Spánn virðist stefna í öruggt skv. gögnum AGS!

Þetta má lesa út úr nýlegu plaggi AGS þ.e. "IMF Fiscal Monitor." Jeremy Warner hjá Daily Telegraph vakti athygli á þessu Spain is officially insolvent: get your money out while you still can. Ég las pistilinn hans, og fór síðan sjálfur í gegnum plagg AGS. 

  • Og viti menn, ég sé ekki betur en að herra Warner hafi rétt fyrir sér.
  • En tölurnar tók ég út úr töflum sem finna má aftast í skjalinu.

Ég hef sett bláan lit - á tölur fyrir Spán fyrir árin rétt fyrir hrun.

Sett rauðan lit - - eftir að kreppan er skollin á.

  1. Sjáið hve hratt sígur á ógæfuhliðina, þegar ríkistekjur skreppa saman þegar spænska hagkerfið fellur ofan í kreppu.
  2. Ekki síður er áhugavert að sjá þróun skulda spænska ríkisins - - sjálfsagt halda margir að spænska ríkið hafi verið skuldum hlaðið fyrir kreppu. En eins og sjá má, var það alls ekki þannig.
  • Þ.e. nefnilega mjög áhugaverð niðurstaða, að þrátt fyrir upphafstöðu í innan við 40%, er Spánn að því er best verður séð, að stefna í nærri því öruggt ríkisþrot.

En spátímabil AGS endar við 2018, þá hefur hallinn á spænska ríkinu lítið minnkað enn - ekkert sérstakt bendir til þess að það séu endamörk hallarekstrar spænska ríkisins.

Hvað veldur? Það verður að hafa í huga hið óskaplega alvarlega vandamál á Spáni þ.e. 26% rúmlega atvinnuleysi, og síðan hátt á 60% ungra án atvinnu - skv. opinberum tölum. 

Sennilega er samfélagið á Spáni í það alvarlegri kreppu, að ríkissóði er ekki mögulegt, að hefja sig upp úr hallarekstri. En alvarleg samfélagsvandamál, valda ríkinu miklum kostnaði af eðlilegum ástæðum.

Bendi á, að skv. tölum úr öðrum töflum, er Spánn ekki einu sinni að hefja sig upp í jákvæðan frumjöfnuð yfir spátímabilið - - það einfaldlega segir að, Spánn sé gjaldþrota.

  1. Þetta er mjög áhugaverð útkoma!
  2. Því fall Spánar er vegna hruns í einkahagkerfinu, sem hefur valdið svo miklu atvinnuleysi og alvarlegum samfélagsvandamálum, að kostnaður hrannast upp hjá ríkinu.
  3. Á sama tíma og tekjur þess skreppa stöðugt saman.
  4. Fyrir bragðið skellur á því óskaplegur hallarekstur.
  • Afleiðing - - gjaldþrota á nokkrum árum

Þetta segir okkur eitt einnig - - að svokölluð "frjálshyggja" er hreint brjálæði!

En skv. henni, á ríkið helst sem allra minnst að skipta sér af einkahagkerfinu, það á að sjá um sitt þ.e. halda niðri skuldum - reka sig með afgangi. 

En það einmitt gerði spænska ríkið á sl. áratug.

Og það var rekin einmitt - eftirlitsleysis-/afskiptaleysisstefna!

Og við sjáum árangurinn!

Gjaldþrot þrátt fyrir að hafa fylgt öllum reglum fyrir hrun þ.e. digur afgangur - stöðug skuldalækkun, meðan vel gekk.

  • Ísland og Írland eru mjög sambærileg dæmi! Um árangurinn af nýfrjálshyggjunni.

Eitt sem hafa þarf í huga, er hve viðkvæm nútímasamfélög eru gagnvart djúpum niðursveiflum, en þ.e. vegna þess hve umsvifamikið ríkið er orðið, þ.e. hve mikla þjónustu það innir af hendi við samfélagið, mjög kostnaðarsöm þjónusta.

  • Má líkja nútímasamfélagi við - - spilaborg!

En viðkvæma hliðin lýtur einmitt að þessum miklu útgjöldum á félagslega sviðinu, að þegar skellur á djúp efnahagsleg kreppa og skatttekjur dragast saman, er hætta á mjög miklum hallarekstri.

Og fyrir bragðið hraðri uppsöfnun skulda, sem mjög hratt getur ógnað sjálfum grunni velferðarkerfisins - en þ.e. einmitt að gerast í kreppunni í S-Evr. að sjálft velferðarkerfið er að láta hratt undan, og fyrir bragðið er að draga mjög mikið úr millifærslum til þeirra sem minna mega sín, svo fátækt er í hraðri aukningu meðal hópa sem hallar á. Milljónir á Spáni eru á matargjöfum frá Rauða Krossinum.

  1. Ekki síst vegna þeirra hagsmuna að verja velferðarkerfið!
  2. Er mjög mikilvægt að skapa sem skjótastan efnahagslegan viðsnúning.
  • Þ.e. mjög merkilegt hve lítt þetta er skilið á vinstri vængnum á Íslandi í dag.
  • Og reyndar í Evrópu allri.

 

Hvert er hlutverk evrunnar í þessu?

Helst það, hve hún gerir djúpa aðlögunarkreppu eins og þá sem Spánn lenti í, og Írland lenti í og sambærileg þeirri er Ísland einnig lenti í; mjög erfiða viðfangs

En eins og sjá má á hallarekstri ríkissjóðs Spánar, er gríðarlega mikilvægt að framkalla efnahagslegan viðsnúning, því fyrr - því betra.

Því þ.e. lamandi hönd kreppunnar, sem skapar viðvarandi tekjumissi ríkisins ár eftir ár, sem er stór þáttur í þessum óviðráðanlega hallarekstri - -> Því stjórnlausri skuldauppsöfnun.

Málið er, að aðlögun með "launalækkunum" sem er þá eina leiðin - er mun tafsamari í framkvæmd.

  • Ef það liggur ekki fyrir undirbúið fyrirfram samkomulag ríkis - aðila atvinnuvega og atvinnulífs, að leysa aðlögunarkeppu með þeim hætti.
  • Verður slík framkvæmd ákaflega tafsöm - en einnig óviss.
  • En slík aðlögun getur mistekist, ef ekki hefur verið fyrirfram gengið frá sátt um slíka útleið. Ef menn voru sofandi í góðærinu gerðu ekki ráð fyrir kreppuhættunni.

Þá þarf að þvinga fram lækkanir, líklega í andstöðu við aðila vinnumarkaðar, sem þíðir að launalækkanir nást ekki fram - muna að þetta eru lýðræðisríki; fyrr en atvinnuleysi er orðið mikið til mjög mikið.

Það er þessi töf - - að aðlögun taki t.d. 3 eða 4 ár í stað þess að eiga sér stað á einni klukkustund sbr. gengisfall, sem skapar heilmikið viðbótar tjón fyrir hagkerfið - en lengri kreppa þíðir eins og sést á tölunum að meðan, áframhaldandi skuldasöfnun og hallarekstur

Því lengur sem það ástand varir, því alvarlegri verður staðan því meir tjónið fyrir samfélagið allt - fyrir samfélagsþjónustu ríkisins, getu þess til að styðja við hagkerfið og samfélagið.

  • Því fyrr sem hagkerfið kemst upp úr kreppu, því fyrr getur ríkissjóður lokað fjárlagagatinu! 
  • Þá um leið, snýst skuldaþróunin við!
  1. En ekki er síst mikilvægt, að því minna sem tjónið er -- þegar viðsnúningur á sér stað, því fyrr kemst hagkerfið upp úr holunni sem varð til.
  2. Ekki fyrr en að atvinnulífið sjálft kemst upp úr taprekstri, getur það farið að spinna sig upp, og skapa samfélaginu tekjuaukningu.

Slíkrar þróunar er eitthvað farið að gæta á Spáni - í hluta atvinnulífsins, en aukning útflutnings hefur verið í prósentum sambærileg við aukningu útflutnings Þýskalands sl. 2 ár, en hafa ber í huga að útfl. atvinnuvegir Spánar eru hlutfallslega miklu minni - auðvelt að hafa háa prósentu aukningu úr því sem er lítið.

Mér skilst að vöruskiptajöfnuður sé ekki lengur neikvæður - - en þá auðvitað er enn til staðar mikið nettó fjármagnsstreymi úr landi, vegna hárra skulda við útlönd.

  • Stóra vandamálið fyrir Spán innan evrunnar!
  • Virðist vera, hve vonlítið það virðist vera, að Spáni takist að skapa á ný hagvöxt! 

Meðan kreppan viðhelst - er fátt sem bendir til endaloka hallarekstrar.

Þá einnig stefnir í mjög mikið hrun þjónustukerfis við almenning á Spáni.

Líklega mjög útbreidda sára fátækt fyrir rest!

-----------------------------------------------Töflur teknar úr IMF Fiscal Monitor!

Heildarhalli á eftirfarandi ríkissjóðum!

................2006..2007..2008..2009..2010..2011..2012..2013..2014..2015..2016..2017..2018

Belgium.......0.3..–0.1...–1.1...–5.6....–3.9...–3.9..–4.0...–2.6...–2.1..–1.7..–1.0....–0.4....0.0
France........–2.4..–2.8...–3.3...–7.6...–7.1...–5.2..–4.6....–3.7..–3.5...–2.6..–1.8...–1.1...–0.6
Germany....–1.7....0.2...–0.1...–3.1....–4.1..–0.8....0.2....–0.3..–0.1....0.0....0.0.....0.0.....0.1
Greece.......–6.0..–6.8...–9.9..–15.6...–10.7.–9.4..–6.4....–4.6..–3.4..–2.2...–0.6...–0.7...–0.6
Ireland1.......2.9....0.1...–7.4..–13.9..–30.9.–13.4.–7.7....–7.5..–4.5..-2.4...–1.7...–1.1...–0.7
Italy...........–3.4..–1.6...–2.7...–5.4...–4.3...–3.7..–3.0....–2.6..–2.3..–2.1..–1.8....–1.4...–1.1
Netherlands..0.5....0.2....0.5...–5.6....–5.1...–4.5..–4.1....–3.4..–3.7..–3.3..–3.1....–2.4...-1.8
Portugal2....–3.8..–3.2...–3.7..–10.2...–9.8..–4.4...–4.9...–5.5..–4.0...-2.5...-1.9...–1.6...–1.2
Slovak Rep..–2.6..–1.6...–2.0...–8.0...–7.7...–4.9..–4.9...–3.2...–3.0..–2.9..–2.9....–2.9...–2.9
Slovenia......-0.8....0.3...–0.3...–5.5...–5.3...–5.6..–3.2...–6.9...–4.3..–4.1..–3.8....–3.3...–2.9
Spain1.........2.4....1.9....–4.5..–11.2..–9.7..–9.4..–10.3..–6.6...–6.9..–6.6..–6.2....–5.9...–5.6
Unit. Kingd..–2.7..–2.9...–5.1..–11.4..–10.1.–7.9...–8.3..–7.0....–6.4..–5.6..–4.2...–3.0....-2.6
United St......2.0...–2.7...–6.7..–13.3..–11.1.–10.0.–8.5..–6.5...–5.4..–4.1..–4.1....–4.2...–4.2

 

Heildarskuldir ríkissjóða eftirfarandi ríkja!

...............2006...2007...2008...2009...2010...2011...2012...2013...2014...2015...2016...2017...2018
Belgium.....88.0...84.0....89.2....95.7....95.5....97.8....99.6..100.3...99.8....99.0....97.5...95.3...92.7
France.......64.1...64.2....68.2....79.2....82.3....86.0....90.3...92.7....94.0....94.1....92.8...90.7...88.1
Germany....67.9...65.4....66.8....74.5....82.5...80.5....82.0....80.4...78.3....75.7....72.7....70.7...68.7
Greece.....107.5..107.3..112.5..129.3..147.9..170.6..158.5..179.5..175.6..170.8..163.5..153.9..144.3
Ireland......24.6....25.0....44.5...64.9....92.2..106.5..117.1..122.0..120.2..116.4..113.3..109.6..105.8
Italy........106.3..103.3...106.1..116.4..119.3..120.8..127.0..130.6..130.8..129.7..127.9..125.6..123.4
Netherl......47.4....45.3....58.5...60.8....63.1....65.5....71.7....74.5...75.9....75.1....75.7...75.5....74.8
Portugal.....63.7...68.3....71.6....83.1....93.2..108.0..123.0..122.3..123.7..122.5..119.9..117.2..114.2
Slovak Rep.30.5...29.4....27.9....35.6....41.0....43.3...52.3....55.3...56.4....56.6....56.7....56.6....56.6
Slovenia.....26.4...23.1....22.0....35.0....38.6....46.9...52.6....68.8...71.7....73.7....75.0....75.8....76.2
Spain.........39.7...36.3....40.2....53.9....61.3....69.1...84.1....91.8....97.6..101.6..105.1..108.0..110.6
U.K............43.0...43.7....52.2....68.1....79.4....85.4...90.3....93.6....97.1...99.7...100.7..100.2...98.2
USA............66.1...66.5...75.5....89.1....98.2...102.5..106.5..108.1..109.2..108.4..107.5..106.9..106.7

-----------------------------------------------

 

Mjög áhugaverð söguleg greining er í ";IMF Fiscal Monitor.";

Spurning - - hvernig gengur ríkjum í sögulegu samhengi, að hefja sig upp úr miklum skuldavanda!

  1. Það ætti að koma fáum á óvart, að niðurstaða af sögulegri greiningu er, að hagvöxtur virkar best til þess að hefja ríki upp úr kreppuskuldum.
  2. Næstbest, er að miða við að ríkissjóðir séu reknir með stöðugum afgangi yfir langt árabil. En niðurstaða AGS er að gríðarl. erfitt sé að viðhalda afgangi af ríkisrekstri í kreppu - í sögulegu ljósi, sem einmitt er að koma í ljós í evrukreppunni. Ef þ.e. efnahagsleg kyrrstaða sé sögulegur afgangur sem ríkisvaldi tekst að viðhalda lágur sem skilar hægri skuldalækkun en getur þítt að skuldir séu óviðráðanlegar ef þær eru mjög miklar. Ég fæ ekki betur séð, en að fjöldi þróaðra ríkja sé miðað við sögulega greiningu AGS í nær óleysanlegum langtímavanda, því skv. niðurstöðunni sem mér virðist réttur skilningur - - þarf ca. 30 ár af stöðugri skuldalækkun í a.m.k. hagvexti ekki undir milli 2-3%, miðað við að statt og stöðug sé viðhaldið afgangi af ríkisrekstri af því tagi sem greining AGS bendir til þess að þjóðir sem í fortíðinni náðu umtalsverðri langtímaskuldalækkun hafi getað viðhaldið yfir árabil; svo skuldum sé náð niður í 60%. 
  3. AGS mælir ekki með verðbólguleið, en skv. greiningu AGS eru 2 af meginskuldurum heimsins þ.e. Ítalía og Japan sem gætu náð meir en 10% skuldalækkun þ.e. Japan 20% en Ítalía 15% með því að búa um árabil við verðbólgu ca. 6-8%. Fyrir flesta aðra, sé um vart meir að ræða en 10% lækkun. Þeir telja að meir náist ekki fram, því vextir muni hækka á nýjar skuldir og aðilar muni beita úrræðum sem til staðar eru á markaði til þess, að lágmarka sína áhættu. Síðan geti það verið langvarandi erfið barátta að ná bólgunni aftur niður. En hver veit - - mér virðist Bretland vera á mildri verðbólguleið sbr. 4% verðbólgu ca. á 0% stýrivöxtum. Sennilega Bandar. einnig með 2% verðbólgu, á 0% stýrivöxtum. Og Japan einnig, viljandi stefnumörkun um að auka verðbólgu í 2% á sama tíma og vöxtum sé haldið í 0%. Það er auðvitað engin góð leið í boði - - ef niðurstaða AGS er rétt, að fjöldi ríkja sé líklega í íll leysanlegum vanda. Þá þarf að íhuga óyndisúrræði.
  4. AGS mælir í reynd ekki heldur með skulda-afskriftum, þó starfsm. AGS bendi á móti á að stundum sé slíkt óumflýjanlegt. Þá séu afleiðingar umtalsverðar af greiðsluþroti. Þ.e. um langa hríð á eftir sé líklegt að viðkomandi land sé í vandamálum gagnvart kröfuhöfum t.d. má nefna Argentínu. Að auki, muni aðilar á markaði vita af því að viðkomandi land greiddi ekki sínar skuldir, og hafa þá staðreynd í huga þegar þeir meta áhættu á veitingu lán eða fjármagns til fjárfestinga. En ekki síst er vandinn sá - - að gjaldþrot setur svo mikla pressu á sjálfforræði þjóðar. Í samanburði, virðist mér - verðbólguleið a.m.k. þegar kemur að skuldbindingum í eigin gjaldmiðli skárri lausn. En varðandi skuldbindingar í öðrum gjaldmiðlum, er verðbólga ekki möguleg útleið. Og þá getur gjaldþrot verið síðasta úrræðið - þ.s. allt endar á.

Það er kannski - lokapunkturinn.

Að skulda sem allra - allra minnst, í öðrum gjaldmiðli en þínum eigin.

En þegar skuldir eru í öðrum gjaldmiðlum, þá er samningsstaða viðkomandi lands svo miklu mun veikari gagnvart eigendum skulda, en ef skuldir eru í þeim gjaldmiðli sem viðkomandi land ræður yfir.

-----------------------------------------------

Sjá bls. 27 - Historical evidence on fiscal adjustments

The adjustment strategy and magnitude of debt reduction varied across advanced and emerging market economies, but there were some common elements too:

  • In advanced economies, more than 75 percent of the improvement in primary balances was driven by a reduction in primary expenditure as a share of GDP; the situation was more diverse among emerging market economies.
  • Debt reduction was much larger for some emerging market economies, above 60 percent of GDP, compared to about 15 percent for advanced economies, but this was in some cases associated with debt restructuring (for example, in Argentina and Bulgaria).26
  • Across advanced and emerging market economies, extraordinary improvers typically did better not because of one exceptional year, but rather because of an extended period of larger annual increases in their primary balances (Figure 13). Whereas large improvers gave back gains in their balances relatively quickly, possibly because cyclical effects played an important role in their good performance, extraordinary improvers managed to preserve some of their gains, sustaining a net increase in their primary balances of about 2–3 percentage points 10 years after beginning their adjustment efforts.
  • Both country groups benefited from high growth rates (up to 6 percent during the event study periods). The event study also suggests that large adjustments were based on improvements in the primary balances that took place over six to eight years. A natural question to ask is to what extent current 26 In the case of Argentina, the event study covers the period 1998–2011. The large debt reduction from a peak of over 160 percent of GDP in 2002 reflects, in addition to debt restructuring, continued primary surpluses coupled with high real GDP growth rates and persistently negative real interest rates. adjustment needs in high-debt advanced economies would be consistent with what is observed in the historical evidence.
To address this question, illustrative scenarios are presented for a sample of six representative countries. The historical database is used to generate medians of the maximum historical primary balances over windows varying in length from 10 to 30 years. These medians are then juxtaposed against the average cyclically adjusted primary balance that each country would have to maintain in order to bring its debt ratio down to 60 percent of GDP over the corresponding time frame. Other things being equal, the longer the period over which the debt ratio is to decline to the target, the smaller the primary surplus that would need to be maintained over this period.
Three alternative scenarios are considered, each corresponding to different assumptions about the interest rate–growth differential.27 Figure 14 shows that with an interest rate–growth differential of 1, most of the high-debt advanced economies could achieve the benchmark target while maintaining primary surpluses consistent with previous historical maximums, but only if they choose a very long horizon (of the order of about 30 years) over which to achieve the debt target.
Shorter horizons would demand primary surpluses that are larger than those that have been maintained by any advanced economy in the past over the relevant period. To the extent that policies can contribute to lower interest rate–growth differentials—for example, by boosting credibility and growth—the required adjustment would become more consistent with past experience, thereby allowing debt ratios to converge to prudent levels earlier on. If, on the other hand, plans are not credible, and as a result the interest rate–growth differential increases above 1, most countries would not be able to achieve the 60 percent debt ratio even in 30 years without fiscal efforts that would be without historical precedent.

Sjá bls. 33. --The spoonful of sugar: Faster growth

The historical evidence reviewed earlier suggests that growth is key for sustained fiscal consolidation.

Empirical studies have found that a 1 percentage point increase in growth has led on average to an improvement in the headline primary balance of about ½ percent of GDP (see, for example, Woo, 2003, and Zeng, 2013).

In an economy with revenues equivalent to 40 percent of GDP, a 1 percentage point increase in potential economic growth would result in an improvement of 0.4 percent of GDP in the structural fiscal balance if the resulting higher revenue were entirely saved. In addition, the denominator of the debt-to-GDP ratio would also rise.

Through these two channels, a country with a debt ratio of 100 percent of GDP could reduce its debt by 30 percent of GDP in 10 years with one additional percentage point of potential growth. This could eventually give rise to a virtuous circle in which lower debt levels would raise potential growth, further facilitating debt reduction.

One critical assumption in this scenario is that the higher revenues associated with faster growth are saved. In practice rising revenue may lead to strong spending pressures that would have to be resisted. Moreover, raising potential growth may not be an easy task, as some advanced economies are already at the production possibility frontier. Boosting growth in these countries will require the introduction of extensive structural reforms that, in any event, may take time to have an effect.

-----------------------------------------------

 

Hérna fyrir neðan er áhugaverð umræða, en AGS virðist komast að þeirri niðurstöðu:

  • Að vextir verði að vera últra lágir í mjög - mjög langan tíma í hinum skuldugu vestrænu löndum.
  • Segir eiginlega það, að löndin séu komin í aðstæður, sem íllframkvæmanlegt er að losna út úr.

Niðurskurður vegna þess hve hann sé samdráttaraukandi, verði að vera mildur - dreifður á langan tíma.

Markmiðið að snúa við, verði að vera langtímamarkmið. Þeir eru í reynd að tala í áratugum, frekar en árum - eftir því sem ég best fæ séð.

Sjálfsagt bendir einhver á hættuna sem lágir vextir skapa - - já, þeir geta skapað fjárfestingarbólur. Því lánsfé er svo ódýrt - að það verður áhugavert að slá lán t.d. fyrir hlutafjárkaupum, fyrir neyslu, og auðvitað fyrir húsnæði. 

Há skuldsetning verður tiltölulega - viðráðanleg.

  • Á hinn bóginn bendi ég á Japan, að þar hafa vextir verið mjög lágir meir en 20 ár, án þess að skapa nýjar bólur.
  • En ástand verðhjöðnunar hefur líklega hindrað hugsanlega bólumyndun. 
  • Því þegar verð fara lækkandi, felst í því öflug hvatning fyrir fólk til að eyða ekki, heldur varðveita peninginn.
  • Lágu vextirnir einir sér - virðast ekki hafa dugað til að skapa nýjan fjárfestingaáhuga innan Japans, heldur kusu aðilar að fjárfesta í öðrum löndum frekar en heima fyrir. Almenningur hefur frekar setið á sínu fé.
  • Afleiðing - áframhaldandi stöðnun.

Það einmitt er punkturinn á móti, þegar einmitt há skuldsetning er mjög útbreitt vandamál, að ef vextir væru hækkaðir verulega. En afleiðingu þess má einmitt sjá stað í S-Evrópu.

Þá þegar mjög miklar skuldir eru útbreiddar víða um hagkerfin hjá almenningi, hjá sveitafélögum, hjá ríki og hjá atvinnulífi - - eiginlega allt samfélagið er skuldum vafið. 

Þá magnast gríðarlega hratt upp samdráttaráhrif af hverju prósenti sem vextir fara upp um. Hagkerfin geta farið í viðvarandi samdráttar og hjöðnunarspíral, með gjaldþrot og fjármálahrun sem líklegastan endapunkt slíks spírals.

Sem lærdóm af ástandi mála í Japan, hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi verið að prenta stöðugt fé, til að "örva hagkerfið." Til að hindra þróun yfir í verðhjöðnun!

Ef verðhjöðnunin í Japan kom í veg fyrir hugsanlega bólumyndun vegna lágu vaxtanna, þarf líklega að fylgjast mjög náið með þeirri mögulegu hættu að nýjar bólur geti skapast, ef peningaprentun skal áfram haldið í Bandar. og Bretlandi. Nýleg frétt frá Bandar. sýnir að Bernanke er á varðbergi - einmitt gagnvart þeirri hættu: Bernanke warns on excessive risk - Bernanke warns shadow banking risks persist.

Þeir sem eru á móti peningaprentun, og samtímis á móti lágum vöxtum - tala mjög upp þessa hættu af bólumyndun, ganga jafnvel svo langt að halda því fram að tjónið af Bernanke verði fyrir rest meira en af undirlánakrísunni; þá sjáum við merki um afleiðingar þeirrar stefnu í S-Evrópu að láta vexti fara upp. 

  • Kannski er gjaldþrot og allsherjar fjármálahrun betra í einhverjum skilningi.
  • En ég fæ ekki séð annað, en það yrði útkoman af stefnumótuninni, upp með vextina og engin prentun, alls engin.

En er þá ekki þetta skuldasúpudæmi komið til að vera?

Kannski! Eins og sést hefur af Japan. Þá er þar enn skuldasúpa rúmlega 20 árum eftir upphaf kreppu - en ath. þ.e. fyrst og fremst súpa ríkisins sem stendur eftir. Japan einmitt fylgdi þeirri stefnu sem AGS nefnir - sbr. land með skuldasvigrúm, að Japan frestaði því að taka á vanda ríkisins, varði að auki miklu fjármagni til framkvæmda af margvíslegu tagi til að auka skilvirkni, var í hallarekstri eiginlega samfellt sl. rúm 20 ár. Á hinn bóginn, hefur restin af hagkerfinu náð sér að miklu leiti á meðan - í dag er atvinnulífið í góðri fjárhagslegri stöðu, almenningur er ekki lengur í djúpri holu heldur með umtalsverð fjárráð. En þó hefur hagvöxtur ekki hafist - sjálfvirkt. Samkvæmt greiningu nýrra stjórnenda Japansbanka er ástæðan - of lág verðbólga þ.e. við 0% eða jafnvel neikvæð sl. rúm 20 ár, sem gerir það of hagstætt fyrir aðila að eiga peninginn í stað þess að nota hann til nokkurs hlutar. Japansbanki hefur nýlega ákveðið, að hvetja almenning með sitt lausafé sitjandi kyrrt og fyrirtæki sem hafa kosið frekar að fjárfesta í öðrum löndum, til að fjárfesta heima fyrir. Japansbanki ætlar að gera þetta með því að hækka verðbólgu úr nærri því 0% í 2%. Þannig að reka peningana, í vinnu. Miðað við fyrstu vísbendingar - - er þetta að virka. Þ.e. hlutafé stærstu fyrirtækja hefur hækkað 60%, mesta aukning neyslu er að mælast í mörg ár, verð á landi og fasteignum er að stíga aftur. Spurning hvort þetta var svarið! Mun koma frekar í ljós eftir sem á líður.

Að taka 4. áratugs stíl hrun, myndi auðvitað hreinsa rækilega borðið - - en hafa verður í huga, þá stæði mjög fátt eftir uppistandandi í skóginum. Eldurinn hefði nærri því brennt allt til grunna - sviðin jörð.

Hafa ber í huga að þeir sem eiga peninga í dag, finnst þeir fá litlar rentur, myndu líklega sjálfir verða fyrir eldhafinu og þeirra eignir að engu verða.

Menn verða að hafa það til samanburðar við það ástand, hugsanlega eða jafnvel líklega langtímastöðnun í fjötrum skulda - - að kannski er stöðnunin ekki svo íkja slæm eftir allt saman.

Kannski er Japan að sína okkur, hvernig síðar meir er unnt að komast upp úr holunni - Japan sé að marka veginn.

Þ.e. ríkið þurfi að verja hagkerfið, safna skuldum meðan hagkerfið er að ná sér - - síðan þurfi það að íta aðilum út í það að fjárfesta að nýju, vekja þá úr drunganum. Svo sá hagvöxtur skapist, sem fyrir rest geri ríkinu mögulegt, að losna úr klemmunni.

En ath. - - þetta eiginlega krefst þess að ríkið hafi eigin gjaldmiðil. Eigin peningastjórn - eigin seðlabanka.

-----------------------------------------------

Sjá bls. 37. -- The Appropriate Pace of Short-Term Fiscal Adjustment

Whereas there was broad agreement among economists at the height of the financial crisis about the need for expansionary fiscal policies to help support demand, there has been no consensus about how rapidly—if at all—fiscal stimulus should now be unwound.

Some point to still-high unemployment rates and other indicators of weak demand to argue against deficit reduction, which would hurt output in the short run, or even in support of additional fiscal stimulus.

Others see the rapid buildup of debt and still-high deficits in some of the largest advanced economies as harbingers of a future fiscal crisis, especially in the context of projected trend increases in pension and health care spending.

Do policymakers really face a choice between inflicting high social costs on their populations through fiscal austerity to bring down deficits and debt and playing with fire by delaying adjustment to support growth and employment?

There is now considerable evidence that fiscal multipliers—which measure the impact on output of discretionary changes in the fiscal balance—could be large in the current environment. There are two main reasons for this.

  1. First, during a recession, when there is already significant unused productive capacity in the economy, cuts in demand caused by fiscal tightening will have a large impact on real activity. This is in contrast to periods of very strong demand and high capacity utilization, when some of the impact of fiscal tightening will show up in reduced pressure on prices, rather than lower output.
  2. Second, with nominal interest rates already close to zero and credit channels impaired in many advanced economies, there is limited scope for monetary policy to offset the contractionary impact of fiscal tightening.
But this situation is unlikely to persist indefinitely. As private sector balance sheets are mended and banks recover their lending capacity, private demand and capacity utilization should pick up, helping fiscal multipliers decline to more moderate levels.
This suggests that for many countries, deficit reduction would ideally be deferred to the future, when its output costs would likely be lower. Of course, countries under market pressure may find that limited access to financing leaves them with no option but to front-load their adjustment. Even countries with relatively unimpeded market access operate under some constraints, however.
A mere promise to reduce deficits at some point in the future is unlikely to be seen by markets as credible, especially if debt ratios continue to spiral in the meantime. Concerns about credibility may be especially acute in countries where political gridlock may stand in the way of any consensus on fiscal policy.
The fact that many advanced economies are still able to borrow at historically low interest rates means that market confidence in these sovereigns remains intact for now. However, this should not be interpreted as evidence of permanent immunity from costly rises in the risk premium. After all, many of the advanced economies now facing market pressures were recently seen as risk-free bets, too.
For countries with adequate financing space, then, the safest course of action is to undertake a path of gradual but sustained adjustment that aims at steady progress over the medium term toward a clearly defined objective. In this context, the adjustment undertaken in the advanced economies over the last three years, averaging about 1 percent of GDP annually in cyclically adjusted terms, seems about right. Where needed, measures to address rising entitlement costs could also contribute to building confidence.
Of course, even modest up-front adjustment will involve output and employment costs, and it will therefore be essential to ensure that other policies remain as supportive as possible.
In particular, monetary policy should remain accommodative for the foreseeable future, and structural policies to promote growth should also be pursued. The composition of fiscal adjustment could also be tilted to mitigate its adverse impact on the most vulnerable.

-----------------------------------------------

 

Niðurstaða

Ég hvet alla til að kíkja á þennan nýlega ";Fiscal Monitor"; en þó svo þetta sé engin skemmtilestur, þó kemur þarna margt mjög forvitnilegt fram. Sérstaklega er áhugaverð hin sögulega greining. En þó starfsmenn AGS taki fram að ";history is not destiny."; Þá gefur sagan mjög skýrar vísbendingar um það hvað er raunverulega mögulegt. En það hafa verið margar kreppur - - og margar tilraunir verið gerðar til að hefja ríki upp úr kreppum. Þ.e. einmitt svo, að stúdía á sögunni, veitir margan lærdóminn.

Hagsaga er eiginlega bráðnauðsynleg þekking fyrir þá sem hafa með að gera stjórnun efnahagsmála í þjóðríkjum.

Það er svo margt bullið í umræðunni, því aðilar komast upp með að fullyrða þ.s. fljótleg söguleg greining sýnir fram á að hefur jafnvel verið margreint áður, með lélegum árangri jafnvel í öll fyrri skipti.

En það virðist ekki koma í veg fyrir að, sannfærðir ídeólógar endurtaki sömu fullyrðingarnar í dag, og þær sem voru hraktar svo langt aftur og fyrir 100 árum eða svo.

-------------------------------

Einkum er svakaleg staða Spánar bersýnileg af gögnum AGS.

Hún ætti að vera mörgum víti til aðvörunar! 

Þetta gætu svo auðveldlega verið við að ganga í gegnum það sama helvíti!

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Minnkun á seldu PPP [ASG gengi, og bakveðsgengi]  heima fyrir lækkar opinbert fjármálagengi [OER].  Vesturlönd í heildina næstu öld minnka sína orku og hráefnis eftirspurn [íbúa] , nauðug viljug, til að markmið Sameinuðu þjóðanna frá um 1970 að gera allar almennar neytenda körfu jarðarins eins og jafnar að veruleika.  IMF er Gengisstillingaarsjóður Sameinuðuþjóðanna. Þetta verður að  á snigilhraða [Lissbon 2006] og USA um 1970 að Global fair traite, þá PPP OCED ríkja mælt[vegið] yfir alla jörðina, mynd einhvern tíma gera alla lögsögu markaði einsleita í samhengi neytendakörfu.   Jörðin þannig einn markaður  fyrir alla Alþjóðlega fair trate fjárfesta.  

þess markmið er greinilega þau sömu og mikið atriði að fari rólega fram.  EU  er greinlega að stefna að því að einfalda heildar stjórnsýslulaunakostnað það þarf ekki þýða fækkun á launuðum starfsmönnum.  Ég tel að störf muni skapast þegar stofnaður sóknar varnar her EU , hliðstæður USA verður gerður Almenningi sýnilegur. 

Júlíus Björnsson, 11.5.2013 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband