Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

Um daginn var sagt frá því að Sveitafélagið Langanesbyggð, hefði gert samkomulag við "Bremenports" í Þýskalandi, en að sögn sveitastjórnarmanna - - ætlar "Bremenports" sem sérhæfir sig í rekstri hafna, að verja eigin fjármunum til að rannsaka aðstæður í Finnafirði. Til að meta kosti staðarins, fyrir hugsanlega risahöfn.

Bremerhaven - "The port of Bremerhaven is the sixteenth-largest container port in the world and the fourth-largest in Europe with 4.9 million twenty-foot equivalent units (TEU) of cargo handled in 2007. In addition, more than 1,350,000 cars are imported or exported every year via Bremerhaven. Bremerhaven imports and exports more cars than any other city in Europe except for Rotterdam, and this traffic is also growing. In 2011 a new panamax-sized lock has been opened, replacing the 1897 Kaiserschleuse, then the largest lock worldwide."

"Bremenports GmbH & Co. KG is a privately funded port management company of the Municipality of Bremen and is responsible for the development, expansion and maintenance of ports in the ports of Bremen. The tasks of the company range from the marketing of the infrastructure of the ports on the control and coordination of major projects to building maintenance."

Brimarhöfn eða Bremerhaven er ca. svipað stór borg og Reykjavík - - en ætla má að rekstrarfélag hafnarinnar "Bremenports" hafi nokkra veltu, fyrst að höfnin er 16 stærsta gámaflutningahöfn heimsins.

Bremenports til samstarfs um Finnafjörð

Landeigendur í Finnafirði ósáttir

Trúnaðarkrafa kom í veg fyrir samráð

 

Google Earth - Finnafjörður!

 

Hve miklu fyrir Ísland myndi risahöfn breyta?

Rektrarfélag Brimarhafnar er líklega ekki nægilega stórt eitt og sér, til að taka þetta dæmi að sér. Svo við skulum aðeins halda okkur á Jörðinni ennþá. Á hinn bóginn, að svo virðulegt þýskt félag fæst til að koma með sína eigin peninga, til að skoða málið nánar - - kostnaður áætlaður nokkuð hundruð milljónir. Sem rekstrarfélagið væri ekki að verja, nema það teldi hugmyndina ekki "galna."

En það má mjög vel vera, að eftir að svæðið hefur verið rannsakað frekar - - sem líklega verður ekki lokið fyrr en núverandi kjörtímabil Alþingis er lokið. Að þá, hafi rekstrarfélag Brimarhafnar framgöngu um að - afla fjárfesta til verkefnisins.

En það myndi ekki koma mér að óvörum, ef rekstrarfélagið er með hugsanlegan áhuga á að reka höfnina, ef af því verður - að reisa hana í Finnafirði.

-------------------------------

Þessi höfn ef af verður - - getur fræðilega samtímis þjónað sem "olíuhöfn" og hugsanleg stórskipahöfn fyrir flutninga yfir pólinn frá Kína.

  1. Það mundi skipta miklu máli fyrir lífskjör landsmanna allra - - ef um er að ræða tilkomu risahafnar í samhengi "pólflutninga."
  2. En málið er, að þá myndi vöruverð á landinu lækka. Hafið samt í huga að við líklega erum ekki að tala um hlut, sem verður kominn að fullu á koppinn fyrr en eftir 20 ár eða svo.
  3. Af hverju lækkar vöruverð - - þ.e. vegna þess, að ef það mun streyma gríðarlegt vörumagn í gegnum landið, þannig að Ísland verður að mikilvægri umskipunarmiðstöð varnings fyrir pólsiglingar. Þá eykst mjög samkeppnin í siglingum hingað því vegna stórfellt aukins flutningsmagns myndu mun fleiri aðilar hafa áhuga á Íslandssiglingum. Og við það myndu flutningsgjöld til og frá landinu - - fara niður. Líklega töluvert.
  4. Þetta myndi einnig leiða til þess að ísl. fyrirtæki myndu geta greitt hærri laun, því að kostnaður við innflutning rekstrarvara myndi lækka samtímis því að einnig yrði ódýrara að flytja fullunna vöru úr landi.  
  5. Hærri laun samtímis því að vörur í verslunum yrðu ódýrari!
  • Þetta væru áhrif sem allt landið myndi njóta!
  • En auk þessa, myndi svæðið þ.e. Langanesbyggð, líklega verða miklu mun fjölmennara sveitafélag en í dag. En ef við skoðum kortið að ofan, má sjá að skammt er í Þórshöfn en nokkru fyrir sunnan er annað pláss - Bakkafjörður. Flóinn sem heild kallast Bakkaflói. Finnafjörður er fjörður út frá honum.
  • Mér myndi ekki koma á óvart, ef upp byggðist í kringum slíka höfn - - byggð ca. að umfangi byggðarinnar við Akureyri.

-------------------------------

Ef Pólflutningarnir eiga sér ekki stað, en Finnafjarðarhöfn yrði miðstöð fyrir gas-/olíuvinnslu, þá væri ekki um lækkun vöruverðs í landinu.

En olíu-/gastekjur að sjálfsögðu myndu einnig lyfta upp lífskjörum Íslendinga allra.

Og það yrði einnig stórfelld uppbygging á umráðasvæði Langanesbyggðar.

-------------------------------

Svo er auðvitað fræðilegur möguleiki á báðu - - þ.e. Pólflutningar og umskipunarhöfn, og miðstöð fyrir gas- og olíuvinnslu.

Það áhugaverða er, ef sá möguleiki er íhugaður - - að hvort tveggja gæti þá verið að eiga sér stað samtímis, þ.e. að vinnsla sé að hefjast fyrir alvöru, gæti einmitt verið að eiga sér stað eftir 20 ár.

Eins og það líklega tekur vart skemmri tíma, fyrir Pólflutninga að hefjast fyrir alvöru, þannig að höfn þurfi að vera tilbúin innan þess tímaramma.

2x - - þíddi náttúrulega að Ísland yrði ekki fátækara en Noregur!

  • Ef hvort tveggja - - tja, þá gæti það átt sér stað!
  • Að NA-land yrði smám saman efnahagsleg þungamiðja Íslands.
  • Yrði mikilvægari en Faxaflóasvæðið.
  • Þó það svæði væri ólíklegt til að visna upp og deyja.
  • Myndi það þó missa spæni úr aski sínum.

Þá erum við sennilega að tala um 50 ára samhengi. En að þeim liðnum, gæti öll sú breyting verið um garð gengin. Að NA-land væri nærri því jafn fjölmennt og í dag SA-hornið á landinu er. Sennilega ríkara.


Niðurstaða

Þ.e. óhætt að segja, að tilkoma risahafnar við Finnafjörð. Gæti valdið mikilli umbyltingu á Íslandi. En rétt er að rifja upp, að það var vegna tilkomu Reykjavíkurhafnar rétt fyrir Fyrra Stríð. Sem Reykjavík fór að byggjast upp fyrir alvöru.

Önnur og enn stærri höfn, með mun meira flutningsmagni. Myndi a.m.k. ekki hafa smærri áhrif. Þannig að það má reikna með því. Að mikil fjölgun íbúa NA-land mundi eiga sér stað. Sérstaklega ef olíu- og gasvinnsla á sér einnig stað. Ef við gerum ráð fyrir því að risahöfn komi til vegna flutninga yfir pólinn.

Þó að íbúa NA-land myndu græða hlutfallslega meira, myndu allir Íslendingar þó græða stórfellt. Sérstaklega ef hvort tveggja Pólflutningar og olía-/gasvinnsla á sér stað. Ef bara annaðhvort, væri það samt mjög stór breyting. Og eiginlega það stór, að um umbyltingu væri að ræða. 

En ef hvort tveggja samtímis, þá yrði Ísland ríkt.

  • Umhverfisáhrif eru eðlilega töluverð - - en líklega í reynd smærri en af einu stykki risaálveri. Ef við erum að hugsa málið í virkjunum - sökktu landi og rafstrengjum þvert yfir landið.
  • Sérstaklega ef ekki verður af olíu-/gasvinnslu, en það kemur samt risahöfn vegna pólflutninga. Þá verða engin olíuskip á ferðinni. Einungis flutningaskip. Engin olíu-/gasvinnsla.
  • En ef hvort tveggja á sér stað. Þá væru olíuskipin einnig á fartinni innan um stóru flutningaskipin. Og líklega sett upp birgðastöðvar jafnvel vinnslustöðvar fyrir olíu-/gasvinnslu. Umhverfisáhrif af slíku eðlilega yrðu nokkur. Þó þau væru ekki mæld í sökktu landi eða eyðilögðu lífríki áa!
Þannig séð er þetta - - eitthvað annað en álver!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Án fullyrðinga, þá held ég að risahöfn við Finnafjörð myndi rýra kosti annarra hafna á norður og austur landi sem nú þegar eru til.  Risa höfn þarf þjónustu og við Finnafjörð er rýr byggð. Ég held að um þetta þurfi ekki mikið meira að segja.  En víða á norður og austur landi eru byggðarlög fólks sem hefur víðtæka þekkingu og þar með aðlögunar hæfni sem gagnast gæti hverju sem er.

    

Hrólfur Þ Hraundal, 29.6.2013 kl. 12:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er líklega rétt að hluta, á hinn bóginn eru þær ekki endilega að keppa í því sama þ.e. stórskipaumferð og gámaflutningum; svo það þarf ekki heldur að eiga sér stað.

Ég held að fólk muni flytja á hinn nýja stað sem myndi byggjast upp, fremur greiðlega.

Íslendingar séu sveigjanlegir að því leiti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.6.2013 kl. 22:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hrólfur, þjónustan sem höfnin þarf á að halda byggist upp samhliða höfninni.  Sú þjónusta sem álverið á Reyðarfirði var ekki öll til staðar þegar ákveðið var að fara út í byggingu þess.

Jóhann Elíasson, 30.6.2013 kl. 11:14

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson | 29.1.2018

Við Ísland eru einhverjar mestu orkulindi heimsins, Crystal Methane. Setlögin eru á milli Íslands, Grænlands, Rússlands og Noregs. Kínverjar vilja staðsetja sig við þessar orkulindir.

Jónas Gunnlaugsson Hér eru Kínverjar að koma sér upp höfnum umkverfis heiminn. Þar sjáum við áætlaða höfn á Norður Íslandi. Skoða mynd nr 5 Það er ekki amalegt að hafa fríverslunarsamning við Ísland. Kínverjar geta keypt allt á Íslandi á viku. Íslendingar geta keypt… Meira

Við Ísland eru einhverjar mestu orkulindi heimsins, Crystal Methane. Setlögin eru á milli Íslands, Grænlands, Rússlands og Noregs. Kínverjar vilja staðsetja sig við þessar orkulindir.

Jónas Gunnlaugsson, 29.1.2018 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband