11.7.2013 | 01:48
Lánshæfi Ítalíu lækkað!
Þetta gerðist á þriðjudagskvöld að Standards&Poors kynntu ákvörðun sína að lækka lánshæfi ríkissjóðs landsins úr BBB+ í BBB. Sem er 2-prikum ofan við svokallaðan ruslflokk.
Horfur eru áfram - - neikvæðar. Sem þíðir að líkur eru á frekari lækkun matsins í framtíðinni.
S&P cuts Italy rating, leaves outlook negative
Italys Credit Rating Cut to BBB by S&P; Outlook Stays Negative
Punktar:
- Meðalvöxtur Ítalíu sl. áratug - - neikvæður um 0,4% per ár.
- Skuldir ríkisins 129% af þjóðarframleiðslu v. árslok.
- Samdráttur ársins skv. nýrri spá S&P 1,9% í stað 1,4% sem spáð var áður.
- Hagkerfi Ítalíu nálgast þá að vera 10% neðan við stöðu 2007 v. árslok.
- Ef hagvöxtur nær ekki yfir 0% þarf ríkissj. Ítalíu 5% afgang af frumjöfnuði fjárlaga, til að standa undir skuldum.
- Líkur þess að slík staða náist fram - - taldar minnkandi - Risks to achieving such an outturn appear to be increasing,
- Atvinnulífið sé enn ósamkeppnisfært - "The firm said European Union data suggests that wages have become misaligned with underlying productivity trends, which is weighing on Italy's competitiveness."
- Útflutningi Ítalíu hafi farið hnignandi sl. ár - "Additionally, Italy's share of the global goods and services market declined by about one-third between 1999 and 2012."
- Samkeppnishæfis staðan virðist alvarleg - " As a result nominal unit labor costs have increased more in Italy than in any other major member of the euro zone, it said."
- S&P telur skort á hagvexti stafa af skorti á aðgerðum til að glíma við vandamál á ítölskum vinnumarkaði, sem leiða til mikils skorts á sveigjanleika!
-----------------------------------------
Svo er rétt að hafa í huga lömunina í ítalskri pólitík.
Hvað segir þetta okkur?
Það er sennilega ekkert land á evrusvæði sem myndi græða meir á því að yfirgefa evruna. En Ítalía á mörg góð fyrirtæki. Sem þíðir að um leið og samkeppnishæfni í kostnaði per vinnustund er náð til baka. Með einu stóru gengisfalli.
Ættu þau að geta hafið öfluga sókn til þess að ná til baka tapaðri markaðshlutdeild á alþjóða mörkuðum.
En án hagvaxtar, er algerlega augljóst að Ítalía er gjaldþrota.
Auðvitað snögghækka skuldirnar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu fyrst í stað, ef Ítalía yfirgefur evruna. En mig grunar að þrátt fyrir það, gæti traust markaða á Ítalíu styrkst.
En þ.s. skiptir máli er framvindan frekar en staðan akkúrat í augnablikinu, með samkeppnishæfni endurreista myndi sú framvinda þegar verða mun betri - þ.s. ítalska hagkerfið myndi geta farið að vaxa að nýju.
En líkur eru samt sterkar á því, að Ítalía myndi þurfa að semja við kröfuhafa um a.m.k. hagstæðari greiðslukjör eða lengingu á lánskjörum. En það má vera að höfuðstóls afskriftir yrðu óþarfar.
- En mig grunar að þær aftur á móti verði óhjákvæmilegar ef Ítalía heldur sig innan evrunnar.
Niðurstaða
Það sem tölurnar segja okkur er að Ítalía er á hægri en öruggri siglingu í greiðsluþrot meðan að Ítalía er enn innan evru. Að hafa tapað þriðjungi af markaðshlutdeild á alþjóðamörkuðum, skýrir væntanlega fullkomlega af hverju ítalska hagkerfið stefnir í að vera 10% minna við árslok en við uppaf árs 2007. Sú niðurstaða er að sjálfsögðu vegna þess, að á Ítalíu hækkaði - eins og fram kemur - launakostnaður per vinnustund meir en í öðrum svokölluðum stórum löndum í Evrópusambandinu.
En hafandi í huga þá pólitísku lömun sem til staðar er á Ítalíu sem fátt bendir til að taki enda í bráð, virðist ekki sérdeilis líklegt að vilji skapist til að taka þær "róttæku" aðgerðir í vinnumarkaðsmálum sem þyrfti til - - svo unnt væri að lækka launakostnað með "launalækkunar" aðferðinni.
Án hagvaxtar er staða Ítalíu þannig séð ekki sjálfbær innan evrunnar.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 523
- Frá upphafi: 860918
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 470
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn, Er þetta ekki nokkuð krítískt vegna stærðar Ítalska hagkerfisins? og er ekki björgunar prógram handa Ítalíu ekki eitthvað margfalt á við Grikkland? kv. KBK.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 13:07
Sæll, ég er á því að það sé enginn raunhæfur möguleiki á því að sjóða saman björgunarprógramm fyrir Ítalíu.
Þannig að Ítalía hljóti þá að yfirgefa evruna - - nema einhver önnur grundvallarákvörðun sé tekin; þá annaðhvort að samþykkt verði allherjar sameiginleg ábyrgð á skuldum aðildarríkja - virðist ekki líklegt - eða að Seðlabanki Evrópu fái heimild til þess að lána beint prentaðar evrur til ríkissjóða einstakra aðildarríkja - þyrfti breytingu á sáttmálum ESB en a.m.k. fræðilega framkvæmanlegt en mætir mjög harðri hugmyndafræðilegri andstöðu í Þýskalandi. Myndi auðvitað geta aukið verðbólgu á evrusvæði.
Líklegast að Ítalía fari úr evru, ef ekki tekst að láta Ítalíu ganga upp.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.7.2013 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning