Var ESB að drepa evruna?

Hvað á ég við? Ég er að vísa til samkomulags ESB aðildarríkja - um það hvernig farið sé með banka sem komast í vandræði. Aðferðin er seld sem leið til þess - - að forða skattgreiðendum frá tjóni. Þegar bankar lenda í vandræðum. En sannleikurinn er sá - - að þeir skattgreiðendur, sem einkum er verið að verja. Eru skattgreiðendur ríkjanna í N-Evrópu; sem með samkomulaginu eru varðir gegn því. Að þurfa að fjármagna banka-viðreisn í löndum S-Evrópu.

Samkomulagið eiginlega virðist endanlega drepa tilraunir til þess, að gera kostnaðinn við bankatjón evrulanda með einhverjum umtalverðum hætti - sameiginlegt.

EU Deal Protects Taxpayers in Bank Bailouts

EU reaches deal on failed banks

EU Pact Reached on Failing Banks

 

Kýpur aðferðin er fest í sessi!

  1. Fyrst er gengið á hluthafa, sem verður að teljast fullkomlega réttmætt.
  2. Síðan er gengið á skuldbindingar banka við 3-aðila, þær afskrifaðar.
  3. Í þriðja lagi, ef fyrri 2 skrefin duga ekki til, er gengið á innistæður þeirra sem ekki eru tryggðar þ.e. innistæður ofan við 100þ.€.
  • Skv. samkomulaginu á hvert ríki fyrir sig, að stofna "bank resolution fund" -slitasjóð- sem fjármagna skal af bönkunum sjálfum - ath - í hverju landi fyrir sig. Slíkur sjóður skal vera að umfangi sambærilegur við 1,3% af heildarumfangi banka í hverju landi fyrir sig.
  • Hugmyndin er, að greiðslur úr þessum sjóðum, sé sett mörk við 5% af heildarskuldbindingum banka, sem fái fjármögnun úr slíkum sjóðum.
  • Seðlabanki Evrópu, þarf að gefa heimild til að fé úr "slitasjóðum" sé greitt.
  • Til þess að fé fáist greitt, er regla um lágmarks "bail in" upp á 8% af heildarskuldbindingum banka.
  • Einhverjar undantekningareglur um - - vernd tiltekinna skilgreindra eigenda, hafa verið settar inn. Af kröfu sumra ríkja.

 

Hvað er svona hættulegt við þetta samkomulag?

"Schäuble said that depositors with less than €100,000 in their accounts would have nothing to worry about and that deposit guarantees would protect them not only in Germany, but also across the EU."

  1. Vandamál eitt, er það að "kerfið er áfram" fjármagnað af hverju landi fyrir sig, og þau eru afskaplega mismunandi vel eða ílla stödd. Þó svo, að komið verði á sameiginlegu eftirliti Seðlabanka Evrópu og hann hafi eftirlit með starfsemi banka og "slitasjóða" og "innistæðutryggingasjóða." Þá felur það, að hvert land fyrir sig ber ábyrgð á fjármögnun síns kerfis, í sér þá ógn. Að öryggið  sem kerfið veitir - - verður afskaplega misjafnt eftir löndum.
  2. En þ.e. mjög áhugavert, hvernig mun ganga að fjármagna "slitasjóði" í löndum S-Evrópu, þ.s. þegar er til staðar mjög erfið staða ríkissjóða og samtímis "fjármálastofnana."
  3. Að auki ætti það öllum að vera ljóst, að líkur þess að staða banka sé það alvarleg að það muni þurfa að ganga á innistæður umfram 100þ.€ eru miklu meiri í löndunum sem standa ílla, en í löndunum sem standa tiltölulega vel.
  4. Að lokum - - er ég þess reyndar fullviss, að langt - langt í frá, sé það algerlega öruggt. Að innistæðutryggingakerfi landa í efnahagsvanda sé "fullfjármagnað." Þannig að fullyrðingin þess efnis, að 100þ.€ lágmarkstryggingin veiti sömu vernd alls staðar - - er alveg örugglega, froða.

 

Hvaða áhætta fylgir ofangreindum sannleik?

  1. Ég held að þetta samkomulag, hafi stórfellt aukið hættu á fjármagnsflótta frá S-Evrópu. Næst þegar alvarleg kreppa steðjar að á evrusvæði.
  2. En innistæðueigendur í löndum sem standa ílla, hljóta nú að verða töluvert "nervusir" þegar stefnan er svo kyrfilega mörkuð, að þeirra peningar séu ekki "öruggir."
  • Þó svo að innan Björgunarsjóðs Evrusvæði sé tekið frá 60ma.€ summa sem verði unnt að fá greitt úr, ef áður er búið að skera niður eignir - skuldir og innistæður; og slitasjóður hefur greitt inn 5%.
  • Þá er rétt að muna, að á sl. ári tók Spánn ríflega summu að láni til að endurfjármagna banka á Spáni vel um helmingur þeirrar upphæðar, síðan var um 30ma.€ af björgunarláni Grikklands til bankafjármögnunar og milli 30-40ma.€ til Írlands á sínum tíma til svipaðra hluta.
  • Þannig að þetta fé, dugar einungis ef "fjármálakreppa" takmarkast við sennilega "smærri löndin."

Að auki þarf meðlimaríki sem fær fé úr þeim sjóði - að greiða á móti 20%.

Höldum til haga - - munum Kýpur, að ef það gerist. Að þessari leið er fylgt fram. Að gengið er á eignir - skuldir og innistæður í þeirri röð. Þá verður af mikið efnahagstjón fyrir viðkomandi land.

En þá tapa fyrirtæki og einstaklingar sýnu fé - - spurningin er þá hve stór sá banki var sem féll, þ.e. hvaða hlutfall af heildarinnistæðum eru í húfi í því landi.

En ef um stóran banka er að ræða með hátt hlutfall innistæðna, þá erum við að tala um mjög verulega hagkerfisbælandi áhrif; kostnaður skattgreiðenda þess lands er því verulegur.

Hann kemur þá fram í atvinnuleysi - töpuðu fé. 

  • Í þessu samhengi þarf að hugsa kröfuna um "mótframlag." 
  1. En ef eins og líklegt er - - að "slitasjóðir" eru lítt fjármagnaðir í reynd!
  2. Innistæðutryggingar líklega litlu betur staddar hvað fjármögnun varðar.
  3. Ríkið sjálft skuldum vafið - rekstur þess þungur.

Þá væri ríkið að reiða fram sitt 20% framlag, á sama tíma og bælandi áhrif hins gríðarlega peningataps fyrirtækja og einstaklinga, væri að skella á hagkerfinu.

-------------------------------

Þetta verður ekkert verulegt vandamál í betur stöddu ríkjunum þ.s. þar eru ríkissjóðir mun betur staddir. Slitasjóðir líklega verða á endanum - fullfjármagnaðir. Mun minna líklegt að það muni þurfa að ganga á innistæður þegar bankar lenda í vanda. Mótframlag ef lán væri tekið af bankanum frá Björgunarsjóði Evrusvæðis, væri líklega - vel viðráðanlegt.

 

Þetta kerfi virðist verja hagsmuni skattgreiðenda í "ríku löndunum"

  1. Engin sameiginleg innistæðutrygging - - áfram kerfi sem byggist á sjóðum söfnuðum innan hvers lands fyrir sig. Þau kerfi eru líklega vel fjármögnuð í vel stöddum löndum, en mun verr í ílla stöddum.
  2. Með því að hvert land ber áfram ábyrgð á sínu bankakerfi, vörðust betur settu ríkin - kröfunni um það, að bankakerfi ESB landa væri fært yfir á "sameiginlega ábyrgð."
  3. Það nánast eina sem er sameiginlegt - - er eftirlit með bönkum. En ríku löndin telja að eftirlit hafi verið ábótavant í fátækari löndunum - einkum. Ekki hjá sér.
  • 60ma.€ sjóðurinn innan Björgunarsjóðs Evrusvæðis er auðvitað dropi í hafið í samanburði við tuga þúsunda milljarða evra heildar skuldbindingar banka og fjármálastofnana innan ESB.

Þannig séð hefur fjármálaráðherra Þýskalands rétt fyrir sér - - að skattgreiðendur séu varðir.

En hann átti við sína eigin!

 

Niðurstaða

Nokkuð áhugaverð þróun hefur verið í gangi undanfarnar 3-4 vikur. En töluverð hækkun hefur orðið á vaxtaálagi ríkissjóða S-Evrópu. Engin veit fyrir víst hvað er að gerast. Sumir segja að þetta sé í vegna óróa almennt á mörkuðum, í kjölfar yfirlýsingar Seðlabanka Bandar. að hann ætli að minnka prentun.

En það getur vel legið önnur skýring að baki, nefnilega sú - - að markaðir séu að endurmeta stöðuna í ljósi þess. Að ekkert bólar ennþá á efnahagslegum viðsnúningi í S-Evrópu. Skuldir þeirra landa halda áfram að hrannast upp.

Síðan er Grikkland í vanda eina ferðina enn, en þar hefur komið í ljós ca. 4ma.€ fjárlagagat. Grikkjum gengur mjög ílla að selja eignir - t.d. skv. nýjustu fréttum er sala á gríska lottóinu sem er í ríkiseigu í vandræðum. Ef sú sala gengur ekki, mun þetta fjárlagagat líklega stækka frekar. Gríska ríkið þarf að standast endurskoðun fyrir lok júlí. Og engin lausn á þessum nýja vanda er enn í sjónmáli. Vart virðist vera unnt að heimta að Grikkir skeri þetta niður.

  • Þ.e. gerir þetta áhugavert - - er sú tímasetning. Að um svipað leiti kemur fram staðfesting á því, að Kýpur leiðin verði framtíðar-aðferð ESB þegar bankar lenda í vanda.
  • Hvað gerist - - ef sú hótun AGS að greiða ekki sitt framlag kemur fram? Í kjölfar þess að ríkisstjórn Grikklands með 3-sæta þingmeirihluta, ræður ekki við vandann?
  • Og það kannski blasir loks við - hrun Grikkland sem búið er að voma yfir nokkuð lengi sem möguleiki?

Auðvitað er vandinn fræðilega leysanlegur t.d. ef aðildarríkin skera summuna sem Grikkjum vantar upp á - - einfaldlega af, þ.e. afskrifa hana. En það virðist ekki sérdeilis líklegt.

En það er a.m.k. hugsanlegt að seinni hluti sumars verði áhugaverður tími á evrusvæði!

Spurning hvort innistæður í verr stöddu löndunum, fara að leita aftur í vaxandi mæli til N-Evrópu?

Spurning hvort að fleiri aðildarlönd evru neyðast til að taka upp "höft á fjármagnsflutninga"?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Þessi €100.000 ábyrgð á pr. reikning getur ekki staðist ein og sér, hvaða ríki getur staðið við slíka ábyrgð? Ekkert, vegna þess að þau ríki er ekki með prentvélina sjálf. Auk þess er alltaf talað um reikning en ekki einstakling þannig að sá sem á 10 milljónir € getur bara sett það á x €100.000 reikninga og þeim er borgið. Það hlýtur að þurfa að taka þetta inn í skuldaálag á pr. ríki.

Ég fer að halda á esb er þannig skordýr að það vilji stjórna og skipa fyrir en bera ekki neina ábyrgð á hvað það hefur sagt.

Það hlýtur að koma upp veggur á fjármagnsflutninga á milli landi í evrunni annað gengur ekki upp. Því pr. land verður að geta haft hemil á sínum fjármagni þannig að það hverfur ekki úr landi. Sem dæmi um það er Grikkland mikið að fjármagninu fór yfir á Kýpur og þaðan síðan í hulduheima.

Ómar Gíslason, 28.6.2013 kl. 01:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugaverð grein úr Spiegel, þar er rætt við nokkra þekkta gamla pólitíkusa, umæli González fyrrum forsætisráðherra Spánar eru áhugaverð, en einnig Jean Asselborn utanríkisráðherra Lúxembúrg:

'Germans Always Looking out for Own Interests'.

González hefur miklar áhyggjur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.6.2013 kl. 11:17

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Góð grein um "Germans Always Looking out for Own Interests" allt sem gert er í kringum evruna þarf „samþykki þjóðverja".

Í dag streyma mikið af peningum til Þýskalands og þarf maður í raun að borga fyrir að hafa peninga þar, en hvað skeður ef allt þetta lausa fjármagn á mjög lágum vöxtur stekkur um borð á gullið þegar það fer að taka við sér? Lenda þá þjóðverja ekki sjálfir í vanda?

Frá miðnætti hefur silfur hækkað um cirka 2,5% og ekki fallið aftur, þannig að það sýnist að það sé að taka við sér aftur. Verður gaman að fylgjast með hvort allt þetta lausa fjármagn í Þýskalandi stekkur um borð í gull og silfur.

Ómar Gíslason, 28.6.2013 kl. 12:00

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sennilega var lækkun á gulli aðeins meiri en hæfir aðstæðum á markði, hann virðist oft undirskjóta ívið.

En mig grunar að margir enn haldi að Þýskaland sé sæmilega öruggt í stormi, þó svo það gerist að eitt eða tvö eða þrjú ríki í S-Evr. yfirgefi evruna.

Ein fræðileg útkoma er að löndm í evrunni fækki þangað til að þröngur kjarni er eftir - - en þá gæti sá orðið afskaplega þröngur á endanum. En í hvert sinn er land myndi fara myndi það hætta að borga af sínum skuldum, þannig að löndin sem eiga skuldirnar myndu þá fara að tapa stórfé. Þ.e. auðvitað hugsanlegt að meira að segja land eins og Þýskaland. Gæti í slíkri atburðarás endað í erfiðum málum - með fj. af gjaldþrota bönkum. Almenningur með tapað sparifé.

En jafnvel þá ætti gjaldmiðill landsins ekki að verða einskis virði - - þ.e. virðið næmi staðar á gólfi markað af þeirra útfl. verðmætum. Svipað og krónan mun alltaf botna aldrei verða einskis virði svo lengi sem við höfum trausta markaði fyrir okkar útflutning.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.6.2013 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband