Deilan um innflutning landbúnaðarvara!

Tek fram að ég hef hingað til verið stuðningsmaður þess að vernda íslenskan landbúnað gagnvart samkeppni frá landbúnaðarframleiðslu annarra landa. Í þessu, legg ég megináherslu á að varðveita þau störf sem eru til staðar í landinu tengd framleiðslu matvæla, þá þekkingu sem það fólk býr yfir. En rétt er að benda á, að töluvert myndi kosta - að endurþjálfa allt það fólk til að sinna öðrum störfum. Rétt að nefna, að í dag er í matvælaframleiðslugeiranum fjöldi háskólamenntaðra einstaklinga. Með mörg ár í af kostnaðarsömu námi að baki. Það væri slæmur grikkur þeim gerður, ef fótunum væri kippt undan þeirra framtíð.

Rifrildið um landbúnaðarvörur hefur skotist upp nú, vegna deilu tengd skýrslu svokallaðs "Framtíðar Hóps" sem virtist leggja mesta áherslu á, að fækka störfum á landsbyggðinni!

T.d. tillögur um mjög mikla fækkun sveitarfélaga!

En tillaga um lækkun tolla var þar einnig, og um afnám tollverndar fyrir alifugla og svínarækt!

Ég ætla ekki að fjalla sérstaklega um alifugla- og svínarækt, heldur almennt um vernd landbúnaðar gagnvart innflutningi!

 

1. Fyrst er rétt að halda til haga, að vernd landbúnaðar snýst um að vernda starfsemi er fyrir í landinu!

Sumir snúa út úr með því að segja, að með sömu rökum getum við lokað landinu t.d. fyrir innflutningi á fatnaði. Til að skapa störf við fataframleiðslu. Sannarlega var hér einu sinni umfangsmikil fataframleiðsla.

En punkturinn er sá, að svo er ekki lengur - - hún er farin annað. 

Einmitt vegna þess, að landið tók upp fríverslun.

Hún stóðst ekki samkeppni við erlenda framleiðslu, lagði upp laupana og hætti.

--------------------------------

Að ætla sér að snúa því dæmi við væri mjög dýrt - - þ.e. þá þyrfti að endurreisa iðn sem þegar er farin, sem að sjálfsögðu er mun kostnaðarsamara en að vernda starfsemi sem er til staðar. Að auki kostnaður við að þjálfa starfsfólk í þekkingu sem ekki er lengur til í landinu eða nánast ekki. 

 

2. Landbúnaður sparar gjaldeyri!

Fataframleiðsla áður fyrr, var framhald af nýtingu á ull og skinnum, sem hvort sem er fellur til vegna landbúnaðarframleiðslu. En það væri mjög dýrt að ætla að snúa klukkunni við. Óhjákvæmilega myndi draga mjög mikið úr landnotkun, ef landbúnaður myndi stærstum hluta leggjast af.

  • Punkturinn er sá, að með því að nýta landið - þá verða til innlend framleiðsluverðmæti.
  • Ef framleiðslan hættir - - þarf þá að flytja sambærileg matvæli inn í staðinn.
  • Vandamálið er, að gjaldeyrir okkar er takmarkaður.
  • Þú getur ekki nýtt sama peninginn tvisvar.
  • Þannig, að þá ryður innflutningur matvæla, sem þá kemur í stað innlendrar framleiðslu, öðrum innflutningi.
  • Með öðrum orðum, það verður svokallaður "opportunity cost."

-------------------------------

Sjálfsagt bendir e-h á, að landbúnaður flytur eitt og annað inn. En það gerir einnig sjávarútvegur - og þó stendur hann undir okkar innflutningi. Þ.e. gjaldeyristekjur þær sem hann skaffar.

Sannarlega skaffar landbúnaður ekki mikið af slíkum tekjum, en það má halda til haga.

Að tæknilega er vel mögulegt, að draga úr gjaldeyrisneyslu landbúnaðar, t.d. með því að skapa hvatningu fyrir landbúnað að framleiða eigið eldsneyti. 

Má líklega tengja það við "náttúru-áherslur." Svo það standist EES samninginn.

Spurning hvort einnig væri unnt að tengja, hvatningu um notkun innlends áburðar við slíkar, en það gæti tengst einnig þeirri hugsun. Að auka sjálfbærni landbúnaðarins - nýta lífrænan áburð eingöngu.

 

3. Síðan er rétt að halda til haga, að innfluttar landbúnaðarvörur yrðu aldrei jafn ódýrar og þær eru, þegar þær eru á boðstólum í stórmörkuðum erlendis!

Sumir hafa verið með þann áróður, að afnám tolla myndi skapa sama verðlag og í Evrópu.

Málið er að það kostar mun meir almennt séð að flytja vörur til Íslands en t.d. til Danmerkur. En þar kemur til, að flutningsmagn til Íslands er ákaflega lítið - t.d. liggja flutningar frá Skandinavíu í gegnum Danmörku. Því gríðarl. flutningsmagn að flæða í gegnum Danaveldi. 

Danir græða á því með þeim hætti, að það leiðir til þess að fleiri flutningsaðilar eru um hituna, vegna þess að flutningamarkaðurinn er stór á því svæði sem inniheldur Danmörk. Það þíðir hörð samkeppni, meðan að á Íslandsflutningsmarkaðinum er fákeppni.

Að auki, er stærðarhagkvæmni í flutningum, sem Ísland tapar á vegna lítils flutningsmagns en Danir græða á í staðinn.

-----------------------------

Svo má ekki gleyma fákeppninni, í smásölumarkaðinum á Íslandi, en hér ráða mjög fáir aðilar markaðinum í smásölu á matvælum.

Vegna fákeppni, eru líkur á að aðilar í smásölu muni geta komist upp með að hirða hluta af gróðanum, af því að geta keypt ódýrar inn en þeir geta í dag. 

Þeir samt muni velja að kaupa erlendu vöruna, því þrátt fyrir innflutningskostnaðaróhagræðið líklega verður hún ódýrari um einhver prósent - sem líklega stóru verslanirnar munu grunar mig hirða hagnaðinn af a.m.k. að hluta, til að auka sinn hagnað.

  • Punkturinn er þá sá, að gróði innlenda neytenda - væri mun minni, en margir sem berjast fyrir innflutningi halda að hann yrði.
  • Þó líklega verði hann einhver.

 
4. Spurning um þróun olíuverðs í heiminum!

Það virðist afskaplega líklegt, að olíuverð muni hækka í framtíðinni. Það virðist þó líklegt að þær hækkanir er virtust yfirvofandi frestist um 15 eða 20 ár. Vegna "Oil shale" æðisins. Sem tímabundið líklega mun a.m.k. viðhalda framleiðslu á olíu í heiminum. Þannig að hún minnkar ekki þegar eldri olíulindir smám saman tæmast.

En "Oil Shale" æðið ætti ekki að endast mjög lengi. Þ.s. slík jarðlög innihalda yfirleitt ekki mjög mikið magn af olíu eða gasi.

Það ber einnig að muna, að "fracking" krefst mikils vatns - - það takmarkar hvar unnt er að beita þeirri aðferð. Svo að það líklega verður ekki mögulegt að nýta nærri öll fræðilega nýtanleg "oil shale" lög.

Heimurinn kaupir sér þó kannski tíma, þ.e. 15 eða 20 eða 25 ár.

Á endanum koma hækkanir olíuverðs, ég á von á því að það gerist innan tímaramma sem rúmast innan lífs flestra sem í dag eru á miðjum aldri. 

Með öðrum orðum, ekki langs tíma - þegar miðað er við líftíma þjóða.

  • Punkturinn er - að þegar olían fer loks að hækka fyrir alvöru, þegar framleiðslu hápunkturinn loks fram framhjá okkur, og lægðin hefst.
  • Þá verða flutningar eðlilega verulega dýrari.
  • Og því allt sem flutt verður - sérstaklega þegar um umtalsverðar vegalengdir er að ræða.

Ég vill meina að í þessari framtíð, verði ákaflega heppilegt að hafa ekki kastað frá okkur landbúnaðinum.

Og þá munum við græða vel á því, ef við á allra næstu árum, þróum landbúnað yfir í aukna sjálfbærni þ.e. eigið eldsneyti og eigin áburður.

Innlendur landbúnaður, verði þá mikilvægur þáttur í því að vernda innlend lífskjör.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er með öðrum orðum sú. Að kasta frá okkur landbúnaðinum væri skammsýni. Aurasparnaður eins og það hét í gamla daga. Að í framtíðinni, þegar orkuverð verður orðið hátt alls staðar. Nema kannski hér.

Þá verði heimshagkerfið einnig verulega breitt miðað við daginn í dag.

Þá á ég við, að fókus þjóða verði á það að framleiða sem mest heima fyrir. Í stað þess að flytja varning þvert yfir heiminn.

Heimsverslun muni minnka mjög mikið miðað við daginn í dag.

Það þíðir ekkert endilega að það dragi úr samskiptum þjóða, en ferðalög yrðu þá einnig mun minni. Sem líklega þíðir.

Að dregur mjög úr ferðamennsku! Samskiptin verði þá mun frekar í gegnum netið, en að fólk ferðist sjálft á staðina og hittist.

Menn eigi skipti á hugmyndum og hugverkum, hlutfall slíkra viðskipta muni mjög aukast á kostnað, viðskipta með varning.

Það verður þó óhjákvæmilegur útflutningur áfram á varningi, því engin þjóð mun geta framleitt allt. En viðskipti verði mun meiri við þjóðir í tiltölulegri nálægð, en við fjarlægar þjóðir. 

Sennilega verða lestir, mjög hagkvæmur flutningsmáti í löndum þ.s. fyrir eru lestir. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru nokkrir punktar sem þarf að halda til haga þegar rætt er um þessi mál. Fyrir það fyrsta er matarverð hér á landi á pari við meðaltalsverð matvara í ESB, sem segir að víða innan sambandsins er matvara dýrari en hér.

Þá eru verndartollar í landbúnaði og styrkir til hans ekki séríslenskt fyrirbrygði, heldur nánast talið eðlilegt. Reyndar eru engin höft milli landa innan ESB, sem hefur leitt til mikils hruns landbúnaðarframleiðslu innan sumra ríkja ESB. En þegar skoðað er hvernig ESB hagar sér gagnvart ríkjum utan þess er sagan önnur. Þá sjá verndartollar og allskyns reglugerðir til þess að nánast útilokað er að flytja matvörur til sambandsins, nema auðvitað þær vörur sem það þarf á að halda, eins og t.d. fisk frá okkur.

Jafnvel í Bandaríkjunum eru verndartollar og þar eru einnig öflugt styrkjakerfi til stuðning og stjórnunar matvælaframleiðslu. Sennilega öflugra en hjá okkur, ef allt er talið.

Samtök verslunar og þjónustu þreytast seint á að ráðast gegn íslenskum landbúnaði. Þar er fullyrt að með afnámi verndartolla megi lækka matarkörfuna um 10%, byggt á þeirri fullyrðingu að hingað væri hægt að flytja inn kjúklinga og svínakjöt sem væri 40% ódýrara en innlenda framleiðslan. Þessi fullyrðing virðist byggja á að neysla þessara tveggja kjötvara muni aukast verulega, þá á kostnað annarar matvöruframleiðslu. Eins og áður segir er matarverð hér á landi á pari við meðaltal matarverðs innan ESB, svo erfitt er að sjá hvar samtökin þykjast geta verslað þessar vörur svo ódýrt að hægt væri að bjóða þær 40% ódýrari út úr búð hér á landi, en innlenda framleiðslan.

Hitt má auðveldlega fullyrða að ef verslunarhúsnæði væri minnkað, með því að fækka útibúum stórverslana, ef samkeppnin á matvörumarkaði yrði virkt og ef opnunartími matvöruverslana væri styttur niður í eðlilegann opnunartíma, mætti hæglega lækka verð matarkörfunnar um þessi 10% !

Gunnar Heiðarsson, 20.5.2013 kl. 03:35

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vissi að munur á matarverði minnkaði mikið milli Íslands og Evrópu við gengisfall krónunnar 2008. En ég hef hingað til ekki haft þá vitneskju að með því hafi lokast það bil. Er einhvers staðar til skjal sem sýnir fram á að það sé virkilega svo að meðalverð hér sé ekki hærra en meðalverð í Evrópu?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.5.2013 kl. 11:08

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

I Norge og Schweiz – der ikke er medlemmer af EU - skal indbyggerne gribe endnu dybere i lommen for at få råd til ugens indkøb, end danskerne skal. Men købekraften er også en helt anden takket være højere indkomster og lavere skatter.

25% hærri matarkarfan í Danmörku en Þýsklandi,  Danir erum  svipað verð og Írar sem er með hærri þjóðartekur.   Raunvirði eða gæði körfu skipta mig og aðra Dani máli.  Óætt er ekki kauphæft þó kosti lítið.

EU hefð er  Húsnæði= Framfærslureiðufé - neysla.  Húsnæði mætir afgangi.  Ísland: Neysla= Húsnæði - Framfærslufé. Neysla [PPP production on common market]  mætir afgangi.
þess vegnaer erfitt að bera Ísland saman við umheimin.  Heima álagning= arður eða vextir hér á söluein  er mikið hærri en alstaðar.    [Sjálfþurtar]búskapur er betra en atvinnuleysi í borgum.  Taka annrra ríkja á þeim sem ekki framleiða eigin matvæli til grunnframleiðu.
Grunnframfærslu lámark með lögum til tryggja almenna eftirpurn eftir vsk. vöru og þjónustu.
Auka raunkaupmátt með hækkun á GÆÐUM starfmanna í samræmi raun Kaupmátt þeirra.  Setja bæði lámörk og hámörk á það sem selst almennt: til að tryggja free market. Allir sitji við sama borðið.   Hvert ríki veður að setja upp sitt tekju skiptingar frelsis regluverk , miðað við eðli íbúa og náttúru aðstæðna. 10 íbúar í 2 herbergum er leið til gera mat ódýran á Íslandi í augum 80% fátækustu.  þjóðverjar eru bæði með lægri verð [bestu neytendakörfu]  og húsnæðiskostnað on meðalgengi EU.  þýska meðalgengið er því sterkast færð mest 1. og 2. flokks fyrir evru þar.  S-EU 4 - 6 verðflokkar almennt.

Júlíus Björnsson, 20.5.2013 kl. 12:51

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

var að fjalla um þessa tillögu í bloggi nýlega.tel rétt að samkeppni er nauðsynleg til að gera landbúnaðinn hagkvæmari en það er hægt að ná þessu markmiði á annan hátt.Einfaldlega að í stað þess að minnka tollinn um 50% og hleypa erlendri samkeppni að þá er hægt að minnka innlendan stuðning,beingreiðslur og annað smám saman ár frá ári.þetta myndi hvetja til hagræðingar í greininni.Má orða það þannig að þá væri landbúnaðurinn að keppa við klukkuna en ekki erlendan keppinaut.varðandi fataframleiðsluna þá finnst mér í sjálfu sér ekkert sem útilokar að taka þá grein upp að nýju.það sem þarf er að tileinka sér nýjustu tækni í heimi og semja við erlenda sölukeðju í stað þess að reyna sjálfir markaðssetningu.Það er allt hægt.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.5.2013 kl. 14:28

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, ég held að stuðningur við landbúnað í vestrænum ríkjum, sé leið til að niðurgreiða verðlag á landbúnaðarvörum - í eðli sínu aðferð til að stuðla að tekjujöfnun.

Ef við viljum auka hagkvæmni, má auka samkeppni innan greinarinnar t.d. með því, að afnema svæðistakmarkanir.

Þannig að samlög ráði því við hvaða bændur þau hafa viðskipti og öfut.

Að auki með því að hætta að kostnaðarjafna, þannig að fjarlægðarkostnaður komi fram, svo að bændur hafi óhagræði af því að reka bú sem eru afskekkt.

En hvakvæmt er að reka bú sem eru tiltölulega nærri neytendum, og einnig nærri þeirri þjónustustarfsemi sem þjónustar landbúnaðinn.

Óhagkvæmni þar með kostnaður vex, því afskekktari bú eru. Þó eins og kerfið er rekið í dag, sé þeim kostnaði endurdreift á alla sbr. þá hugmynd, að réttlæti sé í slíkri kostnaðarjöfnun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.5.2013 kl. 16:28

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er fullviss um að stuðingur við landbúnðað í mörgum vestrænum ríkjum er að halda svæðum utan risa borga í ræktun, réttlétta samgöngu kostnað [skapa störf]. Sum ríki setja dæmið upp að Niðurgreiðslur er lægri en færi í heildar framfærslustyrki.  Sum ríki græða í einum geira meira en önnur og skattleggja hann til niðurgreiða í öðrum geira, þarna spilar inn í vöruviðskipta jöfnuð á PPP bakveðum fjármála viðskipta ríkja.   Sum ríki reka her og þá er fíflegt að leggja niður matarframleiðslu heima fyrir til að kaup af öðru ríki sem er ekki á sama hernaðarbandlagi.

80% af heildar matmælaframleiðu er markvið að sé á stöðugum verðum [framboð=eftirspurn] til manneldis í stórborgum EU t.d. 20% er nærborgar framleiðsla 20% -30% dýrari daglega ferskvara fyrir þá með reiðfjár innkomur í hærri kantinum.  Erlendis er líka hefðir  að leggja kostnaðin [flutnings og fjármagns] smátt og smátt á frá fyrsta framleiðenda => verðlag er dýrara inn í borgum og almenn reiðfjákoma því meiri og fasteignverð hærra. USA er því með tvo CPI.

Íslensk umræða er mjög frumstæð , lýsir miklu þekkingarleysi á erlendum viðskipta hefðum.  80% íbúa er grunnur sem skapar störf fyrir hina að tryggja þeim framfærslu.

Útvíkkun EU var líka rökstudd með því að stærra tollbandlag með til íbúba fjölda common consumers væri hæfar til stunda PPP vöruviðskipt við hliðstæða hundraða milljarað markaði. EU fyrir nokkrum árum segir hætt að flytja út hráefni og orku , en flytji út hávirðisauka  tækni og tísku í skiptum.  USA  og EU voru í keppni við  að auka viðskipti við rísandi Kína, frá 1970 , USA burstaði EU og um 1986 þá voru Meðlima Ríkji mörg nánast að setna í algjört atvinnleysi í lávirðsframleiðslu. Allir í EU voru að kaupa kínverskt. 

Hávirðisauka flutningur  frá EU er: þekking, hergögn , hlutar úr flugvélum, tísku og snobb vörur,...  Þjóðverjar, Frakkar, UK, Hollendingar, Belgar, Ítalir koma í huga, sem megin gjaldeyris reddarar.

Ísland er með allt aðrar áherslur. Græða á lávirðis útflutingi, lánastarfsemi?
 Heimurinn er einn markaður vegna PPP: í Augum Sjálfbærra ríkja markaða heimsins.
þetta getur leitt til sama innhald neytenda körfu alls heimsins í ekki nánustu framtíð.

Ríki velja hvað á vera í þeirra neytenda körfu sem snýra að 80% til 90% fátækustu; síðan hvað þarf að borga mikið út í reiðfé , til selja allar körfurnar.

Ef Ísland getur flutt út hávirðisauka sem skilar tekjum til að allir hér geti neytt háviðsauka , þá er samt alltaf dýrt fur 80% ríkustu  að lifa.  þetta er hugarástand.

EU [USA og flest ríki] setja dæmið  þannig upp  ef við vljið losna við framleiðu inn á okkar markaði þá borgum við með okkar árs framleiðslu, miðað við PPP og ramma magn saminga um aðalatrið 80% verðmæta í viðskiptum.  Við skipti er svo endurskoðuð  og leiðrétt eftir þörfum, í gegnum fjármálageiranna; Seðlabanka og lykil banka þeirra[hluti af viðskiptum eins og heraflinn.
Bak við tjöldin frá 1973 er verið að semja við EU hvað við getum keypt í þessu 80% samhengi. Áður frá 1918 þá  var stunduð sú pólitík hér að flytja inn sem dýrast til losan við sem mest magn.  Almenningur hér 90% fátækustu vara þá einn ríkastur í heimum ef ekki hefði húsnæðiskostnað 10% fátækustu verið alltof hár. Húsnæðiskostnaður var lægri því mikið var byggt í sjáboðavinnu, hráefni vinnuafl innlent. Það sem svo lent ekki inn í hagtölum var svört vinna, þess fjölda sem byggði sjálfur frá grunni eða fokhelt.   Ísland er með Persónuaflátt, og þegar hann kom hingað, þá voru eignhaldfélöginn ekki  kominn. Mörg einstaklings[fjölskyldu] fyrit tæki rekin á skattalegu áhættu hlutaféga formi,vegna afskrifta í varasjóði, tækifæri til stela úr rekstri til eigin nota, og líka að skrá alla fjölskyldun sem strafandi í rekstri. Forstjóri sem átti 5 krakka fékk því 500.000 kr. í skattaflátt frá velferðartekju stofni á hverjum mánuði.   Fraleiðni sumri fyrirtækja per starfsmann var því lægri .   Ef hlutur matvæla lækkar í raunvirði í neytendkörfu hinna 90% fátækust segir reynsla að raunvirði reiðfjár-innkoma þess hóps lækkar hlutfallslega mikið.  Engin undantekning er kominn ennþá sem réttlætir að lækka raunvirði matvælaverð hér.  Spyrja  um samhengi og úr hvað  tekjuhópi ráðgjafarnir koma: kennararnir. Greina almennar staðreyndir frá sértækum. common market  frá secondary, Prime frá sub Prime.  það geta ekki allir verið 10% ríkustu hér, með 10% vilja ekki fjölga í sínum röðum.

Júlíus Björnsson, 20.5.2013 kl. 20:23

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Einar.

Allar upplýsinger um það er snýr að landbúnaði og ESB er best að fá hjá Bændasamtökunum. Þau hafa ein hagsmunasamtak á Íslandi rannsakð markvisst áhrif aðildar á sína félagsmenn, byrjuðu þá vinnu strax um síðustu aldamót og hertu hana verulega eftir að umsókn um aðild hafði verið lögð fram. Þar getur þú einnig fengið samanburð á verði matvara hér á landi versus ESB ríkin.

Þann samanburð má einnig gera með því að fara inn á síður EU um hagstærðir og fá samanburð á verði matavar innan sambandsins og síðan fá samskonar töflur hjá ASÍ yfir sama efni hér á landi. Nokkuð flóknari leið.

Loks má benda á að til er tafla hjá ASÍ um þennan samanburð. Var opinberuð fyrrihluta síðasta árs en einhverra hluta vegna var hún fljótlega falin aftur. Henntaði ekki málflutningi forseta ASÍ. Hugsanlega er hægt að fá afrit af þessum samaburði þar, þó slíkt sé frekar ótrúlegt.

Um styrki til landbúnaðar í hinum ýmsu löndum er aftur erfiðara að fá tölur. Þó má benda á að í hagtölum flestra landa kemur fram hversu mikið fjármagn er lagt til þeirra styrkja og með því að deila þeirri upphæð í fjölda íbúa má sjá ótrúlegar tölur. Þó ber að gæta þess að styrkir til landbúnaðar eru víða faldir undir öðrum liðum og koma því ekki fram í þeirra hagtölum sem slíkir.

Ég veit bara að það kom mér verulega á óvart að ræða þessi mál við bændur í Norður Dakóta. Þær upplýsingar sem ég fékk þar komu ekki beinlínis heim og saman við það sem fram hefur verið haldið hér á landi og ljóst að bændur þar búa við síst minni aðstoð eða vernd, en hér á landi. Þá kom einnig á óvart að þar þykir sjálfsagt mál að stýra framleiðslu með því að greiða mönnum fyrir að framleiða ekki, ef verð virtust vera að lækka vegna offramleiðslu.

Gunnar Heiðarsson, 22.5.2013 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband