Kreppa í Evrópu, hagvöxtur í Bandaríkjunum!

Áhugavert að bera saman fréttir frá Bandaríkjunum og Evrópu. En Framkvæmdastjórn ESB birti nýja efnahagsspá Spring 2013 forecast. Magnað eiginlega, en spáin minnir mann á spána frá sl. ári, en þá var einnig spáð uppgangi seinni part árs og samfelldum hagvexti árið eftir - sem hefði verið þetta ár. Það er engin sérstök ástæða fyrir slíkum viðsnúningi - - hvergi sjáanleg nokkur hin minnstu teikn slíks. Þvert á móti, virðist niðursveiflan stöðug eða lítið eitt á verri kantinn.

Til samanburðar í Bandaríkjunum, er frétt vikunnar Job Gains Calm Slump Worries. Einmitt, það fjölgar störfum í Bandaríkjunum - ekki með ógnarhraða, en nægum dampi til að samsvara hægum en öruggum hagvexti í stað hægrar en öruggrar kreppu í Evrópu.

Þessi mynd tekin af síðu Wall Street Journal sýnir þetta vel, eins og sjá má hafa komið tímabil þ.s. störf voru að tapast, en síðan seinni part 2010 hefur fjölgun starfa verið stöðugt til staðar, á ca. sama hæga dampinum.

1,5-2% hagvöxtur er mun betri staða en það ástand sem Evrópumenn eru að glíma við.

Myndina að neðan má sjá í skírslu Framkvæmdastjórnarinnar, en eins og sjá má þá er Frakkland í kreppu, þ.e. skv. áætlun Framkvæmdastjórnar, í 0,1% samdrætti þetta ár. Þýskaland á að haldast í 0,4% hagvexti, sem er þó minni vöxtur en skv. fyrri spá. 

Svo má sjá draumana um hagvöxt næsta árs, en þá skv. þeirri draumsýn verður nærri því eins mikill vöxtur í Evrópu, eins og menn reikna með að verði í Bandaríkjunum þetta ár.

Að sjálfsögðu er það - "draumsýn."

En án þess að veruleg stefnubreyting verði, þá sé ég ekki skv. hvaða forsendum sé nokkur hinn minnsti möguleiki á slíkum viðsnúningi.

Eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal - EU Suggests More Time for Deficit Reduction.

Hefur Framkvæmdastjórnin ákveðið að heimila nokkrum löndum að slaka á í niðurskurði, þannig er Frakklandi gefin 2-viðbótar ár til að ná sínum halla niður, Spáni aftur gefið 1 viðbótar ár, Hollandi einnig en skv. spánni mun hagkerfið í Hollandi dragast saman um 0,8% í ár og Slóvenía einnig verið gefið 1 viðbótar ár.

En Framkvæmdastjórnin er væntanlega að mæta með þessu, vaxandi þrýstingi frá löndum í vanda, um það að slaka á klónni um útgjaldaniðurskurð - - en sem dæmi, er alls óvíst að niðurskurður sl. árs hafi í reynd skilað minni ríkishalla á Spáni. Skv. nýjustu spá stjv. þar var halli sl. árs 6,4% meðan skv. spá Framkv.stj. fyrr á þessu ári, er spáð að sá halli hafi verið 6,7%. Hann gæti endað í 7%.

Pólit. þrýstingur hefur skapast vegna þess, hve andstaða innan aðildarlandanna frá almeninningi, hefur vaxið. 

Takið eftir myndinni hægra megin, en þarna sést heildarsamdráttur í nokkrum löndum frá því að kreppan hófst.

Evrusvæði sem heild eins og sést, er einnig neðan við stöðuna v. upphaf árs 2008.

Ítalía og Spánn á mjög svipuðu róli. En Portúgal er greinilega að fara frekar skarpt niður samfellt frá miðju ári 2010.

Írland hefur e-h rétt við sér, en er ennþá vel fyrir neðan 2008.

Grikkland í ákveðnum sérflokki, en þó á ég von á því að Kýpur eigi eftir að lenda með hraði a.m.k. ca í þeirri stöðu.

----------------------------------------

 

Áhugavert er að taka eftir hratt minnkandi vinsældum Hollande forseta Frakklands sbr. French Leader François Hollande's Woes Fan European Fears.

Ég hef sagt það áður, en það myndi ekki koma mér á óvart, ef Marine Le Pen verður næsti forseti Frakklands.

En hún fékk 17% atkvæða ca. í kosningunum fyrir ári.

Það eru auðvitað nokkur ár enn í næstu kosningar.

En Frakkland er í mjög slæmum málum, með húsnæðisbólu sem er að byrja að springa, samtímis því að neysla er í frjálsu falli sl. rúmlega hálft ár, og iðnframleiðsla hefur frekar en hitt einnig dregist saman.

Ég er því ekki hissa að Frakkland mælist í samdrætti heilt yfir - - eina þ.s. ég er hissa á, er að tölurnar yfir þann samdrátt séu ekki hærri.

En mig grunar að þegar lengra fram líður á árið, þá verði tölurnar fyrir Frakkland reiknaðar frekar niður.

 

Af hverju munar svo miklu á Bandaríkjunum og Evrópu?

Munum að Bandaríkin einnig hafa einn sameiginlegan gjaldmiðil. Það er ekki endilega málið að til sé staðar sameiginlegur gjaldmiðill.

Þarna ræður að verulegu leiti, röng efnahagsstefna í Evrópu. Tel ég.

En mjög stórt atriði sem ég tel vera mjög samdráttaraukandi nú í Evrópu, er sú staðreynd að bilið milli vaxta sem fyrirtækjum og einstaklingum stendur til boða í Evrópu. 

Hefur verið að breikka - - skv. nýlegri skýrslu Deutche Bank er meðalvaxtamunur milli Þýskalands og Ítalíu/Spánar. Milli 3,5-4%.

  • Þetta er munur sem skiptir verulegu máli.
  • Ég tók eftir því að Mario Draghi hafnaði því að beita "QE."

Sjá vef Seðlabanka Evrópu: Mario Draghi, President of the ECB.

Mario Draghi - "Secondly, the ECB cannot clean banks’ balance sheets. And third, the ECB is not in the business of monetary financing, i.e. buying government bonds."

Þetta er einmitt þ.s."ECB"þyrfti að vera að gera!

En ef Seðlabanki Evrópu myndi hefja stófellda kaup aðgerð sbr. "QE" þ.s hann myndi akkúrat hreinsa út slæmar eignir í S-evr. bönkum.

Þá væri unnt að stöðva þann vítahring sem er í gangi, og stöðugt magnar niðursveifluna í S-Evr., að bankavextir eru á uppleið.

Að auki, þá væri það mjög gagnleg aðstoð v. ríkissjóði í skuldavanda, ef "ECB" eins og Japansbanki hefur ákveðið að gera, myndi kaupa með beinum hætti ríkisbréf ríkja í vanda - - þannig tryggja þeim "ódýrustu" fjármögnun sem möguleg er.

  1. Með því að lækka vaxtakostnað almennings, myndi hægja á jafnvel stöðvast samdrátturinn í neyslu sem er í gangi, að auki fækka gjaldþrotum og vanskilum húsnæðiseigenda.
  2. Að auki myndi það sama gerast í atvinnulífinu, að gjaldþrotum fækkar, fyrirtæki þurfa minna að skera niður; færri störf tapast.
  3. Ef ríkið einnig fær ódýrari fjármögnun, þá einnig þarf það minna að skera niður og færri störf tapast.
  • Til samans, minni samdráttur jafnvel stöðvun samdráttar, þíðir betri skatttekjustöðu ríkisins en ella, sem aftur leiðir til minni niðurskurðar og færri tapaðra starfa. Að auki því að hallarekstur þess verður viðráðanlegri, því skuldir lægri.

 

Niðurstaða

S-Evr. þarf öfluga aðstoð til að brjóta upp þann vítahring sem hún er stödd í. En ákveðin neitun Draghi sýnir þó að líklega mun evrusvæði ekki í neinni náinni framtíð, læra af vanda Japans- - sem hefur nýlega ákveðið að umpóla sínum kúrs. Og taka upp hagvaxtarhvetjandi stefnu.

Það hve augljóst virðist, að fátt bendir til þess að gripið verði til aðgerða sem geta virkað innan nytsams tímaramma, til að brjóta niður vítahring þann sem S-Evr. er stödd í.

Er stór ástæða þess, hvers vegna ég er þess fullviss. Að meintur viðsnúningur næsta árs sé tálsýn.

En ég er þess fullviss, að stór ástæða munarins á Evr. og Bandar, sé vegna ólíkrar stefnu Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. 

En það að tryggja lága vexti innan hagkerfisins, er gríðarlega mikilvægt - - þegar mikil skuldsetning er útbreitt vandamál.

Við slíkar aðstæður, geta hækkandi vextir skapað mjög erfiða hagkerfishjöðnun - - í reynd hættulegan sjálfmagnandi spíral, er getur orðið að dauðaspíral.

Þessi veiki er að breiða út í Evrópu - hún er ekki í rénun.

Án öflugra inngripa í ákvarðanir markaðarins, óttast ég það versta. En ein útleið ríkja er að yfirgefa evruna, taka áhættuna á líklegu greiðsluþroti.

Það þó greinilega mun mikið þurfa til, svo það gerist - miðað við það að enn er Grikkland inni.

En meðan vítahringurinn malar og malar, magnast upp andstaða almennigs, og fylgi öfgaflokka.

Það er því hættulegt - að heimila því ástandi að grassera, þegar í reynd er ákaflega auðvelt að brjóta upp þann vítahring.

Viljinn er allt sem þarf - - og þ.e. einmitt þann vilja sem virðist skorta.

Uppbrot evrunnar ef verður - - væri óþörf tragedía.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

USA hefur hráefni og orku innan sinnar lögsögu til að auka heima framleiðslu á móti aukinni niðursetningu á dollurum á meimarkaði til tryggja aukn magni PPP.  Innfluttningur frá Kína heldur áfram að minnka og fjöldi túrista í USA vex.  
EU hefur ekki efni á að gagn meira nærri  því litla magni sem er eftir í þeirra námum.  Ekki verur bókvitið í Aska látið. 
USA eftir 2000 ráðgerir ekki 150% verðlagshækkanir á hverju ári eins og UK, Dollar mun því rýrna um minna en 60% næstu 30 ár. Þetta höfðar til ríkustu fjáfesta heims sem þurfa enga félegslega hagfræðinga til kenna sér neitt. Vera ekki gráðugur og auka umfang veltu um 1,0% á hverjum 30 árum, eða auka ekki neitt.   

Júlíus Björnsson, 4.5.2013 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband