Vaxandi lántökukostnaður smáfyrirtækja, getur verið einn helsti drifkraftur kreppunnar í Suður Evrópu!

The Economist er með tvær mjög áhugaverðar greiningar. Sem ég ætla að vekja athygli á:

  1. Broken transmission 
  2. Mend the money machine

Vandamálið er það, að þó svo að Seðlabanki Evrópu hafi lækkað vexti í dag, alla leið í 0,25%. Hefur það ekki lengur sjáanleg áhrif til lækkunar vaxta í S-Evrópu.

Eins og sjá má vinstra megin á þessari mynd, sem sýnir virkni vaxtaákvarðana Seðlabanka Evrópu, þá hafa útlán ekki orðið ódýrari á Ítalíu þvert á móti eins og sjá má fer sá kostnaður vaxandi, á sama tíma og lán í Frakklandi hafa lækkað í verði eftir því sem "ECB" lækkar vexti.

Takið eftir, að það kostar kringum 6% að fá lán á Ítalíu í dag. Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þessi kjör eru enn óhagstæðari í löndum sem standa verr en Ítalía.

Hægra megin á myndinni, má sjá þróun í magni veittra lána til smárra sem og meðalstórra fyrirtækja, eins og sjá má er mikill samdráttur í veitingu lána á Spáni, og sífellt vaxandi samdráttur. 

Þetta gefur vísbendingu um alvarlega og versnandi stöðu smárra sem og meðalstórra fyrirtækja á Spáni, en skv. þessu hljóta þau í vaxandi mæli að vera að halda að sér með allar nýfjárfestingar - - en í Evrópu fjármagna smá og meðalstór fyrirtæki sig einkum með lánsfé.

 

Ofan á bætist, eins og fram kemur í The Economist:

"Half of America’s jobs are in small and medium-sized firms (SMEs). In Europe such firms play a far bigger role. In France SMEs employ 60% of workers, in Spain the figure is 67%—and in Italy, 80%."

Þannig, að vaxandi aðhald smáfyrirtækja á Spáni, eru slæmar fréttir fyrir Spán.

Á Ítalíu, er einnig samdráttur í lánum til smáfyrirtækja, sem einnig er vísbending þess að þau séu að halda við sig í fjárfestingum, fókusa á niðurgreiðslu lána - - en eins og sjá má á myndinni, er sá samdráttur þó ekki nærri eins mikill eins og á Spáni.

En á móti kemur, að smáfyrirtæki til meðalstór, eru ennþá hærra hlutfall atvinnulífs á Ítalíu, þ.e. skapa enn hærra hlutfall starfa.

Þannig, að þó aðhald sé hlutfallslega minna en á Spáni, er þetta þó líklega einnig að auka á samdrátt á Ítalíu - íta undir atvinnuleysi.

 

The Economist bendir á eina aðferð, sem "Bank of England" hafi gripið til:

"a new tool, the Funding for Lending scheme (FLS), was created in 2012. Banks first swap their assets, including bundles of SME loans, with the central bank. In return they get ultra-safe treasury bills. Banks can then offer this good collateral as security when they borrow. Because the bank’s creditor gets the safe assets if the bank defaults, this form of funding is cheap."

En Englandsbanki hafi tekið eftir því, að þó svo að vextir væru 0, væru bankar samt sem áður að halda í við sig við útlán eða ekki bjóða nægilega hagstæð kjör.

Englandsbanki, ákvað þá að eiga skipti á eignum við banka þ.e. í reynd taka yfir verðminni eignir sem voru að auka eigin áhættu þeirra banka, gera þá trega til að lána; í staðinn láta þá fá verðmeiri eign.

Ef skiptin eru hagstæð fyrir bankann, þ.e. verðmeiri eignin er látin yfir á sama andvirði og í reynd sú verðminni, er staða viðkomandi banka styrkt.

Og viðkomandi banki, getur aftur á ný boðið lægri vexti.

------------------------------------

Englandsbanki hefur stöðugt verið með inngrip inn á markaðinn í Bretlandi, til þess að tryggja það að vextir væru lágir innan hagkerfisins.

Það er reyndar ekki mjög einfalt fyrir Seðlabanka Evrópu að endurtaka þann leik, en Englandsbanki hefur látið bankstofnun sem hann vildi styrkja til að auka útlán í té ríkisbréf sem Englandsbanki hafði áður keypt af ríkinu.

En þ.e. ekkert sambærilegt sameiginlegt ríkisskuldabréf til fyrir "ECB".

Og ég efa það, að Angela Merkel myndi vera til í að láta "ECB" dreifa þýskum ríkisbréfum út um allt.

  • Ríkin þyrftu eiginlega að heimila útgáfu sameiginlegra ríkisbréfa - - til þess að gera þessa aðferð sem Englandsbanki hefur beitt með árangri, til að halda niðri lántökukostnaði til smárra og meðalstórra fyrirtæka á Bretlandseyjum; mögulega.
  • Síðan virðist vilji ríkjanna ekki enn vera fyrir hendi.
  • Og einnig, Mario Draghi sagði um daginn - Mario Draghi, President of the ECB -  "Secondly, the ECB cannot clean banks’ balance sheets. And third, the ECB is not in the business of monetary financing, i.e. buying government bonds."

 

Niðurstaða

Vandi smáfyrirtækja er viðbótar vandi fyrir ríkin í S-Evr. En eins og við þekkjum, hafa þau verið að beita sig hörðu þ.e. lækka laun - skera niður hjá sér. En samt sem áður, neita hagkerfi S-Evr. að snúa við úr því kreppuástandi sem er til staðar.

Mér virðist líklegt, að hækkandi útlánavextir í S-Evr. ráði miklu um það. En það skapar viðbótar samdráttaráhrif, ofan á niðurskurð stjórnvalda og ofan á áhrif launalækkana.

En þó svo að The Economist horfi þarna á vanda smáfyrirtækja og meðalstórra, þá er almenningur einnig að verða fyrir þessu. Og hækkandi bankavextir og vaxandi útlánatregða, er einnig að skapa viðbótar samdrátt neyslu ofan á þann samdrátt - sem niðurskurður ríkisins og launalækkanir skapa.

Þegar öllum þessum vandamálum er slegið saman, fáum við þann stöðuga og líklega meiri þetta ár en síðasta ár, samdrátt hagkerfa S-Evrópu. Ásamt vaxandi atvinnuleysi.

Ég sé enga snögga leið til að draga úr lántökukostnaðarvandanum, sem ekki væri framkvæmdur með því að beita Seðlabanka Evrópu. En ef maður les svör Mario Draghi, en hann svaraði ýmsu. Þá kemur einnig fram í þeim svörum. Að Seðlabankinn vonast eftir því - - að sameiginlegt bankasamband muni leysa vandann.

En því miður hafa Þjóðverjar hingað til sett góðan tappa í, en þeir náðu inn klausunni "no legacy costs." Þ.e. að bankasambandið, taki ekki tillit til áður fallins kostnaðar. Heldur eingöngu til framtíðar kostnaðar sem til verði, eftir að því er komið á fót.

Þetta minnir mig á deiluna milli "ECB" og ríkisstjórna Evrusvæðis árin 2010 og 2011 og fram á mitt ár 2012 þ.s. "ECB" vildi statt og stöðugt að ríkisstjórnirnar redduðu með því að stækka björgunarsjóðinn, á endanum um mitt sl. ár, gafst ECB upp og veitti loforð um kaup án takmarkana.

Spurning hvort þetta sé upphaf að annarri slíkri þ.e. "ECB" vilji að aðildarríkisstjórnirnar leysi útlánavanda S-Evr. með "bankasambandi" en á endanum, verði það niðurstaðan að kaleikurinn endi hjá "ECB" fyrr rest, því samstaða stjv. evrusvæðisríkja muni ekki nást - um næganlega virkar aðgerðir.

Spurning hvort að evran hafi tíma til að bíða eftir því - að aðildarríkin og ECB taki þá deilu.

En, ef engar aðgerðir koma fyrr en segjum síðla árs 2015. Hvert verður ástandið þá?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband