Óvissa í Portúgal bætist við hina nýju óvissu vegna Grikklands

Það varð sprenging í ríkisstjórn Portúgals þ.s. af er vikunni, tveir ráðherrar hafa sagt af sér þ.e. fjármálaráðherrann Viktor Gaspar og utanríkisráðherrann Paulo Portas. Um virðist að ræða ágreining um framhaldið í landinu. En samstarfsflokkur Pedro Passos Coelho forsætisráðherra - virðist í vaxandi mæli standa gegn frekari aðhaldsaðgerðum. Virðist vilja umpóla yfir í hagvaxtarhvetjandi stefnu.

En staða samstarfsflokksins í könnunum getur spilað rullu!

" The conservative Popular party (CDS-PP) has suffered one of the sharpest drops in popularity, falling from third to fifth position in the party ranking with 8.4 per cent of the vote."

Án stuðnings samstarfsflokksins hefur Coelho ekki starfhæfan meirihluta. Getur engum málum komið í gegn.

Á næstu dögum má reikna með því að fundað verði í gríð og erg milli stjórnmálaflokka Portúgals.

En forsætisráðherrann mun líklega leita í lengstu lög að forða þingkosningum, en þá skv. skoðanakönnunum mun stjórnarandstaðan vinna verulega á!

"...the centre-left Socialists (PS), the main opposition party... is currently ahead in opinion polls with about 36 per cent of the vote, against 25.9 per cent for the prime minister’s centre-right Social Democrats (PSD)."

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stefnu stjórnarinnar, hinn mikla niðurskurð - - þá það sannarlega geti verið að ef á reynir, þá fylgi hún fram björgunarprógramminu eins og núverandi stjórn.

Portugal’s political woes to complicate bailout programme

Portuguese Coalition Works to Survive

 

Portúgal vs. Ísland!

Sjálfsagt kemur einhver fram og kvartar undan því, að Portúgal sé mun fátækara en Ísland og þar er menntunarstig töluvert lægra - menning nokkuð ólík.

Þ.e. alt rétt. Eitt af því sem heldur aftur af Portúgal er hve menntunarstig er lágt almennt séð. 

En það eru samt þættir sem gera reynslu Portúgals innan evrunnar áhugaverða fyrir okkur.

  1. En Portúgal er jaðarríki eins og Ísland, ef maður færir klukkuna aftur fyrir þann tíma er Portúgal tók upp evruna. Þá eins og Ísland hafði Portúgal einn ofurmikilvægan útflutningsiðnað. Í tilviki Portúgals var það vefnaðar- og fataiðnaður. Sem þá stóð á margra alda gömlum merg. Að einhverju verulegu leiti skýrir það lágt menntunarstig því ekki var þörf fyrir háskólamenntun almennt séð, en mjög margir störfuðu við þá atvinnugrein á árum áður.
  2. Sumir hérlendis segja að gengi krónunnar sé "fellt til þess að halda sjávarútvegnum á floti" og gjarnan segja þetta í nokkrum ásökunartón. Ég hef stöku sinnum velt því fyrir mér - - hvað myndi gerast á Íslandi ef við myndum virkilega taka upp evru. Og ráðum þeirra fylgt sem segja "ílla rekin fyrirtæki fari á hausinn" og sú afstaða tekin. Að bregðast ekki við - ef sjávarútvegurinn yrði ósamkeppnisfær og færi í taprekstur. Jafnvel ekki, þó svo fyrirtæki í greininni færu að loka unnvörpum.
  3. Á sl. áratug stóð Portúgal frammi fyrir sambærilegri spurningu, þ.e. á að halda í vefnaðar- og fataiðnaðinn eða ekki? En samkeppnin við Asíu varð á þeim árum greininni mjög erfið. Til þess að halda iðnaðinum í Portúgal hefðu laun í landinu orðið að lækka töluvert. Sú afstaða var tekin að það væri óásættanlegt. Þannig að vonir voru þess í stað bundnar við - - uppbyggingu "nýiðnaðar." Hljómar kunnuglega ekki satt?
  4. Sannarlega byggðist e-h nýtt upp, einna helst varð aukning í timburiðnaði en sérstaklega hefur aukning verið í ræktun "eucalyptus" trjáa, sem þrífast í Portúgal. Ég held það sé eina Evrópulandið sem ræktar þau með skipulegum hætti í stórum stíl. Um 38% af landinu er viði vaxið þ.e. hærra hlutfall en notað er undir ræktun. Svo skógariðnaður var sennilega nokkuð augljós grein að efla. En lítið hefur í reynd sést til "hátæknigreina" sem vonir voru einnig bundnar við.
  • Vandinn er sá, að ný uppbygging dugði ekki til að fylla þá holu sem myndaðist þegar vefnaðar- og fataiðnaðurinn fór. 
  • Í Portúgal var engin húsnæðisbóla.
  • Í Portúgal voru engar ofsalegar launahækkanir í hlutfalli við önnur lönd.
  • Þarna varð engin risa neyslusprenging!
  • En samt skuldar Portúgal í heild svipað og Ísland þ.e. rúmlega 300%.

Málið er að þegar fata- og vefnaðariðnaðurinn fór, hefðu lífskjör átt að falla frekar stórt.

En svo mikil minnkun útflutnings án þess að innflutningur væri minnkaður á móti.

Skapaði að sjálfsögðu viðskiptahalla - - ár eftir ár eftir ár.

Að auki, minnkuðu skatttekjur ríkisins við þetta, svo það fór í hallarekstur. Því hefur ásamt skuldasöfnun vegna viðskiptahalla fylgt skuldasöfnun vegna hallarekstrar ríkisins.

Þegar síðan kreppan í Evrópu hófst 2008, á versnaði málið enn - - og landið stefndi hratt í óefni.

  1. Lykilvandi Portúgals er - að Portúgal vantar útflutning.
  2. Það er nokkuð sambærileg tegund af vanda og við glímum við.
  • Nema að við erum ekki með gríðarl. uppsafnaðar skuldir af völdum viðskiptahalla.
  • En okkur tókst að krækja í þær eftir öðrum leiðum.

Alveg eins og á Íslandi, þarf að skapa hagvöxt með því að búa til nýjar greinar.

Það er hægar sagt en gert!

Og þ.e. því eðlilegt að kröfuhafar Portúgals séu smá skeptískir þegar þ.e. ekki ljóst, hvaða atvinnu uppbygging á að skapa þá framtíðar greiðslugetu sem landið þarf.

Vandi okkar Íslendinga er eftir þessa skoðun ekki svo róttækt öðruvísi en vandi Portúgals.

Þó Portúgal sé fátækara land - sé með lægra menntunarstig og töluvert aðra menningu.

 

Niðurstaða

Hvernig Portúgal ætlar að skapa þann framtíðar hagvöxt sem þarf ef á að vera unnt að greiða niður skuldir sem nálgast 130%, það veit ég ekki.

Að því leiti er vandi okkar Íslendinga ekki eins alvarlegur, því þ.e. hið minnsta unnt að sjá mögulegar leiðir til að auka hérlendis útflutning.

Þ.e. eiginlega sá tiltekni vandi - - hvernig á að búa til hagvöxt. Sem líklega mun þíða að Portúgal mun líklega neyðast til að fara inn í framhalds björgunarprógramm. En þungar greiðslur eru framundan í Portúgal og markaðsvextir í boði í 7% eða rúmlega 7% eru svipaðir þeim er voru, er Portúgal neyddist til að óska eftir björgun, sem sýnir að markaðurinn trúir ekki því að staða landsins sé sjálfbær.

Portúgal að einu leiti er þó betur statt en Grikkland sem einnig er í vanda nú enn á ný:

Reuters - Greece has three days to deliver or face consequences - EU officials

En Portúgal er fullfjármagnað út 2013. Þannig að Portúgal getur haldið þingkosningar þetta ár, án þess að skapa þá hræðslu um yfirvofandi hrun sem vofði yfir Grikklandi sl. sumar.

  • En Grikkland getur einmitt eina ferðina enn, staðið frammi fyrir "bráðahruni."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband