S-Evrópulöndin eiga greinilega langt í land miðað við spá OECD

OECD var að gefa út nýja spá, sjá: Global Outlook. Umfjöllunin um Evrusvæði hefst á bls. 79. Það sem mér varð þó mest starsýnt á er á bls. 79. Ef skannmynd sést nægilega vel.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/001_1203407.jpg

Takið eftir því hve skv. myndinni til hægri, löndin í vanda eiga enn langt í land með að ná að leiðrétta þær launakostnaðarhækkanir sem gengu yfir þau á sl. áratug.

Eins og sést, er launakostnaður í lækkun, en enn á langt í land að þau vinni niður glataða samkeppnishæfni, miðað við svokölluð "kjarna ríki evru" sjá neðstu línuna.

Þ.s. þetta segir er, að enn sé framundan hjá þeim, viðbótar ár samdráttar þ.s. löndin munu leitast við að áfram, pína niður launakostnað.

Önnur mynd!

Eurozone GDP forecast, May 2013

Þessi er einnig tekin úr umfjöllun OECD. 

Hún er ekki síður áhugaverð því þar kemur fram áhrif mismunandi þátta til aukningar eða minnkunar landsframleiðslu - - eins og sést.

  • Samdráttur í fjárfestingum.
  • Samdráttur í neyslu.
  • Samdráttur í einkaneyslu.

Að magna upp samdrátt - - meðan að aukning innflutnings vinnur e-h á móti. En ekki nægilega.

Miðað við það hve langt löndin eiga enn í land með að jafna "launakostnað" er ljóst - - að neysla mun áfram dragast saman næstu ár, og lífskjör lækka. Það mun einnig að líkindum draga frekar úr fjárfestingum sem og minna einkaneyslu.

Sannarlega hefur verið aukning í útflutningi í S-Evr. upp á síðkastið, en vandi er að flest þau lönd eru með svo lítið útflutningshagkerfi miðað við heildarhagkerfið - - að aukning þess megnar ekki að vinna upp samdráttaráhrif.

 

Með þetta í huga er áhugavert að Framkvæmdastjórn ESB hefur ívið slakað á klónni!

"Six countries have been given more time to bring their deficits under 3% of GDP: Spain, France, Poland and Slovenia get two more years, while the Netherlands and Portugal get a year each.

• Belgium has also been given another 12 months to correct its deficit, but will not be fined despite the lack of any 'effective action' in the past

• Five countries are being released from the Excessive Deficit Procedure having mended their ways: Hungary, Italy, Latvia, Lithuania and Romania.

• An Excessive Deficit Procedure is being opened on Malta, which will take the total number of countries under a EDP to 16."

Það er einnig áhugavert að skoða: Country-specific Recommendations 2013

Þetta eru skilyrði Framkvæmdastjórnarinnar - í raun og veru. Síðan að langflest aðildarlöndin samþykktu svokallaðan "Stöðugleika Sáttmála" þá er ráðlegging Framkvæmdastjórnar í reynd fyrirmæli.

Frakkar hafa örugglega ekki verið neitt ofsaskátir: France.

  • "...however there is room for further action, for example by lowering employers' social security contributions.
  • The increase in the minimum wage in July 2012 went against the 2012 Council recommendation."
  • "France should take further action to combat labour-market segmentation and undertake a reform of the unemployment benefit system to ensure adequate incentives to work."
  • "Longer term pressures on public finances could be eased if France accelerates its planned pension reform and increases cost-effectiveness in the healthcare sector."

Það getur sérstaklega verið áhugavert að fylgjast með, því ef Hollande leitast til að "hækka eftirlaunaaldur" eins og hann hefur neyðst til að lofa Framkvæmdastjórninni.

En á síðasta kjörtímabili, þá urðu miklar mótmælaaðgerðir á strætum og torgum er Sarkosy hækkaði aldurinn um 2 ár, sem Framkvæmdastjórnin taldi of lítið - - svo þrýst er á Hollande að ganga lengra.

Hafandi í huga hve óvinsæll Hollande er þegar orðinn - - getur það reynst vera svo að hann hafi lítið pólitískt "capital."

 

Þíðir tilslökun Framkvæmdastjórnarinnar líklega stefnubreytingu?

Ég stórlega efa það, minn megin grunur er sá - - að þ.s. að Framkvæmdastjórnin skv. "Stöðugleika Sáttmálanum" ber nú eiginlega nánast skilda til að sekta lönd, sem ekki standa við sitt.

En sektin nemur 0,3% af þjóðarframleiðslu, sem er mikið í reynd.

Þá sé það ekki síst að baki ákvörðun að gefa 6 ríkjum lengri frest, að forðast þá pólitískt stóreldfimu pillu, að sekta þau ríki.

En með réttu hefði Holland átt að fá sekt, eftir að Holland fór yfir sett markmið á sl. ári, án þess að hafa fengið nokkur vilyrði um það að komast upp með það.

Belgía að auki, átti sekt skilið - - skv. formsreglum. En það hefði reyndar verið frekar ósanngjarnt, miðað við það hve löng stjórnarkreppan í Hollandi var á sl. ári.

--------------------------------------

Með öðrum orðum - - Framkvæmdastjórnin óttist pólitíska krísu innan sambandsins, ef Framkvæmdastjórnin fer að sekta lönd eins og Frakkland.

En síðan - vita embættismennirnir einnig af því, hve óvinsælar aðhaldsaðgerðirnar eru orðnar, svo þeir gefa eftir fingurnögl, í von um að stjv. þeirra ríkja geti náð þeim vægari markmiðum fram, þrátt fyrir mikla andstöðu.

 

Niðurstaða

Þ.e. ekki glæsileg framtíð í Evrópu miðað við tölur OECD. En hafandi í huga hve mikinn samdrátt löndin í S-Evr. enn eiga eftir. En skv. nýlegri greiningu Gavyn Davies, þá hafa löndin þar neyðst til að nota atvinnuleysi, til þess að minnka neyslu. Til að ná að stöðva viðskiptahalla. En ljóst er af því að laun hafa ekki lækkað nóg, svo að samkeppnishæfnisgatinu sé lokað. Að viðskiptahalli þeirra þjóða myndi koma strax aftur. Ef atvinnuleysið minnkaði að ráði.

Það þíðir eiginlega, að áfram um sinn - sennilega nokkur ár, þarf að viðhalda því nær óbreyttu. Í von um að það þjóni þeim tilgangi, að pína laun niður.

Svo að einhverntíma, nái löndin að klára sína innri aðlögun.

  • En spurning hverjar skuldir þeirra þá verða?
  • En með áframhaldandi samdrátt, og í besta falli sókn upp í ca. stöðnun.
  • Og áfram mikið atvinnuleysi, mun halli ríkissjóðanna halda áfram.
  • Og skuldirnar stöðugt fjarlægjast frekar sjálfbært ástand.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband