15.7.2013 | 06:31
Hvimleið sú árátta að tala um höfnun á vestrænni samvinnu, ef stjórnendur Íslands vilja hafna aðild að ESB!
Það þarf náttúrulega að halda því til haga að hugtakið "vestrænar þjóðir" er töluvert víðara hugtak en einungis Evrópa. Þegar við tölum um "vestrænar lýðræðisþjóðir" þá meinum við ekki einungis lýðræðisþjóðir Evrópu, heldur einnig N-Ameríku og sennilega rétt að taka með einnig lýðræðislegar þjóðir S-Ameríku. Til viðbótar, er hefð að telja með lönd eins og Ástralíu - Nýja Sjáland. Hvort tveggja fyrrum nýlendur Evrópu, eins og lönd Vesturálfu bæði Norður og Suður. Að auki hefur sú hefð skapast vegna samvinnunnar í gegnum Kalda Stríðið. Að telja Japan og S-Kóreu með í hópi "Vestrænna lýðræðisþjóða.
Best er að líkja "vestrænni samvinnu" við matseðil!
Sjálfsagt þekkja flestir stofnanir eins og OECD og NATO. Einnig stofnanir sem innihalda "vestræn lýðræðisríki." Sannarlega teljast aðildarþjóðir ESB til "vestrænna lýðræðisþjóða" og ESB því samvinna í samhengi "vestrænna lýðræðisþjóða."
En þ.e. ekkert að því, að velja og hafna á "matseðlinum."
Þér ber engin skilda til að taka þannig séð "alla réttina á boðstólum."
Þó þú veljir eitt eða tvennt eða þrennt, en hafnir öðru.
Ertu ekki að hafna allri "vestrænni samvinnu."
En sumir aðildarsinnar sérstaklega Þorsteinn Pálsson, nota gjarnan það orðalag - - að Íslendingar væru að hafna "vestrænni samvinnu" eða "samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða."
Eins og það sé ekkert annað til sem telst til samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða heldur en ESB.
-------------------------------
En þ.e. öðru nær. En sem viðbótar dæmi, þá verður NAFTA einnig teljast til samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða, eins og samvinna evr. þjóða um svokallað Evrópusamband.
Ég er ekki endilega að segja, göngum í NAFTA. Þó það væri mér ekki á móti skapi, ef unnt væri að fá aðildarþjóðir NAFTA til að hleypa okkur inn.
- Þ.s. einkum er pirrandi við þetta tal, "hafna samvinnu vestrænna lýðræðisþjóða."
- Þá kemur alveg strax í kjölfarið, ásökunin um "einangrunarhyggju."
- Eins og verið sé að telja fólki trú um - - að standi til að segja upp allri vestrænni samvinnu þ.e. einnig NATO og OECD, helst EES að auki. Kannski jafnvel heimssamtökum sem stofnaðar hafa verið að frumkvæði vestrænna þjóða þ.e. SÞ og Heimsviðskiptastofnunin.
- Þetta er auðvitað - - hræðsluáróður!
Það var víst umfjöllun við Dr. Magnús Bjarnason í fréttatímanum
Hann sem sagt hefur varið Dr. ritgerð sína sem heitir "The Political economy of joining the European Union. Icelands position at the beginning of the 21st century" - langur titill.
Eyjan fjallaði um hana fyrir nokkru síðan sjá: Þjóðarframleiðsla hér sögð aukast um sjö prósent innan Evrópusambandsins
Hann virðist einn af þessum sannfærðu aðildarsinnum, áhugavert hvernig hann ásakar ríkisstjórnina um "þekkingarleysi" en þ.e. vandinn við sannfærða aðildarsinna, að þeir eru gjarnan vissir um það að andstaða við aðild. Stafi af því að þú þekkir ekki hvað aðild þíði fyrir þjóð eins og t.d. Ísland að nægilegu marki. Sem eiginlega vísar til þeirrar trúar sem er útbreidd meðal sannfærðra aðildarsinna, að enginn upplýstur maður geti verið á móti aðild. Ef hann nálgast málið af rökrétt.
------------------------------------------
Ég hef ekki lesið bókina sem hefur komið út á Íslandi, þ.e. ritgerðina hans.
En þ.s. hann er stjórnmálafræðingur, en ekki hagfræðingur, þá væntanlega tekur hann mjög dæmigerða rökleiðslu á það af hverju Ísland á að ná fram mun meiri hagvexti innan ESB.
Dæmi um meintan ávinning - sem oft er talinn upp: aukin fjárfesting, aukinn viðskiptaaðgangur, evran sjálf.
Síðan auðvitað bendir hann sjálfur á það sjá umfjöllun Fréttatímans, að Ísland með aðild að EES er fullur meðlimur að 4-frelsinu. Þá auðvitað vandast málið aðeins.
Því að þá þarf að bera saman fulla aðild við aðild að EES. En það eina sem bætist við með aðild, þ.s. Ísland er þegar fullur meðlimur innra markaðar ESB.
Er "innflutningur landbúnaðarafurða" sem hann viðurkennir að mun fækka mjög bændum hérlendis og síðan "afnám allra tolla af innflutningi á unnum fiski."
Fljótt á litið virðist það síðara töluverður ávinningur, en á móti kemur að Ísland í gegnum EES hefur svokallaða "tollfríkvóta" á unninn fisk. Sem hafa ekki meira að segja verið fullnýttir öll árin.
Til þess að átta sig á því hvort samt skortur á fullri aðild sé mikið óhagræði, mætti benda á ein mikilvæg áhrif EES samningsins.
Þ.e. þau, að eftir 1994 hefur útflutningur á unnum fiskafurðum til Bandaríkjanna skroppið mikið saman, en fyrir þann tíma var hlutfallið um 60/40 til Evr. og Bandar., en í dag er það nær 90% sem fer til Evrópu.
Með öðrum orðum, tollfríkvótarnir leiddu til þess, að Íslendingar færðu viðskiptin til Evrópu.
- Ef það væri e-h umtalsvert viðskiptaóhagræði til staðar á útflutningi fisks til Evrópu, hefðu þessi áhrif ekki verið þetta mikil á viðskiptin við Bandaríkin.
Sem segir eiginlega að efnahagsleg áhrif af fullri aðild séu líklega lítil - - einnig í samhengi sjávarútvegs.
Á móti kemur:
- Þurfa líklega að heimila eign útlendinga á útgerðarfyrirtækjum. Gallinn við það er sá að eigendur hafa rétt á að fá hagnað sendan úr landi. Sem þá er nettó tap fyrir Ísland. Því í dag er allur hagnaður útgerðarfyrirtækja sem stunda veiðar við landið skattlagður hérlendis.
- Auðvitað það að Ísland greiðir að líkindum meir til sambandsins en það fær úr sjóðum þess.
- Og ekki síst, sá alvarlegi og líklega hættulegi galli. Að ákvörðun um veiðar hér við land verður þá sameiginleg. Þ.e. Ísland verður þá með eitt atkvæði í Ráðherraráðsfundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sú þjóð sem fæst atkvæði mun hafa á þeim fundi. Og einungis sú hefð - - ekki lög - - heldur hefð. Að fara alltaf eftir vilja þeirrar þjóðar sem á í hlut. Verndar þá Ísland gegn því að einhver önnur þjóð hlutist til. Hún hefur hingað til haldið.
- En ég bendi á að þegar við lentum í deilu við Breta og Hollendinga, þá hótuðu þeir okkur í reynd þjóðargjaldþroti er þeir hindruðu afgreiðslu innan AGS á neyðarláni til Íslands. En þá átti Ísland ekki nema nokkra mánuði í mesta lagi af gjaldeyri, kannski bara nokkrar vikur. Og átti fyrirsjáanlega ekki fyrir skuldbindingum sem myndu falla á gjalddaga vorið eða sumarið 2009.
- Það var því mjög alvarlegt þvingun sem þeir beittu.
- Svo alvarleg - - að ég tel það setja í reynd "óvissu" um það hvort hefðin innan ESB myndi í reynd halda, ef við lentum í deilu við aðra aðildarþjóð.
Þ.s. Ísland er sú þjóð sem mest er háð fiskveiðum í Evrópu allri.
Væri engin aðildarþjóð, meir viðkvæm fyrir þrýstingi tengd ákvörðun um afla innan Ráðherraráðsins.
Munið einnig að í AGS deilunni, stóðu Norðurlandaþjóðirnar í reynd með Bretum og Hollendingum, sem líklega hefur verið skv. þeirra kalda hagsmunamati, að góð samskipti við Breta og Hollendinga væri þeim mun mikilvægari.
Ég sé ekki annað en sú sama regla mundi halda innan samhengis ESB, ef við værum meðlimir.
- Því það væri svo afskaplega sjaldan að okkar eina atkvæði myndi skipta sköpum.
- Þó svo við leituðumst til að beita okkur innan hóps Norðurlanda, þá þíddi það hve litlu máli okkar eina atkvæði skipti; að þær myndu líklega fremur lítið tillit til okkar sjónarmiða taka.
- Og ef við lentum í ryskingum við 3-þjóð, innan ESB. Væru líkur á því. Að Norðurlandaþjóðirnar myndu endurtaka það hagsmunamat sem þær framkvæmdu er við deildum við Breta og Hollendinga; þ.s. það væri líklegar svo að það væri mikilvægara fyrir þau að hafa þá þjóð góða heldur en að hafa góð samskipti við okkur.
- Með öðrum orðum, að meint "vernd Norðurlanda" væri fullkomlega gagnslaus.
Ályktun: Ísland væri fullkomlega ofurselt vilja stærri aðildarþjóða.
Það væri alltaf unnt að beita okkur þrístingi - - sem okkur væri líklega ekki mögulegt að standast.
Það að þurfa alltaf af lúffa - - tja, ég hugsa að smám saman myndum við tapa töluverðu á því.
Eiginlega er ég að segja, að þó svo það eigi ekki við t.d. stórt land eins og Þýskaland eða Frakkland, jafnvel land eins og Svíþjóð. Þá eigi það við okkur - - að aðild væri = endalok fullveldis.
- Ég bendi á niðurstöðuna af Icesave, en málið með það fyrir okkur að vera í EES, þó svo að við höfum engin áhrif á þær reglur sem gilda innan EES.
- Þá samt sem áður, gátum við varist atlögu Breta og Hollendinga.
- En ég er algerlega viss um það, að innan ESB v. þess að fiskveiðar eru háðar sameiginlegri ákvörðun aðildarþjóða; hefðu Bretar og Hollendingar beitt okkur slíkum hótunum og komist upp með fullkomlega, að við hefðum verið nauðbeygð að lúffa.
Lykilmálið er þetta - - að fiskveiðar eru sameiginlegar.
Það inniber algerlega einstaka hættu fyrir Ísland.
Að mínu mati, í ljósi þess hvað gerðist í Icesave deilunni er Bretar og Hollendingar beittu AGS fyrir sig, þá treysti ég því ekki að hefðin innan Ráðherraráðsins haldi, að ákvörðun fylgi vilja þess lands sem á veiðirétt.
En fyrst að þeir voru til í að hóta okkur þjóðargjaldþroti - - sé ég það ekki sem augljóslega óyfirstíganlegt skref, að beita þeirri hótun bera okkar fulltrúa innan Ráðherraráðsins ofurliði atkvæðavægis. Ef Ísland á í deilu við aðildarþjóð.
En mér virðist það svo augljós þrýstipunktur - - sem aðildarþjóð getur notað. Til að fá okkur til að lúffa, að í ljósi Icesave. Álykta ég að þetta atriði eitt og sér, útiloki aðild okkar.
Niðurstaða
Ég vil meina að aðild Íslands að ESB sé útilokuð svo lengi sem ákvörðun um veiðar er háð samþykki meirihluta aðildarríkja. En vegna þess að Ísland er meir háð veiðum en nokkurt annað Evrópuland. Þá væri veiðar hér við land - - sérdeilis viðkvæmur þrýstipunktur fyrir Ísland.
Eftir Icesave deiluna - - treysti ég því ekki að þeim þrýstingi yrði aldrei beitt.
Af því leiðir að Ísland gæti í reynd aldrei hætt á alvarlega deilu við aðildarþjóð, yrði þá að gefa eftir ef önnur aðildarþjóð væri ákaflega - ákveðin. Þó svo hún væri ósanngjörn.
Fyrir utan tel ég að svokölluð efnahagsleg áhrif af aðild séu stórfellt ýkt af áhugamönnum um aðild, þau séu í reynd þegar "komin fram" með aðild að EES.
Innan EES sleppum við frá þeim vanda sem fyrir okkur væri sérdeilis alvarlegur, vegna þess að ákvarðanir um afla eru sameiginlegar. En fyrir flestar aðildarþjóðir ESB er þetta atriði sem litlu máli skiptir. Því stoðar lítt að nota það til að beita þær þrístingi. Sem getur einmitt verið af hverju þesskonar þrístingi aldrei hefur fram að þessu verið beitt. En allt - allt annað gildir um Ísland.
- Að sjálfsögðu felur það ekki í sér að "hafna vestrænni samvinnu" að hafna aðild.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
EES tyggir allan útflutting af þeim hráefnis og orkutekjum sem Íslendingar geta ekki nýtt sjálir á heimamarkaði, á móti tryggir þetta líka Ísland sama raunvirðimagn án söluskatts til leggja á eftir komu til Íslands. EF Ísland fer að lögsögu II inn á efnhagrunnlögu I , þá getur Ísland ekki farið fram úr fjárlögum og getið yfirdrátt út á framtíðar vöruviðskipti sem falla undir Lögsögu EU í grunn: það er er raunvirði vsk. sölu vara og þjónustu verður reiknað hCIP af Brussel. Heimregluverkið hér er aðalvandmálið sem skýrir fallandi gengi hér eftir að Ísland fór inn á efnahagslögu II. S-EU var ekki "potentiell" þegar þessi ríki voru innlimuð: það er gátu ekki losnað við umfram hráefni og örku á verðum sem tryggir þeim það sem þau hafa í dag til að fá vörur og þjónustu úr sameiginlega grunni Meðlima Ríkja. A-EU og Malta vissu að þetta eru óbeinar nýlendur og eru ekki með sama kjaft og t.d. Portugal, Spánn og Grikkland. Um ræður á Íslandi er ekki í samræmi við við Milliríkja samninga EU. Þar gildir að ríki fjámagn sig með sköttum á árs reiðfjár innkomu sinna ríkisborgara, vsk. innheimtum á sínum heima mörkuð og fasteigna sköttum. Þau fjámagn sig ekki á öðrum Meðlima Ríkjum. Þar er vöruviðskipti í grunn "non Profitt"= hcip verðtryggð. Kaupi Íslandi minna inn af rauntekjum frá EU en Ísland fær í staðinn, þá minnkar út Íslands frekar en úttekt annra ríkja frá Íslandi. PPP er ekkert grín og Kínverjar eru nú í lægð því USA lætur þá ekki komast upp með " currency manipulations" til langframa. Global traite byggjast á gagnkvæmu trausti að virða PPP í milli ríka viðskiptum og fá ekki Alþjóðagjaldeyrisstillingasjóðinn í heimsókn þegar viðskiphalli sannast haf verið markmið í sjálfum sér. Monitor: Ísland vantar sterkari orð : supervision er yfirlit í samburði við control = eftirlit. Supervision er að vaka yfir til minnka síðar tími eftirlit. Regulations eru vel skilgreindar reglur sem mismuna ekki: lagarammar] [regluverk er ekki góð þýðing á því] , sem hafa þann eiginleika að sé þeim ekki fylgt þá er það supervision sem bregst við samtímis.
Markaðir er láreiðfjárinn innkomu "non profitt" sem fylgja lagtíma verðbólgu, og svo hinir progressive sem þola yfirleitt tolla og eru ekki það sem lanningur kaupir daglega eða er talið nauðsynlegt.
ESS gefur smá svigrúm til selja framhjá og byggja upp hávirðiauka viðskipti utan EU. Ef Ísland hefur ekki bolbagn eða þekkingu til slíks þá er eðillegt að fara inn á lögsögu I eins A-EU : með svipaðar markaðs hefðir. Ísland fær að veiða fisk inn á grunn markaði EU þar sem það hefur verið að skila lægsta raunvirði af honum í öllum heimum. En það þarf versla sama magn frá EU líka í öðru langtíma almennu: "non profitt". það sem er talið profitt ber vanalega 20% vsk.
Júlíus Björnsson, 16.7.2013 kl. 04:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning