Portúgal mun leita eftir því að endursemja um björgun!

Þetta virðist ljóst eftir að stjórnarflokkarnir tveir náðu samkomulagi að sögn erlendra fjölmiðla. En samkomulagið felur í sér töluverðar tilslakanir af hálfu flokks forsætisráðherra gagnvart sínum samstarfsflokki. Sem fær í sína hendur - mjög mikilvæga málaflokka.

En í ljósi gagnrýni formanns hins hægri sinnaða samstarfsflokks forsætisráðherra Portúgals á það hvernig björgunarprógrammið hefur verið útfært fram að þessu, virðist nú blasa við að Portúgal mun leggja í þá vegferð - - að óska eftir því að prógrammið verði mildað.

Portuguese PM makes coalition partner his deputy, to end crisis

  • ""We have reached a solid and far reaching agreement," Prime Minister Pedro Passos Coelho told a news conference after his center-right Social Democrats met with CDS-PP leaders. "This agreement will guarantee political stability until the end of our mandate.""
  1. "...Portugal's prime minister promoted the head of the junior coalition party to be his deputy on Saturday"
  2. "In another major concession, the prime minister gave Portas the role of co-ordinating negotiations with the 'troika' of lenders to the bailout - the European Union, European Central Bank and IMF."
  • "Portas has periodically been a strong critic of austerity policies under the 78 billion-euro ($100 billion) bailout as Portugal languished in three years of recession."
  • "The prime minister said the agreement with his coalition partner would mark the start of a new phase of the bailout, with a greater focus on economic growth and a push to reduce unemployment, which is at record highs near 18 percent."

Formaður hægri flokksins, Paulo Portas, er gerður að "aðstoðar forsætisráðherra" og því staðgengli Coehlo forsætisráðherra í embætti.

Og Portas fær yfirumsjón með viðræðum við þrenninguna um hið svokallaða "björgunarprógramm."

Forsætisráðherrann Pedro Passos Coelho segir þetta marka ný skref í björgunarprógramm Portúgals, þ.s. áherslan verði héðan í frá á sköpun starfa og á það að minnka atvinnuleysi.

------------------------------

Ég ætla sosum ekkert að tjá mig mikið um þetta. En bendi á að þ.e. eitt líkt með Íslandi og Portúgal, að öllu óbreyttu blasir ekki mjög mikil framtíðar hagvaxtargeta við landinu.

En til þess að skapa hagvöxt þarf að búa til nýjar útflutningsgreinar. Og það blasir ekki beint við mér hvað það ætti að vera. En menntunarstig Portúgala er vel neðan við þann standard sem ríkir í N-Evr.

En landið er ekki beint vaðandi í náttúruauðlindum. Þannig séð væri nánast það eina sem fræðilega væri unnt að gera. Að keyra á uppbyggingu nýrra "láglauna" atvinnugreina.

En á sl. áratug, fór meginútflutningsiðnaðurinn fata og vefnaðariðnaður úr landi, eftir að hann varð ósamkeppnishæfur við láglaunasvæði Asíu. Ekki tókst að skapa fullnægjandi útflutningsgreinar til að vega það tekjutap hagkerfisins upp.

Skuldsetning landsins upp á ca. 300% þ.e. sambærileg heildarskuldsetning og á Íslandi, virðist megni til kominn til vegna hallans á þjóðarbúinu sem varð til - árin í kjölfar brotthvarfs meginútfl. greina landsins.

  • Til þess að skuldastaðan geti orðið sjálfbær, þarf að vinda sig í það verk af krafti - - að skapa þær nýju greinar.
  • En því miður virðist mér að skilvirkasta leiðin væri sú, að segja bæ - bæ við evru, taka aftur upp sinn gamla gjaldmiðil sem þá gengisfélli skarpt - - í kjölfar þess væru Portúgalar á ný samkeppnisfærir.
  • En hafandi í huga, að þetta land er í reynd ekki hótinu þróaðra en lönd Asíu, á það ekkert augljóslega skilið hærri laun. Með menntunarstig vel undir meðaltali ESB landa.

 

Niðurstaða

Þ.s. er áhugavert við Portúgal að mínu viti, er að Portúgal hugsanlega sýnir hvað gæti komið fyrir Ísland. Ef Ísland asnaðist inn í evru. Og léti laun hækka það mikið - eins og reyndar átti sér stað í bankabólunni - til þess að meginútfl. greinar væru reknar með tapi. Ef ekkert er gert í því þá rökrétt loka fyrirtæki fyrir rest. Portúgalar gerðu þetta þó án þess að taka eitt stykki bankabólu eða húsnæðisbólu. Söfnuðu síðan viðskiptahallaskuldum ár eftir ár eftir ár, þangað til að skuldirnar voru orðnar of miklar. Eftir að meginútfl. iðnaðurinn var farinn.

Þetta þarf að laga í dag, og þ.s. meira er. Skapa þær nýju greinar í staðinn sem ekki tókst á seinni hl. sl. áratugs.

Ég sé ekki í reynd að þeir komist hjá því að taka þá lífskjaraskerðingu með vöxtum og vaxtavöxtum, sem hefði dugað til að halda meginútfl. greininni í landinu á sínum tíma.

En Portúgal þarf að finna vinnu fyrir það lítt menntaða vinnuafl sem er í landinu. Ég sé ekki að Portúgalir geti reiknað með hærri launum. En þeim sem t.d. kínv. eða víetnamskir verkamenn þurfa að sætta sig við. En þau hagkerfi eru í hraðri sókn upp samkeppnishæfnis stigann.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband