Magnað fyrirbæri skýstrokkar!

Eins og við höfum öll heyrt, þá hefur eina ferðina enn orðið stórtjón á bandarískum bæ, ef völdum skýstrokks. Athygli vakir ótrúleg stærð þess skýstrokks sem gekk yfir, þ.e. milli 1,5-2km. í þvermál.

Þetta virðist vera mynd af skrímslinu sem fór yfir bæinn!

Erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig þ.e. að búa við þá hættu - - að skýstrokkar geti stungið sér niður úr skýjunum þá og þegar. 

Er þrumuveður gengur yfir.

En íbúar Moore í Oklahoma fengu sannarlega að kynnast þeirri hættu!

Samkvæmt Financial Times: Oklahoma tornado kills dozens and flattens town

Er vindhraðinn í strokknum áætlaður um 320km/klst. 

Hann hafi verið af styrkleika 4, þ.e. næst öflugasta styrkleika flokki.

Skv. FT er fjöldi staðfestra látinna kominn í 51.

En yfirvöld í bænum óttast að alls 90 manns hafi farist.

Eitt af því sem er erfitt við þetta, skilst mér að sé það - hve brátt fyrirbærið bregður að.

Menn verða að vita hvar "byrgið" er staðsett, eða besta herbergið í húsinu - - ef það hefur sérstyrkt herbergi.

Þannig séð minnir þetta á aðstæður í London t.d. í Seinna Stríði, að fólk þurfti að vita hvar byrgin voru staðsett, það voru æfingar reglulega.

Miðað við þetta, þá er ekki svo íkja slæmt - að búa við Suðurlandsskjálfta á ca. 100 ára fresti!

 

Magnað að sjá eyðilegginguna!

Það hafa komið fram samlíkingar við loftárás - - en það sést vel á næstu mynd, hvernig hlutir kurlast í sundur, bílar hafa þeyttst um eins og leikföng.

Ekki er þessi að neðan síðri, bara spýtna og járnarusl eftir þ.s. áður stóð húsalengja.

Ég bæti síðan þessari mynd við, þarna er eins og húsin hafi kurlast í smátt!

Og önnur loftmynd!

Áhugaverð Wiki síða: Tornado

  • Rauðu svæðin á kortinu er svokallaður "Tornado allay."

File:Tornado Alley.gif

Rosaleg myndasería er sýnir fæðingu skýstrokks!

File:Dimmit Sequence.jpg

 

Niðurstaða

Náttúran minnir okkur alltaf öðru hvoru á það, hve lítil mannanna verk eru - - þegar hún virkilega kemst í ham. En skýstrokkar eru ekki hættulegustu náttúrufyrirbærin sem um getur. Sennilega eru flóðbylgjur af völdum jarðskjálfta sem eiga sér stað neðansjávar, það allra hættulegasta.

Eins og við höfum tvisvar séð á síðustu árum þ.e. skjálftinn á Indlandshafi sem olli miklu manntjóni af völdum flóðbylgju á Indónesíu og löndunum í kring, eins og Malasíu, Tælandi.

Síðan aftur í Japan. Það sem kemst næst þessu hér á landi eru hamfaraflóðin úr Mýrdalsjökli. Og stöku allra stærstu eldgos, sem betur fer verða með nokkurra alda millibili.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband