7.5.2013 | 21:32
Neyðist David Cameron að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að ESB fyrir þingkosningar 2015?
Það er búin að eiga sér stað atburðarás í Bretlandi undanfarnar 2-vikur sem verður að líkja við pólitískan jarðskjálfta.
Ég virkilega velti fyrir mér því sem möguleika, að Bretar ákveði að yfirgefa ESB fyrir þingkosningarnar 2015.
Fyrst er stórsigur "United Kingdom Independence Party" eða "UKIP" í sveitastjórnarkosningum sem haldnar voru fyrir rúmri viku.
En skv. lauslegri áætlun, virðist UKIP hafa fengið um 23% atkvæða landið vítt, Íhaldsflokkurinn 25% og Verkmannaflokkurinn um 29%. Þetta sé talin sérdeilis léleg kosning beggja stóru flokkanna.
Local election results are good for Ukip, not so good for Labour
"Ukip did well, though they came nowhere near winning a county outright. There were surges in Kent (+17 seats), Lincolnshire (+16), Norfolk (+14), Cambridgeshire (+11), Hampshire (+10) and West Sussex (+10). The party looks on course to win over 140 seats, well above any expert prediction. They will be the biggest opposition party in a number of places."
Skv. þessu er UKIP orðinn 3-stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Fylgi Frjálslynda flokksins virðist hafa hrunið, samstarfsflokks Íhaldsflokks í ríkisstjórninni.
Þessi sigur virðist hafa komið mönnum í opna skjöldu, meira að segja Nigel Farage sjálfum skv.:
""I don't know what's going on," he told his press officers after emerging at 11.30am from the sixth or seventh TV interview of the morning. "How many seats? Are we losing seats?" He had to break off from his interview schedule to go and check out of his hotel, having apparently failed to anticipate that he would be in such demand."
Síðan talaði hann nokkuð digurbarkalega í viðtali eftir að úrslitin voru ljós:
Farage calls for EU referendum 'before next election'
Einnig er áhugavert, að 100 þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst yfir stuðningi við kröfuna um, þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir þingkosningar 2015.
Rattled Tories talk up EU 'in-out' referendum to keep UKIP at bay ahead of 2015 election
Viðbrögð David Cameron voru áhugaverð, en fyrir kosningarnar var hann dónalegur við fylgismenn UKIP en eftir að kosningarnar voru afstaðnar, kvað við töluvert annan tón.
Anti-EU party shakes British PM's Conservatives in local vote
- "Cameron...dismissed UKIP as "a bunch of fruitcakes, loonies and closet racists", and a senior Conservative minister called the party "a collection of clowns" before the vote."
- "Speaking after the vote, Cameron changed his tone, saying it was "no good" to insult a party that people had voted for and had contributed to his own party losing 335 council seats." - ""We need to show respect for people who've taken the choice to support this party and we're going to work really hard to win them back," he said."
Tjón Íhaldsflokksins var mikið eins og sést, 335 töpuð sæti í sveitastjórnum. En Íhaldsfl. tapaði einnig sætum sem UKIP vann ekki, út á það að UKIP tók atkvæði frá Íhaldsflokknum. Svo að Verkmannaflokkurinn tók sætið í staðinn.
Það er eiginlega atriði sem fjöldi Íhaldsmanna er farinn að óttast.
Að UKIP veiki stöðu Íhaldsflokksins í þingkosningunum 2015, jafnvel þó að UKIP fái fáa eða jafnvel engan þingmann.
En skv. greiningu þarf UKIP ca. 24% atkvæða á landsvísu til að vera líklegur að ná inn á þing.
Lord Nigel Lawson: There is no way there will be a UKIP govenment in 2015
"We see that UKIP only gets its first few MPs at 24 per cent.
Jarðskjálfti 2, Nigel Lawson leggur til að Bretland yfirgefi ESB!
Nigel Lawson - Ill be voting to quit the EU
En Lawson er ekki hver sem er, heldur var hann Fjármálaráðherra Thatcher stjórnarinnar í 6 ár. Hann studdi inngöngu Bretlands í ESB á sínum tíma. Hann studdi á sínum tíma stefnu, þ.s. breska pundið var tengt við þýska markið í tilraun til að lækka verðbólgu í Bretlandi. Tilraun sem hrundi fyrir rest, þegar Soros eins og frægt er - felldi breska pundið. En hann talaði ávallt gegn hugmyndinni um evru, taldi evruna slæma hugmynd og samtímis barðist gegn hugmyndum um evruupptöku Bretlands.
Í lesendagrein í blaðinu Times sem hlekkjað er á að ofan, þá segir Lawson fullum fetum, að Bretland eigi að yfirgefa ESB.
Skrif Lawson í Times vöktu auðvitað athygli annarra fjölmiðla:
Lord Lawsons declaration throws EU rejection in spotlight
Nigel Lawson calls for UK exit from EU
Britain should quit European Union - former finance minister
Former Chancellor Nigel Lawson calls for UK to leave European Union
Með þessu er þungavigtarmaður innan Íhaldsflokksins kominn í raðir þeirra sem hafa þ.s. yfirlíst markmið, að Bretland skuli yfirgefa ESB.
Lord Lawson, virðist skv. skrifum sínum, álíta að Bretland myndi ekki nettó tapa á því að yfirgefa ESB, vegna þess hve lamandi hönd ESB regluverks sé orðin yfirgripsmikil.
Hann segir ólíklegt að áætlun Camerons, að semja við ESB um eftirgjöf valds sem Bretland hafi fært yfir til ESB, muni ganga upp. Bretar muni sjá í gegnum hvaða hálfbakað samkomulag sem gert verði, og kjósa - Nei.
Hann segist hafa kosið inngöngu 1975 en muni kjósa útgöngu 2015.
Niðurstaða
Það sem liggur að baki þessu er tvennt, þ.e. auðvitað kreppan í Evrópu. Afskaplega slök framtíðar hagvaxtartækifæri Evrópu.
En ekki síst, þ.s. Bretar upplifa sem atlögu stofnana sambandsins að fjármálahverfinu í London, þ.e. "City."
Þar getur legið að baki, sú hugsun að Bretland muni eiga betri tækifæri utan við ESB, með fókus á restina af heiminum. En fræðilega getur Bretland alveg tekið slíka stefnu.
Þ.s. eftir allt saman er ekki nema tæpur helmingur viðskipta Breta við Evrópu. Þá veðji Bretland á vöxt viðskipta sinna utan Evrópu.
Á sama tíma, líklega kallar kreppan í Evrópu - - sem virðist stefna í það að vera langvarandi, hvort sem er á aukinn fókus Bretlands á aðrar heimsálfur á næstu árum, ef skapa á þann hagvöxt sem Bretland þarf á að halda til að komast út úr eigin vandræðum. En ekki virðist sérdeilis líklegt að Evrópa verði uppspretta vaxandi tækifæra á viðskiptasviðinu á næstunni.
Bretland hefur alltaf verið alþjóðlega sinnað, hafandi í huga lélegar framtíðar hagvaxtar forsendur Evrópu, er það ekki neitt útilokað að hagnaður Breta af aðild.
Sé við það að hverfa - ef hann sé ekki þegar horfinn. En þó svo að Bretar fari út, er ekki eins og að þá rofni öll viðskiptatengsl. Bretar verða enn meðlimir að Heims-Viðskiptastofnuninni, ásamt flestum aðildarríkjum ESB. Í gegnum þann klúbb, er áfram til staðar gagnkvæmur aðgangur. Þó sá sé ekki tollfrír. Þó er það lágtollaumhverfi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2013 kl. 00:15 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt sjónarmið sem þú gleymir : innri keppni Meðlima ríka EU: UK er líka að tryggja sig gegn hæfum Meirihluta Umboðstjórnar í Brussel. 10% í toppi Meðlima Ríkja er ekki common market heldur secondary market sem á honum byggir . Prime er 80% fjármálaveltu 30 ára frjálaramma tekur=gjöld er kallað stöðuleiki [viðskiptagengið]. Til hliðar er subPrime eða secondary market [fjármálagengið] sveiflu markurinn.
Júlíus Björnsson, 7.5.2013 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning