Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sammála ríkisstjórn Íslands!

Eyjan reyndar vakti á þessu athyli: Gáfulegt hjá Íslandi að forðast Evrópu - Ætti skoða dollarinn. En það var viðtal við þennan ágæta hagfræðing, Edmund Phelps, á vef Bloomberg: Nobel Laureate Phelps Warns Against EU as Iceland Drops Bid. Sjálfsagt afgreiða aðildarsinnar ummæli Phelps, sem ummæli "neikvæðra" gagnvart ESB - - en það virðist gjarnan duga því ágæta fólki, að setja stimpilinn "neikvæður" þá "skipta rök viðkomandi engu máli."

 

Ummæli Edmund Phelps!

  • Phelps leggur áherslu á, að framtíð ESB og sérstaklega evrunnar, sé langt í frá örugg!

“We’re still learning about the European experiment and to what extent it’s going to succeed,” Phelps, 79, said in a telephone interview. “The possibility is not foreclosed that the experiment is going to prove unworkable, unsuccessful.” 

Hann bendir auk þess á, að ESB sé mun síður aðlaðandi í dag - sem hið fyrirheitna land, í ljósi þeirrar kreppu sem sambandið er statt í, sem virðist ekki enda ætla að taka.

Bendir einnig á, að Bretland sé í alvöru að ræða þann möguleika að ganga út.

“I can’t believe that anybody’s serious about joining the EU right now,” Phelps said. “It’s like saying: ‘it’s a beautiful house -- it happens to be on fire at the moment -- we should buy it!’” 

Sem verða að kallast fremur sterk ummæli.

-----------------------------

“It’s certainly worth a look,” he said. “Of course, once you ask that question it leads naturally to other possibilities. What about Australia or Switzerland? Or, by the way, what about the U.S. dollar? I’ve seen worse currencies in the world.” 

Ég ryfja upp að annar nóbels hagfræðingur hefur einnig áður bent á að Ísland ætti að taka upp dollarinn, þ.e. Robert Mundell: Robert Mundell, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, oft kallaður faðir Evrunnar - ráðleggur Íslendingum að tengja gengi krónunnar við gengi bandar. dollars!

  • Í sjálfu sér er það mögulegt!

En upptekning annars gjaldmiðils - - með engum sjálfvirkum hætti, skapar stöðugleika á Íslandi.

En slík leið getur verið liður í því, ef málið er náglast með réttum hætti.

En ég hef áður nefnt hvað þarf til: Er fastgengisstefna möguleg á Íslandi?

  • Þar fjalla ég um "fastgengisstefnu" almennt, en frá okkar sjónarhóli er það í eðli sínu sama vandamálið, og krefst sömu úrræðanna - ef það dæmi á að virka.
Það þíðir sem dæmi, að sömu úrræðum er fræðilega unnt að beita innan krónu-umhverfis, tengja krónuna síðan við hvaða gjaldmiðil sem er.

En upptaka annars gjaldmiðils - getur verið valkostur í staðinn.

  1. Höfum samt í huga, að nýjan gjaldmiðil þyrfti að kaupa - - skuldsetja hagkerfið til viðbótar.
  2. Sem myndi lækka lífskjör - - hækka skuldatryggingaálag Íslands.

Þetta gæti því verið áhættusamt - - við þær aðstæður er Ísland skuldar mikið í gjaldeyri.

En á hinn bóginn, getum við vel tengt krónuna við annan gjaldmiðil, ef úrræðum lýst á hlekknum að ofan er beitt - - og það myndi ekki kosta nokkra viðbótar skuldsetningu af því tagi.

Og þá getur það verið stöðug tenging!

 

Niðurstaða

Ég er sammála Phelps, að það sé órökrétt að óska aðildar að ESB við þær aðstæður sem ríkja í ESB og á evrusvæði. Lágmarksskynsemi sé í því - sem virðist ákvörðun ríkisstjórnarinnar - að hefja ekki viðræður að nýju. Heldur halda þeim í frysti þ.e. þeim frysti sem fyrri ríkisstjórn sjálf var hvort sem er búinn að setja þær í. Það sé þannig séð ekki nauðsynleg ákvörðun. Að hætta viðræðum formlega.

Ég á ekki von á því að ESB verði allt í einu aðlaðandi eftir 4 ár.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í USA gildir að GDP[OER]= GDP[PPP], þótt það geti skekkt myndina af almennnu raunvirðismati  innan efnahagslögsögu.  þá er það alla milliríkja viðskipti einföld. Þar sem PPP er vegið meðtal yfir selt raunvirði á jörðinni allri.  Dollar er með bakveð í sinn vsk. árs uppkeru á PPP gengi.  Ísland er nánast fasteignt EU: 80% eftirspurn er þaðan og hér er allt vegið hCIP og gengið GDP[OER] Ísland í dag aðeins hærra en GDP[PPP] Ísland.   Festa gengi hér við Dollar er að festa það við PPP. Fínt líka að gefa út ný-krónu 1 króna[PPP] = 1 dollar[PPP].  Vegna streamlined [made more efficient by employing faster or simpler working methods] and IRR[A rate at which the accounting value of a security is equal to the present value of the future cash flow] viðskipta utan evru ríkja. Global Fair traite policy.

Júlíus Björnsson, 23.5.2013 kl. 20:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef svo gaman af þessu Júíus,þreyta moðhausinn minn, PPP er vegið- þá vigtað,? Nei annars ekki ansa þessu, selt raunvirði á jörðinni allri, hvernig gekk þetta fyrir internetið,?

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2013 kl. 22:29

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einfalt dæmi allur matur seldist [real value] á 100 dollara [að meðtali]  og öll orka á 50 dollar [að meðatali] þá er vegið meðtal.  100 PPP ein eru 67 ein Matur PPP ein.   og 33 einorka PPP.  Næsta ár  hækkar matur um 5,0% og orka um 3,0%   þá er matur 70 PPP ein og orka 34 ein PPP Karfan kostar:  104 Ein ppp. Maðtal hækkun á öllu seldu  raunvirði næsta ár hefur hækkað um 4,0%   PPP.

þá getur verið að í USA hafi engin hækkum orði á mat en 3,0% hækkun á orku. þá hækka 100 dollar PPP upp í 101 PPP. 1% þækkun á mörkuðum í USA.    þetta er svo reiknað svo síðan 1970 fyrir allt með vsk.  Matur= billion tegundir] orka [milljóntegundir].  Síðan er tildæmi farsími frá Kína reiknaður niður í frumsefni á markaðsverði PPP og bætt við PPP meðal vinnuafls kostnaði og meðal sölukostnaði til almennend neytenda. kosta þá að raunvirði kannski 100 dollara = 100 ppp.  Ríki sem seja þenna farsíma út úr búð  á 150 dollara.  fá ekki 50 dollara umframið metið til aukningar veðhæfra þjóðar tekna.  

Forrit sem ráðherra kaupir af vini sínum fyrir 500 milljónir , reiknast 1 dollari ef það er raunvirði af svona forrit í heildina litið.  Hagfræðingar er ekki krafðir um að læra nógu mikið í Raunvísindum til að skilja svona [allvega á Íslandi.  þetta er gert til að ríki geti ekki okrað hvort á öðru í heildina litið.  Meðalverð af gúrkum  er vegið meðatal af öllum verðflokkum gúrka. Aukist eftirspurn í einu ríki eftir þeim ódýrust [óbreytt annarsstaðar] magnið í heildina það sama  þá minnkar vægi gúrku til aukningar PPP í því Ríki.  

Raunvirði allmenns kaupmáttar síðustu 30 ár þannig mælt hefur lækkað um  30% meira á Íslandi en öðrum OCED ríkjum síðustu 30 ár.   Almennir neytendur hér er alltaf að minnka gæðakröfur til að spara[?].  Fyrir kapitalista með IQ er það hlutfallsleg magn samsetning neytenda körfu sem pælt er í ekki  hvað hún kostar að nafninu til á einhverjum markaði.    Eitt ríki með körfu Nautalund og  hvítvín [annað ekki 1,0% ]  hitt er með Svínseyru og mengað vatn [annað selst ekki 1,0%]  .   Ríkið sem selur mest af Svíneyrum getur sagt að raunvirði sinna þegna hafi tekið byltingu og kílóið hækkað um 100% .  PPP mælir bara meðtals hækkun yfir allan heiminn á Svíneyrum.     Svindla á eigin almenning standa ekki við kosningar loforð til borga fræðingum kaup segja sumir að sé réttlætanlegt. Hinvegar kemur Alþjóða gengistillinga sjóður í heimsókn þegar ríki svindla á Meiriháttar ríkjum.

Ég er örugglega eini núlifandi Íslendingur sem hef "percetive cognition" til sjá svona fyrir mér.    PPP um 1550 var að listi af vörum og var miðaður við verð bara á gulli á mörkuðum Nýlendu velda .   Vantaði skipsfram af Bómull var greitt með gulli í staðinn.   1970 eru tölvur komnar fram og miklar framfarir í Alþjóðviðskiptum og þá er Global traite mögulegt, ef öll ríki senda magntölur og verð á hverju ári til AGS, og Worldbank. það þyngur þynngst það sem er flokkað fyrr í stafrófsröði. Ríkið og menning kemur síðast, upp á punt, í EU: blekkir heinskar elítur.


Sjómenn hér hafa á tilfinngunni að þeir fái meira fyrir ferska fisk fluttan út , en þann sem á fara í almennt manneldi í EU.       þetta er rétt því raunvirði þeirra sem kaup ferskan fisk [ég ef efni á að velja úr fiski ] er annað en þeirra sem er versla almennt í EU [ég vil heldur farsíma.

það eru Háskólar í USA sem reikna PPP verð á sjaldgæfum hráefninu , þar sem þau vega ekki þungt í heilda er þau bara nálguð gróft áður er sett inn á risa formúluna. T.d. rót í einhverju ríki selst vegna sykurs innihalds eingöngu þá er sykurmagnið [leiðrétt fyrir meðalvinnslukostnaði]  sett inn.   AGS spurði Íbúðalánsjóð hversvegna alt almennt gamalt húsnæði hér    hefði hækkað mikið meira en hráefni og vinna til nýbygginga að raunvirði.  [Rétt svar er: almenngur hefur vaxið í raunvirði reiðurfjártekna næstu 30 ár örugglega ]  . Íbúðlánsjóður svaraði: það hefur orðið bylting á hugarfari Íslensks almenning hvað varðar raunvirði á fasteignum.   Útlendingar með IQ sem lesa þetta fara að skellihlægja. Því Íbúðalánsjóður segir um 2002, ekkert um byltinga valdinn hér [almenningur veit ekkert um byggingar kostnað erlendis.  Index er ranglega þýddur hér vísi-tala af fyrstu kynslóð sérvitringa. þetta er ekki ein tala mikið frekar vísir á heildar hlutfallslegt samengi hlutfalla.  Sem aldrei hefur verið á valdi meðalgeindra IQ aÐ SKILJA MYNDRÆNDT, SAGNFRÆÐiLEGA. það er ekki hægt að verðtryggja fjálst eftirspunarval almennings nema í  Komma ríkum. Kommar er fædddir þannig sumir telja sér trú um annað.  Til að tryggja að allta seljist jafnt og hækki jafn þá þurfa stjórnvöld minnst 5 ár. Nema þau vilji breyta neyslu mynstri. Versla huglæg félgas vísindi t.d. áður voru trúbrögð inn.

Verðtyggja bara miðað við gull er að mismuna Ríkjum.  Sum eiga ekkert gull.

Júlíus Björnsson, 24.5.2013 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband