18.6.2013 | 02:57
Þýskaland - stórveldi, óvart!
Rétt að vekja athygli á áhugaverðri umfjöllun The Economist um Þýskaland. Efnahagsvandi ríkja innan Evrópu. Hefur fært Þjóðverjum gríðarlega aukin áhrif/völd innan ESB. Án þess að nokkur innan Þýskalands hafi með beinum hætti, planlagt þá útkomu.
- En niðurstaðan af evrunni, er alveg þveröfug við það sem lagt var af stað með í upphafi.
- En evran var ekki síst frönsk hugmynd, framhald af þeirri stóru hugmynd, að tengja Frakkland og Þýskaland nánar saman; sérstaklega - - að gera Þýskaland háð Evrópu.
- Mitterand eins og frægt er, gerði evruna að skilyrði fyrir því að "heimila" fyrir sitt leiti sameiningu Þýskalands, þegar A-Þýskaland var hrunið og Helmut Kohl vildi nota tækifærið.
Frakkar óttuðust að sameinað Þýskaland yrði of sterkt - - sem við öll í dag vitum að varð raunin. Þó með öðrum hætti en áður!
Margir vita ekki í dag af hverju Þýskalandi gekk svo ílla framan-af innan evrunnar, en það kom til v. þess að þegar markið var tengt við evru, undir lok 10. áratugarins. Og aðrir gjaldmiðlar þeirra aðildarlanda ESB sem ákváðu að taka upp hinn tilvonandi nýja gjaldmiðil, einnig það gerðu.
Þá fengu Þjóðverjar "óhagstæða" tengingu - - ég hef ekki fulla vitneskju hvernig það atvikaðist, en grunar að það hafi verið samkomulag milli Frakka og Þjóðverja alla leið aftur til upphaflega samkomulagsins milli Kohl og Mitterand.
En evran átti í huga Frakka að "binda Þjóðverja" niður - - halda aftur af þeim, hin óhagstæða tenging framan-af sannarlega það gerði, og Þýskaland gekk í gegnum mögur ár fyrri hl. sl. áratugar.
- Þegar hagvöxtur var nær enginn, samdráttur meira að segja þegar verst gekk!
- Þýskaland á þeim árum, rauf samkomulagið um 3% hámarks halla á ríkissjóði.
Það er áhugavert að íhuga það, í ljósi afstöðu Þjóðverja í seinni tíð - - sem hafa beitt þeim stórauknu áhrifum sem evrukreppan hefur fært þeim í hendur, til þess að keyra í gegn - - þá hugmyndafræði sem í Þýskalandi nýtur mikils stuðnings - þessa dagana. En sannleikurinn er sá, að Þjóðverjar í reynd beittu ríkissjóð sínum til að "lágmarka" samdráttinn - - þ.e. juku útgjöld. Í reynd skv. fræðum Kaynesisma.
Og til þess að aðlaga hagkerfið, hinu óhagstæða gengi, þá settu Þjóðverjar "frystingu" á launahækkanir - - en gripu ekki til launalækkana!
Þetta dugði og vel það, því í að í öllum hinum evrulöndunum, hækkaði launakostnaður meir til mun meir en í Þýskalandi.
Sem þíddi, að á seinni hluta áratugarins, urðu þýskar vörur í vaxandi mæli, samkeppnishæfar að nýju.
Verðbólga var að auki meiri í hinum löndunum en í Þýskalandi.
- Sannleikurinn er sannarlega sá, að sú aðstaða sem Þjóðverjar eru í, í dag.
- Kom til vegna mistaka hinna!
- Sem breytir ekki því, að fyrir bragðið - - eru Þjóðverjar komnir alveg óvænt, í þá stórfellt styrktu valdastöðu; sem Frakkar á 10. áratugnum, óttuðust að sameining Þýskalands myndi skapa þeim.
Eins og sést af þessari áhugaverðu samantekt, sem starfsmenn "The Economist" hafa tekið saman með myndrænum hætti. Þá hefur evran frá miðjum sl. áratug - - verið samfelld sigurganga fyrir Þýskaland.
Með því að öll hin ríkin, létu launakostnað sinn - - hækka svo mikið meir, en átti sér stað innan Þýskalands þ.s. launakostnaður sat nánast alveg í stað liðlangan sl. áratug.
Þá færðu þær þýskum iðnaði frá og með seinni hl. sl. áratugar, samfellda viðskiptasigurgöngu - - og eftir því sem leið á sl. áratug, náði þýskur iðnaður sífellt stærri markaðshlutdeild innan annarra aðildarlanda evru.
Þetta þíddi einnig, að Þýskaland var með sí stækkandi hagstæðan viðskiptajöfnuð við flest önnur aðildarríki evru á sl. áratug, að hluta til eru skuldir þær sem aðildarríki evru í S-Evrópu eru að glíma við.
Viðskiptaskuldir við Þýskaland, uppsafnaðar af halla seinni hl. sl. áratugar, af viðskiptum þeirra við einmitt Þýskaland, sem þýskir bankar í fj. tilvika fjármögnuðu - - og þannig leitaði það fjármagn sem til Þýskalands frá þeim streymdi, baka sem lánfé. Sem í dag Þjóðverjar vilja fá greitt með - vöxtum.
- Það í sjálfur sér - - er ekki óréttlátt.
- En þetta skapar samt sem áður sárindi!
- Því þ.e. ákaflega erfitt - - að greiða til baka skuldir með vöxtum; þegar landið þitt er í kreppu!
Það er atriði sem Þjóðverjar þurfa að íhuga - - nefnilega hvort ekki sé skynsamlegt, að gefa þær skuldir eftir að hluta!
Til þess, að viðhalda góðum samskiptum við granna sína í S-Evr.
En slík aðgerð, myndi milda verulega kreppuna í S-Evr., þíða að grannarnir í S-Evr. myndu þurfa að skera lífskjör sín minna niður, viðsnúningur þeirra hagkerfa myndi einnig geta átt sér stað fyrr en annars, og þar með minnkun atvinnuleysis í þeim sömu löndum.
En hingað til hafa þýsk stjv. heimtað mjög kreppu-aukandi aðgerðir, þ.e. launalækkanir + mjög harðan útgjaldaniðurskurð.
Sú sýn, að þetta sé gert skv. fyrirmælum frá Berlín, er að skapa mikla og vaxandi andúð gegn Þjóðverjum í S-Evr.
Að auki, sú krafa að löndin greiði allt til baka með vöxtum, í erfiðu kreppuástandi; er að framkalla mjög mikla skerðingu lífskjara í S-Evr. Umfram þá skerðingu sem annars yrði.
Og versnandi ástand innan þeirra landa, er að draga verulega úr stuðningi við stofnanir ESB, við frekari samruna Evrópu, og ekki síst - - við hinn sameiginlega gjaldmiðil.
- Þjóðverjar þurfa að ákveða hvað þeir vilja!
- En krafa þeirra um - - fulla endurgreiðslu.
- Er líklega orðin að þeirri mestu ógn, sem að samrunaferlinu stafar, og getur alveg vel hugsanlega - - riðið því að fullu.
Niðurstaða
Þjóðverjar þurfa að gera sér grein fyrir því, að stór hluti skulda vegna viðskipta við Þýskaland, sem Þjóðverjar eiga inni hjá þjóðum S-Evr. Og einnig öðrum Þjóðum Evr. í efnahagsvanda. Eru líklega þegar tapaðar - - að það geti framkallað stórfellt tjón fyrir þá sjálfa. Ef þeir gefa ekki þær skuldir eftir, að verulegu leiti - - helst sem allra fyrst.
Spurning hvort að til staðar sé "freistnivandi" en þær miklu skuldir sem þeir eiga inni, er einmitt þ.s. skapar Þjóðverjum hina óvæntu stórauknu valdastöðu innan Evr?
Getur verið, að baki því stífa viðhorfi, að krafan um að þeir gefi eftir hlutfall þeirra skulda sé óréttmæt, liggi skynjun þeirra að í þeim áhrifum sem þetta skapar; liggi ákveðið tækifæri?
Ef Þjóðverjar eru að nota tækifærið þannig séð, til þess að móta Evrópu skv. eigin hugmyndum, um það hvernig hún á að vera. Best er að halda til haga því hvernig ríkisstj. Þýskalands hefur á seinni misserum, orðið nær allráðandi um framtíðarstefnuna innan ESB. Þ.e. síðan að evrukreppan hófst.
Þá er hættan sú, að skynjunin verði á þá leið - - að hin mótaða framtíð sé fyrst og fremst Þýskt prógramm. Þvingað fram!
Það að samruni Evrópu fái slíka hugmyndalega tengingu í augum fjölda Evrópubúa, sé líkleg til þess að magna stórfellt andstöðuna!
Vísbendingar um þetta má þegar sjá í skoðanakönnunum, sem sýna stórfellda aukningu á vantrausti á stofnunum ESB og ekki síst, vaxandi andstöðu við frekari samruna.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning