Er evrusvæði að stefna í verðhjöðnun?

Tvær áhugaverðar tilkynningar komu í gær frá EUROSTAT þ.e. um hratt lækkandi verðbólgu og hin um aukið atvinnuleysi:

  1. Euro area annual inflation down to 1.2%
  2. Euro area unemployment rate at 12.1%

Ambrose Evans-Pritchard fjallaði um þetta á sinn hátt: Eurozone risks Japan-style trap as deflation grinds closer

En hann kemur með áhugaverðan punkt -

  1. "The region’s core inflation rate – which strips out food and energy – fell to 1pc in March."
  2. "...the current figure is distorted by the one-off effects of VAT increases and levies linked to austerity. Adjusting for these taxes, the rate is now running at 0.4pc"

Hann segir að svokölluð "kjarna" verðbólga, sé einungis 0,4%.

Síðan greinilega ræddi hann við mann sem við þekkjum:

Lars Christensen, a monetary theorist at Danske Bank: “The eurozone is tracking the experience in Japan in mid-1990s. there is a very high risk of a slide into deflation,”

Þið munið eftir honum Lars, sem varaði við hruninu hér - nokkrum mánuðum áður en það varð!

  • Vandinn við verðhjöðnun er sú mögnun á samdrætti sem hún getur framkallað.
  • Því hún hvetur fólk til að hætta að eiða peningum, varðveita þá þess í stað - - en þó vextir séu lágir, þá er samt hagstæðara að eiga peninginn ef verðin eru lægri á morgun.
  • Þetta á einnig við þá sem eru áhugasamir hugsanlega um fjárfestingar - - þeir bíða frekar eftir því að eignirnar lækki frekar.

Það eru einnig vísbendingar um það, að samdráttur í efnahagsmálum sé á allra síðustu mánuðum, að ná til þeirra landa sem hingað til hafa ekki verið í samdrætti.

Það eru skýrar vísbendingar um samdrátt í neyslu t.d. innan Þýskalands nú fyrri hl. þessa árs. Þegar greinilega hefur verið að draga úr pöntunum til þýskra iðnfyrirtækja á sama tíma. Er vel hugsanlegt að þýska hagkerfið sé við það að enda röngu megin við núllið.

---------------------------------------

Það þarf vart að koma á óvart að enn eina ferðina er atvinnuleysi að aukast:

  • 19,211 milljón manns eru atvinnulausir á evrusvæði.
  • 24.0% ungmenna eru án atvinnu. 

Áhugavert er að skoða töfluna á hlekk Eurostat, en þar kemur fram að atvinnuleysi er:

  • 8,4% í Svíþjóð.
  • 8,2% í Finnlandi.
  • 7,2% í Danmörku.

Áhugavert hve mikið atvinnuleysið er á Norðurlöndum. En þau eru ekki eylönd í þeim skilningi, að þau óhjákvæmilega verða fyrir barðinu á kreppunni í Evrópu.

Þau skv. því sem ég hef heyrt eru ekki í samdrætti, en vöxtur er kominn vel niður fyrir 1%. Það virðist helst útflutningur út fyrir Evrópu sem heldur löndum eins og Norðurlöndum enn uppi. 

Mesta og minnsta atvinnuleysið i ESB.

"Among the Member States, the lowest unemployment rates were recorded in Austria (4.7%), Germany (5.4%) and Luxembourg (5.7%), and the highest in Greece (27.2% in January), Spain (26.7%) and Portugal (17.5%)."

Til samanburðar, atvinnuleysi ungs fólks.

"In March 2013, the lowest rates were observed in Germany and Austria (both 7.6%) and the Netherlands (10.5%), and the highest in Greece (59.1% in January 2013), Spain (55.9%), Italy (38.4%) and Portugal (38.3%)."

 

Til samanburðar var frétt í dag í Financial Times:

Japanese shoppers loosen purse strings

En þar kemur fram að prentunaraðgerð Seðlabanka Japans er farin að virka, þ.e. Japanir eru aftur farnir að eyða peningum.

Neysla er með öðrum orðum í aukningu, síðan hafa verð á hlutafjármörkuðum í Japan hækkað mikið. 

  1. "...share prices of the biggest Japanese companies have risen more than 60 per cent."
  2. "Data released on Tuesday showed that household spending rose 5.2 per cent in March, its highest year-on-year growth in nine years."
  3. "Excluding the effects of a tax increase in 1997 and the 2011 earthquake, sales at large retailers posted their biggest gain in 20 years, rising 2.4 per cent."
  • "Hajime Takata, chief economist at the Mizuho Research Institute in Tokyo - “In a deflationary environment, delaying spending was wise. Now, people are starting to think that things will no longer get cheaper,

Þetta sýnir hvað það getur verið afskaplega öflugt - - að stýra væntingum!

Með því að tilkynna um massífa prentunaraðgerð, með það að markmiði að auka verðbólgu úr ástandi kyrrstöðu til verðhjöðnunar, í verðbólgu upp á 2%.

Hefur hinn nýi seðlabankastjóri Japans - - breytt hegðunarmynstri Japana á nánast einni nóttu.

Áður varðveittu menn peninginn, því væntingar voru ríkjandi um það að vörur og/eða eignir yrðu ódýrari á morgun.

  • En með því að auka verðbólgu!
  • Með því að kaupa í hlutabréfasjóðum.
  • Með því að kaupa í sjóðum sem eiga og versla með fasteignir.

Er Japansbanki að stýra hinu áður kyrrstæða fjármagni í Japan, einmitt í það að fjárfesta í fasteignum - hlutabréfum og ekki síst - - hreinni neyslu.

 

Niðurstaða

Japan er nýlega búið að gefast upp á meir en 20 árum af efnahagslegri kyrrstöðu og doða. En megnið af þeim tíma hefur verðlag ýmist verið nærri kyrrstöðu eða í hjöðnun. Þessi litla verðbólga er einmitt talin hafa haft mikið að gera með það kyrrstöðuástand sem ríkt hefur í Japan.

En af hagfræðingum þeim sem ráða í N-Evr. mætti ætla, að ekkert ástand sé eins gott og lág verðbólga.

Maður heyrir hina og þessa jafnvel halda því dómadagskjaftæði fram, að helsta hlutverk gjaldmiðla sé að varðveita verðmæti.

Þá auðvitað er verðhjöðnun hreint frábær - - því þá eykst sífellt raunvirði þess penings sem þú átt.

En þú ert þá alltaf að bíða með að eiða honum eða nota hann til að fjárfesta, því meðan það ástand varir að verðmæti peningsins er alltaf meira á morgun því eignaverð fellur og sama gerir verðlag; þá sýnir ástand mála í Japan sl. 20 ár að slíkt ástand þegar það er komið af stað á annað borð getur verið langvarandi.

Í reynd var ekkert sérstakt sem benti til þess að það myndi hætta af sjálfu sér - - er Japansbanki hóf prentun nýverið. Hefði allt eins getað staðið 20 ár til viðbótar.

  • Spurning hvort Evrópa getur lært af reynslu Japans.
  • Eða hvort að Evrópa verður sjálf að upplifa 20 ár af stöðnun, áður en hún kemst að sömu niðurstöðu og Japan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í EU hefur yfirvinna verið nánast bönnuð í 100 ár.  Margar stéttir síðan eftir seinn heimstyrjöld byrja að taka ellíofeyri um 50 til 55 ára.  Þjóðverja segja að meðan liðið tyggji framleiðslu eftirspurn eftir heimframleiðslu þá sé best að þeir hæfust í virkir í dagvinnu. þýsk gamalmenni er mjög vel á sig kominn t.d. og versla alls ekki minna en aðrir. Hollendingar hugsa mjög hliðstætt. Enda er þetta í okkar genum. þetta er allt spurning um gena samsetningu hvernig einstaklinga skilja hluti í sameingi.  

Júlíus Björnsson, 1.5.2013 kl. 01:45

2 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Eins og þú bendir á þá virðast mjög margir ekki átta sig á því hvað gjaldmiðill er. Halda einmitt að hann eigi bara að vera stöðugur eins og gangur himintungla og neita því að hann eigi að virka sem hlutfallslegur mælikvarði á gengi hagkerfa. Mér finnst þetta í ætt við hinn óskaplega hörðu einstaklingshyggju (þó að ég aðhyllist hana að mörgu leyti) sem einkennir vora daga. Ef ÉG græði, þá er það gott og ég vil ekki taka þátt í einhverju leiðinda hagkerfi vegna þess að ég er heimsborgari og gjaldmiðillinn á að halda verðgildi sínu fyrir MIG og mér kemur ekki við þó að einhverjir missi vinnuna, þeir verða að vera duglegri og redda sér með því að svelta sig til velgengni.

Elvar Eyvindsson, 1.5.2013 kl. 09:53

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Elvar - ég held að það sé mikið til í þessu hjá þér, að um sé að ræða byrtingarmynd einstaklingshhyggju sem færð sé út í öfgar.

Ég er einmitt á því að gjaldmiðill hafi það hlutverk að þjóna þeim hagkerfum sem þeir starfa fyrir.

Virði hans sé í reynd myndvöpun á framleiðslu þess - - en ég er viss t.d. að á endanum hefði jenið fallið. En skuldir eru komnar í um 245% af þjóðarframleiðslu. Ekkert benti til þess að stöðnun Japans væri að rofna af sjálfu sér - fremur en sl. 20 ár. Framleiðsla landsins sjálfs var enn að hrörna smám saman - þó fyrirtæki starfandi væru stöndu fjárfestu þau í öðrum löndum. Sjálf heima hagkerfið var enn hægt og rólega að holast upp. Með skuldirnar í huga, er vart unnt að hugsa sér að það hefði getað endað vel. Gjaldmiðillinn hefði þá örugglega orðið fyrir digru höggi.

Endurreisn hagkerfisins muni til lengri tíma, einnig bjarga jeninu.

Þetta sé nefnilega einnig "skammtímahugsun" þessu últra einstaklingshyggja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2013 kl. 10:53

4 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju allir eru að hugsa svona mikið um gjaldmiðla. Líklega gerir 99% fólks sér ekki grein fyrir því hvað gjaldmiðill er. Gjaldmiðill er eins og nafnið bendir til tæki til að miðla verðmætum. Ef bankar og spekúlantar prenta meira af gjaldmiðli en verðmæti þau sem viðkomandi framleiðslusvæði býr til á ákveðnum tíma, þá rýrnar verðmæti gjaldmiðilsins. Sem sagt verðbólga.

Gjaldmiðilinn hefur nákvæmlega ekkert með afkomu fólks og velmegun að gera. Það eina sem skiptir máli er að fólk mæti í vinnuna og sé duglegt að vinna. Íslendingar eru duglegir að mæta í vinnuna, en afskaplega latir að vinna. Þetta þarf að laga, það þarf aga og aðhald á vinnustöðum.

Svo þarf aga á fjármálastofnanir og spekúlantar mega fara til a. fyrir mér.

Bankarnir okkar lífeyrissjóðir Íbúðalánasjóður Byggðastofnun ríkisstjórnir og margir fleiri hafa hagað sér eins og spekúlantar í áratugi, reynt að ná til sín eins miklum verðmætum eins og þeir geta án þess að hugsa um hag fólksins í landinu. Þessu verður að linna það þarf að fá menn til að stjórna sem hugsa um fólkið í landinu til framtíðar en eru ekki að hugsa um hagtölur og fína klúbba í útlöndum.

Sigurjón Jónsson, 1.5.2013 kl. 11:37

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Margir misskilja hvað kom fyrir í Zimbabve, hrun gjaldmiðils þess lands stóð í réttu hlutfalli við hrun hagkerfis landsins. En Róbert lagði það í rúst sem stóð undir útfl. tekjum þ.e. hin stóru skipulögðu bú sem framleiddu til útflutnings.

Ef hagkerfið þess verðmæti gjaldmiðillinn í reynd er tilvísun fyrir sjálft hrynur djúpt saman, framleiðsla þess verður fyrir þungu höggi - - þá minnkar mjög mikið verðmæti þess gjaldmiðils. 

Þannig séð má gjaldmiðill vera á hvaða virði sem hann er - - en þ.e. traustið á hagkerfinu sem þannig séð á gjaldmiðilinn, sem framkallar vilja aðila til að nota viðkomandi gjaldmiðil. 

En t.d. skiptaverðmæti gjaldmiðils S-Kóreu er ákaflega lágt miðað við dollar. 

Lykillinn er alltaf að bjarga sjálfu hagkerfinu - tryggja að fólk sé áfram að framleiða. Svo það geti verið duglegt.

Það skiptir litlu máli hve duglegur þú ert - - ef enga atvinnu er að fá. Þá fara hinir duglegu annað þ.e. úr landi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.5.2013 kl. 12:21

6 Smámynd: Elvar Eyvindsson

Það má segja að sterkur gjaldmiðill sé sá sem getur endurspeglað hagkerfið á hverjum tíma og miðlað verðmæti út um þjóðfélagið og haldið því gangandi og atvinnustiginu háu. Veikur gjaldmiðill væri þá sá sem tæki ekkert mið af undirliggjandi þörfum og sá fer auðvitað á endanum með allt til fjandans.

Elvar Eyvindsson, 1.5.2013 kl. 12:26

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

CIA fact book gefur upp rekstargengi PPP allra Ríkja heims: PPP er líka bakstreymisveð í fjármálaheiminum.  Flestir hagfræðingar segir hér undir byggja sínar félagslegu tilfinningar einmitt á PPP: vegnu meðatali allra nýrra eigna [því söluskattsskyldra] sem seldust yfir alla jörðina hvert ár.      

Creditum [upphæð gjaldmiðis í tölu sem á greiða fyrir framboð sölukattskyldrar vöru og þjónustu innan efnhagslögsögu hvert skattaár]  á að endurspeglast með DEBITUM PPP virði þess selda á ári. Selda framboðið og peninga upphæðin spila þannig inn í allra væntingar á fjármálamörkuðum.    Ísland á það von á lánafyrirgreiðslum frá umboðstjórn í Brussell? Á það vona á lánafyrirgreiðslum frá Kína.  Getur fjámálelítan á  Ísland fengið hagstæðri lán en hún fær lánað inn í fjármála geiran hér?  S-EU er með með svipuð vandamál.

Spurning er að fá lengri lán með leigu álagi á PPP gengi  og borga með með styttri lánum með svipður álagi, í fjármálageiranum.   
Svarið kemur svo frá t.d. ráðandi meirihluta umboðstjórnar í EU og Stjórn Alþjóðagengistillingar sjóðs Sameinuðuþjóðanna [AGS]. 
Erlendis eru gerð mikið skýrari skil á fjárhagsbókhaldi og rekstrabókaldi í lagalegum og bókhaldslegu sameingi en á Íslandi.  Greiningar í 30 ára stöndum ríkjum því mikið betri en greiningar á Íslensku.    USA er búið að segja við styrkjum ekki rekstrargengi gengi evru , hæfur meirihluti umboðs EU  er búin að segja að hann styrkji ekki gengi Kína og USA.   Ísland getur styrkt innra gengi sitt á innri forsendum, ytra gengi fer eftir ytri eftirspurn.  það var veðjað á uppbyggingu í S-EU, meðan lána fyrirgreiðslur EU  til hagræðinga voru á fullu miðað mið hámörkum á PPP skilum í þessum ríkjum.  þessi ríki verða svo að sjá um sína innri hlutfalls legu skiptingu afgangs rekstrartekna næstu öld.   t.d. að taka heimahagstjórn Þýsklands, Sviss , Frakka, Svía sér til fyrirmyndar: hlutfallslegu 30 ára föstu skiptinguna í grunni.  Treysta því að 10% einstaklinga ekki almennir geti í sínu nafni aukið PPP smávegis.  Tekjuskipting er eitt og atvinnustig er annað.    Tryggja almenna eftirspurn eftir eigin PPP framleiðslu er gert með auka almennar tekjur þannig að fari í hana.  Tryggja arð útflunings lávirðis PPP getur Ísland aldrei á 30 ár forsendum uppgjörum hingað til og mun ekki í framtíðinni þar sem hæfur meirhluti EU veit hvað honum er fyrir bestu. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.  Fegra bókhald gagnvart heimamarkaði gengur kannski upp í skamman tíma.  En útlendingar nálga hér bókhaldið með erlendum kröfum  sem það Íslenska á að endurspegla næstu 30 ár.  Fjölga þeim sem eru í meðaltekjum er lang best ef litið er til annarra ríkja, réttlæta tekjur þeirra sem hafa meðallaun.   
 

This entry gives the gross domestic product (GDP) or value of all final goods and services produced within a nation in a given year. A nation's GDP at purchasing power parity (PPP) exchange rates is the sum value of all goods and services produced in the country valued at prices prevailing in the United States in the year noted. This is the measure most economists prefer when looking at per-capita welfare and when comparing living conditions or use of resources across countries. The measure is difficult to compute, as a US dollar value has to be assigned to all goods and services in the country regardless of whether these goods and services have a direct equivalent in the United States (for example, the value of an ox-cart or non-US military equipment); as a result, PPP estimates for some countries are based on a small and sometimes different set of goods and services. In addition, many countries do not formally participate in the World Bank's PPP project that calculates these measures, so the resulting GDP estimates for these countries may lack precision. For many developing countries, PPP-based GDP measures are multiples of the official exchange rate (OER) measure. The differences between the OER- and PPP-denominated GDP values for most of the wealthy industrialized countries are generally much smaller.

Júlíus Björnsson, 1.5.2013 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband