrkjum til verkefna, og til þeirra sem samþykkja að reistar séu vindmyllustöðvar á þeirra landi.

Dæmi um að bændur við ströndina hafi meiri tekjur af því að leigja landið undir vindmyllur en af því að hafa búskap.

"Baron Götz von Berlichingen, from the village of Jagsthausen in Baden-Württemberg, is a direct descendant of the knight celebrated by Goethe. Together with the power company EnBW, he is building 11 wind farms on his property. Used for farming, the land generated at the most €700 per hectare (2.5 acres) -- a fraction of what it earns as a site for wind turbines."

En ekki síst, virðist skorta - - eftirlit með verkefnunum, sem eru mjög - mjög mörg í gangi samtímis, úti um allt land.

  1. Fyrirtækin fá mikla styrki og þ.s. er verra græða meiri slíka eftir því sem þau reka flr. vindmyllur.
  2. Þannig að það virðist að þau séu að setja upp flr. vindmyllur, en þær sem líklega verða hagkvæmar þegar styrkjum verður aflétt.
  3. Líklega að verið sé að setja upp slíkar þ.s. vindur í reynd er ekki alveg nægilega mikill.
  4. Og það eru löndin sjálf sem sjá um eftirlitið með þessu - - og eins og gerist og gengur, standa þau sig mis vel.
"For a long time, the companies grew fat on feed-in tariffs, which provide guaranteed prices for green energy at above-market prices subsidized by the government via surcharges on consumers' power bills. Indeed, an entire industrial sector developed into a subsidy giant. The result? Bloated firms with excess capacity."

Svo er ágætt að hafa í huga - - hversu gríðarlega stórar þær stærstu eru orðnar.

"The sweeping blades of the Enercon E-126 cover an area of seven football fields. The rotors of modern wind turbines weigh up to 320 metric tons. There are 83 such three-armed bandits in Germany's largest wind farm, near the village of Ribbeck, northwest of Berlin. "

Það virðst eiginlega einungis spurning - - hversu stórt hneykslið verður á endanum.

""It's all an enormous swindle," says Besigheim-based auditor Walter Müller, 65, whose former job involved calculating the value of bankrupt East German factories. Today, he takes the same hard-as-nails approach to examining the books of wind farm companies." - "His verdict? A fabric of lies and deception. The experts commissioned by the operators of the wind farms sometimes describe areas with weak breezes as top "wind-intensive" sites to make them appear more attractive, he says. "Small-scale investors are promised profits to attract them into closed funds for wind farms that do not generate enough energy," he says. "Ultimately, all the capital is eaten up.""

Síðan að sjálfsögðu kostar þetta ótrúlegar upphæðir - - sem keyrir upp raforkukostnað í hæðir sem áður eru óþekktar.

Sem ég efa að muni bæta samkeppnisskilyrði þýskra atvinnuvega!

Spurning hvort það geti verið ástæða hvers vegna hagvöxtur hefur verið dalandi í Þýskalandi upp á síðkastið.

 

Niðurstaða

Mig grunar að ákvörðun Angelu Merkel, að loka kjarnorkuverum landsins, eigi eftir að reynast hennar verstu mistök. Þá meina ég, jafnvel enn verri - - heldur en stefna hennar um vanda svokallaðs "evrusvæðis." 

En það að loka því sem framleiðir þriðjung orku landsins á einungis 9 árum, ætla að skipta þeirri orkuframleiðslu út, fyrir "græna orku" svokallaða þ.e. vindmyllur - sem verður meginfókusinn - og sólarhlöður. Sem kallar á gríðarlega rafstrengi þvers og kruss um allt landið. 

En þ.e. ekki einungis að raforkuframleiðslan er færð af svæðum þ.s. eftirspurnin er mest, heldur þarf að reisa heldur umfram af vindmyllum til að mæta því að vindur er breytilegur. Og þá þarf að vera næg flutningsgeta til að flytja mikið rafmagn landshluta á milli.

Ég velti fyrir mér hvernig á að tryggja að ekki séu verulegar spennusveiflur í rafkerfinu. En ég hef heyrt einmitt, að þeirra sé að gæta í vaxandi mæli. Í raforkukerfi sem hafði fram að þessu verið mjög öruggt.

Kostnaðurinn er að sjálfsögðu - - stjarnfræðilegur.

Þ.e. það sem á eftir að hækka og hækka og hækka enn meir, raforkuverð í Þýskalandi.

Hvernig getur þýska iðnaðarvélin þolað svo hátt raforkuverð?

Hvernig getur almenningur umborið hann?

  • Á einhverjum tímapunkti verður örugglega hætt við.
  • Halda t.d. nýjustu kjarnorkuverunum í gangi, sem vitað er að engin ástæða er að slökkva á næstu 20 árin a.m.k., ef miðað er við ástand þeirra.

En þ.e. þessi gríðarlegi flýtir sem ekki síst, virðist vera að búa til mikla spillingu - "misallocation of resources" - og auðvitað, stendur til að reisa heilu vindmylluskógana á viðkvæmustu náttúrusvæðum Þýskalands, að því er best verður séð. Án umhverfismats.

Þetta virðist eiginlega miklu harkalegra - - en þ.s. gagnrýnt var hér, þegar svokölluð virkjun við Kárahnjúka var byggð.

Þetta eru Kárahnjúkar í háu margfeldi. Sannarlega er ekkert sökkt land. En mér virðist umhverfisáhrif þessara virkjana heilmikil, samt sem áður.

Það kaldhæðna er að líklega er það skárra, að slökkva ekki á kjarnorkuverunum. Frá umhverfissjónarmiði séð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Úraníum kostar raunvirði á móti að vali seljenda , allir vita að Þýskland menningarlega vill vera sjálfbært og ekki háð innflutingi frá öðrum  efnahagslögum, byggja sinn orku og efnisgrunn á því sem er takmarkað og litið eftir af er eins og byggja á sandi.  Angel Merkel er með IQ yfir meðalagi og [heila] formótum í samræmi. Yfrigreins , rökin með og rökin á móti og hafa vald á rökréttri setingar fræði og skilja orð í samræmi orðsifjalegar skilgreingar geta 4,0% þjóðverja eins og drekka vatn, eins og jafningjar geta heyrt á mæli þeirra.  Magn skoðanna hinna meðalgreindu og illa formótuðu í samhengi hefur ekkert vægi í augum hinna yfirgreindu rökrétt formótuðu, sem láta slíkar skoðanir aldrei hafa áhrif á niðurstöður  sinna rökréttu  hugsanna. Enda voru það einmitt yfirgreindir sem fundu upp það sem má kalla siðmenningu.  Enska er nánast eina útflutnings málið í dag.  Málmar og frumefnsambönd vega þyngst í raunvirði þess sem selst á hverju ári í öllum heiminum.  Timbur fylgir í kjölfarið.  Almennningur getur lifað á baunum og korni.     Almenningur í Þýskland hefur reiðufjáinnkoum í samræmi við það, sem þarf að seljast vsk. á mörkuð þýsklands á hverju ári. það getur vel verið að reiðufjár innkoma almennings í þýsklandi verði stjarnfræðileg í samburði við fleiri lögsögu en í dag að meðaltali.

   Rök sem segja þetta harkalegt segja þetta líka bráð nauðsynlegt. Angela Merkel er ekki bara stjórmálamaður.  Allt sem gert er í ríkjum yfirgreindrz er gert á góðum forsendum að mati höfunda og þeirra jafningja.  það er bara leita að að forsendum [rökum] sem ekki eru gefnar upp. Orku virkjanir á Íslandi er ekki reistar ás forsendu non Profitt [fylgja raunvirði heimstekna eða heimamarkaðar reiðifjár innkomu], neí Íslendinga segja þetta arðbært þegar litið er almenning annarra ríkja.  Þjóðverjar eru ekki gera þetta til útflutnings, heldur til að minnka innflutning í heildina litið þegar fram í sækir.  Margar námur eru uppurnar í heimum. 

Umhverfis póltík var hrint af stökkunum um 1970 og má greina t.d í frönskum teikimyndum á þeim tíma og breyttum áherslum á námsefni. Það er hægt að breyta skoðunum sauða á öllum tímum og hefur alltaf þótt bráðnauðsynlegt til tryggja stöðuleika. Íslendingar eru með svo skapandi þingskapar hefðir að þeir skilja ekki að þegar stöðuleika er komið á minnkar þörf fyrir ný lög og það fækkar launatengdum störfum : mótleikur er skapa ný skoðanna skipti.   Mengun var flutt yfir í gömlu nýlendurnar ásamt slatta af óþrifa störfum, síðan var stungið upp á mengunar sköttun.  þetta er dæmi um 30 ára strategy.

Júlíus Björnsson, 17.7.2013 kl. 06:59

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir mjög góða samantekt á greininni í Der Spiegel.

Í umræðunni um vindorkuver gleymist oft að vindurinn blæs ekki alltaf og að vindrafstöðvarnar þurfa góðan vind til að framleiða.  Sem dæmi má nefna að þegar þessar línur eru ritaðar framleiða vindmyllur Landsvirkjunar samtals aðeins um 124kW, en eiga að geta framleitt 1800kW í góðum vindi. Sjá hér.

Þetta þýðir að til þarf að vera svokallað reiðuafl sem getur gripið inn þegar náttúrunni dettur í hug að hafa logn. Slíkt gerist einmitt oft í vetrarstillum þegar kalt er og orkuþörfin mikil. Þetta þýðir auðvitað, að fyrir hver 100MW í uppsettu afli vindrafstöðva þarf að vera 100MW orkuver sem tilbúið er að grípa inn í logni, en gengur í tómgangi  þegar vindurinn blæs vel. Að sjálfsögðu þýðir þetta að kostnaðurinn við raforkukerfið verður mjög mikill.

Nýtingarstuðull eða capacity factor vindrafstöðva hefur oft verið talinn vera um  30-35%. Samkvæmt þessari grein eru reynslutölur yfir 5 ára tímabil í Evrópu þó aðeins 21%.  Þetta þýðir að meðalafl, reiknað yfir tiltölulega langan tíma, frá vindrafstöð sem ástimpluð er 1000kW er aðeins um fimmtungur þess eða 210kW.

 "For two decades now, the capacity factor of wind power measuring the average energy delivered has been assumed in the 30–35% range of the name plate capacity. Yet, the mean realized value for Europe over the last five years is below 21%; accordingly private cost is two-third higher and the reduction of carbon emissions is 40% less than previously expected. We document this discrepancy and offer rationalizations that emphasize the long term variations of wind speeds, the behavior of the wind power industry, political interference and the mode of finance. We conclude with the consequences of the capacity factor miscalculation and some policy recommendations".

Ágúst H Bjarnason, 17.7.2013 kl. 10:02

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þessa umfjöllun, Einar Björn, líka innskot Ágústs. Einungis tryggða orku er hægt að selja af viti, þannig að vindorkan bætir í raun bara í umframorku- staflann. Þeir sem reka tryggðu verin gera varla samninga um það að sitja auðum höndum.

Umhverfi vindorkusvæðanna í Þýskalandi er ömurlegt, llíka með sínum dreifðu háspennivírum. Á meðan eru nýju gasorkuverin þar látin standa ónotuð.

Ívar Pálsson, 17.7.2013 kl. 10:23

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já mikið til í þessu Ívar og Ágúst; ég hef heyrt að sveiflur í spennu innan kerfisins hjá þeim. Hafi aukist mjög mikið þessi misseri. Svo mikið að fj. fyrirtækja sem reka dýr tæki sem háð eru stöðugri spennu. Hafi fjárfest í eigin "buffer" þ.e. varastöð ásamt að ég held nægri geymslugetu enda varastöðin væntanlega ekki nægilega fljót inn - til að taka skyndi spennusveiflu; varastöðin væntanlega þá toppar geymana þegar minnkar á þeim. Þetta er aukning að sjálfsögðu í kostnaði fyrir allt atvinnulífið.

Það eiginlega virðist manni að e-h hljóti að gefa eftir. Það sé ekki unnt að búa við þann gríðarlega raforkukostnað sem virðist augljóslega framundan hjá þeim. Fyrirtækin fari að fara annað. Þetta öfluga atvinnulíf að gefa eftir. Þýska iðnvélin, að bræða úr sér. Þetta er mjólkurkúin sem þeir hafa ekki efni á að slátra. Þess vegna held ég að það muni ekki vera raunverulega slökkt á öllum kjarnorkuverunum.

Sennilega þó ekki viðurkennt fyrr en eftir kosningar í fyrsta lagi. Einnig er hugsanlegt að það þurfi að líða e-h á nk. kjörtímabil áður en endir er bundinn á þetta. 

Og hneykslismálin sem örugglega eru í farvatninu. Málið virðist manni geta gersamlega gengið frá mannorði núverandi kanslara. Það hafi það "potential."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.7.2013 kl. 11:21

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Samkvæmt þessum reynslutölum sem Ágúst bendir á (21%) þarf uppsett afl í vindmillum í þýskalandi að vera fast að 500% af afþörfinni til að ná að framleiða næga orku að meðaltali og þá vantar 100% afl í dísel, kolum eða öðru, sem buffer þegar logn er í öllu þýskalndi.

Vindorkuver eru að koma ágætlega út þar sem þau eru keyrð við hlið annarar orkuframleiðslu sem hefur buffer án mikils tilkostnaðar og netið sem fyrir er ræður við að flytja aflið milli landshluta. Vindorka getur því verið mjög hagkvæm upp í kannski 5-10% af aflþörf kerfisins, eftir það þarf að fara að yfidimmisera þann hluta kerfisins sem skaffar bufferinn og auka flutningsgetu í kerfinu. Þjóðverjar er löngu lentir þessum vegg og þurfa nú að leggja í kostnað við raflínur og stækkun hámrks afsl í dísel og kolum til að kerfið gangi. Að vindorkuvæða þýskaland á 10 árum er því örugglega eitt stórkostlegasta verkefni sem farið hefur verið í á vesturlöndum en hagkvæmt er það örugglega ekki..

Guðmundur Jónsson, 17.7.2013 kl. 12:07

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mótvægisaðgerðir Breta:

 "Thousands of dirty diesel generators are being secretly prepared all over Britain to provide emergency back-up to prevent the National Grid collapsing when wind power fails.."



Ágúst H Bjarnason, 18.7.2013 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband