Vandamálum Grikklands sópað undir teppi fram yfir kosningar í Þýskalandi!

Þetta er það sem mér virðist hafa gerst. En á mánudag samþykktu fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB á fundi að - - fjármagna Grikkland út sumarið. Með afaströngum skilyrðum þó eins og kemur fram í Reuters - sem segir Grikkland "on dripfeed." En þ.e. vegna þess að greiðslunum er nú skipt, hluti peninganna kemur í júlí, síðan rest í október.

Þetta er líklega vegna þess, að í reynd eru öll vandamál útistandandi í Grikkland.

Þó segir í Reuters: "Even the first payment of 2.5 billion euros requires that Athens show creditors by July 19 that it is serious about cutting thousands of public sector jobs by the end of the year, as well as modernising the tax code."

  • Ég á samt virkilega erfitt með að sjá þá neita að afhenda Grikklandi þá peninga!

Samþykki virðist hafa komið eftir að Antonis Samaras lofaði að "virkilega reka" 25þ. ríkisstarfsmenn fyrir áramót. Þó ekki hafi tekist einu sinni að reka þá 2000 sem átti að reka fyrir lok júlí.

Og koma skikk á skattamál og umframkostnað á sviði heilbrigðismála. 

En af hverju það er svo erfitt er reka fólk - - sést á eftirfarandi stjórnarskrárákvæði:

Article 103

4. Civil servants holding posts provided by law shall be permanent so long as these posts exist. Their salaries shall evolve in accordance with the provisions of the law; with the exception of those retiring upon attainment of the age limit or when dismissed by court judgement, civil servants may not be transferred without an opinion or lowered in rank or dismissed without a decision of a service council consisting of at least two-thirds of permanent civil servants.

Ekki veit ég hvernig Samaras á að fara að því að reka 25þ. starfsm. fyrir árslok, en skv. þessu virðist vart mögulegt að reka nokkurn, nema staðan sé lögð niður.

Sem var einmitt þ.s. gríska ríkisstj. gerði tilraun til, er hún ætlaði að leggja af ríkisfjölmiðilinn. En var stöðvuð með það mál af grískum dómstól, skv. því sem erlendir fjölmiðlar hafa sagt - - vegna þess að málið var ekki rétt útfært af ríkisstjórninni. Ekki v. þess að hún mætti ekki loka ríkisfjölmiðlinum.

Það er því gefið út, að prógrammið sé "on track" sbr. yfirlísingu "Þrenningarinnar": 8 July 2013 - Statement by the European Commission, ECB and IMF on the review mission to Greece.

Ekkert hefur heyrst neitt hönd á festandi um nýjar niðurskurðaraðgerðir, nema þetta sem kemur fram í tilkynningu "Þrenningarinnar" að lofað sé að tekið skuli á umframkostnaði í heilbrigðisgeiranum, sem virðist benda til þess að ekki liggi fyrir nein undirbúin aðgerð - - spurning hvernig á að loka því 4ma.€ fjárlagagati sem var komið til staðar að sögn erlendra frétta?

Það er þó hugsanlegt, að greiðsla 2ma.€ svokallaðs hagnaðar Seðlabanka Evrópu, af grískum ríkisbréfum í eigu hinna ýmsu undirseðlabanka Seðlabanka Evrópu, sem kemur fram í fréttum. Að verði greitt út nú í júlí og október.

Sé reitt fram nú, til þess að stoppa í það gat - a.m.k. að hluta!

"Central banks in the Eurosystem will contribute 1.5 billion euros in July and 500 million euros in October, by dishing out the profits that they and the European Central Bank made from the sale of Greek debt that they had held."

Hinn hlutinn liggi í "loforði" Samaras um að koma sölu grískra ríkisfyrirtækja aftur af stað.

Wall Street Journal - EU Agrees to Keep Aid Flowing to Greece

Reuters - Euro zone grants multi-billion euro lifeline for Greece

Der Spiegel - France Demands Direct Funding for Greek Banks

Der Spiegel - Why Austerity Still Isn't Working in Greece

Financial Times -  Greece secures €4.8bn bailout tranche

 

Hvað ætli að gerist í október?

Það er engin tilviljun að valið sé að greiða út rest þá. Því þingkosningar í Þýskalandi fara fram í september. Líklega liggur fyrir í október að Merkel haldi áfram sem kanslari annaðhvort í hægri - vinstri bandalagi með þýskum krötum, eða áframhaldi núverandi stjórnar með "Frjálsum Demókrötum."

Það er einmitt tilfinningin sem maður fær - - að ákveðið hafi verið að sópa vanda Grikklands undir teppið.

En ég hef ekki áður séð - - svo lítið á spýtunni hvað varðar tilteknar aðgerðir. 

Það virðist lítið á að byggja en loforði Antonis Samaras forsætisráðherra Grikklands, að framkvæma þær aðgerðir sem þegar eru komnar á eftir!

Der Spiegel: "This means Stavridis will almost certainly fail to reach his original 2013 privatization goal of €2.6 billion. Because of these and other difficulties, the financing plan for Greece now faces a large shortfall of €11.1 billion by 2015."

En í sumar tókst grískum stjv. ekki að selja DEPA sem er veitufyrirtæki, til GASPROM - sem var eini kaupandinn sem var nægilega áhugasamur. Til þess að formlegir samningar skuli hafa komist á legg.

En GASPROM hætti við. Skv. nýlegum fréttum er einnig sala ríkislottósins í vanda. Í yfirlísingu Þrenningarinnar, er talað um sölu tveggja banka: "...including through the sale of two bridge banks...".

Sjálfsagt hefur Samaras gefið loforð um það, en ríkisstjórnin á að selja eignir fyrir rúma 2ma.€ í ár, sem er náttúrulega helmingurinn á útistandandi halla ársins ef ekki tekst að selja fyrir slíka upphæð.

---------------------------------------

Punkturinn sem aðilar innan viðskiptalífs Grikklands ræddu við blaðamenn Der Spiegel  - - er að fátt bendi til þess að Grikkland geti haft það af, án frekari skulda-afskrifta. 

En þær sem þá þurfa fara fram, séu af pólitískt erfiða taginu. 

Því sé málum sópað undir teppi fram yfir kosningar í Þýskalandi á næstunni.

 

Niðurstaða

Það sem kannski er helst áhugavert við þetta, er að sagt er af erlendum fjölmiðlum að AGS muni reiða fram sinn hluta af fjármagns í júlí. En hafði áður hótað því að gera það ekki. Því að Grikkland væri ekki fullfjármagnað nk. 12 mánuði. Sem skv. fyrri yfirlýsingu AGS átti að þíða að AGS væri ekki heimilt að reiða fram fjármagn. Fyrr en að nægar tryggingar væru fyrir þeirri fjármögnun.

Augljóst er að þ.e. enginn fullvissa fyrir því að Grikkland sé það nk. 12 mánuði. Skv. Wall Street Journal verður formleg ákvörðun um greiðslu ekki tekin innan AGS fyrr en 29/7 nk

Spurning hvort fréttir þess efnis, að AGS muni reiða fram sinn hluta - - séu því ýktar?

En það virðist flest benda til þess að ákvörðun fjármálaráðherra ESB hafi fyrst og fremst verið pólitísk.

Mér virðist flest benda til þess að einungis lítið brotabrot fáist út úr einkavæðingaráformum ríkisrekstrar í Grikklandi, miðað við þ.s. var ráð fyrir gert. Sem auðvitað þíðir margra ma.€ holu í reynd. Miðað við framreiknað prógramm. Ólíklegt virðist að unnt verði að knýja Grikkland til þess að skera fyrir þeim milljörðum. Að auki, mun Grikkland örugglega ekki snúa við í hagvöxt. Eins og miðað er við að eigi sér stað á næsta ári. Í núverandi áætlunum. Ekki síst, mér myndi koma mjög á óvart. Ef Samaras raunverulega tekst að reka þessa 25þ. ríkisstarfsmenn - með sinn 3. sæta þingmeirihluta að vopni. Hvað þá bara 2000.

Það getur því orðið forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist eftir þingkosningarnar í Þýskalandi í september. En þ.e. eins og engar erfiðar ákvarðanir verði teknar fyrr - - sem sýnir líklega enn einu sinni - - hina drottnandi stöðu Þýskalands!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það kemur út eins og ESB sé samband með innantóm slagorð enda sjáum við það á evrunni.

EUR/USD hefur lækkað frá 16. júní 1,3408 niður í 1,2752 (8. júlí) sem gera 4,72% lækkun. Í raun þyrfti hún að lækka miklu meira til að útflutningur út fyrir evrusvæðið gengur upp.

Ómar Gíslason, 10.7.2013 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband