Fulltrúar stofnana ESB bregðast ílla við því að AGS hefur viðurkennt mistök í tengslum við gríska prógrammið!

Hef ekki gefið mér tíma fyrr en nú að lesa hina mjög svo áhugaverðu yfirlitsskýrslu AGS um Grikklands prógrammið. En í henni má sjá mjög forvitnilega samantekt - - sem eiginlega hefur ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. Að auki án þess að það sé sagt berum orðum, verður það gersamlega augljóst að þau viðmið sem menn ákváðu að gefa sér, þegar ákvörðun var tekin um björgun Grikklands í upphafi, hafi verið megindráttum "pólitísk" fremur en efnahagsleg.

 

Rétt að árétta að sjálfsgagnrýnin hjá AGS er mild - - sem setur frekar ofsafengin viðbrögð aðila innan stofnana ESB í áhugavert samhengi!

Bls. 20

"It is difficult to argue that adjustment should have been a ttempted more slowly. The required adjustment in the primary balance, 14½ percentage points of GDP, was an enormous adjustment with relatively few precedents, but was the minimum needed to bring debt down to 120 percent by 2020."

Bls. 21 

"More importantly, a flatter adjustment path would have required more than €110 billion in financing. The Greek SBA was already the highest access loan in Fund history. While the euro partners could have provided more than €80 billion in funding (although this was already more than 35 percent of Greek GDP), this would have been politically difficult. Debt restructuring could also have provided the authorities with some leeway, but as discussed below, this option was not politically feasible."

Bls. 21

"The scope for increasing flexibility was also limited. The fiscal targets became even more ambitious once the downturn exceeded expectations. In addition, the starting point moved. However, the automatic stabilizers were not allowed to operate and adjustments were not made to the fiscal targets until the fifth review in December 2011. While earlier adjustment of the targets could have tempered the contraction, the program would then have required additional financing. The date by which debt started to decline would also have been stretched beyond the program period."

Bls. 23

"A quick recovery in growth appeared optimistic. Internal devaluation was recognized to be a gradual process. In fact, the program projections implied that only about 3 percent of the estimated 20-30 percent improvement required in competitiveness would be achieved by 2013. This assumption aided the debt sustainability analysis by limiting the decline in the denominator in the debt-GDP ratio, but also raised a fundamental question about where growth would come from in the absence of an internal devaluation. The program emphasized confidence effects, regained market access, and completed structural reforms. However, even if structural reforms were transformative, a quick supply response was unlikely. Partner country growth was also expected to be weak. Nonetheless, the program assumed a V-shaped recovery from 2012."

Bls. 27

"In fact, debt restructuring had been considered by the parties to the negotiations but had been ruled out by the euro area. There are a number of reasons for this:

  • Some Eurozone partners emphasized moral hazard arguments against restructuring. A rescue package for Greece that incorporated debt rest ructuring would likely have difficulty being approved, as would be necessary, by all the euro area parliaments.
  • Debt restructuring would directly hurt the balance sheets of Greek banks. This would imply a call on the program’s financing that would exceed the amount set aside for bank recapitalization under the HFSF.
  • Debt restructuring risked contagion to other members of the Eurozone and potentially another Lehman-type event, yet the EFSF was not yet in place. European banks had large holdings of Greek bonds – but also, and of more concern given the scale of their exposure, had large holdings of the bonds of other European sovereigns that would drop in value were Greek creditors to be bailed in. For the euro zone as a whole, there might be limited gain in bailing in creditors who subsequently might themselves have to be bailed out." 

Bls. 28

  • "On the positive side, moving ahead with the Greek program gave the euro area time to build a firewall to protect other vulnerable members and averted potentially severe effects on the global economy.
  • However, not tackling the public debt problem decisively at the outset or early in the program created uncertainty about the euro area’s capacity to resolve the crisis and likely aggravated the contraction in output.
  • An upfront debt restructuring would have been better for Greece although this was not acceptable to the eu ro partners.
  • A delayed debt restructuring also provided a window for private creditors to reduce exposures and shift debt into official hands.
  • As seen earlier, this shift occurred on a significant scale and limited the bail-in of creditors when PSI eventually took place, leaving taxpayers and the official sector on the hook. " 

---------------------------------------------------

EU’s Olli Rehn lashes out at IMF criticism of Greek bailout

Rehn Hits Back at IMF Over Greece

EU rejects IMF jibe over Greece’s bailout

EU Dismisses IMF's Criticism On Greek Bailout

  1. ""I don't think it's fair and just that the IMF is trying to wash its hands and throwing the dirty water on European shoulders," Mr. Rehn said at a conference in Helsinki, using unusually tough language."
  2. "Mr. Rehn defended the decision by saying that a debt restructuring at the outset of the crisis could have driven the euro into an accidental breakup and risked a crisis worse than the one suffered after the collapse of Lehman Brothers."
  • "The commission "fundamentally disagrees" with the opinion expressed in the IMF paper that Greece would have been better off restructuring its debt sooner than May 2012, Simon O'Connor, spokesman for the commission's economics chief Olli Rehn, said in Brussels.
  • "“The report ignores the interconnected nature of the euro area member states,” he said. “Private debt restructuring would have certainly risked systemic contagion at that stage.”"

Ég verð að segja - að mér finnst viðbrögðin frekar "hrokafull."

En þ.e. augljóst af textanum úr skýrslu AGS, að upphafleg ákvörðun sem prógrammið var byggt á, gerði ráð fyrir augljóslega - óraunhæfum niðurskurði ríkisútgjalda sbr. 14,5% lækkun á frumjöfnuði.

En þetta er ótrúleg tala, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, en án þess að gera ráð fyrir því að gríska ríkið myndi snúa við stöðu ríkissjóðs um þetta hlutfall, var ekki hægt að láta "Excel" skjalið ganga upp.

Síðan kemur einnig vel fram að ofan, hver gersamlega óraunhæfar væntingarnar um viðsnúning í gríska hagkerfinu voru sbr. "Nonetheless, the program assumed a V-shaped recovery from 2012." En eins og kemur fram, greinilega sérfræðingar AGS vissu, þó þessar efasemdir komi fyrst nú fram - - að viðsnúningur til vaxtar væri ekki líklegur fyrr en launalækkanir hefðu farið fram að nægilegu marki, til þess að snúa við samkeppnishæfni atvinnulífsins.

Þetta þíddi auðvitað, að samdrátturinn hlaut að vera miklu mun verri, en upphaflega var gert ráð fyrir.

Auk þess, að viðmið um samdráttaráhrif niðurskurðar voru stórfellt vanmetin, gert var ráð fyrir 0,5% þ.e. að 1% af VÞF niðurskurður jafngildi 0,5% samdrætti þjóðarframleiðslu, í stað þess að í textanum er áætlað nú af AGS að þetta hafi verið nær 2% þ.e. að 1% samdráttur útgjalda leiddi til 2% samdráttar hagkerfisins. 

Það sé v. þess, að gríska hagkerfið sé svo lokað þ.e. mjög hlutfallslega lítil utanríkisviðskipti - annars vegar, og hins vegar að almenningur er svo skuldum vafinn að hann sé ólíklegur til að geta aukið neyslu á móti; og eins og kom í ljós - var atvinnulífið auk þessa einnig í slæmri stöðu, og einnig því ófært með að vaxa á móti. Sérstaklega með launakostnað ósamkeppnisfæran.

---------------------------------------------------

Vandamálið var ekki síst, að skv. trúnni á evruna þá á hún að auka skilvirkni hagkerfa - - ekki minnka hana.

Þ.e. trúarbrögð sem gegnsýra stofnanir ESB að sjálfsögðu, og það gat aldrei gengið að viðurkenna það, að það væri með nokkrum hætti vandamál fyrir Grikkland. Að geta ekki lækkað gengið.

Þess vegna að sjálfsögðu, var ekki mögulegt á þeim tíma, að viðurkenna - - að það að innri verðhjöðnun "internal devaluation" hlaut að taka töluverðan tíma; þíddi augljóslega einnig - að viðsnúningur viðkomandi hagkerfis hlaut einnig, að tefjast fyrir bragðið.

Og því samdráttur verða meiri, en ef kostnaðarlækkun hefði gengið snöggt fyrir sig sbr. gengislækkun.

  • Postularnir í stofnunum ESB gátu því ekki vorið 2010 sagt annað en að Grikkland, myndi eiga venjulegan snöggann viðsnúning - - sem ríki vanalega einmitt eiga, eftir að þau hafa gengið í gegnum snögga dýfu í kjölfar gengisfellingar.
  • Þ.e. V-laga kúrfu. Þ.e. snöggt niður og jafn snöggt upp. Þ.e. hin klassíska kúrfa sem á sér stað, eftir snögga gengisfellingu sem skapar snögga en djúpa kreppu, en síðan jafn snögga viðreisn.

Til viðbótar þessu, bættist tregða aðildarlandanna sjálfra, en ef e-h man eftir Papandreo forsætisráðherra, þá var hann nýtekinn við - þegar hann kom fram og viðurkenndi að staða gríska ríkisins væri miklu mun verri en fyrri ríkisstjórn hafði áður viðurkennt.

Og með því sama hófst gríska krísan, í kjölfarið á því hóf Papandreo rannsókn á því sem undan hafði gengið, og þá kom í ljós að Grikkland hafði svindlað sér inn í evruna, og að auki árum saman svindlað með tölur um ríkishalla.

Þó svo að Papandreo hefði gengist fyrir skjöldu með þessum hætti, að upplýsa - - þá kom mikil reiðialda innan annarra aðildarríkja, og sú skoðun fékk mikla áheyrn. Að rangt væri að launa Grikkjum svindlið með eftirgjöf.

Það varð pólitískt eitur, að boða mildi gagnvart stöðu Grikklands, t.d. í Þýskalandi.

 

Það er augljóslega ósatt að Grikkland hefði ekki komið betur út ef skuldir hefði verið afskrifaðar strax

En það var ekki síst - - hve augljóslega gríska prógrammið var ótrúverðugt, sem viðhélt "contagion" áhrifum grikklandskrísunnar.

En mjög fljótt kom í ljós, að eins og gefur að skilja væntingar um snöggann viðsnúning voru fantasía, og við tók við ein af dýpstu kreppum sögunnar. Af því leiddi, að skuldastaðan - - vatt mjög hratt upp á sig. Sama hve gríska ríkið skar niður.

Það var hinn stöðugi ótti við hrun Grikklands, þ.s. stjórnlaust hrun - - sem var án nokkurs efa ákaflega skaðlegt.

  1. Án nokkurs vafa, magnaði sá ótti samdráttinn í Grikklandi enn frekar en annars hefði orðið, þ.e. meiri flótti fjármagns en ella, meiri samdráttur en ella því óttinn letur fjárfestingar, og ekki síst líklega kom í veg fyrir að nokkur von væri til þess að gríska ríkið gæti selt eignir nema á algeru brunaútsöluverði. Þegar það blasti við, þá varð andstaðan gegn sölunni - að sjálfsögðu mjög mikil. Og ekkert varð af.
  2. Og óttinn við hrun, hafði án nokkurs vafa, neikvæð eitrunaráhrif víðar um evrusvæði - - þ.e. til samdráttaraukningar sérstaklega í S-Evr. Þ.e. mildari en sambærileg áhrif.
  • OK, sannarlega hefði það ekki verið án áhættu - - að ákveða að afskrifa strax.
  • Og það er líklega rétt hjá Rehn að einhverjar ríkisstjórnir líklega hefðu þurft, að leggja bönkum til fé - - þ.e. koma þeim til bjargar.
  • En ég stórfellt efa, að áhættan hafi verið stærri - - en reyndist síðan vera vegna óttans um hrun Grikklands. 

En ef þessi ákvörðun hefði verið tekið, er það a.m.k. hugsanlegt, að evrusvæði hefði komist hjá þeim ítrekuðu eitrunaráhrifum sem síðar dundu æ ofan í æ, þegar vandi Grikkland gaus upp aftur og aftur og aftur. Og í hvert sinn hafði neikvæð áhrif - ekki bara innan Grikkland, heldur á S-Evr. svæðinu öllu.

Og þ.e. a.m.k. fræðilega hugsanlegt, að Grikkland væri komið í hagvöxt. Ég er ekki að segja að það sé líklegt, en afskrift þegar í upphafi hefði leitt til mun trúverðugra ferlis. 

Og þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að erlend fjárfesting hefði snúið við - minni ótti ætti hafa leitt til minni fjármagnsflótta og minni fjárfestingafælni. Gríska ríkið hefði hugsanlega verið búið að selja nokkuð af eignum sínum, því að minni fjárfestingarfælni hefði leitt til hagstæðari verða. Því minni pólit. andstöðu við sölu.

Ég get auðvitað ekki ályktað sterkt!

 

Niðurstaða

Það lýsir miklum hroka hjá talsmanni Ollie Rehn, að halda því blákalt fram, að það hefði ekki komið betur út fyrir Grikkland, að afskrifa strax í upphafi prógramms - hlutfall skulda. En að það reyndist nauðsynlegt síðar, sínir hvílík steypa þau viðbrögð eru. 

Þ.e. áhugavert að hann skuli halda því fram og Ollie sjálfur einnig, að afskrift þegar í upphafi hefði getað gert út af við evruna. Óhætt að segja það magnaða fullyrðingu. 

En þ.e. alveg klárt að óttabylgja hefði gengið yfir, einhver ríki hefðu líklega þurft að koma bönkum til aðstoðar - sem áttu mikið af grískum ríkisbréfum. En það var aftur á móti fyrirframljóst hvaða bankar það voru, sem gátu verið í viðkvæmri stöðu.

Og ríkissjóðir gátu vel undirbúið viðbrögð, til að einmitt stemma stigu við slíkum ótta, með því að hafa þau viðbrögð undirbúin - þegar gríska prógramminu væri hleypt af stað. Og ljóst að afskrift væri framkvæmd þá strax. Aðgerðir væri þá kynntar samhliða í upphafi. Sagt frá því, hvaða bankar væru teknir í öryggisgæslu. Með skjótum viðbrögðum, sé ég ekki af hverju, allt heila klabbið hefði átt að hrynja - þá þegar.

En það gat svo sannarlega gerst síðar meir, þegar trekk í trekk, hættan á stjórnlausu hruni Grikklands blasti við. En stjórnlaus hrun Grikklands, þá fullt gjaldrot - - var mun ógnvænlegri atburður.

  • Þetta sé - - eftirá skýring, í reynd hafi stofnanir ESB verið tregar til að viðurkenna, að aðildarland evru gæti verið komið í það alvarlegan vanda, að það stefndi í þrot.
  • Tregar til að viðurkenna að það gæti virkilega gerst, að evran gerði það tímafrekara fyrir aðildarríki, að snúa við út úr efnahagsáfalli. Því yrði kreppa aðildarríkis líklega erfiðari og meir langvarandi. Tjón því af kreppu meira, fyrir samfélagið og ríkið einnig sbr. skuldasöfnun.
  • Aðildarríkin hafi verið treg, til að taka á sig tapið af Grikklandi strax, og valið frekar að íta því áfram - - fresta því í lengstu lög að viðurkenna fyrir eigin skattgreiðendum að þeir myndu tapa fé.
  • Því hefði verið farin sú leið, að fjármagna eigin banka, í gegnum lán til Grikklands. En eins og fram kemur í texta AGS hafa bankarnir notað tækifærið til að losa sig við grískar ríkisskuldir í eigin eigu, þannig að skuldir Grikkland færast smám saman í meira mæli yfir í opinbera eign.
  • Sem þíðir að skattgreiðendur tapa því fé - - alveg eins og þeir hefðu tapað því, ef dæmið hefði verið agreitt strax. Með endurfjármögnun eigin banka.

Það hafi farið saman vilji aðildarríkjanna og stofnana ESB. Að sparka boltanum stöðugt áfram. Eins lengi og stætt væri. Sem magnar tjónið af sjálfsögðu -- en hefur greinilega þann "yfirgnæfandi" kost, að þá geta menn haldið áfram að "láta sem að peningarnir verði endurgreiddir" sem þeir að sjálfsögðu aldrei verða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband