Kína valtar yfir Evrópu?

Það hefur verið áhugaverð atburðarás í gangi undanfarnar vikur, þ.e. síðan Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti um refsiaðgerðir gegn meintum viðskiptabrotum Kína, í sl. mánuði. En þá var formlega lagður 47% tollur á kínversk framleiddar sólarhlöður.

Gagnaðgerðir kínv. stjórnvalda hafa vakið athygli, en þær hafa beinst að því. Að spila á einstök aðildarríki ESB, þ.e. að beita þau þrístingi til að fá þau til að beita sig gegn aðgerðum viðskiptastjóra Framkvæmdastjórnarinnar - Karel De Gucht.

Fyrst hófu kínv. formlega rannsókn á vín viðskiptum Evr. v. Kína, en vín koma frá aðildarlöndum sem talin eru styðja aðgerðir Framkvæmdastjórnarinnar. T.d. Frakkland, Ítalíu og Spáni.

Athygli hefur vakið, að 18 lönd alls, hafa risið upp síðan aðgerðir Karel De Gucht voru kynntar, og líst yfir andstöðu. Ekki síst, Þýskaland. 

Spurning hvort þar réð nokkru hótun kínv. stjv. sem kom fram í málgagni kínv. stjv. - - sem vitað er að er "mouthpiece" þ.e. beinlínis að tjá viðhorf sem kínv. stjv. vilja koma á framfæri. 

China says EU must recognise its decline amid trade war

“The change of the times and the shifts of power have failed to change the condescending attitude of some Europeans,” - “China doesn’t want a trade war, but trade protectionism cannot but trigger a counterattack.” - “We have set the table for talks [yet] there are still plenty of cards we can play,”

Þetta getur vart talist vera - "suptle."

Aðvörunin - - nóg af spilum á sem unnt er að nota, í kjölfar þess að tekin var upp rannsókn á vínviðskiptum.

Er vart atriði, sem lönd eins og Þýskaland með gríðarlega mikilvæg viðskiptatengsl við Kína, hafa treyst sér til að líta framhjá.

Þ.e. einnig spurning hvað kínverskir sendimenn hafa sagt t.d. v. Merkel í prívat samtölum, skv. beinum fyrirmælum frá Peking. 

En hótun t.d. að bregðast með einhverjum hætti gegn þýskum fyrirtækjum starfandi í Kína, væri mjög alvarleg ógn v. Þýskaland akkúrat núna, þegar viðskipti Þýskalands innan Evrópu eru í hnignun.

Germany thwarts EU in China solar fight

“Commissioner De Gucht . . . made it very clear to the Vice-Minister that he was aware of the pressure being exerted by China on a number of EU member states which explains why they are positioning themselves as they are in their advisory positions towards the European Commission”.

"Beijing warned there would be retaliation..." - “The Chinese government would not sit on the sideline, but would rather take necessary steps to defend its national interest. Despite the heightened risk of the China-EU bilateral trade disputes widening and escalating, the Chinese government would nevertheless make a best effort [in the] hope of reaching a consensus and avoiding a trade war, but this would require restraint.”

Það verður forvitnilegt hvernig þetta mál spilast áfram, en Karel De Gucht ætlar greinilega ekki að gefast upp "auðveldlega" en eftir að afstaða alls 18 aðildarríkja lá fyrir, um andstöðu við aðgerðir hans. 

Sem hann hefur lofað, að taka til "íhugunar" en þ.s. Framkvæmdastjórnin fer með utanríkisviðskiptamál fyrir hönd aðildarríkjanna, formlega getur hann hundsað andstöðu meira að segja - Þýskalands.

Brussels offers Beijing reprieve in solar panel dispute
"Karel De Gucht, the EU trade chief, lowered the 47 per cent punitive tariffs Brussels recommended last month to just 11.8 per cent. But the lower rate will last for only two months, until August 6, and reverts to 47.8 per cent if China does not respond to EU allegations that it is selling the solar panels in Europe for below cost, a tactic known as “dumping”."

Þetta voru viðbrögð hans, að gefa Kína 2-mánuði með "einungis" 11,8% toll í stað 47,8%.

Karel De Gucht ætlar greinilega ekki gefa sig "auðveldlega" en með 18 ríkisstj. aðildarríkja í yfirlýstri andstöðu, þar á meðal öll hlutfallslega "vel" stæðu ríkin í N-Evr. 

Þá verður áhugavert að sjá, hvort hann getur haldið út í þessu taugastríði.

En það má fastlega reikna með því, að kínv. stjv. muni - - herða skrúfurnar að aðildarríkjunum, til þess að fá þau til að "auka" þrísting sinn, á Framkvæmdastjórnina.

 

Niðurstaða

Þ.e. áhugavert að sjá hvernig Kína ætlar sér að brjóta á bak aftur tilraunir Framkvæmdastjórnar ESB til að "verja" evrópska framleiðslu sólarhlaða. En þetta er enn einn evr. iðnaðurinn sem stendur höllum fæti. En innflutningur kínv. framleiddra hlaða hefur verið í hraðri aukningu á allra síðustu misserum. Meðan að evr. framleiðendur, standa hratt vaxandi mæli höllum fæti. Og stefnir að því að þessi framleiðsla leggist jafnvel alfarið af í Evrópu. En af öllu óbreyttu, stefnir í algerlega ráðandi stöðu kínv. framleiðenda á Evrópumarkaði, hvað sólarhlöður varðar. Og að öll sú mikla fjárfesting sem Evrópa hefur lagt til þess að byggja upp slíkan iðnað, tapist. En þetta er ein af þeim greinum, sem hefur fengið verulegan pólitískan stuðning, sem hugsanleg framtíðar hátæknigrein - - sem "grænn" iðnaður.

Aðferðir Kína - - að deila og drottna.

Með því að beita einstök aðildarríki þrístingi, vekja athygli.

Áhugaverð hin bersýnilega breytta valdastaða Kína gagnvart Evrópu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ch.html

Kína reiknar með árlegt vöru og þjónustu útstreymi á heimsverðum :$12.61 trillion (2012 est.) GDP[PPP] [Meða vegið meðaltal] FIAT viðskiptagengi er hinsvegar:$8.227 trillion.  Þetta eru undirboð að meðatali: 34,75% afsláttur.  Útfluttningur [Skipting] úr Kína skiptist :US 17.2%, Hong Kong 15.8%, Japan 7.4%, South Korea 4.3%, Germany 3.4% ,

Innflutningur [skipting]á móti :Japan 9.8%, South Korea 9.3%, US 7.3%, Germany 5.1%, Australia 4.6% (2012 est.)

Heildar útflutningur: $2.05 trillion  Heildar innflutningur: $1.817 trillion  : Þannig myndar Kína  0,233 trillion innflutnings kröfur [í dollurum] á ári.  þá sennilega á Hong Kong og USA.

Kína er með ráðandi stöðu í mörgum geirum á Heimsmarkaði.  Fjöldi Kínverja sem greiða ekki umtalverða velferðarskatta: er skýringin á viðskipta gengis undirboði.   Helsta kenning MAO var einmitt að fjöldinn er lykill að  mætti [Heims]Peking  Kína.     

Kína lætur :Japan 9.8%, South Korea 9.3%, Germany 5.1%, Australia 4.6% innflutningskröfum á sig.  Lætur þessi ríki verða háð sér.  MAO Kapilismi er því ráðandi á Heimsmarkaði.   Leggja ekki launskatta á útfluttnings greinar [40% lægri launveltur og arður per framleiðsu ein.].

CIA segir að samdráttur í iðnaði í EU skil sér beint til aukinnar framleiðu í Kína.Til að fjámagna þjónustu geira ríkis [ekki vsk.] , þá eru lagðir á tollar, launa veltur skattur og söluskattur innan ríkis.

Ísland er
með meira vandmál: innkomu mismunun. 
ÞAÐ er ekki gáfulegt taka skatta af umfram eignakomu Lögðila [fyrirtækja] [sem myndast þegar meira reiðu fé kemur inn en greitt er fyrir nauðsynlega lámarks framreiðslu og sölukostnað].  það er arður  getur ekki myndast fyrr en banki staðfestir að hafi farið í innkomu einstaklinga, og þá er greiddur reiðufjár innkomu skattar af honum næsta ár. 

Lögaðilar [fyrirtæki] fjármagn sig með vsk. sölu fyrst og fremst, síðan með skuldsetningu við stofnhluthafa [mest víkjandi], aðra hlutahafa,  og síðast regluverks banka [dýrastir með bestu bakveðin] .    Beinir skattar af [vsk. ] aðilum er hluti af raunvirði söluskattskyldrar vöru og þjónustu inna marks lögsögu [hlutfallslega jafn þessir beinu og stöðugu].  það á ekki að skattleggja umfram reiðufjár innkomu "ekki" einstaklinga.  Umframið sem fer í vexti/arð [innkomur annarra lögaðila] og innkomu [tekjur einstaklinga [þeir greiða innkomu skattanna] og  í varasjóði til að eiga á móti útgreiddum reiðfjár arði [innkomu] til einstaklinga  í framtíðnni.

Mismuna, í skattlegu reiðufjársamhengi,  einstaklingum  eftir eðli innkomu [tekna] getur verið réttlætandlegt stigvaxandi :  Árs Grunn skatta 20% af allri innkomu , 5% til viðbótar af innkomu yfir 2.000.000 kr. og 3% af innkomu yfir 8.000.000 kr.    Viðbót [lögaðilar fyrirtæki] 25% lögð á  heildar úborgaða reiðufjár innkomu starfsmanna: allir lögaðilar og einstaklingar eins skattlagðir í samhengi reiðufjár innkomu einstaklinga.   Á markaði keppa PPP aðilar um sem mest fjármagn frá einstaklingum og greiða sem minnst til eignarhalds aðila.   Bankar [reiðufjársjóðir] keppa um að verðtryggja afskriftir í varsjóði og keppa við einstaklinga um  nýsköpun og nýliðun á mörkuðum.

Kína og Þýskaland og USA byggja ekki upp heima velferðargrunn á gengis hagnaði. Kína og Þýskland hugsa eins [þá í Kapital samhengi segir Kína, öðruvísi en USA].  Kannski felst það í því að Þjóðverjar og Kína byggja ekki upp velferðakerfi í öðrum ríkjum ef það kosta minni velferð heima fyrir.

MAO Kína valtar yfir allan heiminn í nýjum búning. Sinn er siður hjá hverju Ríki.

Ísland skipting á útflutningi:  Netherlands 32.4%, Germany 15%, UK 9%, Norway 4.4% (2011)

Ísland [skipting] á innflutningi: Norway 15.9%, US 10.8%, Germany 7.8%, Netherlands 7.3%, China 6.2%, Denmark 6.2%, Brazil 5.8%, UK 5.1% (2011) [65.1% alls].

Netherlands 32.4%, Germany 15%, UK 9% þetta eru 56,4% af útflutning.
Með fulllri virðingu fyrir þessum ríkju þá eru þau alveg örugglega ekki að skila raunvöxtum, á öllum 30 árum til Íslands [gengishagnaði].  Útfluttningur er svo minni en 4,4% af heildinni til annarra ríkja heims [ríka EU].  Við sjáum: að innfluttingskröfur EU er gífurlegar á Íslandi. Ísland nýtur þess að vera með svona litla heima neytendaveltu, meðan getur grætt á innflutningi utan EU.  Þess vegna tapar EU ekki á því að Íslandi tapi ekki meira á því að vera Meðilma Ríki.  Ísland hefur verið að tapa á öllu öðrum efnhahslögum síðust 30 ár í heildina litið, miðað við Alþjóðlegt raunvirði vöru og þjónustu sem má auðveldlega breyta í Dollara, evrur og Pund. Sjá hlutfallsleg breytingar á Skiptingu jarðar PPP milli efnahagslögsaga síðustu 30 ár.

Efnahagslögsaga er samfélag sem bera 100% eigin framsjárframfærslu skyldu.  Á Íslensku er hægt að hugsa út fyrir Alþjóðlega frelsis ramma [með lámörku og hámörkum].  Skýringin á ímyndunaraflinu hér.

Ísland byggir upp framleiðslu í  Norway 15.9%, US 10.8%, China 6.2%, Denmark 6.2%, Brazil 5.8% (2011). Fjölgar launavinnustundum þar.  Sem ætt þá skila "Good will".  því miður mælist þetta ekki sem prósent í þessum ríkjum.

Kína vill greinlega taka yfir allt "industry" á jörðinni. þá verða blokkir eins og EU og fjölga þjónustu  störfum hjá sér og hækka sölu og launskatta til að fjármagna þau.   þetta er spurning um að tryggja Kínverjum , hráefnum og orku, og landsvæði: til að tyggja sama þjónustu stig utan Kína. Ekki breyta skattakerfi. Leyfa Kína að sjá um skítastörfin að mati Brussel í það minnsta.    Ekki vera eins og Kína í grunni allmennra mannréttinda , N.B.

Júlíus Björnsson, 15.6.2013 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband