Bandaríkjamaður hefur búið til byssu, sem hver sem er getur smyglað í gegnum vopnaeftirlit!

Áhugaverð umfjöllun Der Spiegel um þetta mál: The Rapid Spread of Printable Pistols. Uppfinningamaðurinn er ungur bandarískur últrahægri-stjórnleysingi eða "libertarian" sem er andvígur ríkisstjórnum yfirleitt. Trúir á algert frelsi, og tilgangur hans með því að hanna vopn sem hver sem er getur búið til - sem á rétta plastefnið, eitt stykki af nagla - og fyrirbærið "3D material printer" þ.e. þrívíddar efnis-prentara sem með rétta forritinu fyrir byssunni, getur smíðað hluta hennar eða með öðrum orðum, prentað þá: 3D printing - Wikipedia, the free encyclopedia

Cody Wilson, an American law student in Texas in his mid-20s, has designed and...

Hún virkar eðlilega klunnaleg, en hún þarf ekki að vera falleg - - heldur einungis virka.

En hann komst af því að svo að hlaup úr plasti þoli álagið, verður það að vera mjög þykkt og stutt, sjá mynd.

Aðrir hlutar eru einnig þykkir sbr. svæðið sem þarf að standast kraftinn þegar hleðslan í skothylkinu springur, og þegar plast af réttri gerð er notað - - hefur hann prófað að sá partur stenst allt að 6þ. skot.

Og, byssan er ósýnileg í "málmleitartækjum" sem skv. uppfinningamanninum var einmitt tilgangurinn, hann viðurkennir að vopnið verði sennilega notað í framtíðinni af bófum og ræningjum, til að ræna flugvélum eða lestum, eða öðrum "háöryggis" tækjum.

En fyrir hann, er það einfaldlega "rangt" að takmarka rétt borgaranna af nokkru hinu minnsta leiti, boð og bönn eru af hinu ílla.

Hver sem er á að ganga með byssu ef sá vill, og engum öðrum komi það við, að hans mati. 

Að hans mati, geri vopnið vopnaeftirlit - og byssubann, gersamlega tilganglaust.

Skjalið með lýsingu á því hvernig er unnt að smíða vopnið með rétta búnaðinum, hefur verið dreift víða um netið - m.a. til á "PirateBay" og vopnið gengur undir nafninu "liberator." Eða "frelsarinn."

  • Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa t.d. sjálf smíðað svona vopn, og kannað hver virkni þess er og staðfest, að þ.e. vel fært um að vera notað til að drepa fólk.
  • Blaðamenn Daily Mail segjast hafa smíðað slíkt vopn eða prentað það, og tekist að koma því í gegnum vopnaeftirlit án hindrana.

Það er augljóst - - að þarna er komið "vopnið" sem næst líklega verður notað af "the al-Qaeda net" til að ræna flugvélum.

  1. Ég velti fyrir mér, hvort flug til Bandaríkjanna, verði að hafa vopnaða verði um borð.
  2. Jafnvel, að dyrnar inn í stjórnklefann verði að vera brynvarðar, og vopnaður vörður þar staðsettur. 

Þetta vopn virðist mér einnig "perfect for asassination" en aðilar sem hafa fengið morðhótanir og eru í sérstakri öryggisgæslu, þetta gæti verið vopnið sem verður unnt að smygla inn í byggingar sem slíkir búa, og drepa þá.

Þetta er kannski draumurinn í dós, að allir verði vopnaðir því enginn sé óhultur.

En með þessu t.d. getur orðið virkilega erfitt að verja fólk - - sem er undir sérstakri gæslu, og t.d. hryðjuverkasamtök eða önnur glæpasamtök vilja drepa.

Þ.s. hryðjuverkamenn gjarnan eru til í að láta lífið, er það kannski allt í lagi í þeirra augum að af vopninu þurfi líklega að hleypa af stuttu færi, en líklega er vopnið ekki með mikla nákvæmni umfram 50-100m. Hafandi í huga örstutt hlaup. Líklega þarf að nota frekar litlar og því kraftlitlar hleðslur.

En á stuttu færi er sannað að það getur drepið.

 

Niðurstaða

Enn ein hættan hefur afhjúpast á veraldarvefnum, þ.e. forrit sem unnt er að niðurhala í tölvu, og ef viðkomandi getur útvegað sér nægilega góðan 3-víddar "efnis" prentara, og rétta plastið þ.e. þ.s. hefur nægan styrk. Og einn nagla. Getur viðkomandi á ca. sólarhring búið til morðvopn sem viðkomandi mun geta komið líklega í gegnum vopnaeftirlit hvar sem er.

Og maðurinn sem þróaði vopnið í frítíma sínum með aðstoð annarra áhugasamra, lítur á þetta sem góðan hlut.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband