Er til hagkvæm lausn á brennisteinsmengun frá gufuvirkjunum?

Eins og ef til vill margir sáu, þá var áhugaverð grein á forsíðu Morgunblaðsins sl. föstudag, þ.s. fram kom að fyrirtækið Carbon Recycling International. Sem er reyndar íslenskt hátæknifyrirtæki. Hefur lagt það til við Orkuveitu Reykjavíkur. Að Carbon Recycling reisi verksmiðju við hlið Hellisheiðarvirkjunar, sem muni hafa það verkefni, að nýta brennisteininn sem í dag fer beint út í andrúmsloftið frá Hellisheiðarvirkjun. Til þess að framleiða metanól og brennisteinssýru.

Skv. fréttinni er áætlað útflutningsverðmæti 4ma.kr. per ár, af afurðum verksmiðjunnar miðað við magn það af brennisteini sem losað sé ár hvert af Hellisheiðarvirkjun.

Kostnaður við verkmiðju, á bilinu 6-7ma.kr. skv. frétt, væntanlega skv. áætlun Carbon Recycling. En fyrirtækið á eina slíka verksmiðju fyrir þ.e. í Svartsengi á Reykjanesi, en áður var rekin tilraunaverksmiðja í mjög smáum stíl í samvinnu við OR. Þannig að líklega þekkja þeir til þess, hvað kostar að reisa eina slíka.

  • Á vefsíðu fyrirtækisins er einnig frétt um málið Converting pollution into billions of value. Þar kemur fram að slík verksmiðja þurfi 45 mw af orku. Og þar muni líklega 45 manns starfa.
  • Á vef OR kemur fram að Hellisheiðarvirkjun framleiðir 303 MW. Svo verksmiðjan þarf tæp 1/7 af raforkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar.

 

Er þetta lausnin á því að losna við brennisteininn úr útblæstri gufuvirkjana?

Menn hafa eðlilega haft nokkrar áhyggjur af umhverfisáhrifum gufuvirkjana, út af þessum brennisteinsútblæstri. Þó það sé ekki eina vandamálið við gufuvirkjanir.

  1. Það væri óneitanlega gagnlegt, að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum.
  2. En ennþá sniðugra, ef sá nýtist til að framleiða verðmæta afurð á sama tíma. 
  • En auðvitað spurning um hvert það verðmæti sé.

En rætt er um þetta í tengslum við svokallað "biofuel" eða lífrænt eldsneyti, en töluvert hefur verið í sókn á seinni árum, að blanda hlutfall af ræktuðu eldsneyti við venjulegt bensín eða dísil.

Talað þá um "lífeldsneyti" - "lífdísil." 

Fræðilega, væri unnt að íblanda metanóli í bifreiðar hérlendis í litlu magni, t.d. 5%. Og lækka a.m.k. eitthvað, gjaldeyriskostnað við eldsneytisbrennslu hérlendis.

Okkar metanól í þessu tilviki, væri þá ekki talið vera "lífeldsneyti."

-------------------------------------

Rétt er þó að halda til haga, að erlendis er mun algengara að nota etanól til íblöndunar í eldsneyti á bifreiðar, en metanól er samt - nothæft.

Eldsneyti með etanóli heitir gjarnan nafni er hefst á E, t.d. E10 sbr. 10% íblöndun.

Eldneyti íblandað með metanóli, hefur þá nafn er hefst á M, t.d. M5 fyrir 5%.

Common ethanol fuel mixtures

Methanol

Metanól er enn töluvert notað í Bandaríkjunum, tengslum við kappakstur og kvartmílu. 

En þekkt er að menn bæti við metanól innsprautun í vélar, til að gefa þeim aukið afl. Gamalt trix.

Ekki ráðlegt þó í nútíma vélum, nema þær séu gerðar til að þola metanól. En þ.e. víst töluvert tærandi sérstaklega fyrir vélar úr áli. Alls ekki ráðlegt að nota það, ef bíll er með vél sem hefur blokk úr áli.

Svo má ekki gleyma að metanól eða tréspíritus er eitrað efni! Sannarlega er bensín ekki hollt til neyslu né dísil.

En það er líklega samt meginástæða þess, að menn kjósa að nota frekar etanól. Eða venjulegt alkóhól.

-------------------------------------

Vegna þess hve miklu mun algengara er að etanól sé notað, þá má líklega hafa einhverjar efasemdir um raunverðmæti slíkrar framleiðslu.

En vélar í dag eru framleiddar a.m.k. í Evrópu, til að þola etanól. En þ.e. ekki endilega víst, að það þíði að þá einnig þoli þær metanól.

Þó líklega séu það efnafræðilega séð efni sem hafa líka eiginleika.

 

Hvað með afgangsvatnið?

Við þekkjum að það hefur ekki verið vinsælt af Hvergerðingum, að OR skuli dæla vatninu aftur niður í borholur á Hengilssvæðinu. En gætt hefur smáskjálfta af þess sökum, þegar vatnið leikur um sprungur og losar um spennu. Hefur víst verið töluvert um þá í Hveragerði og nágrenni.

Fljótt á litið virðist það áhugaverð leið, til þess að losna við afgangsvatnið sem gjarnan er nokkuð mengað af efnum sem eru íblönduð, sem blandast hafa við vatnið neðanjarðar.

---------------------------

En fræðilega er unnt að gera fleiri hluti við það - - en um er að ræða töluvert mikið magn af heitu vatni.

  1. Hugsa sér má stórfellda ylrækt þ.e. upphituð gróðurhús. Ylrækt gerð að stóriðju. Við þurfum hvort sem er að auka útflutning héðan til þess að bæta lífskjör.
  2. Búa til sambærileg lón eða laugar við Bláa Lónið fræga, heit böð - potta, fyrir ferðamenn. Einhvers konar heilsuferðamennska. 
  • Spurning hvort unnt er að nýta þ.s. til fellur frá gufuvirkjununum, og þannig lágmarka umhverfisáhrif þeirra?
  • Auðvitað eru borholurnar enn til staðar, raskið frá þeim, pípur til að leiða heita vatnið, stöðvarhúsin, vegir þessu tengt - raflínur o.s.frv.


Niðurstaða

Ég set fram spurninguna á vefinn til þeirra sem telja sig hafa vit á þessu. Hvort það sé gagn af hugmyndum Carbon Recycling að taka brennisteininn út úr útblæstri gufuvirkjana. Framleiða metanól, til m.a. íblöndunar í eldsneyti?

En það mun alltaf kosta að hreinsa brennisteininn út, ef þ.e. unnt að gera samtímis því að framleitt sé verðmæt afurð, þá virðist mér fljótt á litið það geta verið áhugaverð leið.

Síðan má ef til vill hugsa gufuvirkjanir í tengslum við nýtingu á heitu vatni ofanjarðar, vegna galla sem komið hafa fram með dælingu á vatninu aftur niður í jörðina.

En hugmyndir hafa komið fram um stóriðju á sviði ylræktar, sem væntanlega þarf nokkuð af heitu vatni, auk þess að krefjast rafmagns til lýsingar. En Ísland eins og þekkt er, þarf á auknum gjaldeyristekjum að halda á næstu árum.

Síðan, er ein hugmynd sem heyrst hefur um svokallaða heilsuferðamennsku, en þ.e. ekki svo að það sé eingöngu unnt að búa til Blá Lón á Reykjanesi.

En kannski má slá nokkrar flugur samtímis! Auka tekjur af orkuframleiðslunni með því að framleiða vörur til útflutnings sbr. ylrækt - metanól, jafnvel - heilsuferðamennska. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er alltaf áhugavert þegar hægt er að"slá margar flugur í nokkrum höggum" eins og maðurinn sagði.Líst vel á þetta.Ef ég man rétt er þetta fyrirtæki líka með tilraunaverksmiðju sem vinnur metanól úr sorphaugum.Það er mjög hugsanlega hægt að sameina sorpurðun,metanólvinnslu og upphitun gróðurhúsa í stóriðjuna þína.það er þekkt að búfjáráburður hafi verið notaður til að hita upp gróðurreiti þ.e.notaður hitinn þegar áburðurinn er að brotna niður.Sama ferli á sér stað með sorpið.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.5.2013 kl. 05:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Síðan er það eitt áhugavert sem Svíar eru með, vagna sem ganga fyrir eldsneyti sem þeir kalla ED95 sem er 95metanól blanda blönduð aukaefnum, og ætlað fyrir dísilvélar þsssvegna "D."

Það væri áhugavert að komast að því, hvort unnt væri að keyra sömu vélar sem Svíarnir framleiða, með 95% metanól blöndu. Eldsneytið gæti þá heitið MD95.

Notað á sérstaka strætisvagna! Svíar framleiða etanól með á víxl viðarkurli eða aukaafurðum kornræktar.

Einar Björn Bjarnason, 5.5.2013 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband