11.7.2013 | 20:01
Er hvalveiðum Íslendinga að ljúka?
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum fréttir um nýframkomin vandkvæði við að flytja hvalkjöt til Japans í gegnum hefðbundnar flutningaleiðir - eins og hvern annan varning. En skv. fréttum eru Samskip hætt að flytja hvalafurðir eftir að vandkvæði komu upp í sambandi við umskipun 6 gáma af hvalkjöti í Hamborg, umhverfisráðherra Þýskalands virðist hafa beitt stjórnendur rekstrarfélags Hamborgarhafnar þrístingi. Ásamt því að grænfriðungar voru með dæmigerðar mótmælaaðgerðir, sem þeir eru orðnir þekktir fyrir. Að auki kemur fram að Rotterdam hefur um nokkurt skeið verið alfarið lokuð fyrir hvalafurðir: Hvalkjötið verður sent aftur til Íslands.
Skv. þessu virðist ekki vera um neinar beinar siglingar að ræða milli Íslands og Japans. Þó fræðilega sé unnt að flytja hvalkjöt í flugi - væri það töluvert kostnaðarsamari flutningsmáti.
Þannig að það getur verið að það stefni í stopp á hvalveiðar hér í atvinnuskini, nema í mjög smáum stíl sem dugar fyrir innlenda neyslu á hvalkjöti.
Það eiginlega virðist litlu máli skipta í þessu að Ísland sennilega hefur alþjóðalög með sér í þessu, og að skv. frétt - Truflun á flutningi hvalaafurða - að Evrópusambandið hafi látið IUCN stofnun tengda Sameinuðu Þjóðunum framkvæma mat á stöðu dýrastofna í N-Atlantshafi, sem hafi m.a. þá slegið mati á stöðu hvalstofna í N-Atlantshafi og þar komi fram að staða langreiðarstofninn sé í góðu lagi á þeim slóðum.
En á sama tíma er langreiði á alþjóðlegri skrá yfir dýr í útrýmingarhættu, og hefur ekki fengist tekinn af þeim lista - - þó það sé gersamlega órökrétt að hafa langreiði á þeim lista. Eins og einn haffræðingur nefndi, að eins rökrétt væri þá að setja þorsk við Ísland á válista v. þess að þorskur í Norðursjó væri í slæmu ásigkomulagi.
Þarna virðist flækjast fyrir andstaða þjóða sem hafa tekið hugmyndafræðilega afstöðu til hvalveiða, sem einfaldlega vilja setja hvaldráp í flokk t.d. með drápum á hundum, sem þekkjast ekki nema sums staðar í Asíu. Á vesturlöndum hefur ekki þekkst að ala hunda til átu, eins og t.d. hefur verið gert í Kína.
Á seinni árum hefur afstaða gegn hundaáti á Vesturlöndum harðnað mjög verulega, og sú afstaða virðist hafa yfirfærst einnig á hvali. Fjöldi þjóða tekur þá afstöðu að hvalveiðar séu rangur hlutur - punktur.
Þær þjóðir þvælast fyrir því að taka hvalastofna af válista, þó svo engin rök séu fyrir því að hafa þá á lista yfir dýr í útrýmingarhættu - - nema "tilfinningarök."
- Spurning hvort að nú sé komið að þeim tímapunkti - - að Ísland verði af alvöru að íhuga að hverfa frá hvalveiðum? Eins og t.d. að Kína á seinni árum fer vaxandi mæli í felur með hundakjötsát. Formlega er það orðið bannað í Kína að ala hunda til átu. Þó talið sé að það bann sé í reynd mjög víða brotið.
- Við séum einfaldlega komin í - óvinnandi stöðu. Eins og Kínverjar með sitt hundakjötsát.
Tek fram að mér er þannig séð "slétt sama" þó Kínverjar ali hunda til átu.
Þetta snýst einfaldlega um það - - hvort það borgar sig lengur að standa í þessari baráttu?
Niðurstaða
Hvað halda lesendur? Er hvalveiðum við það að verða sjálfhætt við Ísland?
Ég bendi á áhugaverða gamla grein sem ég fann á netinu: Hvalveiðar við Ísland!
------------------------------
Þar tæpir Jón Jónsson forstjóri Hafró á sögu hvalveiða við Ísland. Það áhugaverða er í reynd hve seint Íslendingar sjálfir hefja slíkar veiðar í atvinnuskyni. Ekki fyrr en 1935 "Hvalstöðin" í Tálknafirði. Hætt 1939 eftir að Seinni Styrjöld hófst. Ekki voru það stórfeldar veiðar þ.e. 469 dýr alls. Til samanburðar hafi starfsemi Hvals HF sem hófst 1948 verið 7471 dýr milli 1948-1978. En greinin er frá því ári.
En skv. því sem finna má á netinu, virðast útlendingar gjarnan hafa veitt hval við Ísland, stöku sinnum voru reknar stöðvar á landi t.d. á 16. öld og 17. öld. Síðan aftur milli 1883-1916 Norðmenn.
Ástæðan er líklega hve lengi veiðiaðferðir Íslendinga voru frumstæðar. Landsmenn auk þess réðu að því er virðist ekki yfir tækjum og kunnáttu til að veiða hval á öldum áður.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2013 kl. 00:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á, ásamt fjölskyldu minni, sjávarjörð austur á fjörðum. Aldagamalt þinglýsingarplagg fylgir eigninni, sem kallast "ítök" og kveður á um að sóknarkirkjan eigi tilkall í hlut af hverjum þeim hvalreka sem berst á fjöru jarðarinnar.
Athugið: hvalreka - ekki hvalveiði!
Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 22:26
Það var einmitt með þeim hætti sem Íslendingar nýttu hval.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.7.2013 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning