29.4.2013 | 23:50
Nýr forsætisráðherra Ítalíu ætlar að leggja áherslu á hagvöxt!
Það eru að verða straumhvörf í Evrópusambandinu, en það hlýtur að hafa mikil áhrif, að nýr forsætisráðherra 3-stærsta hagkerfis evrusvæðis; ætlar að taka upp stefnu sem ég fæ vart betur séð. En að gangi þvert á anda þeirrar niðurskurðar og hjöðnunar stefnu sem Angela Merkel og stofnanir ESB hafa verið að knýja fram - nánast þröngva upp á evrusvæði.
Það nefnilega átti sér stað óvænt atburðarás um helgina og undir lok sl. viku, að hin háaldraði forseti Ítalíu - - skipaði lítt þekktan pólitíkus Enrico Letta frá litlum miðjuflokki; forsætisráðherra.
Virðist að Letta og Napolitano forseti hafi sameiginlega tekist, að fá stóru flokkana 2 - þ.e. hægri fylkingu Berlusconi og vinstri fylkingu sem akkúrat þessa stundina er leiðtogalaus til þess að sameinast um ráðuneyti Letta.
Svo eftir allt saman lítur út fyrir að Ítalíu verði stjórnað - - á hinn bóginn á eftir að koma í ljós, hvernig forsætisráðherra frá litlum miðjuflokki gangi, að ráða við stóru flokkana og deilur þeirra á milli.
Letta virðist meir vera ráðinn sem nokkurs konar - sáttasemjari.
Italy's New Premier Lays Out Ambitious Agenda
Italy premier Enrico Letta tears up 6bn in tax rises
Italian showdown with Germany as Enrico Letta rejects 'death by austerity'
Samkvæmt orðum Letta virðist að stefnan verði ákveðinn viðsnúningur frá niðurskurði - - og í staðinn verði fókusað á hagvöxt!
Enrico Letta - "I'll speak to you in the subversive language of truth," ... We will die of fiscal consolidation alone. Growth policies cannot wait any longer, - Europe can return to be the engine of sustainable growth, the engine of hope and future, only if it opens up . . . There cannot be winners and losers,
- Hætt hefur verið við fyrirhugaðar 6 ma. skattahækkanir.
- Skv. fréttaskýrendum, þó svo Letta hafi sagst munu standa við skilyrði ESB um hallarekstur, hafi hann lítt tjáð sig um hugsanlegan niðurskurð á móti.
"...Mr Letta said Italys inadequate welfare system had to be broadened to include more provisions for young people, women and workers on temporary contracts."
"Businesses would be given tax incentives to hire young workers, Mr Letta said, stressing that job creation was his governments priority."
Skv. fréttum mun Letta ferðast til Berlínar á þriðjudag, til að ræða við ríkisstjórn Þýskalands.
Hvergi kom fram skv. fréttaskýrendum neitt um hugsanlegar umbætur á reglum um stéttafélög eða um breytingar á reglum sem takmarka samkeppni.
-----------------------------
En líklega er Letta í mjög þröngri stöðu - - hann hefur þurft að gefa Berlusconi eftir fyrirhugaðar hækkanir skatta.
Á sama tíma, og hann hefur þurft að samþykkja væntanlega kröfu frá vinstrifylkingunni um það, að auka velferðarútgjöld til fólks í hálfsdags vinnu sem er víst fjölmargt - sem fær ekki heilsdags.
Svo á að bjóða fyrirtækjum að borga fyrir hluta af launum ungra atvinnulausra - til að koma Þeim í vinnu. Tilraun til að slá á gríðarl. atvinnuleysi meðal ungra.
- Allt þetta gengur augljóst á svig við stefnuna frá Berlín.
- Óhjákvæmilega mun a.m.k. til skamms tíma, hallinn á ítalska ríkinu aukast - en hver veit, kannski stjórnin finni e-h til að auka hagvöxt.
- En ef ekki, þá munu skuldir ítalska ríkisins vaxa enn hraðar en áður.
En hinn eiginlegi vandi er að Ítalía er ósamkeppnisfær.
Ef Ítalía hefði líruna, væri hún löngu búin að falla sennilega 30% og atvinnuleysið væri þegar í minnkun.
En þegar ekki er unnt að gengisfella, þarf að framkvæma aðrar aðgerðir - - sem allar eru verulega erfiðari í framkvæmd.
Sbr. að lækka laun en slíkt er alltaf mjög óvinsælt, einnig að finna leiðir til að auka skilvirkni þ.e. brjóta upp lokaða klúbba sem nóg er víst af á Ítalíu þ.s. tilteknar stéttir hafa aðgangstakmarkanir, þannig auka skilvirkni með aukinni samkeppni - en slíkt er einnig óvinsælt því lokuðu klúbbarnir berjast um hæl og hnakka, síðan ef á að auðvelda fyrirtækjum að reka fólk svo auðveldara sé að lækka laun, þá einnig verða stéttafélögin bandvitlaus.
Best að muna að þessar aðgerðir í besta falli - - taka tíma að virka.
Ef þetta er allt í gangi á sama tíma, og atvinnuleysi er í hraðri aukningu því þ.e. kreppa, þá bætist það við sem ástæða - fyrir stigmögnun óánægju.
Og ef samtímis hið pólitíska kerfi er sundurgrafið af ágreiningi og samstaða milli aðila lítil sem engin, getur það verið svo að hið pólit. kerfi takist ekki að taka þær ákvarðanir sem þarf til að leysa úr vandanum.
Og í því tilviki, getur landið staðið frammi fyrir stigmagnandi kreppu - - en innri aðlögun getur eftir allt saman mistekist!
Evran er í þessu tilviki fyrir Ítalíu eins og - - Gildra!
Ég átta mig ekki á því til hvaða hagvaxtarhvetjandi aðgerða Letta getur gripið - - ég sé engar sem geta virkað innan skamms tíma.
Meðan Ítalía er innan evrunnar.
En þ.e. til stofnun innan evrunnar, sem getur gert eitthvað. Seðlabanki Evrópu.
Kannski að Letta ætli að ræða það við Angelu Merkel á þriðjudag.
- Punkturinn er sá að einungis seðlabankinn getur gripið til aðgerða, sem mögulega geta virkað strax eða nærri því strax.
- En það eru einmitt aðgerðir af því tagi, sem ríkisstjórn Angelu Merkel hefur ekki tekið í mál.
Þess vegna er það algerlega rökrétt af Letta að fara til Berlínar.
Hverskonar aðgerðir?
- Aðgerð sem fengið hefur þekkta skammstöfun - "QE"
- En mikilvægur vandi á Ítalíu og reyndar í allri S-Evrópu, er að vaxtastig á lán til atvinnulífs, hefur farið stig hækkandi síðan kreppan hófst.
- Skv. nýlegu mati Deutche Bank eru meðalvextir 3,5% ca. hærri á Ítalíu en til sambærilegra þýskra fyrirtækja.
- Einungis Seðlabanki Evrópu getur gripið til aðgerða til að stemma stigu við þeirri öfugþróun.
En ég sé ekki Merkel gefa eftir andstöðuna við prentun - - a.m.k. ekki fyrir kosningar í september.
Niðurstaða
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fyrir rest verði Seðlabanki Evrópu að prenta evrusvæði út úr vandanum, eins og gert er í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Stóra spurningin - hjöðnun eða verðbólga. Þýskaland hefur heimtað "hjöðnun" en andstaðan við þá leið hefur farið stigmagnandi. Og nú virðist uppreisnin gegn þeirri stefnu vera að hefjast virkilega fyrir alvöru.
En ef stórfellt kaup Seðlabanka Evrópu hefjast, verða þau að vera af þeim skala - - að einungis prentun kemur til greina. Og það þíðir aukning peningamagns sem er eitur í beinum þýskra hægri manna.
En til þess eyða vaxtamun milli Suður og Norður Evrópu. Þyrfti líklega að prenta frekar mikið. Það mikið, að líklega verður aukning í verðbólgu -- ekki í Suður Evrópu, en þar er næg hjöðnun í gangi til að gleypa verðbólguáhrif prentunar, heldur í N-Evrópu.
N-Evrópubúar verða ekki hrifnir af verðbólgu kannski á bilinu 4-5%. Kannski jafnvel 6%. Meðan hún væri samtímis ekki mikið meir en 2% í S-Evrópu.
En hagfræðingar hafa bent á það sem mögulega leið, að hækka verðbólgu innan evrusvæðis, sem myndi stórfellt auðvelda aðlögun S-Evrópuþjóða. En geta N-Evr. þjóðir sætt sig við það?
Ef N-Evr. þjóðunum tekst áfram að spyrna við fótum, mun andstaðan í S-Evr. halda áfram að stigmagnast. Samtímis því að ekkert lát verður þá á kreppunni þar.
En ég sé ekki að S-Evr. þjóðirnar geti í reynd komist hjálparlaust út úr kreppunni, meðan þær eru innan evrunnar - - en vaxandi vaxtamunur gerir stöðugt íllt verra því hann er mjög samdráttaraukandi.
En þ.e. einmitt atriði sem "ECB" getur kippt í liðinn, en það að losna við þau viðbótar samdráttaráhrif ofan á önnur vegna niðurskurðar og launalækkana, hjöðnunar atvinnugreina sem lítil framtíð er í; gæti gert það raunverulega framkvæmanlegt fyrir S-Evr. þjóðirnar að ná viðspyrnu.
En ef þ.e. engin leið að fá N-Evr. þjóðirnar til að heimila inngrip Seðlabanka Evrópu, af því tagi sem þá þarf til; á ég mjög erfitt með að sjá hvernig S-Evr. þjóðirnar geta þá mögulega forðast að flosna út úr evrunni fyrir rest. En kveikiþráðurinn í S-Evr. er greinilega farinn að styttast verulega.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nýi Hátækni-landsspítalinn gerir ekki ráð fyrir geðdeild innan sinna veggja.
Landsmenn eiga rétt á skýringu.
Hvert ætlar þú að senda geðsjúklingana? Ætlar þú að binda þá við fjósbita bankanna?
Þú ert skyldugur til að útskýra þetta!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2013 kl. 18:01
Rekstrartekur PPP á íbúa í S-EU geta vart greitt upp framtíðar skuldir þeirra næstu 100 ár. það sem þær losna við af sínu umfram í dag geta þær þakkað Þjóðverjum og Frökkum fyrir. Elítur og fjámálgeirar þar verða sníða sig af þeim rekstra afsgani sem þessi ríki skila. Hagfræðingar virðist ekki skilja Debitium á að stemma við Creditum. það er umfram Debitum sem fer upp í fjármálageira stjórnsýslunnar.
Júlíus Björnsson, 30.4.2013 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning