Ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir mjög krefjandi verkefnum!

Eins og fram er komið í fréttum, er ráðherralisti stjórnarinnar fram kominn, þ.e.:

Framsóknarflokkur:

  • Sigmundur Davíð - Forsætisráðherra.
  • Gunnar Bragi - Utanríkisráðherra.
  • Sigurður Ingi - Sjávarútvegs-, landbúnaðar, og umhverfisráðherra.
  • Eygló Harðardóttir - Félagsmálaráðherra.

Sjálfstæðisflokkur:

  • Bjarni Ben - Fjármála- og efnahagsráðherra.
  • Hanna Birna - Innanríkisráðherra.
  • Illugi Gunnarsson - Mennta-  og menningarmálaráðherra.
  • Ragnheiður Elín - Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
  • Kristján Þór - Heilbrigðisráðherra.
  • Einar K. verði Forseti Alþingis. 

Stjórnarsáttmálinn hefur einnig verið kynntur fjölmiðlum!

 

Verða sennilega fáir hveitibrauðsdagar!

Ástandið er eiginlega þannig að það kallar á skjótar aðgerðir. En þ.e. ekki bara vegna loforðsins um "leiðréttingu" skulda heimila. Heldur hefur komið fram nýverið að fram yfir 2018, sé fyrirsjáanlega skortur á gjaldeyri á Íslandi.

Það kemur til að skv. áætlun kosta skuldir þjóðarbúsins 5,5% af þjóðarframleiðslu yfir þau ár - þ.e. mjög þung greiðslubyrði. Á sama tíma og afgangur af gjaldeyristekjum, var 3% sl. ár.

Þetta þíðir, að öllu óbreyttu - - stefnir í lífskjaralækkun á Íslandi.

Síðan er það einnig gjaldeyrislán sem tæknilega er á ábyrgð Landsbanka Íslands hf, en Seðlabankinn hefur varað við, að óvissa er um að Landsbankinn geti útvegað nægan gjaldeyri fyrir. 

En það kemur vegna fyrri aðvörunarinnar, að ekki sé nægur gjaldeyrir næstu árin, Landsbankinn er ekki með erlend viðskipti í dag eins og fyrir hrun. Því ekki sjálfstæða gjaldeyristekju-uppsprettu. 

Skv. Seðlabanka þarf að semja um það lán einnig - - þetta er fyrir utan, að semja við kröfuhafa um 800ma.kr. í lausafé, sem þeir eiga hérlendis bundið á reikningum, og vilja losa út.

------------------------------------

Áður en þetta allt hefur verið gert - - er ljóst að engar forsendur eru fyrir lífskjarahækkun.

En ríkisstjórnin ég ítreka, mun þurfa að fara í neyðaraðgerðir til að bjarga þeim núverandi, sem þíðir ekki að stéttafélögin muni samt sem áður ekki krefjast hækkana.

  • Það blasir við - - að mikið verður að gera frá fyrsta degi!
  • Því líklega fáir eða jafnvel engir "hveitibrauðsdagar."
Auk þess, eru ofangreindar neyðaraðgerðir allar í senn, forsenda losun hafta!

 

Eitt forvitnilegt varðandi ráðherralistann!

Það er eiginlega þetta "Sjávarútveg-Landbúnaðar-og-Umhverfisráðuneyti." Áhugavert það risaráðuneyti sem hefur verið búið til.

Það sem verður spennandi er að sjá, hvaða afstöðu Sigurður Ingi mun taka til umhverfismála, en eitt af því sem sannarlega er mikilvægt á Íslandi.

Er að nýta auðlindir í sátt við náttúruna - - að hafa auðlindamál og umhverfismál tengd með þessum hætti, er ekki endilega slæmt. 

En þarna getur um miklu ráðið sá einstaklingur sem ræður yfir þeim ráðuneytum, þó skv. Sigmundi Davíð, sé þessi skipan einungis til bráðabirgða.

Meðan að endurskoðun á skipan ráðuneyta og verkefnaskipan þeirra fer fram.

------------------------------

Enn eitt risaverkefnið - - en ekki er á þeim skortur, þ.e. klárt :)

En skv. Sigurði Inga, sem kom fram á RÚV, er ekki Umhverfisráðuneytið lagt niður, eins og fjöldi "netverja" hélt fram, sem stjórnsýsluleg eining sé það enn það sama og áður.

Breyting á því, fari fram sem þáttur í hinni boðuðu allsherjar endurskoðun!

------------------------------ 

En spurningin er hver fókus hins nýja "umhverfisráðherra" verður?

Alltaf spurning um jafnvægið milli áherslunnar á nýtingu - og áherslunnar á verndun!

  • Mín skoðun er að nýting skuli vera "varfærin."
  • Með virðingu fyrir náttúrunni!
  • Rétt sé að leita leiða til að fara bil beggja, milli ítrustu verndarsjónarmiða og ítrustu nýtingarsjónarmiða.

 

 

Niðurstaða

Bjóðum nýja ríkisstjórn velkomna. Að sjálfsögðu er ekki fyrirfram gefið að vel muni ganga. Rétt er að árétta, að ríkisstjórnin stendur ekki einungis frammi fyrir andstreymi vegna erfiðra aðstæðna hér heima. Heldur stafar köldum andvara frá Evrópu vegna kreppunnar þar - sem því miður virðist ekki lát á. Og hún getur skaðað tilraunir ríkisstjórnarinnar til að bæta lífskjör Íslendinga næstu misserin.

Þetta undirstrika enn rækilegra, mikilvægi þess að ríkisstjórninni takist vel upp. 

En þ.e. ljóst að þegar kaldi andvarinn frá Evrópu er tekinn með í reikninginn, þá verður hörð barátta öll næstu 4 ár að ná fram þeirri efnahagslegu uppbyggingu, sem þörf verður á.

Ef takast á að verja lífskjör landsmanna, en ekki síst - að lyfta þeim.

Að auki má reikna með hatrammri gagnrýni andstæðinga! Sérstaklega þeirra, sem eru sannfærðir að einungis aðild að ESB geti veitt Íslandi góða framtíð.

  • Það sannarlega veitir ekki af því að óska stjórninni velfarnaðar.
  • Því ef dæmið gengur ekki upp, mun sú lífskjaraskerðing sem hún mun berjast við að hindra, líklega dynja yfir landsmenn! 
Glansmyndin sem fyrri stjórnarflokkar héldu á lofti, er svo sannarlega rækilega hrunin!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband