11.7.2013 | 01:48
Lánshæfi Ítalíu lækkað!
Þetta gerðist á þriðjudagskvöld að Standards&Poors kynntu ákvörðun sína að lækka lánshæfi ríkissjóðs landsins úr BBB+ í BBB. Sem er 2-prikum ofan við svokallaðan ruslflokk.
Horfur eru áfram - - neikvæðar. Sem þíðir að líkur eru á frekari lækkun matsins í framtíðinni.
S&P cuts Italy rating, leaves outlook negative
Italy’s Credit Rating Cut to BBB by S&P; Outlook Stays Negative
Punktar:
- Meðalvöxtur Ítalíu sl. áratug - - neikvæður um 0,4% per ár.
- Skuldir ríkisins 129% af þjóðarframleiðslu v. árslok.
- Samdráttur ársins skv. nýrri spá S&P 1,9% í stað 1,4% sem spáð var áður.
- Hagkerfi Ítalíu nálgast þá að vera 10% neðan við stöðu 2007 v. árslok.
- Ef hagvöxtur nær ekki yfir 0% þarf ríkissj. Ítalíu 5% afgang af frumjöfnuði fjárlaga, til að standa undir skuldum.
- Líkur þess að slík staða náist fram - - taldar minnkandi - “Risks to achieving such an outturn appear to be increasing,”
- Atvinnulífið sé enn ósamkeppnisfært - "The firm said European Union data suggests that wages have become misaligned with underlying productivity trends, which is weighing on Italy's competitiveness."
- Útflutningi Ítalíu hafi farið hnignandi sl. ár - "Additionally, Italy's share of the global goods and services market declined by about one-third between 1999 and 2012."
- Samkeppnishæfis staðan virðist alvarleg - " As a result nominal unit labor costs have increased more in Italy than in any other major member of the euro zone, it said."
- S&P telur skort á hagvexti stafa af skorti á aðgerðum til að glíma við vandamál á ítölskum vinnumarkaði, sem leiða til mikils skorts á sveigjanleika!
-----------------------------------------
Svo er rétt að hafa í huga lömunina í ítalskri pólitík.
Hvað segir þetta okkur?
Það er sennilega ekkert land á evrusvæði sem myndi græða meir á því að yfirgefa evruna. En Ítalía á mörg góð fyrirtæki. Sem þíðir að um leið og samkeppnishæfni í kostnaði per vinnustund er náð til baka. Með einu stóru gengisfalli.
Ættu þau að geta hafið öfluga sókn til þess að ná til baka tapaðri markaðshlutdeild á alþjóða mörkuðum.
En án hagvaxtar, er algerlega augljóst að Ítalía er gjaldþrota.
Auðvitað snögghækka skuldirnar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu fyrst í stað, ef Ítalía yfirgefur evruna. En mig grunar að þrátt fyrir það, gæti traust markaða á Ítalíu styrkst.
En þ.s. skiptir máli er framvindan frekar en staðan akkúrat í augnablikinu, með samkeppnishæfni endurreista myndi sú framvinda þegar verða mun betri - þ.s. ítalska hagkerfið myndi geta farið að vaxa að nýju.
En líkur eru samt sterkar á því, að Ítalía myndi þurfa að semja við kröfuhafa um a.m.k. hagstæðari greiðslukjör eða lengingu á lánskjörum. En það má vera að höfuðstóls afskriftir yrðu óþarfar.
- En mig grunar að þær aftur á móti verði óhjákvæmilegar ef Ítalía heldur sig innan evrunnar.
Niðurstaða
Það sem tölurnar segja okkur er að Ítalía er á hægri en öruggri siglingu í greiðsluþrot meðan að Ítalía er enn innan evru. Að hafa tapað þriðjungi af markaðshlutdeild á alþjóðamörkuðum, skýrir væntanlega fullkomlega af hverju ítalska hagkerfið stefnir í að vera 10% minna við árslok en við uppaf árs 2007. Sú niðurstaða er að sjálfsögðu vegna þess, að á Ítalíu hækkaði - eins og fram kemur - launakostnaður per vinnustund meir en í öðrum svokölluðum stórum löndum í Evrópusambandinu.
En hafandi í huga þá pólitísku lömun sem til staðar er á Ítalíu sem fátt bendir til að taki enda í bráð, virðist ekki sérdeilis líklegt að vilji skapist til að taka þær "róttæku" aðgerðir í vinnumarkaðsmálum sem þyrfti til - - svo unnt væri að lækka launakostnað með "launalækkunar" aðferðinni.
Án hagvaxtar er staða Ítalíu þannig séð ekki sjálfbær innan evrunnar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 3
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 896
- Frá upphafi: 858704
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 785
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn, Er þetta ekki nokkuð krítískt vegna stærðar Ítalska hagkerfisins? og er ekki björgunar prógram handa Ítalíu ekki eitthvað margfalt á við Grikkland? kv. KBK.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 13:07
Sæll, ég er á því að það sé enginn raunhæfur möguleiki á því að sjóða saman björgunarprógramm fyrir Ítalíu.
Þannig að Ítalía hljóti þá að yfirgefa evruna - - nema einhver önnur grundvallarákvörðun sé tekin; þá annaðhvort að samþykkt verði allherjar sameiginleg ábyrgð á skuldum aðildarríkja - virðist ekki líklegt - eða að Seðlabanki Evrópu fái heimild til þess að lána beint prentaðar evrur til ríkissjóða einstakra aðildarríkja - þyrfti breytingu á sáttmálum ESB en a.m.k. fræðilega framkvæmanlegt en mætir mjög harðri hugmyndafræðilegri andstöðu í Þýskalandi. Myndi auðvitað geta aukið verðbólgu á evrusvæði.
Líklegast að Ítalía fari úr evru, ef ekki tekst að láta Ítalíu ganga upp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.7.2013 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning