Hægir á samdrætti á Evrusvæði!

Tíðindi sem vekja sjálfsagt vonir hjá einhverjum, um að 2013 verði árið þegar viðsnúningur á evrusvæði loksins hefst, en skv. tölum frá fyrirtækinu MARKIT sem birtir reglulega svokallaða Pöntunarstjóravísitölu fyrir einstök ríki evrusvæðis. Þá hefur snögglega dregið úr samdrætti, þó enn sé samdráttur!

Yfir 50 er aukning - innan við 50 er samdráttur!

Countries ranked by Manufacturing PMI ® : May

  1. Germany 49.4 ( flash 49.0 ) 3 - month high
  2. Netherlands 48. 7 3 - month high
  3. Austria 48.2 3 - month high
  4. Spain 48.1 2 4 - month high
  5. Italy 4 7.3 4 - mont h high
  6. France 46.4 (flash 45.5) 13 - month high
  7. Greec e 45.3 23 - month high 

Ef þetta er upphaf af viðsnúningi - - þá verða tölur næsta mánaðar aftur ívið betri, o.s.frv.

Tek fram þó, að öll löndin eru innan við 50, meira að segja Þýskaland.

En þær tölur segja, að pantanir t.d. í Þýskalandi til iðnfyrirtækja í maí hafi dregist saman um 0,6%.

Takið eftir Grikklandi, en þeir hafa ekki haft minni samdrátt í pöntunum í langan tíma, kannski fá þeir loks ár, með mjög minnkuðum samdrætti.

 

Þeir sem spá viðsnúningi benda á aukningu peningamagns!

A coming boom in the eurozone periphery?

Svokallaðir "monetaristar" hafa verið að benda á að nú sé Seðlabanki Evrópu með lægri vexti en sl. ár, þess hafi gætt nokkuð aukningar á peningamagni innan Evrópu á síðustu mánuðum, meira að segja í svokölluðum jaðarlöndum.

Þeir vilja meina, að það geti verið að viðsnúningur hefjist á seinni hluta ársins - þetta ár. Þó svo að spá Seðlabanka Evrópu á sl. ári hafi reynst röng, verði hún rétt í þetta sinn.

--------------------------------------

En þ.e. auðvitað - - hinn bóginn!  En í Financial Times var áhugaverð umfjöllun:

ECB backs away from use of ‘big bazooka’ to boost credit

Þar er sagt frá því, hvernig Seðlabanki Evrópu er að vandræðast með hvernig hann ætlar sér að nálgast það vandamál, að ennþá er rof milli S-Evr. og N-Evr. innan evrunnar. Þegar kemur að vöxtum sem fyrirtæki starfandi stendur til boða.

En á Spáni og Ítalíu munar víst allt að 4% á þeim vöxtum, miðað við hvað sambærileg þýsk fyrirtæki fá. Um er kennt slæmri stöðu banka í S-Evrópu, sem enn sitji eftir með verulegt magn "slæmra eigna" og sé það kostnaður við afskriftir - - sem ég að viðhalda háaum bankavöxtum í S-Evr. 

Þrátt fyrir lága vexti Seðlabanka Evrópu, séu bankavextir í S-Evr. ekki að fylgja hinum lágu vöxtum "ECB" niður á við, eins og bankavextir gera í N-Evr.

Þetta hefur fjöldi hagfræðinga bent á - - að lágir vextir Seðlabanka Evrópu, séu að virkja ef til vill N-Evr.

En S-Evr. sé í hættu á að missa af þeirri inngjöf, v. bælandi áhrifa hárra bankavaxta.

  • Þetta eru auðvitað - mótrök við röksemdir "monetaristanna." 
  • Bælandi áhrif bankavaxtanna í S-Evr. muni líklega koma í veg fyrir viðsnúning.

 

Niðurstaða

Því ber sannarlega að fagna, ef það er að hægja á samdrættinum í Evrópu. En fyrir okkur Íslendinga, eru það góðar fréttir. En við erum svo háð Evrópumarkaði, að við eigum eiginlega öll að leggjast á bæn og biðja um það að viðsnúningur raunverulega eigi sér stað á þessu ári.

Á hinn bóginn, myndi það koma mér á óvart. Ef S-Evr. fer í vöxt. En til er að dreifa ekki einungis bælandi áhrifum hærri bankavaxta, miðað við N-Evr.

Heldur kemur einnig til, að enn þarf S-Evr. að halda áfram að lækka laun. En launakostnaður er ekki enn kominn nægilega niður, þó hann hafi lækkað sl. 2 ár. En hann verður að lækka frekar, svo það verði mögulegt að byrja að minnka atvinnuleysi. 

Það verða þá áfram bælandi áhrif á neyslu, af þeim launalækkunum. Ofan á bælandi áhrif bankavaxtanna. En kannski hægir á samdrættinum og hann verður fyrir rest minni þetta ár en sl.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við megum ekki gleyma því að þetta gætu verið árstíðarsveiflur í pöntunarvísitölunni, án þess að hafa hugmynd um það sjálfur.

Hvernig er það annars, stimpluðu monetaristar sig ekki út úr umræðunni þegar þeir héldu því fram að hægt væri að stjórna verðbólgu einfaldlega með að hið opinbera stjórnaði peningamagni í umferð? Það gæti verið einföld ástæða fyrir þessu aukna peningamagni í umferð í jaðarlöndunum og hún er ekki aukin lánveiting til að skapa alvöru verðmæti. Mögulega er hún bara til að pumpa upp verð á eignamörkuðum (bankar búa til peningana ef eftirspurn er eftir lánum) fyrir hagsmuni þeirra hópa sem eiga nú þegar eignir og peninga. S-Evrópa er enn alltof skuldsett til að 'boom' verði þar, það er alveg á hreinu. Lítum bara hingað heim til Íslands til að sjá hvernig of mikil skuldsetning virkar.

Flowell (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 03:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. dálítið erfitt að sjá fyrir sér kröftugan viðsnúning í S-Evr. meðan löndin eru enn með 50kg. sekkina á bakinu.

Ég er meir að hugsa þetta þannig, að það geti verið þættir sem virka sem vítamínsprauta - en á sama tíma geti verið aðrir sem vegi á móti.

Spurning hver nettó útkoman af því reipitogi verði.

En Gavyn Davies benti á, nýverið - hvernig S-Evr. hefur notað atvinnuleysi, til að ná viðskiptajöfnuði úr mínus: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1298051/

Skv. hans mati geti atvinnuleysi ekki minnkað fyrr, en S-Evr. hafi tekist að lækka laun frekar.

Í skýrslu OECD sem fram kom um daginn: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1300616/

Má sjá að S-Evr. löndin þurfa enn nokkuð til viðbótar að lækka laun, til að ná samkeppnishæfni, miðað við svokölluð "kjarnaríki" Evrópu.

S-Evr. ríkin ættu því enn um sinn, að hafa það andstreymi sem fylgir því að vera enn að þvinga laun niður, sem ætti áfram að vera hamlandi á neyslu og eftirspurn.

Það síðan, heldur áfram að viðhalda a.m.k. miklu atvinnuleysi, jafnvel enn að auka það e-h.

Og þetta verði áfram slæmur kokteill, í samhengi útbreidds skuldavanda innan samfélagsins, muni áfram skapa ný slæm lán.

------------------------------

Ef þ.e. svo sem "Monetaristar" segja að það sé komin upp ný vítamínsprauta.

Þá sé það ekki beint að kröftugur viðsnúningur sé að vænta, hafandi í huga aðra bælandi þætti.

Heldur meir - hvorum megin v. núllið hagkerfi S-Evr. lendi.

Þ.e. hvort það hægir á samdrætti í lágar tölur, eða þau hafi sig rétt upp fyrir núll.

En þá án þess, að það dugi til að minnka atvinnuleysi eða til að snúa alfarið við þeirri þróun, að lífskjör séu að lækka - nettó.

Þó í því tilviki, geti það verið að sumir hópar séu á uppleið þ.e. þeir sem starfa í þeim greinum sem eru í aukningu.

**Spurning hvernig heildar reipitogið milli þátta kemur út.

En þó svo þau hafi sig rétt upp fyrir 0. Þá sé ekki á næstunni að vænta nægs vaxtar, til að minnka atvinnuleysi að einhverju ráði.

Það verði áfram mjög mikið, a.m.k. nokkur ár til viðbótar. Líklega haldi nettó kjararýrnun áfram um sinn.

Það muni taka nokkur ár til viðbótar að smá hefja löndin upp í vöxt, sem geti farið að minnka það mikla atvinnuleysi - bæði vegna þyngslanna af skuldunum sem geti bara smá minnkað, og vegna bælandi áhrifa þarfarinnar fyrir að lækka frekar laun, sem muni taka 2-3 ár til viðbótar.

Tilfinning almennings í þeirri sviðsmynd, að hagvöxtur komist rétt upp fyrir 0. Verði enn á þann veg, að það sé kreppa.

Enda muni almenningur líklega ekki sjá neinn hagnað, um nokkurt skeið.

Óánægja líklega haldist áfram að magnast í báðum tilvikum. Þó sú mögnun verði ef til vill hægari að einhverju marki, ef sú vonarglæta í formi lítils jákvæðs vaxtar birtist.

**Þetta kemur í ljóst!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2013 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband