Erlendir kröfuhafar til í viðræður - - eins og Sigmundur Davíð hefur haldið fram!

Ég skal viðurkenna, að lítil rödd hefur nagað mig varðandi þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs, að kröfuhafar væru óþolinmóðir, og vildu losna héðan. Þeir hefðu meira að segja verið að þrýsta á stjórnvöld hérlendis, um að hefja viðræður við þá. Þó ekkert hafi gengið.

 

Svo það er viss léttir - - þegar Financial Times segir frá viðbrögðum kröfuhafa, sem eiga 800ma.kr. krónueign hérlendis!

Iceland’s creditors braced for losses

"A person close to the creditors said: “The foreign creditors are organised, the banks have not been able to distribute their money for four years, and clearly there is a negotiation to be had between the creditors and whoever forms the new Icelandic government. The eyes of the international financial community will be on that negotiation.”"

Þessi aðvörun, er eiginlega fremur hlægileg. 

En ég bendi fólki á, að Evrópusambandið sjálft gerði mjög sambærilegan hlut fyrir rúmu ári, þegar það neyddi kröfuhafa Grikklands til að afskrifa þ.s. áætlað er 70% framreiknaðs andvirðis skulda Grikklands í eigu einka-aðila.

Evrópusambandið, lagði þá fram kröfu um 50% afskrift áður en "svokallaðar" viðræður hófust. 

Það var undirliggjandi hótun, þ.e. gjaldþrot Grikklands.

Kröfuhafar gáfu eftir, ferlið tók innan við 6 mánuði.

--------------------------------

Alþjóða samfélagið mun yppa öxlum.

Þarna er um að ræða peningalegar eignir - - sem augljóst geta ógnað gengi krónunnar, ef þeim er hleypt öllum út í einu. 

Sem einmitt þíðir, að þær eru í reynd minna virði en núverandi gengi gefur til kynna.

Már Guðmundsson, hefur einnig ítrekað áréttað nauðsyn þess að afskrifa þetta fé!

 

Haft er eftir Má Guðmundssyni: Iceland Lacks Currency for Easy Exit of Krona Creditors

"“A speedy release of those assets, e.g. in relation to composition agreements, can only take place” if creditors agree on a “considerably lower” rate than the current onshore exchange rate, he said."

Þetta er tekið úr ritinu Fjármálastöðugleiki!

  1. "Að sama skapi liggur ljóst fyrir að gjaldeyrir til að losa úr landi krónueignir gömlu bankanna og núverandi kvikar krónueignir erlendra aðila getur ekki komið af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og krefst því annars gjaldeyrisinnstreymis. "
  2. "Hröð losun þessara eigna, t.d. í tengslum við nauðasamninga, getur þannig ekki átt sér stað nema verðlagning og viðskiptagengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum feli í sér verulega lækkun frá mælingu þessara eigna nú í erlendum gjaldmiðlum miðað við bókfært verð þeirra og álandsgengi krónunnar. "
  3. "Takist vel til varðandi þetta gæti eftirleikurinn við losun fjármagnshafta orðið mun auðveldari fyrir vikið. "

 

Annað sem kemur fram í Fjármálastöðugleika:

Már Guðmundsson, er að segja okkur að gjaldeyristekjur okkar standi ekki undir núverandi gjaldeyrisskuldum!

Það þurfi að endurfjármagna þær.

Eða fara fram á nauðasamninga við eigendur þeirra skulda!

  1. "Á árunum 2014-2017 er áætlað að afborganir innlendra aðila annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans af erlendum lánum muni á hverju ári nema að meðaltali um 5½% af landsframleiðslu."
  2. Til samanburðar má geta þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
    þ.e. það sem í raun var til ráðstöfunar af tekjum þjóðarinnar til að greiða niður
    erlend lán, nam rétt liðlega 3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
  3. "Vandinn gæti aukist við það, að
    óbreyttu, að horfur eru á því að þessi afgangur fari minnkandi á næstu árum þar sem þjóðhagslegur
    sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu." 
  • "...ljóst að koma þarf til endurfjármögnunar á þessum skuldum ef forðast á umtalsverðan þrýsting á gengi krónunnar."
  • "Hún fæli í sér að skuldirnar yrðu greiddar niður á lengri tíma, annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýjum og lengri lánum."

--------------------------------------

Það sem Már er að segja okkur er að staðan sé ákaflega slæm, við eigum ekki fyrir skuldunum - þegar tekjustreymið er reiknað fram.

Nema að gengið lækki verulega - - þetta er þ.s. t.d. Þorsteinn Pálsson hefur bent á, og varað við yfirvofandi lággengi krónunnar.

Boðskapurinn að baki því, var sá að það þurfi nýjan gjaldmiðil.

En ég sé þó ekki hvernig það væri lausn á þeim grunnvanda sem er í gangi, að það eru tekjurnar sjálfar sem eru ónógar.

Sigmundur Davíð hefur einmitt nefnt þörfina fyrir því að endurfjármagna skuldirnar, en vaxtabyrðin er ákaflega þung af erlendum gjaldeyrislánum.

Ef hægt væri að lækka vaxtagjöld þau sem ríkið þarf að standa straum af ár hvert, þá um leið minnkar þörf ríkisins fyrir afgang af gjaldeyri.

Sem mun minnka pressuna á gengi krónunnar.

Það þíðir einnig lægri verðbólgu - - en fólk hefur örugglega veitt því athygli hvernig gengið reis sl. sumar og lækkaði svo aftur sl. haust, en lækkun þess var örugglega v. stöðu ríkissjóðs.

En gengið getur í reynd ekki verið hærra en svo, að ríkissjóður sé ekki gjaldþrota, þannig hefur Þorsteinn á sínum Kögunarhól rétt fyrir sér að vissu marki!

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá að staða Íslands er enn ákaflega þung. Þetta var einmitt hvers vegna Ísland varð að hafna Icesave. Sjálfs sín vegna. En þið sjáið nú ákaflega vel miðað við aðvaranir Seðlabankastjóra, hve fjarstæðukennt það var. Að Íslandi væri mögulegt að bæta við sig umtalsverðum viðbótar gjaldeyrisskuldum.

Við rétt svo höldum sjó - hingað til. Staðan er langt í frá vonlaus. En hún krefst nærgætni meðan verið er að sigla þessu skipi úr því brimróti sem það enn er fast í.

Einn mikilvægur þáttur verður einmitt að losa höftin, en samningar við kröfuhafa um losun eigna þeirra og afskrift sem hæst hlutfalls hinna 800ma.kr. lausafjár sem þeir eiga hérlendis. 

Verður mikilvægur þáttur í þessu.

Næsti þáttur á eftir, verður að vera að vinda sér í að endurfjármagna gjaldeyrisskuldir ríkisins.

En eins og sjá má af aðvörunum Más, er ekki möguleiki að greiða þær hratt niður -- eins og sumir vilja.

Við getum einungis gert það á lengri tíma!

--------------------------------

Ps:  Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti í 0,25% úr 0,5%.

Sjá vef Seðlabanka Evrópu: Mario Draghi, President of the ECB.

Vandi fyrir evrusvæði er að sú lækkun mun nærri því engu máli skipta.

En evrusvæði er skipt í Suður/Norður í dag. Virkar ekki sem heild. Þetta gerir ekkert fyrir þann alvarlega vanda, að vaxtakostnaður atvinnulífs í S-Evr. fer vaxandi. Kostnaður v. lánsfjármögnun er enn á uppleið í S-Evr. meðan að fyrirtæki í N-Evr. geta enn útvegað sér ódýrt lánsfé.

Þetta er örugglega stór þáttur í því, að ekkert gengur eða rekur með það að snúa kreppunni í S-Evr. við.

Sjá einnig grein Wall Street Journal: ECB Eases as Downturn in Europe Spreads

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já,Á ekki bara að gefa framsókn frjálsar hendur.minnihlutastjórn?

Jósef Smári Ásmundsson, 3.5.2013 kl. 08:30

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, þú lest rétt í stöðuna þegar þú segir:

 

»Boðskapurinn að baki því, var sá að það þurfi nýjan gjaldmiðil.«

 

Þörfin fyrir Ríkisdal stafar ekki bara af nauðsyn þess að skapa efnahagslegan stöðugleika, bæði í bráð og lengd. Ekki síður er nýr gjaldmiðill núna nauðsynlegur til að bræða Snjóhengjuna. Þetta er gert með því að einangra Krónueignir og síðan afskrifa þær. Þetta verður ekki gert með samningum heldur með valdboði, sem byggir á lögsögu Íslands sem sjálfstæðs ríkis.

 

Föllnu bankarnir eru sagðir eiga 2.000 – 3.000 milljarða í erlendum gjaldeyri. Mikilvægt er að ríkið leggi hald á þessar eignir, breyti þeim fyrst í Krónur og afskrifi þær síðan með öðrum hlutum Snjóhengjunnar. Hliðstæða aðgerð þarf að gera með innlendar eignir bankanna og ekki leyfa þeim að fela fjármagn í fleirri innlendum eignum.

 

Ekkert ólöglegt eða siðlaust er við að mismuna aðilum við sölu á erlendum gjalmiðlum. Margfalt gengi hefur verið regla fremur en undantekning. Hvorki Seðlabankinn né ríkissjóður hafa gefið fyrirheit um fastgengi Krónunnar. Það var flotgengið sem skapaði óeðlilegt innstreymi gjaldeyris og söfnun skulda. Útstreymið á líka að lúta reglum flotgengis. »Torgreinda peningastefnan« skapaði efnahagsvandann og hann verður að leysa undir sömu formerkjum.

 

Fastgengi er annars konar peningakerfi, sem byggir á fullkomnu trausti. Regla og stöðugleiki kemur í stað torgreindra ákvarðana og óstöðugleika. Þeir sem afhenda myntráði fjármuni sína munu fá þá alla til baka án afsláttar. Einstaklingar og fyrirtæki þurfa ekki að standa í biðröð eftir gjaldeyri, svo framarlega sem þeir eiga söluhæf verðmæti. Ríkisdalurinn verður jafngildur stoðmyntinni.

 

Icesave var ekki hafnað vegna þess að kröfurnar væru þungar, heldur vegna þess að þær voru ólöglegar! Icesave-kröfurnar voru ekki óviðráðanlegar einar sér. Þær voru óviðráðanlegar sem viðbót við aðrar skuldir. Þeir sem áttuðu sig á lagalegri stöðu Icesave-málsins, eins og »Samstaða þjóðar gegn Icesave« urðu ekki hissa að úrskurður EFTA-dómstólsins féll Íslandi í vil.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 3.5.2013 kl. 08:37

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég get nú ekki komið auga á þetta frá Einari,Loftur"Boðskapurinn að baki því, var sá að það þurfi nýjan gjaldmiðil".Er hann ekki að vitna í Þorstein Pálsson.Ég held að það sé nauðsynlegt að hafa frelsi í fjármálum ríkisins.Það getum við ekki ef við tökum upp gjaldmiðil annarra þjóða.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.5.2013 kl. 09:07

4 Smámynd: Samstaða þjóðar

Jósef, hvaða frelsi ert þú að tala um?

Er það frelsi höfðingja-aðalsins til að skuldsetja ríkissjóð? Er það frelsi til að setja skuldir bankanna á herðar almenningi? Er það frelsi bankanna til að innheimta miklu hærri vexti en viðgangast erlendis? Er það frelsi gjaldeyrisbraskara til að koma af stað gengishruni og brenna upp eignir landsmanna? Er það frelsi til að setja á gjaldeyrishöft og takmarka þannig mannréttindi Íslendinga? Er það frelsi höfðingjaræðisins (þingræðisins) til að starfrækja seðlabanka, sem er gamaldags ríkisstofnun? Er það frelsi til að miðstýra samfélaginu, í anda Ráðstjórnarríkjanna?

Hvernig dettur þér í hug að Ríkisdalur verði "gjaldmiðill annara þjóða"?

Loftur AlticeÞorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 3.5.2013 kl. 10:02

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur, annar gjaldmiðill mun ekki lækka vaxtastig hérlendis, það eru draumórar - - en vextir hafa að gera með reikning á áhættu um framtíðartekjur aðila sem starfa innan hagkerfisins.

Þú virðist virkilega halda að það að skipta krónunni út eða afnema flotgengi taka upp form fastgengisstefnu - sjálfvirkt lagi mál. Það mun ekki gera það, né mun myntráð það gera með sjálfvirkum hætti.

Það er ekki til það kerfi í heiminum sem getur skapað "fullkomið traust" eins og þú talar um.

Þú þarft að koma þessu út úr hausnum á þér, að óstöðugleikinn sé v. krónunnar eða v. flotgengisins, eða að auki að skuldsetning okkar sé af þess völdum. Það er ekki rétt.

Þvert á móti, eins og ég hef vendiega útskýr, getur krónan ekki annað en fallið ef Ísland kaupir meir inn en það á tekjur fyrir, þ.e. viðskiptahalli - - gengið fellur þegar gjaldeyrissjóður er við það að tæmast.

Þá sjálfvirkt leiðréttir gengið þann halla, og sjóðurinn nær tímabundnum stöðugleika aftur.

Ísland hefur einungis val um það hvaða þáttur tekur þann innri ostöðugleika sem er hér, vegna þess að hagkerfið er mjög smátt og óstöðugt.

En þ.e. hinn eiginlega ástæða óstöðugleika.

Þú virðist haldinn þeirri "þrá" með sama hætti og evrusinnar og aðrir talsmenn annars gjaldmiðls, að einföld patentlausn leysi flest okkar vandamál.

-----------------------

Ég hef bent þér á hvað þarf að gera ef v. ætlum að kasta krónunni - eða taka upp fastgengiskerfi, skiptir engu máli hvaða fastgengiskerfi.

Þau eru öll jöfn gagnvart óstöðugleika vandanum.

  1. Þ.e. það Þarf að stýra þá viðskiptajöfðnuðinum með virkum hætti.
  2. Það verður að gera þá í staðinn, með launum.
  3. Það þarf þá fyrirfram samkomulag innan samfélagsins, við verkal.hreyfinguna, og sátt almennings um það samkomulag.
  4. Að þetta virki þannig, að það séu rauð strik um viðskiptajöfnuðin, þegar það hallar á um of séu laun lækkuð.
  5. Þegar þ.e.afgangur yfir því sem ég kalla blá strik, séu laun hækkuð.
  • Vexti munu samt áfram haldast hærri en í öðrum löndum, sama hvaða kerfi v. tökum upp.
  • En v. getum haft lægri verðbólgu, ef við látum laun sveiflast í staðinn.
  • En ekkert hindrar það að framtíðar tekjur séu óstöðugar, það kemur til v. smæðar landsins og óstöðugleika þeirra grunnþátta sem standa undir hagkerfinu.

Eina leiðin til að minnka óstöðigleika til lengri tíma, er að fjölga atvinnuvegum í landinu. Og fjölga Íslendingum sjálfum.

Ég hef útskýrt vendilega, að ef við gætum ekki að vöruskiptajöfnuðinum, en það er mjög röng hugsun að halda að sá sé ekki vandamál ef við tökum upp myntráð eða ef v. tökum upp annan gjaldmiðil; þá mun það fastgengiskerfi sem við tökum upp eða einhliða gjaldmiðill, leiða til alvarlegrar kreppu á endanum.

Vegna uppsöfnunar vanda af völdum þróunar yfir í viðskiptahalla, sem þú mátt treysta með nær 100% öryggi, að á sér stað - - ef ekki er virk stjórnun í staðinn á jöfnuðinum, í stað þeirrar sjálfvirku með flotgengi.

Þá endar dæmið með annarri tegund hafta, þ.e. á innflutning.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.5.2013 kl. 11:17

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, ranghugmyndum þínum virðast engin takmörk sett. Samt hef ég útskýrt staðreyndir málsins mörgum sinnum. Þú ert algerlega fastur í þeirri röngu hugmynd, að æðri (torgreinda) hönd Seðlabankans þurfi til að skammta landsmönnum gjaldeyri. Þú virðist telja að viðskiptahalli sé náttúrulögmál og að stöðugt gengisfall þurfi til að jafna þann halla. Þetta er rangt – rangt – rangt.

 

Þú fullyrðir, að háir vextir »hafa að gera með reikning á áhættu um framtíðartekjur aðila sem starfa innan hagkerfisins.« Að hluta til eru háu vextirnir vegna »áhættu« en það er fyrirsjáanleg »áhætta« af verðrýrnun Flotkrónunnar. Önnur ástæða fyrir háu vöxtunum eru torgreind afskipti Seðlabankans, með stýrivöxtum og öðrum inngripum sem öll valda vaxtahækkunum.

 

Reynslan hefur sýnt að vextir innan hagkerfis með torgreinda peningastefnu, lækka snarlega við upptöku fastgengis í samræmi við lögmál »reglu-bundinnar peningastefnu«. Þetta virðist flestum augljóst, því að hvers vegna ættu vextir í Hafnarfirði að vera aðrir en í Reykjavík? Þeir sem ekki skilja þetta ættu ekki að hugsa mikið um efnahagsmál. Þeir verða að minnsta kosti að útskýra hvers vegna vextir og verðbólga nálgast fljótt það sem gildir í ríki stoðmyntarinnar, við upptöku fastgengis.

 

Einar þú talar einnig af mikilli vanþekkingu um traust á myntsláttum. Er erfitt að skilja, að traust á gjaldmiðli seðlabanka sem ekki á neina stoðmynt eða lítið af henni, sé miklu minna en traust á gjaldmiðli myntráðs sem alltaf á tiltækan gjaldeyri, til að skipta fyrir þann pening sem það hefur gefið út? Reynslan sýnir að alvöru myntráð nýtur fullkomins trausts og sú staðreynd breytist ekki þótt þú fullyrðir annað.

 

Fastgengi leysir ekki allan vanda í efnahagsmálum, enda ekki til þess ætlast. Hins vegar eru afleiðingar fastgengis í verulegum mæli aðrar en þú heldur. Hagkerfið allt fær stöðugleika, vextir lækka, eignabruni af völdum verðbólgu hverfur og einstaklingar og fyrirtæki geta snúið sér að því verkefni að auka hagvöxt. Við flotgengi fer mest af orku manna í að glíma við neikvæð áhrif verðbólgunnar – að elta skottið á sér! Þann kjánalega leik hafa Íslendingar stundað í nærstum 100 ár og er mál að linni.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 3.5.2013 kl. 13:28

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Loftur.Frelsið sem ég er að tala um er að geta stýrt útstreymi fjármagns út úr landinu-til að halda viðskiptahallanum réttu megin við strikið.Nú er eyðsla í lágmarki(sennilega út af því að fólk hefur ekki allt of mikla peninga milli handa)en ef hún eykst þegar atvinnulífið fer af stað finnst mér að mætti stjórna útsreyminu(eyðslunni)með því að skattleggja eða setja aukna tolla á munaðarvöru.Ég skil nú ekki alveg hvaða ríkisdal þú ert að tala um-hélt þú værir að tala um tengingu við Bandaríkja-eða kanadadal.Ef þetta á að vera sér íslenskur gjaldmiðill þá er þetta nú bara nafnabreyting(ný kennitala).Menn hafa verið að leika sér með svona hugmyndir-Einn bloggari er með hugmyndir um að breyta gengi allra mynta nema íslensku krónunnar.Ég lít nú á þjóðina eins og fjölskyldu sem skuldar mikið(eins og ríkisjóður gerir í dag).Ef fjölskyldumeðlimir afla peninga er mikilvægt að þeir eyði þeim ekki öllum í vitleysu heldur leggi hluta í sparnað til að greiða niður skuldina.Við skulum ekki vera að flækja málin allt of mikið með barbabrellum.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.5.2013 kl. 15:22

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur - -Nei, það eruð þér sem eruð haldnir ranghugmyndum. Þetta orðalag "torgreind peningastefna" er algerlega merkingarlaust.

Þú einfaldlega lætur þér ekki segjast, að ekkert peningastefnulegt fiff, afnemur viðskiptahalla með sjálfvirkum hætti.

Nei, viðskipthalli er ekki náttúrulögmál - - heldur atriði sem mögulegt er að hafa stjórn á.

Og ég hef nú sagt þér all oft, að þarf einmitt að stjórna, ef við hættum að beita sjálfvirkri flotkrónustýringunni.

Það skiptir engu máli hve oft þú endurtekur þetta, það þarf að stýra viðskiptajöfnuðinum ef við hættum að stýra honum með flotgengi - - og það skiptir engu máli, hvaða annað fyrirkomulag en flotgengi þú ert að tala um, að skuli koma þess í stað.

Það getur ekkert peningalegt fyrirkomulag, skapað stöðugleika né traust - - ef við gætum ekki að jöfnuðinum, mun það fyrirkomuag nærri því örugglega falla fyrir rest. Með þeim hætti sem ég hef áður útskýrt.'

En eins og ég benti þér á, að þegar viðskiptahalli skapast og ekki er fyrirfram búið að undirbúa hvernig á honum er tekið, þá myndi í tilviki myntráðs dollararnir streyma út, og fyrir rest ekki vera til nægilega mikið af dollurum hér á Íslandi til þess að tryggja innflutning - - þannig að þá myndi það dæmi hrasa niður í innflutningshöft, þ.e. ef ekki tekst að stöðva þá öfugþróun í tæka tíð, áður en erlendir byrgjar fara að heimta staðgreiðsluviðskipti.

Þú hefur ekki komið fram með nokkra hugmynd sem gengur upp, sem myndi koma í veg fyrir slíka öfugþróun. Nei, slíkt kerfi myndi ekki redda því sjálfvirkt.

Ég á ekki von á að þú takir nokkrum sönsum - munir halda áfram að endurtaka sömu ranghugmyndirnar hve oft sem ég bendi þér á að þær gangi mjög augljóslega ekki upp; nema og aðeins nema, að við tökum upp stjórnun á viðskiptajöfnuðinum með þeim hætti sem ég hef nokkrum sinnum nú bent þér á.

Ég skil reyndar ekki, af hverju þér er í nöp við slíka eðlilega stýringu á jöfnuðinum gagnvart útlöndum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.5.2013 kl. 00:35

9 Smámynd: Samstaða þjóðar

Einar, ekkert nýtt kemur fram hjá þér sem ástæða er til að bregðast við og hafa öll þín rök verið hrakin. Samt má benda enn einu sinni á, að við fastgengi myndast ekki viðskiptahalli, vegna þess að sá innflytjandi sem ekki hefur fjármagn getur ekkert keypt.

 

Í stað þess að ríkisstýrður seðlabanki skaffi gjaldeyri, er gjaldeyrir alltaf til staðar hjá þeim sem eiga peninga. Enginn munur verður á því að versla í nærstu verzlun eða kaupa frá útlöndum. Ef þú skilur þetta ekki, verður langt þar til þú skilur um hvað málið snýst.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 4.5.2013 kl. 09:20

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Loftur - - er engin leið að fá þig til að stoppa? Þetta er þvílík endaleysa.

Ef menn geta ekki útvegað sér peninga, eins og þú segir - - þá er komið það ástand, sem ég er að tala um sem stopp atburð. Þ.e. fjárþurrð.

Þá einmitt fara slíkir hlutir að eiga sér stað, og erlendir byrgjar munu ókyrrast, og heimta staðgreiðsluviðskipti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.5.2013 kl. 22:11

11 Smámynd: Samstaða þjóðar

Staðgreiðsluviðskipti er ekkert til að óttast. Það merkir einungis lægra innkaupsverð.

Einhver fyrirtæki, sem ekki hafa lánstraust hjá bönkum eða byrgjum og ekki geta fjármagnað viðskipti sín með eigin fjármagni, þurfa væntanlega að hætta rekstri. Er ástæða til að fórna peningakerfinu, svo að þessir aðilar geti haldið áfram rekstri með óviðráðanlegri skuldsetningu ?

Er svo voðalegt að einstaklingar og fyrirtæki þurfa að bera ábyrgð á eigin gjörðum? Einar, ykkur sem aðhyllist ríkisforsjá finnst það auðvitað sjálfsagt.

Loftur Altice Þorsteinsson. 

Samstaða þjóðar, 7.5.2013 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband