23.6.2013 | 23:47
Gengi í skoðanakönnunum gæti hafa haft sitt að segja með brotthvarf Vinstri Demókrata úr ríkisstjórn Grikklands!
Ég fór aðeins að skoða þetta atriði, eftir að ég las frétt Der Spiegel: Greek Government Wobbles as Coalition Splits. En þar var bent á það atriði, að "Lýðræðislegt Vinstri" eða "Vinstri Demókratar" væru að fá mjög slæma útkomu úr nýlegum skoðanakönnunum.
Þeir stæðu frammi fyrir algeru hruni - - sem gæti hugsast að hafi spilað rullu!
Fann þessa mynd á vefnum sem sýnir þá skoðanakönnun, sem vitnað er til af Der Spiegel!
Opinion poll gives ND slim lead over SYRIZA, sees new parties emerging
- Nýtt Lýðræði.....................20,5%.
- Syriza................................19,9%.
- Golden Dawn.......................9,3%.
- PASOK.................................5,5%.
- Independent Greeks...............5%
- KKE......................................4,9%.
- Democratic Left...................3,7%.
OK, þessi könnun kom fram í apríl, síðan þá hafa liðið tveir mánuðir.
Ég veit ekki sosum akkúrat hvað breyttist, en Lýðræðislegt Vinstri ætlar sér skv. því sem fram kemur í Der Spiegel, að taka frekar harða afstöðu í málinu.
Hvað varðar ríkisfjölmiðil Grikklands - - en Grikkland á ekki það marga daga framundan, þ.e. til loka júlí.
Ef á að takast að "reka 2000" ríkisstarfsmenn. En góðum slurki átti á ná fram með því, að loka ríkisfjölmiðlinum og opna nýjan. Með ca. 1000 færri starfsmönnum.
Að auki, stendur ríkisstjórn Antonis Samaras frammi fyrir þeim vanda, að þ.e. enn á ný komin í ljós. Stórt gat í fjárlögum - - í þetta sinn um 4ma.. Sem einhvern veginn þarf lausn á einnig, ef ganga á frá endurskoðun Grikklands fyrir júlílok.
Ef þetta er ekki nóg - - með brotthvarfi Lýðræðislegs Vinstri hefur stjórnin einungis 3 þingmenn í meirihluta, og spurning hve öruggt þ.e. að stjórnin í reynd hafi þingmeirihluta - þegar á reynir.
Reyndar kemur fram í Der Spiegel greininni, að einhverjir óháðir þingmenn - - veiti ríkisstjórninni stuðning. En sá fj. kom ekki fram né hverjir.
Spurning hve mikið í reynd er til í því.
Könnunin er samt - áhugaverð!
- Nýnasistar skv. henni - - eru 3. stærsti flokkur landsins. Úps.
- Syriza flokkur andstæðinga hnattvæðingar, flokkur róttækra vinstrimanna en ekki "komma" - er í öðru sæti. Í andstöðu við björgunarprógrammið. Þó leiðtogin hans í töluvert augljósum popúlisma, segist ekki styðja brotthvarf úr evru.
- Grískir kratar sannarlega mega muna fífil sinn fegurri, voru oft áður stærsti flokkur Grikklands. Nú með einungis 5,5% fylgi.
- Síðan kemur flokkur uppreisnarmanna, frá "Nýju Lýðræði" - megin hægri flokk Grikklands sbr.v. Sjálfstæðiflokkinn. Hægri menn, sem hafa ákveðið, að fara í eindregna andstöðu við björgunarprógramm Grikklands.
-----------------------------------
Spurning hvort að Fotis Kouvelis leiðtogi "Lýðræðislegs Vinstri" sé að veðja á það, að ríkisstjórnin falli í sumar. Og því ekki seinna að vænna. Að hverfa frá borði. Í veikri von um að endurreisa fyrra fylgi, fyrir nk. kosningar.
Sem verði þá síðsumars eða snemma í haust.
En ríkisstjórnin ásamt sínum veika þingmeirihluta - stendur frammi fyrir því, að AGS hefur hótað því að greiða ekki sinn hluta aðstoðarinnar.
Nema að lausn verði fundin á "fjárlagagati" Grikklands sem í ljós hefur komið.
Og ríkisstjórnin ásamt "Þrenningunni" hefur til loka júlí að finna þá lausn.
- Ég á erfitt með að sjá - ríkisstjórnina geta knúið fram frekari niðurskurð, upp á slíkar upphæðir. Ofan á fyrri niðurskurð, og ofan á þann sem þegar er fyrirhugaður - skv. samþykktri áætlun.
- Á sama tíma, á ég erfitt með að sjá - aðildarlönd ESB vera til í að lána frekara fé til Grikklands.
- Nánast eina leiðin virðist vera - - að aðildarlöndin, afskrifi þ.s. upp á vantar.
- En væru þau til í það?
Svo kannski var Fotis Kouvelis ekki svo vitlaus - - að yfirgefa skipið!
Ummæli þingmanns PASOK eru áhugaverð:
"A PASOK parliamentarian, who wished to remain anonymous, explained his party's decision to stay in the Samaras government by saying: "We will either thrive together (with New Democracy) if the government succeeds, or be annihilated together if we fail.""
Það er örugglega rétt hjá honum!
Niðurstaða
Það er skelfilegt að sjá nýnasista sem 3-stærsta flokk Grikklands. Ef það verða kosningar á þessu ári. Þá verður það líklega í kjölfar raunverulegs hruns 3-áætlunarinnar um björgun Grikklands. Og þá er ég hræddur um, að fylgi nýnasistanna. Gæti aukist töluvert.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2013 kl. 00:01 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar Björn, er þetta ekki akkúrat það sem allmargir hafa verið að benda á að undanförnu að þessi ESB, AGS herðing sultarólarinnar í suður-evrópu sé akkúrat að undirbúa jarðveginn fyrir öfgahópa?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2013 kl. 09:01
Jú það er víst svo.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2013 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning