19.5.2013 | 00:15
Ný reglugerð ESB vekur ímist kátínu eða furðu!
Rakst á þessa frétt í Financial Times: EU regulates olive oil bottles in restaurants. En skv. reglugerð sem tekur gildi á næsta ári, en aðilum verður þá gefnir nokkrir mánuðir til að undirbúa sig fyrir þá breytingu; verður ekki lengur heimilt að hafa ólívuolíu-flösku(r) á borðum veitingastaða. Sem unnt er að fylla á, eftir að þær hafa verið tæmdar af gestum.
Heldur verða veitingastaðið þaðan í frá, að bjóða gestum sínum eingöngu upp á ólívuolíu í sérmerktum ílátum, sem ekki verður mögulegt að fylla á að nýju.
"Beginning next year, restaurants across Europe will be required to serve olive oil in specially sealed, non-refillable vessels with approved labelling."
Það þíðir væntanlega að það geta þá ekki verið flöskur, heldur þarf þá líklega að vera um að ræða einhvers konar "bréf" eða "plast" sem rifið er upp eða innsigli tekið af, sem ekki er síðan mögulegt að loka að nýju.
Og væntanlega heldur ekki lögun sinni, eftir að viðkomandi ílát hefur verið tæmt.
Það þíðir væntanlega aukinn kostnað fyrir veitingastaði, sem þá geta ekki lengur keypt ólívuolíu í stórum ílátum til að nota til áfyllingar - - heldur það sem væntanlega verður líklega óhjákvæmilega dýrari lausn.
Þetta er selt af embættismönnum sem spurðir voru, sem aðferð til að tryggja tiltekinn lágmarks gæðastandard, að gestir séu ekki að "kaupa köttinn í sekknum."
Að auki, auki þetta hreinlæti - dragi úr hættu á smiti.
Í fréttinni er þó sagt að þetta sé gert skv. þrýstingi frá framleiðendum á ólívuolíu, sem hafi í seinni tíð átt í erfiðleikum - sem einkum eru í S-Evrópu.
Væntanlega vonast eftir auknum tekjum, í gegnum það að framleiða í dýrara form af neytendapakkningum.
Sem verði staðlaðar og skv. reglugerð, gert að skildu að nota.
Niðurstaða
Gagnrýnendur kalla þetta heimskulegustu tilraun til reglugerðarsmíðar síðan Framkvæmdastjórnin hafi gert tilraun til að semja reglugerð um lögun gúrka.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2013 kl. 00:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reglugerðarsmiðir eru sannir neytendavinir. En af hverju einblína þeir á ólívuolíuna? Er það vegna þess sem þú nefnir; þrýstings frá framleiðendum?
Þeim hefur a.m.k. sést yfir önnur ílát, sem innihalda t.d. tómatsósu, soyasósu, Worchestersósu, salt og pipar.
Öll þessi ílát eru fyllt daglega á borð veitingahúsagesta úr stærri pakkningum.
Kolbrún Hilmars, 19.5.2013 kl. 14:38
Allt rétt hjá þér. Fleiri tækifæri fyrir reglugerðarsmiði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.5.2013 kl. 15:52
Ástæðan gæti nú reyndar verið einföld. Veitingahúsaeigendum hættir til að þrífa ekki ílát reglulega, heldur fylla sífelt á. Ólívur og olína er nefnilega lúmsk, myglar og þránar. Það gerir tómatsósa og soyasósa hinsvegar ekki, hvað þá salt og pipar. Mig grunar að þetta sé málið, ss. kærkomin neytendavernd.
Óskar, 19.5.2013 kl. 16:07
Af hverju þá ekki að ganga alla leið, Óskar, og heimta einnota umbúðir?
Það er jafnauðvelt fyrir óvinveittan gest að bæta í ílátin og starfsfólkið...
Kolbrún Hilmars, 19.5.2013 kl. 16:20
Óskar - Samkvæmt þeirri einföldu skýringu sem að þér dettur í hug um að veitingahúsaeigendum hætti stundum til að þrífa ílát ekki nógu vel eða nógu reglulega. Samkvæmt þessari kenningu þinni þá verður ekki langt að bíða þess að reglusmiðirnir þínir hjá Evrópusambansinu muni líka láta banna alla notkun postulíns og glerdiska.
Aðeins verði leyfðir einnnota ólitaðir pappadiskar ! Allt í þágu möppudýranna og einhverrar óskilgreindrar neytendaverndar.
Hversu langt ætla þjóðir Evrópu að láta þessi möppudýr ráðstjórnarinnar í Brussel teyma sig í þessari óstöðvandi og heimskulegu forsjárhyggju ?
Gunnlaugur I., 19.5.2013 kl. 17:28
Haha, við erum að nálgast flugreglurnar :)
Postulín og gler má brjóta og myrða með því mann og annan - hnífapör úr silfri eða járni myndu duga jafnvel á veitingahúsi og um borð í flugvél.
Pappadiskar og plasthnífapör, pappaglös og pínulitlir plastpokar með kryddi og sósum að hætti skyndibitans í USA.
Það yrði heldur betur stjörnuhrap hjá Michelin.
Kolbrún Hilmars, 19.5.2013 kl. 18:00
Olívu olía selst almennt, heyrir því umframi sem sum ríki geta ekki losnað við í viðskipta lávirðisgrunni EU sem framlag til dreyfingar í lávriðisdreyfingar kerfi EU um meðlima ríkin á virðiauka ferlinu inna á almennu smásölu og hávirðauka markaði Stórborganna. Sjáfþurtarbúskapur [lítið reiðfé] utan borga hefur kosti, minnkar atvinnuleysis stigið í heildina en minnkar það magn sem skilar auknum launum, [sköttum, arði, vöxtum] og því meiri evrum á viðskiptgengi Seðlabanka Evrópu. Umboð á að tryggja stöðuleika í sinni lávirðislögsögu halda frelsis bili verð lámarka og hámarka sem minnstu hjá fámennis risunum[grunn framleiðendum. þjóðverjar og Frakkar eru skatta sérfræðingar og höfundar stofnunnar sem má kalla Evrópska lávirðis grunn Sameiningu í fimm lávirði kerfum. Til að hámarka meðal hagnað innan stórborganna. 80% eftir 1900 býr í morgum yfir 1.000.000 í búa. Lýðræðiréttur er algjör gagnvart minni lögsögum. Borgir undir 5.000.000 eru vart sjálfráðar í EU reglukerfinu. EU hagræðingarkerfi [regluverk] er ekki sérhannað fyrir utan milljón borga einingar. Manneldis rekstur [economia] er menningar arfur EU stórborga. þannig verður líka skilja hlutina í einfalda stóra samhenginu. EU er stýrt örruglega á langtíma forsendum, þannig að almenningur missi ekki vitið. þúsund ára hefðir til að byggja á. Íslendingar búa í sínum eigin hugarheimi sem er úr kú.
Júlíus Björnsson, 19.5.2013 kl. 19:22
Já Kolbrún þú ert alveg með þetta.
Forsjárhyggjan hjá Ráðstjórninni í Brussel á sér í raun enginn takmörk.
Enginn spurning að Óskar og fleiri forfallnir ESB sinnar á Íslandi munu hér eftir sem hingað til verja þetta endemis rugl fram í rauðan dauðan? Fyrr frýs í helvíti en að þeir geti hugsað sjálfsstætt í ESB umræðunni !
Það er hinns vegar mun líklegra að þjóðir Evrópu og Evrópskir neytendur fá upp í kok af þessu endemis ráðstjórnar rugli og segi hingað og ekki lengra !
Bretar eru nú þegar komnir með æluna upp í háls og svo er um fleiri !
Gunnlaugur I., 19.5.2013 kl. 19:31
þýska og franska langtíma efnhagstöðuleika mótelið er það sem UK elítan er að viðurkenna sem best. Pluralismi: skilja að eftir eðli: elítur: fulltrúa sauðanna: skilið í samhengi stéttaskiptingar. UK þarf líka að fæða og klæða sína borgara. EU stórborgarneytendur [90% fátækustu] eru sáttir við stöðuleika því það er hluti af þeirra menningar arfleið. Rökin með og Rökin á móti [og rökin sem ekki eru gefin upp]. Íslendingar í toppi skilja ekki svona hugsanaferli né almennur neytendur í EU sem þrá stöðuleika [á uppa mörkuðum.
Júlíus Björnsson, 19.5.2013 kl. 19:47
Nei er ekki Gulli ESB hatari númer 1 mættur. Hann býr að vísu í Evrópusambandslandi og notfærir sér þau þægindi sem þar bjóðast en vill þjóð sinni hinsvegar ekki eins vel :) En Gulli minn, ég var nú bara að reyna að finna einfalda skýringu á þessu, þ.e. afhverju menn eru frekar að hugsa um hreinlæti varðandi ólífuílát frekar en salt og piparílát. Þið þarna á spáni eruð nú kanski meira í Sangría þannig að þið þekkið ekki vandamálið.
Óskar, 19.5.2013 kl. 21:51
Er þetta btw. ekki annars sami Gulli og var að selja lífeyrissparnað og tryggingar frá Þýskalandi, (Allianz) höfuðvígi ESB og reyndi að fá Íslendinga til að kaupa þessar ESB tryggingar ? Ég lét meiraðsegja til leiðast og það kom sér sérlega vel eftir hrunið fyrir marga að hafa þessa ESB tengingu því gengið hrundi jú en sparnaðurinn var í Evrum og á tímabili mátti taka út hluta af honum! - Skondið að sami maðurinn og reyndi að fá Íslendinga í þessi viðskipti við ESB land sem eingöngu voru möguleg vegna ESB samningsins og búi að auki í ESB landi sé svona óskaplega á móti ESB. Þetta er nánast súrrealískt!!
Óskar, 19.5.2013 kl. 22:11
vegna EES samningsins, ætlaði ég að segja...
Óskar, 19.5.2013 kl. 22:12
Óskar - Hver veit, kannski þetta sé mikið vandamál með þessa þránun :) En annars held ég að þetta sé óþarfi. Almenn skilyrði um þrif ættu að nægja.
---------------------------
Þekki ekkert hann Gulla sérstaklega, en er ekki aðeins of mikið í lagt að kalla Allianz tryggingarnar, ESB tryggingar. Þó Þýskal. sé í ESB? Væntanlega þýskt fyrirtæki, sem einnig veitti tryggingar áður fyrr, þegar gjaldmiðillinn Mark var enn til staðar.
Væntanlega meintir þú EES samninginn, auðvitað hentugt að eiga erlendan gjaldeyri - stöku sinnum.
Við getum alveg búið við stöðugan gjaldmiðil, ef við leysum innri óstöðugleika vanda Íslands með öðrum hætti en gengissveiflum.
Það væri vel mögulegt, ef samfélagið er til í að taka það að sé með þeim hætti, sem væri mest skilvirka leið B. Þ.e. laun væru jafn sveigjanleg.
En ef samfélagið er ekki til í slíkt. Sé ég það ekki sem mögulegt fyrir Ísland, að búa við annað en sveiflukenndan gjaldmiðil. Því e-h þarf að taka sveiflurnar, í mjög sveiflukenndu örhagkerfi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.5.2013 kl. 00:03
Sæll Óskar - þetta er mjög ómálefnalegt hjá þér.
Afhverju svaraðir þú ekki gagnrýni minni, heldur kemur hér með órökstuddar persónulegar dylgjur og lygar í bland.
Án þess að það komi þessu máli eitthvað við þá ítreka ég að ég bý ég og starfa hér á Íslandi.
Ég hef hinns vegar reynslu af því að búa í tveimur öðrum Evrópuríkjum.
Sú reynsla hefur reynst mér ágætlega til þess að meta ýmsa hluti, m.a. stjórnsýslu Evrópusambandsins.
Ég hef alls ekkert á móti Evrópu eða þjóðum eða íbúum hinna ýmsu Evrópulanda.
Ég er alþjóðasinni og hef ekkert á móti viðskiptum eða öflugum menningarsamskiptum við Evrópu eða aðra heimshluta.
Hinns vegar hefur það ekkert að gera með það að ég vilji alls ekki setja einhverja svona skrifræðis stofnun eins og ESB með miðstýrt ráðstjórnarapparat yfir land okkar og þjóð !
Dæmið hér með ólífu olíuna sýnir glögglega skrifræðis- og ráðstjórnar- vítin sem að við þurfum að varast !
Vonandi ber land okkar og þjóð gæfu til þess að láta ekki ginna sig til þess að láta stofnanavæða sig og ganga þessu vonlausa ráðstjórnarapparati Evrópusambandinu á hönd.
Gunnlaugur I., 20.5.2013 kl. 00:11
.................og það er ekkert "súrrealískt" við það að stunda viðskipti eða búa í Bretlandi eða annarsstaðar í Evrópu og vera samt algerlega andsnúinn þessu ESB valda apparati.
Meirhluti Breta er algerlega andsnúinn ESB þó svo að þeir stundi öflug viðskipti við Evrópu og víðar.
Gunnlaugur I., 20.5.2013 kl. 00:19
Falin rök á bakvið beyglaðr gúrkur. Gúrkur er í mörgum verðflokkum og S-EU almenningur keypti lægstu verðflokka þá prósentulegra með hærri álagingu. Í heildar samhengi Risa gúrku framleiðandi í grunni framleiðir ódýrari gúrkur og sleppir flokkun , álagning hækkar í heildina í prósentum og Meðalgengi evru styrkist , beyglaðar grúkur seljast dýrar í EU en annarsaðar í heiminum að meðatali. Ég er fyrrverndi framkvændi í kjötvinnslu og veit allt um kostnaðverðs útreikninga og hef hef líka ferðast út um allan heim hér áður fyrir veit allt um neytenda körfu innhald. Kommission er vís til að koma sjálf sögusögnum af stað.
Tómatar heilir 4 í pakka kostar 100 kr. pakking. [60 kr. til neytenda sala] eftir breytingu 20 kr. til netenda sala og 99kr. pakkin [ekki 120 kr. vegna verðbólgu fyrst]. Neytandi kemur heim og hendir einum. keypti 3 á 33 kr. stykkið í rauninni. Íslensk stéttar félög mæla kaupmáttar aukingu og launþegar fá ekki meira úrborgað reiðufé. Mótvars fyrir 10% ríkustu er svo lífvænt og 20% dýrara og meðlaun hækka því hæstru laun hækka. þetta var kallað vörusvindl og glæpur lengst af frá landnámi á Íslandi. EU innlimar fátækt ríki vant neyslu á fimmta verðflokki eða dýrafóðri, => gengi evru styrkist t.d. miða við dollar. hærri verð á mörkuðum en að meðatali í heimum. þetta er búið að gera allt góðgærið hér. keðjur skulda svo eignarhaldfélögum þannig að þær borga enga skatta, til að þykjast græða ekki neytt. Regla hér frá 1918 er að leggja eins mikið á og allir hinir. lækka verð á þeim sem selst bara um jólin í júni, til að koma betur út í verðkönnun.
Júlíus Björnsson, 20.5.2013 kl. 03:39
Já sæll Gulli. Ég held að mitt innlegg hafi nú ekki verið neitt ómálefnalegra en að segja t.d. að fyrr frysi í helvíti heldur en að Evrópusinnar gætu hugsað sjálfstætt. Nú ég sá það nú bara á þínu eigin bloggi að þú byggir á Spáni og ef það er ekki rétt þá væri þjóðráð hjá þér uppfæra upplýsingarnar þar ef þú vilt að þær séu marktækar. -- og ég átti að svara gagnrýni þinni málefnalega ? Eins og t.d. þessu
"Enginn spurning að Óskar og fleiri forfallnir ESB sinnar á Íslandi munu hér eftir sem hingað til verja þetta endemis rugl fram í rauðan dauðan? Fyrr frýs í helvíti en að þeir geti hugsað sjálfsstætt í ESB umræðunni !"
Gulli, hvernig svarar maður svona vitleysu málefnalega ? Þegar rökin eru bara bullfrasar og upphrópanir þá er ekki hægt að svara málefnalega :)
Það sem þú virðist aðallega setja út á ESB er stjórnsýslan. Ég segi bara, mér er skítt sama þó yfir okkur gangi einhverjar reglugerðir varðandi geymslu á ólívum ef við fengjum í staðinn stöðugan gjaldmiðil, betri lífskjör, losnum við verðtrygginguna, lægri vexti á húsnæðislánum og meiri kaupmátt....já þá er mér bara nákvæmlega sama þó ólívur þurfi að geymast í einnota umbúðum.
Óskar, 20.5.2013 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning