17.5.2013 | 23:54
Bandaríkin ætla að hefja útflutning á gasi!
Það merkilega er að sl. 2 ár hefur útflutningur á gasi víst verið "restricted" eða í reynd bannaður. Þrátt fyrir hraða aukningu í gasvinnslu. Þetta hefur leitt til þess að verð á gasi í Bandaríkjunum hefur hrunið.
Skv. frétt Financial Times hefur Obama nú heimilað gasútflutning, frá nýrri stöð "LNG liquefied natural gas" í Texas sem kostar mikið fé að setja upp, sem kemur gasinu yfir á vökvaform við mínus 170°C.
Japanskir og evrópskir aðilar hafa boðist til að setja ma. dollara í aðra slíka stöð í Louisiana, sem áform eru um að reisa.
Það er auðvitað ástæða af hverju útflutningur hefur verið "takmarkaður" eða "restricted" þar sem þ.e. eina leiðin, til að tryggja það að verðlag á gasi innan Bandaríkjanna, sé lægra en heimsmarkaðsverð á gasi.
Takið eftir því hvað hefur náðst fram, með því að takmarka gasútflutning!
US energy revolution gathers pace
"Shale gas production has soared in the US in recent years, creating a supply glut that has driven prices down to about $4 per million British thermal units from a peak above $13 in 2008."
Það er ca. 70% verðfall.
"Cargoes of LNG, supercooled to minus 160 degrees so it can be transported on tankers, are selling in Asia for the equivalent of about $15 per mBTU, creating an attractive opportunity for exports from the US."
Ef verðið er 4 $/mBTU vs. 15$/mBTU.
Þá þíðit það að fyrirtækin sem vilja flytja gast út til Asíu, geta grætt heilan helling.
En aðeins ef þau fá að flytja gasið út.
Á sama tíma, eru önnur fyrirtækja "lobbí" í Bandaríkjunum, þ.e. þau sem græða á lágu verðlagi fyrir gas, að þrýsta á um að - útflutningur verði takmarkaður áfram!- "However, a vocal lobby of companies in industries such as chemicals and steel has urged restrictions on gas exports to ensure US manufacturers continue to derive a competitive advantage from cheap energy."
Þetta minnir töluvert á umræðuna hérlendis, hvort á að flytja út rafmagn með sæstreng, eða nota rafmagnið hér heima!
Lága gasverðið, hefur lækkað verð á gasi til margvíslegra iðnstarfsemi sem nýtir það í margvíslegum tilgangi þ.e. t.d. í efnaiðnaði ekki síst plast.
En ekki síst, þá njóta gas-orkuver sem framleiða rafmagn þess, að geta selt rafmagn á hagstæðu verði.
Og kaupendur þess rafmagns njóta þess, í hærri kjörum - því þá þurfa þeir að borga minna fyrir rafmagn sem þíðir að þeir eiga meir eftir hver mánaðamót til annarra hluta.
En ekki síst, þá hefur verið aukning í fjárfestingum innan geira, t.d. orkufrekrar starfsemi.
Sem er mjög háð orkuverði, t.d. stálvera og álvera.
-----------------------------------
Þetta getur allt breyst, ef verðlagið á gasi innan Bandaríkjanna - fer á heimsmarkaðaverð.
Sem mun óhjákvæmilega gerast, ef allar takmarkanir á útflutnings eru afnumdar.
- Að þessu leiti svipar umræðunni, til umræðunnar hérlendis um rafmagnssölu!
- Sannarlega græðir Landsvirkjun mun meir, og innan Bandaríkjanna geta þeir sem vinna gas úr jörðu, einnig aukið mjög mikið gróða sinn.
- En - nánast allir aðrir innan hagkerfisins tapa, það á einnig við hér á Íslandi.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu - - hvort Obama gefur fleiri útflutningsleyfi.
Þannig, að gasverðlag í Bandaríkjunum fer að stíga, og nálgast heimsmarkaðsverð.
Eða hvort, hann mun leitast við, að viðhalda umframframboði á gasi innan Bandaríkjanna, svo verðlag haldist áfram mun lægra á gasi innan Bandaríkjanna - en á heimsmörkuðum.
- Ljóst er að framleiðendur þ.e. þeir sem vinna það úr jörðu, munu þrýsta á sem mestan útflutnings.
- Kaupa til þess sem flesta þingmenn.
- Leitast við, að höfða sem mest til Obama.
- Meðan að þeir sem vilja setja upp flr. verksmiðjur innan Bandaríkjanna, sem hagnýta sér lága orkuverðið þar.
- Munu þrýsta í hina áttina, benda á störfin sem geta skapast.
- Síðan má ekki gleyma, neitendum sem njóta lækkaðs verðlags á náttúrugasi beint til heimilisnota, sem og í óbeinu formi í gegnum rafmagn framleitt í gasorkuverum.
- Þeirra hagsmunir eru að lága verðið haldist áfram.
Spurning hver vinnur þetta reipitog!
Niðurstaða
Þetta er ákveðið lúxusvandamál. Mig grunar samt að Obama muni leitast við að feta einhvers konar bil beggja leið. Enda getur það skaðað hagvöxt innan Bandaríkjanna. Ef gasverð nálgast alþjóðlegt verðlag of mikið. En lágt orkuverð - er eitt af því sem getu hjálpað Bandaríkjunum. Að snúa vörn í sókn. Í samkeppni um störf.
En þó svo Asíulönd hafi lægri laun, þá kemur mun lægra orkuverð nokkuð á móti. Réttir þannig aðeins af samkeppnisstöðu bandarískrar framleiðslu - hið minnsta þeirrar framleiðslu þ.s. orkuverðið skiptir máli að einhverju ráði.
En auðvitað skiptir lágt orkuverð einnig máli fyrir neyslu. Þ.e. bætir efnahag heimila þ.e. þeirra sem búa á þeim svæðum, þ.s. nýting á gasi er tíðkuð hvort sem er í gegnum rafmagnsframleiðslu eða beinna form af notkun.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það má líta stórt á málin og segja ef USA eykur farmboð af af gas [og olíu] inn á heimsmarkað þá heldur það hækkum niðri. UK er Í vandamálum USA og EU ásakar UK orku risa um að hafa sameinast um að leggja 5,0% meir á enn aðri aðilar í stöðuleika grunni: eitthvað er líka verið að hnýta í Norðmenn.
Í USA er föst flutfallsleg skiping á tekju 90% fátækusti og 10% ríkust og Heildameðalaunum af GDP [PPP] = GDP[OER] í USA. hækki PPP [við útflutting] þá græða allir á því. Gas getur því hækkað almennt í USA í samræmi við hækkað útborgað kaup.
Íslensk hagfræði skapar ranghugmyndir. Íslendinga upplifa ekki eigin skinn free market= fair market. Skilja því ekkert í fræðingum ríkja sem byggja á öðrum grunni. Hækka raunvirði þjóðartekna GDP[PPP] fyrst og síðan meðalaun.
Júlíus Björnsson, 18.5.2013 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning