Svo unnt sé að standa við loforð um leiðréttingu til heimila, er einmitt lykilatriði að skapa Íslandi samningsstöðu!

Morgunblaðið laugardag 25-5 segir frá áhugaverðum hugmyndum sem koma fram í lögfræðiáliti Ástríðar Gísladóttur og Sigurðar Snædal Júlíussonar, sem unnið var fyrir hópinn - snjohengjan.is.

-----------------------------------Tekið úr frétt MBL.

  1. Setja inn ákvæði í íslenska löggjöf um að náist ekki að ljúka nauðasamningum Glitnis og Kaupþings fyrir næstu áramót, verði Glitnir og Kaupþing settir í greiðsluþrot.
  2. Að skerpa á gjaldþrotslöggjöfinni, þannig að allur vafi sé tekinn af um að þrotabúum sé einungis heimilt að fá greitt út í krónum. Hefð sé hvort sem er fyrir því á Norðurlöndum, að greiða út í eigin gjaldmiðli landanna. En rétt samt að skerpa á þessu.
  3. Afnema þær undanþágur sem í gildi séu varðandi eignir þær sem til staðar eru á höfuðbók 27 Seðlabanka Íslands, þ.e. ca. 400ma.kr, og bera vexti. Í dag er heimilað skv. undanþágu að erlendir krónueigendur fái að flytja úr landi vaxtagreiðslur í gjaldeyri.
  4. Að auki skv. lögfræðiálitinu sé unnt að takmarka fjárfestingarkosti þeirra aðila sem eiga það fé sem bundið er á höfuðbók 27.  
  • Hingað til hafi slitastjórnir Kaupþings og Glitnis, stefnt að því að ljúka nauðasamningum Glitnis og Kaupþings, svo unnt sé að greiða kröfuhöfum.
  • En Seðlabanki hafi hingað til ekki heimilað slíkar greiðslur.
  • Bent er á í lögfræðiálitinu að stjórnvöld geti sett ákvæði í lög sem setti þeim tímafrest um það hvenær yrði að ná fram nauðasamningum. Að öðrum kosti yrðu bankarnir settir í þrot.
  • Fari bankarnir tveir formlega í gjaldþrotsmeðferð, sé skipaður af héraðsdómi skiptastjóri - sem sé hlutlaus og á að hámarka þau verðmæti sem eru í gömlu bönkunum, og greiða tilkröfuhafa. Þannig myndu erlendir kröfuhafar missa allt forræði sem þeir nú hafa yfir gömlu bönkunum í gegnum slitastjórnirnar.
  1. Fram kemur í lögfræðiálitinu að skiptastjóra beri að selja erlendar eignir þrotabúanna - sem eru yfir 2000 ma.kr. að andvirði í gjaldeyri - og skila til Seðlabanka.
  2. Þau verðmæti yrðu síðan greidd til kröfuhafa í krónum sem yrðu fastar hér á landi vegna hafta og myndu bera neikvæða vexti og því tapa fljótt verðmæti sínu.
  • Íslenskum stjórnvöldum er heimilt að viðhalda gjaldeyrishöftum á meðan ljóst þykir að fjármálastöðugleika sé ógnað vegna gengisveikingar krónunnar.
  • Í lögfræðiálitinu kemur fram að EFTA Dómstóllinn hafi staðfest að þjóðum EES sé veitt ákveðið svigrúm til að grípa til aðgerða sem nauðsynlegar þykja til að tryggja fjármálastöðugleika.
  • Líklegt er talið að undanþágubeiðnum slitastjórnanna verði því ávallt hafnað af Seðlabankanum. nema fram komi tillaga  sem feli í sér í reynd að kröfuhafar afsali sér krónueignum búanna og eignarhlutum í nýju bönkunum.
  • Þá fyrst myndu skapast forsendur fyrir því að þrotabúunum yrði veitt undanþága frá gildandi gjaldeyrislögum um að greiða út til kröfuhafa hluta af 2000ma. erlendum eignum.

-----------------------------------

 

Fljótt á litið virðast þessar hugmyndir í góðu samræmi við kosningastefnu Framsóknarflokksins

Eins og var vel kynnt fyrir kosningar - - snýst tilboðið til kjósenda um að kröfuhafar séu knúnir til að afsala sér að fullu eða að stórum hluta inneign sinni á "höfuðbók 27" í Seðlabanka Íslands, í dag ca. að verðmæti 400ma.kr.

Þá sé lykilatriði að skerpt sé sem mest á samningsstöðu Íslands gagnvart þeim aðilum - - í því samhengi virðist því lögfræðiálit Ástríðar og Sigurðar allrar athygli vert.

Eignir þrotabúa Glitnis og Kaupþings með áætlað verðmæti 2000ma.kr. - en í erlendum gjaldeyri, eru eignir staðsettar erlendis, og því stendur ísl. peningakerfinu engin ógn af því, að þær eignir séu greiddar út - þ.e. í erlendum gjaldeyri.

Þ.e. smávegis tvíeggjað að láta þrotabúin, selja eignirnar erlendis, og skila því fé til Seðlabanka Íslands.

  1. Fræðilega gróði, að fá 2000ma.kr. af gjaldeyri inn í Seðlabankann. Það hljómar fljótt á litið virkilega fínt.
  2. Á hinn bóginn, að greiða það fé út í krónum - þá væri magn króna í alþjóðakerfinu aukið mikið, en að vísu á móti væri í sjóði Seðlabanka allt í einu kominn digur "eignarsjóður."
  • Aðilarnir augljóst myndu vilja fá það fé greitt út í gjaldeyri - - miklu frekar.
  • Á sama tíma, myndi vera unnt að setja "neikvæða vexti" á peningalegar inneignir sem aðilar eiga á bók í Seðlabanka Íslands.
  • En aðilarnir teldust eiga þá inneign að verðmæti 2000ma.kr. í krónum.
  • Sem gætu þá rýrnað jafnt og stöðugt að verðmæti.

Hugmyndin er með öðrum orðum - - eins og fram kom í kosningabaráttunni.

Að fá aðilana til að afskrifa sem hæst hlutfall 400ma.kr. á höfuðbók 27.

  1. Þ.e. auðvitað spurning um tímaramma!
  2. En heimili geta ekki fengið þessa peninga fyrr en ríkið hefur fengið þá í hendur.
  3. Möguleiki að heimilin verði óþolinmóð - - en ég bendi á móti, að okkar óþolinmæði getur skaðað okkar samningsstöðu.
  4. Við verðum að vera taktísk og snjöll, ef þetta á að takast að fullu.
  5. Smá þolinmæði, getur margborgað sig. Þetta getur alveg tekið ár, jafnvel rúmlega ár!

 

Niðurstaða

Mér virðist að staðan sé ekki óvænleg, en eins og fram kom í kosningabaráttunni þá sé samningsstaða Íslands sterk, í stað þess að vera veik eins og pólitískir andstæðingar leituðust við að halda fram - - komu jafnvel með sérkennilegan samanburð við stöðu Argentínu, sem hefur lent í langvarandi vandræðum við sína kröfuhafa. En þá er verið að bera saman epli og appelsínur, þ.s. á stöðu landanna tveggja er sá grundvallarmunur, að í tilviki Argentínu er að ræða skuldir argentínska ríkisins sjálfs en hérlendis hafa kröfuhafar ekkert tak á ríkinu eða tilkall til eigna þess - því ófærir um að beita ísl. ríkið sambærilegum hótunum og þeim sem argentínska ríkið stendur stöðugt frammi fyrir. 

M.a. því, að skip - flugvélar, í eigu þess séu teknar eignarnámi, ef þær láta sjá sig utan landsteina.

Pólitískir andstæðingar gætu leitast við að ala á tortryggni heimilanna, því ljóst er að peningarnir sem lofað var, verða ekki í höndum ríkisins - strax eða alveg á næstunni.

Ég árétta það, að samningsstaða okkar byggist á því að staða kröfuhafa sé þrengd sem mest, og það gert sem kostnaðarmest fyrir þá - að vera lengi að semja.

Slík aðferð tekur tíma að skila tilskildum árangri, en eigi að síður er rökrétt að hún það geri - - en til þess að svo verði eigi að síður, þurfum við að vera á meðan "sterk."

Með öðrum orðum, við þurfum á auðsýna "taktíska" þolinmæði!

Þetta getur hugsanlega tekið allt að heilt ár, að spila sig í gegn, að kröfuhafar gefi þessar eignir eftir. Vonandi ekki lengur en það, þó ekki sé unnt að útiloka slíkt með öllu.

Ef rétt er haldið á spilum, þá munu þeir líklegar að velja að semja í fyrri lestinni frekar en þeirri síðari.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lausn snjóhengjuvandans hér - bofs.blog.is

Þess er vinsamlegast óskað að rétts og upprunalegs höfundar sé getið þegar þetta er notað.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2013 kl. 14:36

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, það er ekki endilega sniðugt að búa til svo óskaplega mikið af krónum, en ef við aukum magn króna stórfellt í hlutfalli miðað við þau verðmæti sem sköpuð eru í landinu þá er rökrétt að gengi hennar falli.

Þ.s. til stendur er m.a. að lágmarka þá gengissveiflu sem verður, er höft eru losuð.

Bjóða þeim að fá erlendar eignir greiddar, án þess að þeim sé skipt í krónur þ.e. að veitt sé undanþága frá ákvæði laga; gegnt því að þeir afskrifi innlendar eignir.

---------------------------------

Varðandi Landsbankann, þá er það næsta mál í kjölfarið. Að taka á því leiðinda láni, sem bersýnilega þarf að niðurfæra með einhverjum hætti. Líklega þarf LB af fara í nauðasamninga um það lán, þ.e. ekki mögulegt að setja í lög reglu um "forkaupsrétt" nýja Landsbankans á því láni sem er í eigu þrotabús Landsbanka Íslands hf. En slíkt ákvæði sett "afturvirkt" líklega væri stjórnarskrárbrot. 

En augljóst standa þeir aðilar frammi fyrir því að LB þarf annars að setja í gjaldþrot að líkindum. 

Þá er þetta "klassískur nauðasamningur." 

En eins og þú þekkir, ef nýi Landsbankinn væri settur í gjaldþrotsmeðferð, þá kveða lög um að viðkomandi skuld væri greidd í krónum eingöngu - - það væri því augljóst mál akkur fyrir eigendur þess láns, að slá verulega af því; svo Nýi Landsbankinn geti staðið undir því.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.5.2013 kl. 15:09

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslensk króna [evra] er ávísun upp á færanlega árs Framreiðlsu á hverju ári í augum erlendra lögaðila, eða framreiðslan er bakveð fyrir greiðslu gjaldeyris í þeirra ríkja lögsögum.    Gaman væri að fá dæmi um utanteknu á þessari reynslu staðreynd.  Bókað verð framleiðsunnar er PPP gengið á því ári.  Fjámála geiri=> secondary market  kostar verðhækkanir á heima mörkuðum til að standa undir sér.  Þýskaland er með hlutfallslega minni secondary market en UK og verðbólga hCIP sannar þetta líka.  Eignaréttur er háður sannarlegu raunvirðis mati meirhluta ríkisborgara. Stjórnsýslan ber ábyrgð á stærð  og viðhaldi sub market og secondary market að ógni ekki  almennum skammtíma og langtíma hagsmunun.  Vera hlutfallega mitt á milli UK og Þýsklands?  Hækkar verð á orku  og hréefnum sem seljast almennt í heimum hlutfallslega meira en það sem selst almennt næstu 30 ár að meðtali eða heldur verðið áfram að lækka?  USA, EU , Indland, Kína, segja markmiði ekki vera hlutfallsleg hækkun eins lengi og hægt er.  Fjármálgeiri er afleiðing en ekki langtíma forsenda eigin framfærslu skyldu lögsögu. 

Persónulegir einkahagsmunir hliðargeira eru ekki efnisleg rök í samhengi tilvistar lögsögu. Skera niður flækjustigið hér og yfirbyggingu sem skilar ekki vsk. og því ekki PPP veðum eða afborgunum.

Júlíus Björnsson, 25.5.2013 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband