Lánshæfi Ítalíu lækkað!

Þetta gerðist á þriðjudagskvöld að Standards&Poors kynntu ákvörðun sína að lækka lánshæfi ríkissjóðs landsins úr BBB+ í BBB. Sem er 2-prikum ofan við svokallaðan ruslflokk.

Horfur eru áfram - - neikvæðar. Sem þíðir að líkur eru á frekari lækkun matsins í framtíðinni.

S&P Cuts Italy Rating to BBB

S&P cuts Italy rating, leaves outlook negative

Italy’s Credit Rating Cut to BBB by S&P; Outlook Stays Negative

 

Punktar:

  • Meðalvöxtur Ítalíu sl. áratug - - neikvæður um 0,4% per ár.
  • Skuldir ríkisins 129% af þjóðarframleiðslu v. árslok.
  • Samdráttur ársins skv. nýrri spá S&P 1,9% í stað 1,4% sem spáð var áður.
  • Hagkerfi Ítalíu nálgast þá að vera 10% neðan við stöðu 2007 v. árslok.
  • Ef hagvöxtur nær ekki yfir 0% þarf ríkissj. Ítalíu 5% afgang af frumjöfnuði fjárlaga, til að standa undir skuldum.
  • Líkur þess að slík staða náist fram - - taldar minnkandi - “Risks to achieving such an outturn appear to be increasing,”
  • Atvinnulífið sé enn ósamkeppnisfært - "The firm said European Union data suggests that wages have become misaligned with underlying productivity trends, which is weighing on Italy's competitiveness."
  • Útflutningi Ítalíu hafi farið hnignandi sl. ár - "Additionally, Italy's share of the global goods and services market declined by about one-third between 1999 and 2012."
  • Samkeppnishæfis staðan virðist alvarleg - " As a result nominal unit labor costs have increased more in Italy than in any other major member of the euro zone, it said."
  • S&P telur skort á hagvexti stafa af skorti á aðgerðum til að glíma við vandamál á ítölskum vinnumarkaði, sem leiða til mikils skorts á sveigjanleika!

-----------------------------------------

Svo er rétt að hafa í huga lömunina í ítalskri pólitík. 

 

Hvað segir þetta okkur?

Það er sennilega ekkert land á evrusvæði sem myndi græða meir á því að yfirgefa evruna. En Ítalía á mörg góð fyrirtæki. Sem þíðir að um leið og samkeppnishæfni í kostnaði per vinnustund er náð til baka. Með einu stóru gengisfalli. 

Ættu þau að geta hafið öfluga sókn til þess að ná til baka tapaðri markaðshlutdeild á alþjóða mörkuðum.

En án hagvaxtar, er algerlega augljóst að Ítalía er gjaldþrota.

Auðvitað snögghækka skuldirnar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu fyrst í stað, ef Ítalía yfirgefur evruna. En mig grunar að þrátt fyrir það, gæti traust markaða á Ítalíu styrkst.

En þ.s. skiptir máli er framvindan frekar en staðan akkúrat í augnablikinu, með samkeppnishæfni endurreista myndi sú framvinda þegar verða mun betri - þ.s. ítalska hagkerfið myndi geta farið að vaxa að nýju.

En líkur eru samt sterkar á því, að Ítalía myndi þurfa að semja við kröfuhafa um a.m.k. hagstæðari greiðslukjör eða lengingu á lánskjörum. En það má vera að höfuðstóls afskriftir yrðu óþarfar.

  • En mig grunar að þær aftur á móti verði óhjákvæmilegar ef Ítalía heldur sig innan evrunnar.

 

Niðurstaða

Það sem tölurnar segja okkur er að Ítalía er á hægri en öruggri siglingu í greiðsluþrot meðan að Ítalía er enn innan evru. Að hafa tapað þriðjungi af markaðshlutdeild á alþjóðamörkuðum, skýrir væntanlega fullkomlega af hverju ítalska hagkerfið stefnir í að vera 10% minna við árslok en við uppaf árs 2007. Sú niðurstaða er að sjálfsögðu vegna þess, að á Ítalíu hækkaði - eins og fram kemur - launakostnaður per vinnustund meir en í öðrum svokölluðum stórum löndum í Evrópusambandinu.

En hafandi í huga þá pólitísku lömun sem til staðar er á Ítalíu sem fátt bendir til að taki enda í bráð, virðist ekki sérdeilis líklegt að vilji skapist til að taka þær "róttæku" aðgerðir í vinnumarkaðsmálum sem þyrfti til - - svo unnt væri að lækka launakostnað með "launalækkunar" aðferðinni.

Án hagvaxtar er staða Ítalíu þannig séð ekki sjálfbær innan evrunnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn, Er þetta ekki nokkuð krítískt vegna stærðar Ítalska hagkerfisins? og er ekki björgunar prógram handa Ítalíu ekki eitthvað margfalt á við Grikkland? kv. KBK. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 13:07

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, ég er á því að það sé enginn raunhæfur möguleiki á því að sjóða saman björgunarprógramm fyrir Ítalíu.

Þannig að Ítalía hljóti þá að yfirgefa evruna - - nema einhver önnur grundvallarákvörðun sé tekin; þá annaðhvort að samþykkt verði allherjar sameiginleg ábyrgð á skuldum aðildarríkja - virðist ekki líklegt - eða að Seðlabanki Evrópu fái heimild til þess að lána beint prentaðar evrur til ríkissjóða einstakra aðildarríkja - þyrfti breytingu á sáttmálum ESB en a.m.k. fræðilega framkvæmanlegt en mætir mjög harðri hugmyndafræðilegri andstöðu í Þýskalandi. Myndi auðvitað geta aukið verðbólgu á evrusvæði.

Líklegast að Ítalía fari úr evru, ef ekki tekst að láta Ítalíu ganga upp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.7.2013 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 896
  • Frá upphafi: 858704

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 785
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband