Snowden óskar eftir hæli í Rússlandi!

Skv. erlendum fréttaveitum virðist Snowden hafa átt lokaðan fund á Sheremetyevo flugvelli við Moskvu, þangað sem völdum aðilum var boðið m.a. fulltrúa Amnesty International í Rússlandi, en þar var einnig t.d. þingmaður úr stjórnarflokki Rússlands. Engum blaðamönnum var hleypt á þann fund.

En en viðtöl við þátttakendur, hafa veitt ýmsar upplýsingar.

Edward Snowden along with Sarah Harrison of WikiLeaks (left) at a press conference in Sheremetyevo

A.m.k. einu vídeói var lekið á rússneskan fjölmiðil, sjá áhugavert fréttavideó sem tekur góða yfirferð um stöðu málsins akkúrat núna.

Snowden to Seek Asylum in Russia for Now

Snowden to seek asylum in Russia

  1. Skv. þessu virðist Snowden ekki hafa lent í klónum á rússnesku leyniþjónustunni, heldur þvert á móti fengið að vera á hóteli sem finna má á komusvæðinu á Sheremetyevo flugvelli.
  2. Putin virðist því ekki spila þann leik - - að leka upplýsingum sem sagðar eru frá Snowden.
  3. Líklega eru lekarnir að undanförnu raunverulega frá Snowden komnir.
  4. Svo Bandaríkin, virkilega voru að njósna um viðskiptanefnd ESB t.d. í Washington og stofnanir ESB í Brussel, frá skrifstofum NATO. Sem þykir alls ekki gott - - að sú stofnun sé þannig "misnotuð."
  5. Þ.e. reyndar nett magnað, að könum skuli hafa dottið þetta til hugar.

En þetta er allt auðvitað að skaða mjög orðstír Bandaríkjanna um heim - - "the charm offensive" sem Obama hóf á fyrstu dögum í embætti, áhrif þess fara hratt dalandi.

Og margir sjá nú Obama sjálfan nærri eins dökkum litum og tja, Bush.

Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta mun hafa á t.d. nýlega hafnar viðræður um viðskipti milli Evrópu og Bandaríkjanna, en þá auðvitað gildir - - að því lengur sem málið er í fjölmiðlum. Því meiri er skaðinn.

En þetta er auðvitað vatn á myllu allra þeirra, sem eru andvígir Bandar. og þeirra áhrifum, og vilja síður auka samskiptin við þau. Hegðun Bandar. setur einnig "vini" þeirra í vanda. Gerir þeim erfiðar um verk!

Skaðinn fyrir Bandaríkin verður örugglega töluverður, en ennþá er óljóst hver sá verður.

Snowden revelations stir up anti-US sentiment

Bandaríkin virðast enn í sama ham, og þó fóru í eftir 9/11 atburðinn.

Bandarískar "intelligence" stofnanir virðast nánast - fá allt sem þær vilja í gegn.

Það er þá ef til vill þ.s. kemur fram, að þær séu að fara "offari."

En annað sem er áhugavert við þetta allt saman, er hve litla athygli bandar. fjölmiðla málið vekur, bandar. almenningur virðist lítt eða ekki meðvitaður um það, að meiriháttar krísa í samskiptum Bandar. og annarra vestrænna landa sé í gangi.

 

Mesta athygli vekur að Snowden virðist til í að lofa því að "leka ekki frekar"

  • Anatoly Kucherena, a well-connected lawyer and member of several Kremlin advisory panels - "He's ready to meet Mr. Putin's request that he stop his subversive activities against the U.S. secret services,"

En fyrir rúmri viku er Putin sagðist vera til í að íhuga að veita Snowden hæli, setti Putin það skilyrði að Snowden yrði að hætta að "skaða hagsmuni Bandaríkjanna."

Ef marka má Kucherena, er Snowden nú tilbúinn að mæta því skilyrði.

----------------------------

Mér virðist samt sem áður, staðan eins og hún er þ.e. Snowden á komusvæðinu fastur þar viku eftir viku, henta Putin ákaflega vel; en þetta heldur kastljósi heimsfjölmiðla að "brotum" Bandaríkjanna, og því frá mannréttindabrotum Putins sjálfs á rússneskum borgurum.

Putin fær netta andlitslyftingu í heimsfjölmiðlum, fær að leika "góða" manninn í takmarkaðan tíma. Samtímis, að ímynd Bandaríkjanna fær "högg." Sem Putin sér örugglega sem gróða.

Það verður því áhugavert að sjá hvernig Putin mun bregðast við beiðni Snowden um hæli - - gegn loforði um að "halda kjafti" þ.e. leka ekki frekar, a.m.k. meðan hann er í Rússlandi.

  • "National Security Agency leaker Edward Snowden emerged from seclusion Friday to say he wants political asylum in Russia until he can find a safe way to reach the Latin American countries offering to harbor him."

Áhugavert að Snowden er sagður óska um hæli þangað til að hann kemst annað, með öðrum orðum til "skamms tíma." 

En væntanlega yrði það að vera ótímagreind hælisvist samt sem áður, þ.e. engin leið er að vita hve langan tíma það myndi taka að komast til 3-lands.

----------------------------

En sjálfsagt má lesa það úr þessu, beiðni Snowdens um Rússlandsvist - - að hann er orðinn leiður á vistinni á flugvellinum.

En þ.e. ekkert sérstakt sem bendir til þess, að henni ljúki fljótt.

Nema aðeins að Putin, heimili honum að dveljast formlega í landi Rússa.

  • Putin mun auðvitað vega og meta hugsanlega gróða sinn af því að hleypa Snowden inn fyrir dyrnar, vs. það tjón sem Rússland býður þá í formi versnandi samskipta við Bandaríkin.

En sjálfsagt gæti Putin fengið nokkuð "propaganda value" úr þessu, ef Snowden væri til í að mæta á blaðamannafund t.d. og tala vel um Putin, jafnvel gæti honum brugðið fyrir, klippandi á borða hér og þar um Rússland.

Hver veit, jafnvel yrði málsverður með Putin í beinni. 

 

Niðurstaða

Snowden dramað heldur áfram. Ef Putin hleypir honum ekki inn fyrir dyr. Þá er gæti Snowden ílenst á flugstöðinni þess vegna árum saman. Það verður forvitnilegt að fylgjast með fréttum af viðbrögðum Putins.

En skv. nýjustu fréttum - - eru engin viðbrögð enn komin frá rússneskum stjórnvöldum. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Já það er rétt hjá þér"...Snowden er sagður óska um hæli þangað til að hann kemst annað, með öðrum orðum til "skamms tíma."

Maður er alltaf að rekast á eitthvað frá eða um Snowden karlinn

1.) Glenn Greenwald: Snowden Documents Could Be 'Worst Nightmare' For U.S. : http://www.huffingtonpost.com/2013/07/13/glenn-greenwald-worst-nightmare_n_3591847.html

2.) Snowden uncovers shocking truth behind Chemtrails : http://www.chronicle.su/news/snowden-uncovers-shocking-truth-behind-chemtrails/

3.) Microsoft helped the NSA bypass encryption, new Snowden leak reveals: http://rt.com/usa/microsoft-nsa-snowden-leak-971/

4.) SNOWDEN LEAKS EVIDENCE of HAARP’s GLOBAL ASSASSINATION AGENDA http://www.secretsofthefed.com/snowden-reveals-haarps-clobal-assassination-agenda-w-video/

5.) Snowden unveils NSA Satellite SAURON Program targeting Citizens : http://www.chronicle.su/news/snowden-unveils-nsa-spy-satellite-sauron-program-targeting-us-citizens/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 22:03

2 identicon

"Snowden has enough information to cause harm to the U.S. government in a single minute than any other person has ever had," Greenwald said in an interview in Rio de Janeiro with the Argentinian daily La Nacion.

"The U.S. government should be on its knees every day begging that nothing happen to Snowden, because if something does happen to him, all the information will be revealed and it could be its worst nightmare." http://www.huffingtonpost.com/2013/07/13/glenn-greenwald-worst-nightmare_n_3591847.html

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 22:24

3 identicon

Edward Snowden Confirms NSA Collaboration With Israel Over Stuxnet: http://www.ibtimes.co.uk/articles/487541/20130708/edward-snowden-confirms-nsa-israel-collaboration-stuxnet.htm

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.7.2013 kl. 23:38

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það eina sem við vitum er það sem eftir honum er haft, að hann geti unnið Bandar. verulegan skaða, en hann hafi haldið að sér höndum fram að þessu, þ.s. hann segist ekki hafa áhuga á slíku; það sé ekki ástæðan fyrir afhjúpunum að valda hámarkstjóni fyrir Bandaríkin.

Sennilega mjög mikið "speculation" í gangi hjá fjölmiðlum.

Hvað honum gengur til með því að segja þetta, vitum við ekki. 

Einhvers konar hótun kannski, að ef bandar. stjv. hætta ekki ofsógnum gegn honum.

Tilraun til að beita þau þrýstingi. En kannski meta þau sjálf, hættuna ekki það mikla.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.7.2013 kl. 12:53

5 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Jú, jú það er örugglega "speculation" í gangi hjá fjölmiðlum, og kannski er eitthvað sem Snowden á eftir að opinbera, það verður bara koma í ljós. Allt þetta mál er samt sem áður athyglisvert og spennandi, ekki satt?

http://videos.huffingtonpost.com/edward-snowden-truth-is-coming-and-it-cannot-be-stopped-517824713

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 14:17

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sannarlega.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.7.2013 kl. 16:09

7 identicon


Það eru margar spurningar sem vakna hjá manni yfir þessu öllu

MASS SURVEILLANCE IN THE ORWELLIAN POLICE STATE. Part 1: What Big Brother Wants, by Dr Lasha Darkmoon

"Did you know that Big Brother was not only watching you from both sides of the Atlantic but also from Tel Aviv? ..."

http://www.darkmoon.me/2013/mass-surveillance-in-the-orwellian-police-state-part-1-what-big-brother-wants-by-dr-lasha-darkmoon/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 16:31

8 identicon

Bolivian leaders’ emails hacked by US - Morales 

"Those US intelligence agents have accessed the emails of our most senior authorities in Bolivia, Morales said in a speech.

"It was recommended to me that I not use email, and I've followed suit and shut it down," 

http://rt.com/news/morales-emails-usa-surveillance-075/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2013 kl. 17:41

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er reyndar ekki mjög erfitt að komast í kringum þetta, þ.e. þú notar "ruglkóða" og sendir í gegnum netið þ.s. þú vilt senda, síðan afruglar sá sem er á hinum endanum þ.s. þú vilt að sé algerlega prívat.

Auðvitað þarf sá á hinum endanum að hafa dulkóðalykilinn.

En Morales ætti að geta reddað þessu. 

Það eru til það öflugir ruglkóðar í dag, að einungis öflugustu ofurtölvur geta rofið þá. Ég held meira að segja að það séu til kóðar sem jafnvel slíkar eiga ekki að ráða við. En slíkir gætu kostað nokkurn skilding.

Hef sosum ekki kynnt mér hversu auðvelt er að nálgast "encryption" en ef þú hefur miklar áhyggjur af þessu. Er mögulegt að senda "ruglaða" e-maila.

----------------------------

Ég er viss um að fagaðilar þarna úti kóða sínar sendingar.

Síðan má velta því fyrir sér - hve alvarlegt það sé þó kanar eigi afrit af e-mailunum manns? Fræðilega gæti það komið upp, ef þú ætlar að fá "visa" til Bandar.

En ég efa reyndar að e-mailar séu flaggaðir nema, að tiltekin stikkorð komi upp eða efnislegt innihald sem hefur verið skilgreint.

En þ.e. svo mikið af e-mailum að meira að segja kanar hafa ekki það marga starfsmenn, að þeir geti í reynd notað nema lítið brot af gagnasafninu.

Líklega tínist þinn persónulegi e-maill í flóðinu. Og verður aldrei í fókus.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2013 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband