Er Kína bólan að fara að springa?

Eftir áhugaverða greiningu Fitch Rating á ástandi kínv. fjármálamrkaðarins. Skapaðist fjörleg umræða á netfjölmiðlum heimsins. En þegar maður les um þær stærðir sem eru á ferðinni innan kínv. fjármálakerfisins, þá væri það ekki undarlegt ef e-h mynd gapa af forundran.

  • En ef stærðirnar eru réttar - - er þetta hugsanlega "stærsta bankabóla sögunnar."
  • Innan einstaks ríkis!

China Credit-Bubble Call Pits Fitch’s Chu Against S&P

Fitch warns on risks from shadow banking in China

Fitch: WMP Issuance by Chinese Banks Stabilising

China Banking Stress May Come Faster on Cash Crunch, Fitch Says

 

Svakalegt "credit boom" í Kína!

  1. Charlene Chu - "She earlier estimated China’s total credit, including off-balance-sheet loans, swelled to 198 percent of gross domestic product in 2012 from 125 percent four years earlier"
  2. "...exceeding increases in the ratio before banking crises in Japan and South Korea.
  • "In Japan, the measure surged 45 percentage points from 1985 to 1990..."
  • "...and in South Korea, it gained 47 percentage points from 1994 to 1998, Fitch said in July 2011."
  1. "“There is just no way to grow out of a debt problem when credit is already twice as large as GDP and growing nearly twice as fast,” Chu, 41, said in an interview."
  2. "Chinese banks are adding assets at the rate of an entire U.S. banking system in five years. To Charlene Chu of Fitch Ratings, that signals a crisis is brewing."
  • "Amid the global credit crunch of 2008, China ramped up lending by state-controlled banks to prevent an economic slowdown."
  1. "The assets of Chinese banks expanded by 71 trillion yuan ($11.2 trillion) in the four years through 2012, according to government data.
  2. They may increase by as much as 20 trillion yuan this year, Chu said April 23.
  3. That will exceed the $13.4 trillion of assets held by U.S. commercial banks at the end of last year, according to the Federal Deposit Insurance Corp."

--------------------------------------------

Þetta eru ótrúlegar stærðir - - og það virðist vart geta annað gerst, en að einhverskonar "krass" muni eiga sér stað.

Óvíst að það sé þetta ár, en þ.e. samt hugsanlegt. En markaðir í Asíu hafa verið töluvert órólegir undanfarnir, vegna mikilla vangavelta um hugsanlega minnkun á seðlaprentun í Bandar.

Við þetta, hefur verðlag á dollar stigið nokkuð en verðlag asískra gjaldmiðla sem og annarra gjaldmiðla svokallaðra ný-iðnvæddra þjóða fallið að sama skapi, gagnvart dollarnum.

Þetta er samt sem áður litlu meir en leiðrétting til baka, á falli dollarsins gagnvart þeim gjaldmiðlum áður. Þegar "US Federal Reserve" hóf hina stórfelldu prentunaraðgerð - bætti síðan í.

  • Sumir vilja samt meina, að ef Bernanke minnkar til muna prentun eða jafnvel hættir henni á árinu, gæti það orðið einhvers konar "trigger" atburður.

En þá minnkar streymið af dollurum um alþjóðahagkerfið, og því verður minna af dollurum að fjárfesta!

Þ.e. sjálfsagt hugsanlegt að við það verði nokkuð verðfall á mörkuðum í Asíu, ef það skapar minnkaða eftirspurn eftir fjárfestingatækifærum í þeim löndum.

Alltaf hugsanlegt, að verfall af einni ástæðu - - skapi dómínó áhrif, ef það eru aðstæður af öðru tagi. Sem skapa "viðkvæma stöðu."

 

Annað sem þarf að muna, er að þ.e. farið að draga úr hagvexti í Kína!

Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!

En afleiðingar eins barns stefnunnar, eru að skella á Kína - - nú þegar.

En skv. skýrslu starfsm. AGS sem ég fjalla um í þeirri bloggrein, þá er mjög afdrifarík þróun þegar í gangi!

----------------------------------------

 

Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?

Bls. 14

  • "China’s excess supply of labor has peaked in 2010 and is on the verge of a sharp decline:
  1. "from 151 million in 2010"
  2. "to 57 million in 2015,"
  3. "and 33 million in 2020"

----------------------------------------

Þetta er ástæða þess, að laun hafa verið að hækka í Kína undanfarin ár - þ.e. þau allra síðustu. Því eftir því sem fækkar í púlíunni yfir þá sem ekki hafa vinnu, því betri verður samningsstaða kínv. verkamanna gagnvart vinnuveitendum.

Það hafa verið verkföll - meira að segja.

  • Með vissum hætti má segja - - að hin gríðarlega peningadæla sem kínv. stjv. hafa verið með í gangi innan kínv. hagkerfisins, í gegnum hið ríkisvædda bankakerfi.
  • Sé ekki síst, til þess að tryggja Kína sem mest af framleiðslu heimsins, áður en skortur á verkafólki skellur á skv. skírslunni - eftir 2020. 

En þetta þíðir einnig, að þ.s. þegar er farið að gæta - að það hægi á mögulegum hagvexti, mun halda áfram að ágerast.

Á einhverjum tímapunkti, mun ekki lengur verða möguleg - - að viðhalda hagvextinum, með þeirri peningadælu sem í gangi hefur verið undanfarið.

Þá líklega, hafandi í huga að þá verður "kredit" orðið enn stærri bóla en nú, mun líklega verða "stór" skellur.

 

Er hætta á gjaldþroti Kína?

Líklega ekki í þetta sinn, en Kína á ennþá mikið af erlendum eignum sem og erlendum ríkisbréfum, ekki síst bandar.

Þau er vel unnt að setja fram sem "mótveð" gegn nýjum lánum frá alþjóðlegum bankastofnunum. Þannig, að ég reikna með því að kínv. stjv. geti "endurfjármagnað" bankana.

Að minnsta kosti, í eitt skipti til viðbótar. En þá líka held ég að Kína sé sprungið á "limminu" þ.e. ekki verði unnt að endurtaka leikinn - eina ferðina enn.

Með rosalegu "credit boom" til þess að aftur búa til ofsalegan vöxt, en í ljósi þess hve fólksfj. þróunin mun á næstu árum, koma sem hemill í vaxandi mæli á móti.

Þá hugsa ég, að ef kínv. stjv. myndu gera eina tilraunina enn, til slíks - myndi það standa stutt.

Og eftir það "krass" myndi Kína lenda í raunverulegum skuldavanda, eins og Brasilía á 9. áratugnum.

  • Kínv. stjv. verða að hafa vit á því, að láta það krass sem er yfirvofandi - - marka endalok slíks "credit boom" drifins vaxtar.

 

Niðurstaða

Ég hugsa að "krass" sé virkilega yfirvofandi í Kína. Það verði líklega stutt en snörp kreppa. Þ.e. snögg dýfa og djúp, en síðan hratt upp aftur. En kínv. stjv. líklega endurfjármagna bankakerfið sitt, með þeim eignum sem kínv. stjv. eiga. Þær er unnt að nota t.d. sem veð gagnvart erlendum lánum. Nota síðan "asset swap" til að greiða þau, þá með afföllum eðlilega. 

Þá væri Kína stærstum hluta búið að losa sig v. þau erlendu ríkisbréf sem Kína í dag á. En með þessum hætti, getur Kína væntanlega endurfjármagnað - án þess að kínv. ríkið lendi sjálft í skuldavanda.

Því verði engin "skuldakreppa" af sambærilegu tagi í Kína, eins og Evr. er í dag að ganga í gegnum. Heldur klassísk snörp kreppa.

Um verði að ræða "pásu" í hagvexti, Kína muni síðan ná sér aftur. En eftir það - vaxa mun hægar en áratugina 3. á undan.

Þ.s. kínv. stjv. þurfa að gæta að, er að endurtaka ekki sama leikinn - - þ.e. "credid boom and bust" því að eftir að hafa losað sig v. þær handhægu eignir sem auðvelt er að koma í verð, þá væri mun erfiðara fyrir Kína. Að forðast raunverulega skuldakreppu - - ef leikurinn væri endurtekinn aftur.

Það væri ekki snjall leikur - - af Kína. Að verða eins og Evrópa er í dag!


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband