26.6.2013 | 00:59
Snowden virðist enn fastur á flugvellinum í Moskvu!
Þetta kemur fram í frétt Financial Times, að þetta sé líklegasta staðsetning hans. Að vera fastur á komu svæðinu á Moskvu flugvelli. Án vegabréfs - því Bandaríkin hafa ógilt vegabréf hans. Þannig, að hann getur ekki ferðast til 3-ja lands. Nema, að e-h land ákveði að taka við honum.
En Bandaríkin eru að hamast við að "anda niður hálsmálið á nokkrum" sem gæti verið að íhuga að taka við honum.
Spurning hve lengi Snowden verður fastur þarna í flugstöðinni?
Putin rules out sending Snowden back to US
Russia Won't Stop Snowden, Putin Says
Ríki heims eru eðlilega hikandi við það að taka við Snowden!
Fræðilega hefði Kína t.d. geta tekið við honum, en Snowden var leyft að fara til með AIROFLOT til Moskvu frá Hong Kong.
Það finnst mér benda til þess, að Kínverjar hafi komist að þeirri niðurstöðu - - að þeir vildu ekki taka við honum.
En meira að segja fyrir Kína, væri kostnaður við það að taka við honum - - af skaðanum sem það geti haft í för með sér, fyrir samskipti Kína og Bandar. Sem þegar eru viðkvæm að mörgu leiti.
Svo til þess, að vera eigi að síður til í slíkt, hefði Snowden þurft að hafa "verðmætar" fyrir Kína upplýsingar, ef Kína komst að þeirri niðurstöðu - - að gagnasafn Snowden væri líklega lítils virði fyrir Kína; þá var það rökrétt að hleypa honum úr landi.
-----------------------------------
Rússland virðist hafa komist að svipaðri niðurstöðu, eftir að fyrst hafa velt fyrir sér hvort Snowden gæti verið fengur, þá vilji þeir frekar losna við hann!
Putin - "Mr Snowden is a free man, Mr Putin said. The sooner he selects his final destination point, the better both for us and for himself."
Pútín vill hann burt frá Rússlandi.
Putin - "We can only hand over foreign citizens to countries with which we have an appropriate international agreement on the extradition of criminals,"
Pútín vill samt ekki afhenda hann bandar. stjv. með beinum hætti!
Putin - "Mr. Putin joked that Mr. Snowden "told us nothing that we didn't know before" about American surveillance efforts. He said surveillance operations are warranted so long as the fall within the law."
Sem staðfestir að því virðist, að rússn. "intelligence" hafi rætt við Snowden á flugvellinum. Sennilega hafi þá verið kastað einhverju mati, á hugsanlegt "virði" Snowden fyrir Rússland.
En fyrst að Putin segir - - að hann vonist til að Snowden fari annað, þá hafi niðurstaðan verið, að gögnin séu ekki nægilega áhugaverð.
"Dmitry Trenin, director of the Moscow Carnegie Center, the think tank, said he believed Russia was now looking for a way out of the Snowden case." - "They had the idea in the beginning to exploit this for political gain, but I believe there was a change that happened mid-course. From Moscows point of view, this has started to look far less advantageous and far more dangerous, and now they are looking for an exit, for a way out." - "They are trying to find a way to get rid of him, but without delivering him to the United States. At the same time they are looking to minimise the damage to US Russia relations, which will be considerable."
Með öðrum orðum - - að rússnesk stjv. hafi komist að þeirri niðurstöðu, að Snowden sé of heit kartafla.
Til þess að það sé þess virði - miðað við það tjón á samsk. v. Bandar. sem af því hlytist; að taka við honum. Gögn Snowden séu ekki nægilega áhugaverð, til að réttlæta að taka við honum.
White House National Security Council Spokeswoman Caitlin Hayden - "Given our intensified cooperation after the Boston Marathon bombings and our history of working with Russia on law enforcement mattersincluding returning numerous high-level criminals back to Russia at the request of the Russian governmentwe expect the Russian government to look at all options available to expel Mr. Snowden back to the U.S. to face justice for the crimes with which he is charged,"
Spurning hvort Rússar verða við kröfu bandar. stjv. - - að reka Snowden út landi? Sem væntanlega myndi fela það í sér, að hann væri sendur í "járnum" með flugvél beint til Bandaríkjanna.
Niðurstaða
Mér virðist framtíð Snowden ekki líta vel út. Þó draumurinn sé að koma honum til Ekvador. Þá er ca. 40% af viðskiptum Ekvadora við Bandaríkin. Þegar Ekvador tók v. Assange - en hann er enn í sendiráði Ekvador í London. Fastur þar og verður það líklega áfram, þess vegna mörg næstu ár. Þá slitu Bandaríkin stjórnmálasambandi. Þau hafa verið opnuð að nýju fyrir innan við ári síðan. Ríkisstjórn Correa hefur virst vilja leggja áherslu á að laga samkipstin í seinni tíð sbr:
Ecuador Risks Trade Problems With U.S. if It Grants Asylum to Snowden
"In recent months, Mr. Correas government has been in Washington, lobbying to retain preferential treatment for some key Ecuadorean products. But that favored status, which means keeping thousands of jobs in Ecuador and cheaper goods for American consumers, could be among the first casualties if Mr. Correa grants asylum to Mr. Snowden. "
Það má því vera að Correa forseti, sé ekki til í að - - æsa Bandaríkin til reiði í annað sinn. Þá líklega væri einungis spurning um Venesúela eða Kúbu, en Kúba hefur virst í seinni tíð vilja bæta samskiptin v. Bandaríkin. Chaves er fallinn frá, og arftaki minna fastur í sessi. Ekki sami hugsjónaeldurinn í gangi í dag í því landi.
Það getur því farið svo, að Snowden verði næstu vikur mánuði eða lengur á flugvellinum í Moskvu. Eða þangað til að Rússar á endanum sættast á að senda hann með flugi beint til Bandar., þá væntanlega í járnum.
------------------------------------
Það hve hikandi ríki heims eru að taka við Snowden, sýnir hve fullkomlega galið það var að ætla litla Íslandi, að gera þ.s. stór ríki úti í heimi - þora ekki að gera.
Einstaklingar geta lifað sínu lífi skv. hugsjónum - - en heilu þjóðfélögin, vanalega gera það ekki.
Höfum í huga þau ríki sem beita sér gegn hagsmunum Bandar., stöðu þeirra í alþjóðasamfélaginu, en Bandar. hafa sín ráð til að tryggja að slíkum ríkjum sé "úthýst" - - þau fá þá mjög takmarkaða fyrirgreiðslu nokkurs staðar frá.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2013 kl. 00:33 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 857476
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Menn eru bjartsýnir að halda að Rússar, með gamlan KGB-mann sem forseta, sleppi honum án þess að pumpa hann um upplýsingar. En Snowden getur þá sjálfum sér um kennt að hafa lagt höfuð sitt í gin úlfsins -- eða bjarnarins.
Ég spái því, að hann sleppi ekki í bráð.
Jón Valur Jensson, 26.6.2013 kl. 11:01
Það er meira en að segja það, að styggja Bandaríkin.
Það er því ekki líklegt að Ísland verði í bráð miðstöð fyrir hið frjálsa orð.
Einu sinni var þó USA framvarðarríki til varnar frelsi og frjálri hugsun.
Afskaplega er það sorglegt að sú hugsjón sé orðin svona dauf í stærsta og voldugasta ríkinu á þessari jörð.
Verðum við kannski að leggja traust okkar á að það hylli undir komu hámenningar frá öðrum stöðum í geimnum?
En það hlýtur aðeins að vera tímaspursmál að slíkt eigi sér stað.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.6.2013 kl. 15:51
Það eru ekki bara Bandaríkin, þetta er alls staðar.
Umfang persónunjósna og símahlerunar er eflaust háð fjárhagsgetu einstakra ríkja - en við sakleysingjarnir í norðri verðum helst vör við eftirlitið þegar við ætlum að ferðast flugleiðis milli landa.
Eftirlitsmyndavélar hafa líka verið settar upp víða hér á landi, við vitum bara ekki af þeim nema þegar fréttamiðlar birta frá þeim myndir af "manni sem lögreglan vill finna og spjalla aðeins við".
Líklega verður núverandi eftirlit varanlegt og því ekki sambærilegt við McCarthy tímabilið.
Kolbrún Hilmars, 26.6.2013 kl. 17:40
Eftirlits myndavélar eru alls ekki það sem borgararnir þurfa að óttast.
Þeim fylgir frekar öryggi, að umgengni verði prúðmannlegri en ella.
Ekkert hef ég á móti því að geta ferðast um borgina, tiltölulega öruggur um minn hag.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.6.2013 kl. 18:14
Nákvæmlega það, Sigurður. Þetta finnst mér líka.
En sums staðar er kafað dýpra, í forvarnarskyni, auðvitað. Hugsanlega fleiri skaðlegir þar á ferð, og almenningi er að venju meinuð sjálfsvörn.
Um það snýst gagnrýnin. Hvenær er nóg - nóg?
Kolbrún Hilmars, 26.6.2013 kl. 18:55
Sigurður Alfreð Herlufsen - - Já Sigurður, mér er fyrirmunað að sjá, að okkur væri óhætt að hleypa Snowden hingað. Hræddur um. Að kanar myndu stíga nokkuð harkalega á okkur í kjölfarið.
En varðandi frelsishugsjón vs. stórveldahegðan, þá hefur þetta tvennt togast lengi á í Bandaríkjunum - - og komið tímabil þ.s. hallaði á hvorn veginn.
Nú virðist ívið vera, að þeir séu að fókusa á "stórveldið" Bandar. á kostnað, hugmyndarinnar um Bandar. sem kyndilbera frelsis og mannréttinda.
Kannski er það v. þess, að Bandaríkjunum finnst "þau" vera óörugg. Það sé, þegar þau upplifa öryggi með sína stöðu, sem þau - leggi minni áherslu í þessa átt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.6.2013 kl. 00:30
Jón Valur Jensson - - Ef þeir telja hann ekki hafa neitt upp á að bjóða, upplýsingar sem nýtilega séu - fyrir Rússa auðvitað, getur farið með öðrum hætti. Ég efa ekki, að ef þeir hefðu talið hann hafa mikilvægar upplísingar, hefði hann verið hirtur upp af starfsm. leynistofnana Rússlands - undir eins við komuna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.6.2013 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning