Af hverju eru markaðir svo bjartsýnir?

Þetta er eiginlega orðin töluvert áhugaverð spurning. Sem dæmi komu tölur frá ESB um stöðu efnahagsmála, sjá: Eurostat - Flash estimate for the first quarter of 2013.

  • Það sem þetta staðfestir, er hæg en stöðug kreppa.
  • Eins og einn hagfræðingurinn setti fram í gríni "Shallow grave."

Því miður er ekki neitt, og ég virkilega meina - ekki neitt. Sem bendir til viðsnúnings undir lok þessa árs. Fremur en árið á undan, en þá einnig spáðu stofnanir ESB viðsnúningi á síðari árshluta.

En í staðinn, dýpkaði kreppan frekar um haustið. Ég á ekki endilega von á því, að slík hreyfing verði. Heldur allt eins því, að núverandi ástand sé fremur - stöðugt. A.m.k. þetta árið.

Fyrri súlan er samanburður við ársfjórðunginn á undan.

Seinni er samanburður við sama fjórðung árið á undan!

  • Belgium.....................0.1............-0.5
  • Bulgaria.....................0.1.............0.4
  • Czech Republic..........-0.8............-1.9
  • Denmark....................   :  ..........  :
  • Germany...................0.1............-0.3
  • Estonia....................-1.0..............1.2
  • Ireland...................... : ................ :
  • Greece**................... : .............-5.3
  • Spain.......................-0.5............-2.0
  • France......................-0.2............-0.4
  • Italy.........................-0.5............-2.3
  • Cyprus......................-1.3............-4.1
  • Latvia........................1.2..............5.6
  • Lithuania....................1.3.............4.1
  • Luxembourg............... : ............... :
  • Hungary.....................0.7............-0.3
  • Malta......................... : ............... :
  • Netherlands*** .........-0.1............-1.3
  • Austria****................0.0.............0.0
  • Poland........................0.1.............0.4
  • Portugal....................-0.3............-3.9
  • Romania.....................0.5.............1.3
  • Slovenia.................... : ................ :
  • Slovakia.....................0.3.............0.9
  • Finland......................-0.1............-2.0
  • Sweden..................... : ................ :
  • United Kingdom...........0.3..............0.6
-------------------------------
  • United States.............0.6.................1.8

Takið eftir, að tölurnar frá Bandaríkjunum, eru ekkert rosalegar - - þ.e. 1. fjórðungur þessa árs 1,8% ofan við 1. fjórðung sl. árs.

Á sama tíma, eru svokallaðar "earnings reports" að sýna að fyrir stærstu fyrirtæki er gróði, undir væntingum.

Fyrsti fjórðungur er ekki vísbending um aukinn hagvöxt miðað við sl. ár - sem er þvert á vonir.

Og 1. fjórðungur gefur sannarlega engar vísbendingar um - viðsnúning fyrir Evrópu.

 

Hvað veldur því að markaðir eru í hæstu hæðum?

Það er kreppa í Evrópu, flest bendir til þess að hún sé ekki að hætta.

Hagvöxtur í Bandar. stefnir í að vera svipaður þetta ár og sl. ár, sem er OK - en samt undir væntingum.

Gróði fyrirtækja er ekkert spes, þ.e. undir væntingum

En samt náði Wall-Street vísitalan nýju hámarki um daginn.

Markaðir í Evrópu, féllu ekkert við niðurstöðu spádeildar ESB. Heldur ef e-h, hækkuðu verð hluta.

-------------------------------

Sumir vilja meina. Að um sé að kenna - - sjálfri peningaprentuninni. Sem seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands, ástunda.

En Seðlabanki Evrópu hefur ekkert prentað í meir en ár, þ.e. bara útistandandi loforð um prentun gegn tilteknum skilyrðum, sem ekkert hefur reynt á.

  • Ef þ.e. peningaprentunin sem er ástæðan - - er þetta þá ekki form af verðbólgu? :)
  • En skv. allra nýjustu tölum frá Bandaríkjunum, er mæld verðbólga reyndar óvenju lág þessa stundina, eða 1,1%. Sem er lægra en nýleg mæling Seðlabanka Evrópu innan evrusvæðis: US consumer prices drop most in four years
  • Þ.e. reyndar magnað, að það sé svo sterk hjöðnun enn til staðar í Bandar., að stöðug prentun megni ekki að halda verðbólgunni hærri en þetta.

Phony QE peace masks rising risk of instability

Áhugaverð skýring greinanda Financial Times, bendir á nokkrar áhugaverðar staðreyndir:

-------------------------------------------

  • "Between 1997 and 2011 the level of unemployment in the eurozone was always inversely correlated to the Stoxx index."
  • "However, since 2011 the eurozone jobless rate has jumped from 10 to 12 per cent - even as the Stoxx has risen 10 per cent."
  • "In recent decades, US earnings revisions have tracked swings in the stock market."
  • "But since the start of 2012 there have been net downward earnings revisions – while US stocks have soared."
  • "In the past two decades, spreads on investment grade companies have always widened when corporate debt levels rose."
  • "But since 2011 the leverage ratio of eurozone companies has risen from 1.4 times to 1.7 times, while spreads have declined from around 210 basis points towards 120bp."
  • "But while uncertainty has (unsurprisingly) remained elevated since 2011, spreads have tumbled.
  • Or to put it another way, the behaviour of credit and equity markets has moved the opposite direction from fundamentals - on multiple data points."
  • "A similar pattern is at work in the US."

-------------------------------------------

Það er einhver undarleg jafnvel furðuleg slit í gangi milli stöðu markaða, sem virðist ágerast stöðugt.

Við hinn undirliggjandi veruleika.

Einhvern veginn, er erfitt að ímynda sér annað en að þetta sé einhvers konar verðbóla.

En hvenær hún hjaðnar, er ekki gott að segja.

Kannski þarf einhvern stóran rugg atburð - - það var nefnd samlíking við það að markaðirnir væru eins og kúla inni í glerskál. 

Lítið rugg, þíddi að kúlan ruggaði ávallt í átt að miðju skálarinnar á ný.

En stórt rugg, gæti velt kúlunni alfarið út fyrir - í stórt fall.

 

Niðurstaða

Þegar maður sér markaði hegða sér þetta undarlega, þá fer maður að velta fyrir sér kenningum þeirra. Sem vilja meina að markaðirnir hafi alltaf rétt fyrir sér - - naív frjálshyggjusýn með öðrum orðum. Slíkir eru til enn þann dag í dag, sem hafa þá "náívu" nálgun.

En markaðir eru samsettir af fólki, og fólk er breiskt. Það getur verið haldið ranghugmyndum. Meira að segja getur skapast fyrirbærið "groupthink" þegar allir eru einhverra hluta vegna sammála - en síðar kemur í ljós að þeir höfðu rangt fyrir sér. En enginn innan hópsins, var nægilega hávær um aðrar hugmyndir.

Markaðirnir virðast bjartsýnir - af því bara!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að meðaltali  verður samdráttur á Vestulöndum frá 2000 og jafnvel næstu 100 ár ef Lissbon stendst þar sem EU virðir rétt fyrirvernadi nýlenda eða þriðjaheimsins til stærri hluta í hréfnum og orku jarðar, sem verði þó gerast á snigils hraða.  Sá sem ekki getur tryggt sér réttu hráefnin og orkuna, rekur enga kauphallamarkaði.   Frakkland forseti var að segja í gær að S-EU tæki því ekki vel ef efnuðu ríki Þýskaland  og Frakkland væru að auka hagvöxt meira en ósjálfbæru eftir að misstu nýlendur t.d. Portugal og Spánn. PPP er notað til að meta  innkaupskaupmátt allra ríkja heims. Ríki verða því að passa sig  á að rugla ekki valda jafnvæginu. Völd eru að keypt upp önnur ríki t.d.  USA heldur niðri hagvexti hjá sér, og sennilega Þjóðverja líka, og Norðmenn sannar lega og fjárfesta í grunni UK, Olíu fyrirtækjum.  Kínverjar eru orðnir og gráðugir að mati USA.  Valdajafnvægi er menningar heimur nýlendu og nágranna ríka ríkja og ríkjablokka. 

https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/xx.html

Hér er hægt að sjá allan heiminn og hvort neyslu hagvöxtur er yfir meðatali.  Vegið meðatali skiptir um raunvirðis samsetningu  á hverju ári, og meðaltals hagvöxtur er því núll raunhagvöxtur.  Halda sínum hlut í jarðarkökunni að mati allra [virkra] neytenda.  Íslendingar eru út að keyra, virðast ekkert verða viðbúnir meiri þrengingum.  Sama innhald neytend körfu um alla jörðina eftir ?200 ár. Íslandi gengur lang best af ríkju OCED að uppfylla megin markmið Sameinuðu þjóðanna eftir 1970.

Atvinnuleysi er aðal vandamálið í UK og Frakklandi, því þá er meiri hætta  á uppþotum. Fjölga störfum ekki hækka heildarlaun, það er ráðið í UK og Frakklandi.  Hagvöxtur er ákveðin blekking þar sem innsæi í vegin meðtöl er fáum gefin.   Markmiðið fyrir 80% í milltekjum er göfugt , aðila flýta sér ekki eins og Ísland. $12,400 (2012 est.) Meðalaun á jörðinni.  Meðal millstéttalaun  um 9,300 dollara. Neyslukaupmáttur. 97.650 kr mánuði.

Júlíus Björnsson, 17.5.2013 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband